Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Bjarna-son fæddist í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 8. júní 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi föstudaginn 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Kolbeinsson, f. í Stóru-Mástungu 18.6. 1886, d. 27.10. 1974, og Þórdís Eiríksdótt- ir, f. á Votumýri á Skeiðum 18.4. 1890, d. 13.7. 1946. Systkini Eiríks eru Kolbeinn, f. 27.1. 1915, Halla, f. 21.8. 1916, Hörður, f. 18.2. 1920, Haraldur, f. 30.11. 1924, og Jó- hanna, f. 2.2. 1933. Eiríkur kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Margréti Jónu Eiríks- dóttur 31. maí 1947, f. 30. desem- ber 1926 í Sandlækjarkoti í Gnúpverjahreppi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Eiríkur Jónsson, f. 2.2. 1880, d. 14.5. 1966, og Guð- björg Kristín Ingimundardóttir, f. 5.8. 1896, d. 24.12. 1970 í Sand- lækjarkoti. Eiríkur og Margrét eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ásgeir Sigurður, f. 6.12. 1947, kvæntur Sigrúnu Margréti Einars- dóttur og eiga þau tvær dætur, Arndísi Björk og Söru Dögg. 2) Ei- ríkur Kristinn, f. 6.7. 1952, kvænt- ist Elínu Oddgeirs- dóttur og eiga þau einn son, Oddgeir, þau slitu samvistum. 3) Þórdís, f. 3.8. 1956, gift Stefáni F. Arn- dal og eiga þau þrjú börn, Eddu Mar- gréti, Axel og Eirík. 4) Svanhildur, f. 16.1. 1962, gift Gísla Gunnari Guðmunds- syni og eiga þau tvo syni, Finn Torfa og Pálma Eirík. 5) Arn- ar Bjarni, f. 1.3. 1968, kvæntur Berglindi Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn, Auði Olgu, Eirík og Margréti Hrund. Eiríkur ólst upp í foreldrahús- um í Stóru-Mástungu og gekk í Ásaskóla. Heima vann hann öll til- fallandi bústörf ásamt því að vinna við vegagerð sem kúskur, sem var starfsheiti hestvagnsstjóra þess tíma. Veturinn 1940–1941 fór hann í Íþróttaskólann í Haukadal. Einnig fór hann um með dráttar- vél og braut land til ræktunar fyrir bændur. Eiríkur og Margrét tóku við búi í Sandlækjarkoti af foreldr- um Margrétar vorið 1946 og hafa búið þar síðan. Útför Eiríks fer fram frá Skál- holtsdómkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Tengdafaðir minn Eiríkur Bjarna- son er látinn. Eftir sit ég með góðar minningar um einstakan mann. Það er mikil gæfa að fá að kynnast manni eins og Eiríki, manni sem með störf- um sínum og framkomu skapaði sér virðingu og velvild allra sem kynntust honum. Börnum sínum, tengdabörn- um og barnabörnum var hann góð fyrirmynd allt til dauðadags. Eiríkur hafði óskaplega ljúfa og létta lund, hann var maður jákvæður og einstak- lega hreinskilinn. Mér er minnisstætt eitt atvik, fljótlega eftir að ég fór að venja komur mínar í kotið, vorum við Arnar einu sinni sem oftar að búa okkur á ball. Ég var komin í mitt fín- asta púss og búin að greiða mér vel og snyrta, þá segir Eiríkur: „Mikið voða- lega ertu orðin fín,“ og eftir smáum- hugsun, „nema á þér hárið“. Þannig var Eiríkur, sagði einfaldlega það sem hann meinti. Þegar ég kom fyrst að Sandlækjarkoti var Eiríkur í fullu fjöri og fullur starfsorku. Það er ekki hægt að skrifa minningarorð um Ei- rík án þess að nefna girðingavinnuna hans. Eiríkur var sérfræðingur í hliða- og girðingarviðgerðum. Á hverju ári fór hann vel og vandlega yfir