Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 31 Reykjanesbær | Börnin á leik- skólanum Gimli í Njarðvík heim- sóttu Árna Sigfússon bæjarstjóra á skrifstofur Reykjanesbæjar í vikunni. Færðu þau bæjarstjór- anum jólakúlur sem þau höfðu unnið á leikskólanum og sungu jólalag. Árni ræddi við börnin um hlut- verk bæjarstjórans og komu fram nokkrar ábendingar frá börn- unum um það sem betur mætti fara í bænum. Börnin voru síðan leyst út með gjöf áður en þau héldu ferð sinni áfram um bæinn. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Færðu bæjarstjóra jólakúlur Keflavík | Stjórnendur Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja hafa sett sér það takmark að stofnunin verði fyrsti viðkomustaður Suðurnesjabúa sem leita eftir heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því að auka mjög þjónustuna til þess að fólk þurfi minna að leita á Landspítala – háskólasjúkrahús og jafnvel að taka við sjúklingum úr öðr- um héruðum í greinum þar sem bið- listar eru miklir. Tillögur ráðherra- skipaðrar nefndar miðast að þessu en nauðsynlegt fjármagn er ekki á fjár- lögum næsta árs. Ýmislegt hefur gengið á það ár sem Sigríður Snæbjörnsdóttir hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Lækn- islaust var á heilsugæslustöðinni þeg- ar hún kom til starfa og hefur mikill tími farið í að manna stöðina, fyrst frá degi til dags en nú að undanförnu frá mánuði til mánaðar. Sigríður er von- góð um að heilsugæslan komist í samt lag innan tíðar. Segir að læknum hafi fjölgað jafnt og þétt og hjúkrunarþjón- ustan verið efld. Þá hafi verið ráðinn sérfræðingur í heimilislækningum til að taka við starfi yfirlæknis. Hins veg- ar segir Sigríður að enn vanti lækna á heilsugæsluna og meiri samfellu í þjónustuna þannig að fólk geti leitað til síns ákveðna heimilislæknis. Framkvæmdastjórinn segir að fjöldi góðra lækna starfi við stofn- unina, þeir séu um 25, þótt ekki séu nærri allir í fullu starfi. Hún hefur áhuga á að auka samvinnu sjúkrahúss og heilsugæslu og notar orðið heilsu- gæslusjúkrahús um það. Átt er við samtengda heilsugæslu og sjúkra- hússtarfsemi þar sem starfsfólk fer milli sviða, eftir þörfum sjúklinga hverju sinni og sérþekkingu sem fyrir hendi er hverju sinni. Sigríður var ráðin við erfiðar að- stæður. Hún segist líta á það sem fimm ára verkefni að gera nauðsyn- legar breytingar á stofnuninni. Hún telur að það versta sé yfirstaðið og ákveðið jafnvægi að nást og tími upp- byggingar framundan. „Það er komið mikið af nýju fólki til starfa. Ekki má heldur gleyma því góða starfsfólki sem fyrir var en á því hefur auðvitað mikið mætt. Ég tel að tekist hafi að skapa góða liðsheild fólks sem hefur sameig- inlega sýn á framtíðina,“ segir Sigríð- ur. Ný framkvæmdastjórn HSS tekur til starfa um áramót. Hún á meðal annars að vera framkvæmdastjóra stofnunarinnar til ráðuneytis um þjón- ustu og rekstur. Samkvæmt lögum skulu lækningaforstjóri og hjúkr- unarforstjóri skipa stjórnina með framkvæmdastjóra en auk þess hefur Sigríður skipað fjármálastjóra stofn- unarinnar í hana. Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir sjúkrahússviðs, verður hjúkrunarforstjóri um áramót en Hildur Helgadóttir hjúkrunarforstjóri og Pálína Reynisdóttir fjármálastjóri komu til starfa fyrr á árinu. Auk heilsugæslustöðva í Keflavík og Grindavík rekur HSS heilsugæslusel í Vogum, Garði og Sandgerði, sjúkra- hús í Keflavík og hjúkrunardeildina Víðihlíð í Grindavík. Mikil sóknarfæri Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar- innar hafa sett saman framtíðarsýn stofnunarinnar til ársins 2010 og var hún innlegg í vinnu starfshóps heil- brigðisráðherra sem nú hefur lagt fyr- ir ráðherra tillögur um framtíðarupp- byggingu, þróun og skipulag HSS til ársins 2010. Í skýrslu starfshópsins kemur fram að Suðurnesjamenn leita mikið út fyrir svæðið eftir heilbrigðisþjónustu. Þannig samsvara legudagar þeirra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi því að liðlega 32 Suðurnesjamenn séu þar alla daga ársins. Hluta þeirra á að vera hægt að sinna í heimabyggðinni. Telur nefndin að sóknarfæri liggi í almennri lyflæknisþjónustu, almennri skurð- þjónustu, bæklunarskurðþjónustu, slysa- og bráðaþjónustu og kven- sjúkdóma- og fæðingarhjálp. Er talið að unnt sé að veita þessa þjónustu á hagkvæmari hátt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en nú er gert á stóra há- tæknisjúkrahúsinu í Reykjavík. Í skýrslunni er vakin athygli á því að lyflækningum hafi lítið verið sinnt á sjúkrahúsinu og þær þurfi að efla. Sig- ríður segir að ýmsar breytingar hafi þegar verið gerðar á starfseminni sem miðist að þessu, meðal annars með ráðningu nokkurra lyflækna í hluta- störf. Við það hafii sérfræðiþjónusta stóraukist á mörgum sviðum. Dag- deild hafi verið efld og svokölluð fimm daga deild verði opnuð í byrjun nýs árs. Meðal annarra nýjunga er sál- félagsleg þjónusta sem farið er að veita fólki sem lent hefur í erfiðleikum. Einnig ljósameðferð sem psorias- issjúklingar hafa aðgang að á dag- deild. „Fullyrða má að nú sé veitt meiri hjúkrunar- og læknisþjónusta við Heilbrigðisstofnunina en nokkru sinni áður. Hins vegar er stefnt að því að þjónusta við sjúklinga verði enn aukin, þegar tillögum ráðherraskipuðu nefndarinnar verður að fullu hrint í framkvæmd,“ segir Sigríður. Hún segir stefnt að því að auka hér- aðshlutdeild sjúkrahússins upp í 80% en hún er nú um 50%, samkvæmt út- reikningum í skýrslu ráðherraskipuðu nefndarinnar. Er þar átt við fjölda legudaga Suðurnesjamanna á sjúkra- húsinu og annars staðar. Peningar fylgja ekki Í skýrslunni er lagt til að ráðist verði í ýmsar endurbætur til að unnt verði að auka þjónustuna. Fjárfrek- asta framkvæmdin er að innrétta þriðju hæð D-álmu spítalans. Gert er ráð fyrir að þar verði tvær skurð- stofur, speglunarherbergi og tólf rúma legudeild. Kostnaður við D-álmuna, viðhald og breytingar er áætlaður um 500 milljónir og gerð er áætlun um skiptingu kostnaðar niður á ár allt til ársins 2010. Sigríður segir að viðhald húsnæðis stofnunarinnar hafi verið vanrækt í mörg ár og ekki gengið frá lóð. Þetta skapi stofnuninni slæma ímynd og þurfi að lagfæra. Sigríður segir að kostnaður við breytingarnar sé ekki mikill þegar litið sé til þess hvað fáist á móti. Óþarfi sé fyrir fólk að sækja á höfuðborgar- svæðið þjónustu sem mjög vel sé hægt að veita í heimabyggð. Því fylgi einnig kostnaður fyrir viðkomandi sjúklinga að aka á milli. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að 160 milljóna króna fjárveiting kæmi á næsta ári í nýframkvæmdir, viðhald og endurnýjun, mest vegna D-álm- unnar. Ekki er hins vegar gert ráð fyr- ir þessu í nýsamþykktum fjárlögum ríkisins. Sigríður segir að sú niður- staða komi sér vissulega á óvart í ljósi þeirrar vinnu sem fram hafi farið við undirbúning málsins og stuðnings- yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og ráðuneytis. Hún segist eiga eftir að fá skýringar ráðuneytisins á þessu. Þrátt fyrir mikla umbrotatíma og aukna þjónustu á sumum sviðum er rekstur HSS í jafnvægi eftir árið, að sögn framkvæmdastjórans. Fékk stofnunin 35 milljóna króna auka- fjárveitingu í vor og 5 milljónir til lag- færingar á lóð. Svipuð fjárveiting er fyrir næsta ár. D-álma fyrir aldraða sjúka Sigríður hefur áhuga á því að sjúkrahúsið veiti sérfræðiþjónustu í ákveðnum greinum á landsvísu, til þess að minnka biðlista. Hún nefnir endurhæfingu, bæklunarlækningar og jafnvel lýtalækningar sem þjónustu sem hægt yrði að veita. Upphaflega var ráðist í byggingu D-álmu sjúkrahússins í Keflavík til þess að sinna þjónustu við aldraða sjúklinga en Suðurnesjamenn höfðu lengi barist fyrir því máli. Nú hefur húsinu verið ráðstafað til almennra sjúkrahúsnota. Sigríður Snæbjörns- dóttir segir að aðstæður hafi breyst og nú sé ekki sama þörf og áður fyrir legudeildir aldraðra á sjúkrastofn- unum. Hún telur að ágætlega sé séð fyrir þeim málum. D-álman sé og verði áfram notuð í þágu sjúkra aldraðra enda hafi þeir ákveðinn forgang að legurúmum þar. Þá sé ætlunin að inn- rétta nýja deild í því húsnæði sem losnar þegar skurðstofurnar flytja og hún verði miðuð við sérhæfðar þarfir aldraðra. „Við getum ekki boðið því aldraða fólki sem þarf að komast á hjúkrunarheimili að vera á sjúkradeild á sjúkrahúsi. Það hefur svo mikla ókosti í för með sér fyrir fólkið,“ segir Sigríður og vekur athygli á því að auka megi við þjónustu hjúkrunarheimila á Suðurnesjum. „Hlutverk okkar er að þjóna sjúk- lingum. Ég hef alltaf haft þá trú að með góðu starfsfólki sem myndar góða liðsheild og hefur skýra framtíðarsýn sé hægt að gera frábæra hluti. Ég lít á þetta starf eins og langhlaup en ekki spretthlaup, maður tekur stutt skref en gerir ráð fyrir að þau verði mörg. Ég er bjartsýn á að eftir tvö til þrjú ár getum við verið stolt af þeirri þjónustu sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir,“ segir Sigríður Snæbjörns- dóttir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Langhlaup fremur en spretthlaup: Sigríður Snæbjörnsdóttir vinnur að því að auka þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar. Stjórnendur vilja auka héraðshlut- deild í 80% Sjúklingum þjónað: Sprautan gerð klár á spítalanum og sjúklingar í iðjuþjálfun hlusta á sögu af segulbandsspólu. Tillögur lagðar fram um aukna þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en fjármagn fylgir ekki Eignaspjöll | Unnar voru skemmd- ir á símaklefa sem stendur utan við húsnæði Landssímans við Hafnar- götu í Keflavík. Tilkynnt var um skemmdirnar til lögreglunnar snemma í gærmorgun. Brotin var hurð og takkaborð sím- ans. Tjónið er metið á 300 þúsund kr. Lögreglan leitar skemmdar- vargsins og óskar eftir að hugsan- legir sjónarvottar gefi sig fram. Slys í hálku | Nokkrir gangandi vegfarendur lentu í slysum í hálku í Keflavík í gærmorgun. Tvö alvarleg tilvik komu til kasta lögreglunnar. Maður féll í hálku á Framnesvegi og fótbrotnaði rétt eftir klukkan sjö. Skömmu síðar datt kona í hálku utan við heimili sitt við Njarðargötu. Hún kvartaði undan verkjum í baki og var eins og maðurinn flutt í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.