allar girðingar á landareigninni og með naglbítinn að vopni voru hon- um flestir vegir færir í þeim efnum. Þannig man ég Eirík, ef ekki að girða þá að raga kartöflur í skúrnum, laga réttina, bera ofan í veginn heim í kot, tína grjót úr túnunum eða hvað eina sem til féll. Allt unnið af mikilli natni og nákvæmni. Eiríkur var mikill ræktunarmaður. Það eru margir hektararnir í Sandlækjarkoti sem hann hefur grætt upp síðan hann kom fyrst í kotið 1947. Með endalausri þol- inmæði og vandvirkni hefur hann breytt örfoka melum í grasigróið beitiland. Hann var ekkert að hreykja sér af ævistarfinu, það var ekki hans stíll, heldur hélt áfram að keyra moð og skít á mela og börð á meðan heilsa og þrek entust. Eftir að við Arnar tókum við búinu í Sandlækjarkoti hélt Eiríkur áfram störfum við búið. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa og ekki síður að skeggræða framtíðar- áform nýja bóndans, sem oft á tíðum voru ansi háleit, og tók fagnandi öll- um nýjungum sem komu með nýrri kynslóð. Börnum okkar Arnars var Eiríkur yndislegur afi, sem allt í senn var umhyggjusamur, þolinmóður og hjálpsamur. Mikill heiðursmaður hef- ur kvatt þennan heim. Ég minnist hans með þakklæti og virðingu. Þetta ljóð finnst mér lýsa vel viðhorfum Ei- ríks til lífsins: Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn. Harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir sá er dæmir aðra menn. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð útaf ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini – í dánarkrans. (Heiðrekur Guðm.) Elskulegri tengdamóður minni og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Blessuð veri minning Eiríks Bjarnasonar. Berglind Bjarnadóttir. Mikið vildi ég að ég hefði fæðst fyrr svo ég hefði getað kynnst honum afa mínum betur. Því það er nú einu sinni þannig að það tekur mann svolítinn tíma að finna sig í tilverunni og átta sig á því sem raunverulega skiptir máli. Eitt er víst að mér þykir ég hafa notið gífurlegra forréttinda að hafa alist upp í sveitinni með afa og ömmu í næsta húsi. Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en fyrir nokkrum árum hvers konar fjársjóðir leynast innra með því fólki sem hefur lifað í tæp hundrað ár. Hvílíkar breytingar sem þetta fólk hefur upplifað. Það er svo ótalmargt sem ég hefði viljað spyrja afa um. Ég hefði viljað vita meira um ungdómsár hans, þegar hann gekk yfir fjöll og ár með félögum sínum á leið í Glímuskól- ann í Haukadal, fjallferðir, hesta, söngva og gleði, hvert hann hafi sótt styrk sinn og hvað hann dreymdi um. Engu að síður held ég að ég hafi þekkt hjarta hans vel og það skiptir mig mestu. Hann var mikill vinnuþjarkur og var stöðugt eitthvað að bardúsa. Vinnubrögðum hans fylgdi afar mikil natni og nákvæmni. Það að fylgjast með honum leggja girðingu, hreinsa, þrífa eða ganga frá hlutum niðri í skúr var alveg sérstakt. Hvert verk var jafn vel leyst af hendi og annað, af sömu alúð og natni. Ég gæti enda- laust rifjað upp minningar um hann. Mér er það mjög minnisstætt þegar hann kom að okkur æskuvinunum, mér og Lofti í Breiðanesi, að reykja. Hann lét þá samvisku okkar um að refsa okkur í stað þess að hækka róm- inn. Eins þegar ég var að bregða hon- um í fjósinu, sem fékk hann til að hoppa hæð sína í loft upp, en segja svo: „Það lá við að mér brygði.“ Flest- ar eru minningarnar gæddar ein- hverju léttu og fögru, því þannig var hann mér. Ein minning stendur mér þó næst. Eitt kvöld eftir fjósatíma hjá ömmu og afa fór ég til þeirra að ná í mjólk fyrir kvöldmatinn, þá var afi búinn að gefa hrossinu fyrir mig eins og svo oft áður. Það var liðið á veturinn og vorið á næsta leiti. Sólin var að setjast eins og í vínrauða sæng. Við afi stöldruð- um bæði við og nutum sólarlagsins. Þarna á þessu augnabliki var engin fortíð og engin framtíð. Þetta var okk- ar stund. Þá sagði afi: „Sara, þetta er nú rómantískt.“ Mér fannst eitthvað hálfskrítið við það að ég ætti róman- tíska stund með afa mínum. Hann sá að ég varð eitthvað dularfull á svipinn og skildi um leið vandræðaganginn á mér. Þá útskýrði hann fyrir mér hvað rómantík væri fyrir sér. Fegurðin í augnablikinu. Þá loks skildi ég nátt- úrubarnið hann afa minn. Gott ef ég fór ekki að sjá hlutina í nýju samhengi eftir þetta, með rósrauðari gleraug- um en áður. Á þessari stundu kynnt- ist ég afa mínum. Þarna sá ég hjarta hans. Ætli það hafi ekki verið fljótlega eftir þetta sem mér dugði að taka hönd hans í mína, þar sem við hlýj- uðum hvort öðru til skiptis. Hand- kuldi gengur víst í erfðir í Sandlækj- arkoti og það gera hlý hjörtu svo sannarlega líka . Á þessum stundum skildum við hvort annað. Þannig leið mér eiginlega best með honum, því orð eru óþörf þegar manni þykir svo vænt um einhvern. Það var ekki erfitt að elska hann afa minn. Með ró sinni, yfirvegun og jafnaðarlund bauð hann mann velkominn í hjarta sitt. Fyrir þína hönd, afi minn, gleðst ég yfir frelsi þínu í ævarandi kærleik guðs þíns. Þú ert kominn heim eftir góða ævi. Ég vona að þú sendir engla þína til þess að líta eftir ömmu, börn- um þínum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öllum hinum sem elska þig. Elsku afi minn, orðin eru svo sannarlega óþörf því ég finn þig í kærleikanum. Mig langaði bara að deila vitneskjunni um hve góður mað- ur þú varst. Þín Sara Dögg. Nú er hann elsku afi okkar farinn frá okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hann þegar við förum í kotið að heimsækja hana ömmu eins og við gerum nú svo oft. Þó afi hafi verið orðinn gamall maður en við mjög ung að árum mynduðust með okkur mjög góð kynni enda var hann afskaplega skiln- ingsríkur og nærgætinn við okkur. Alltaf var hann tilbúinn til að lesa fyr- ir okkur og alveg þangað til að við vorum búin að fá nóg eða sofnuð, því alltaf hafði hann nægan tíma þegar við vorum annars vegar. Þau voru ófá skiptin sem afi gekk úr rúmi fyrir okkur til að tvö okkar gætu sofið hjá ömmu og eitt hjá honum í næsta her- bergi, því alltaf hugsaði hann fyrst um okkur. Það er okkur ómetanlegt veganesti út í lífið að hann var hrein- lega eins og orðabók og kenndi okkur mikið af orðum sem ekki eru mikið notuð í dag og finnast jafnvel ekki í orðabókum nútímans. Eins og til dæmis þegar hann kallaði okkur litlu angasílin sín eða litlu angana sína og mörg mörg fleiri orð. Þær eru eftirminnilegar göngu- ferðirnar okkar með afa og ömmu sem við fórum alltaf í einu sinni á ári út á Sandholt og þá alltaf með nesti með okkur og hafði afi þá með sér súkkulaðirúsínur til að gefa litlu angasílunum sínum. Það var alveg sama hvað við báðum afa um; svo framarlega sem það var innan skyn- semismarka þá gerði hann það fyrir okkur, til dæmis sáum við einhvern tímann ber þegar afi var að hjálpa okkur og mömmu og pabba að sækja kvígurnar og þá bara settist hann með okkur upp í bíl þegar heim var komið og keyrði okkur í berjamó inná Langabakka. Elsku amma, megi góður Guð hug- hreysta þig. Auður Olga, Eiríkur og Margrét Hrund. Þegar við hugsum um afa þá dettur okkur fyrst í hug girðingavinna og skúrinn. Þegar afi fór að girða hafði hann með sér þetta venjulega girð- ingardót og nagla, sem ekki voru allt- af nýir, heldur oftast gamlir og marg- uppréttir, snyrtilega komið fyrir í vel samanbrotnum bréfpoka. Girðingun- um hans afa var ætlað að standa mannsaldur, en ekki bara rétt yfir helgi. Nánast undantekningarlaust kom hann of seint í mat þar sem hann var alltaf að klára eitthvað og gleymdi klukkunni, þá var eitthvert okkar sent út að sækja hann og gátum við þá gengið að honum vísum í skúrnum, oft að rétta nagla. Hver man eftir afa í sumarfríi eða í sunnudagsbíltúr? Afi tók sér ekki frí, hann þurfti alltaf að hafa eitthvað fyr- ir stafni og dytta að einhverju. Ekki þurfti að gera mikið til að fá hann til að brosa, því hann var svo lífsglaður og kátur. Eftir liggja góðar minningar um góðan afa. Hvíl í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Oddgeir og Edda Margrét. Rödd Ásgeirs frænda míns var í símanum og var hann að flytja mér fréttir af andláti föður síns Eiríks Bjarnasonar, bónda í Sandlækjarkoti. Eftir að samtali okkar lauk birtust ótal minningabrot í huga mér af langri og góðri dvöl minni í sveitinni. Eiríkur og Margrét Eiríksdóttir (Magga) í Sandlækjarkoti voru fastir punktar í lífi mínu. Ég var ekki nema smábarn þegar ég byrjaði að dvelja í Sandlækjarkoti á sumrin. Fyrstu árin dvaldist ég þar með móður minni Vil- borgu Kristbjörnsdóttir sem var að heimsækja fósturforeldra, systur og mág og um það leyti sem ég var kom- inn á skólaaldur fór ég að sækja það fast að fá að vera þar lengur en móðir mín, sem var auðsótt mál. Innan við tíu ára aldur dvaldi ég í Sandlækj- arkoti frá því að skóla lauk á vorin og fram að réttum að hausti. Minningar frá dvöl minni í Sandlækjarkoti meðal barna þeirra hjóna eru margar og var hlutverk Eiríks í uppeldi mínu sem barna þeirra hjóna mikið og margs er að minnast frá þessum árum. Uppeld- isaðferðir hans og konu hans voru aðdáunarverðar. Mig rekur ekki minni til þess að við krakkarnir höf- um nokkurn tíma verið skömmuð öll þau sumur sem ég dvaldist í sveitinni, en ef við gerðum eitthvað sem Eiríki þótti ekki við hæfi, eitthvað mætti betur fara hjá okkur eða það sem við vorum beðin um að gera mætti fara betur, þá kom Eiríkur til okkar og tal- aði við okkur sem jafningja með sinni hógværu rödd um hversu misráðið þetta eða hitt hefði verið og leiddi okkur fyrir sjónir að það sem við hefðum tekið okkur fyrir hendur hefði hvorki verið rétt né skynsam- legt af ungu fólki eða þá okkur voru kennd þau handbrögð sem hann vildi að væru notuð við viðkomandi verk. Þegar ókunna gesti bar að garði kynnti hann fjölskyldu sína og bættir svo gjarnan við: „Við eigum nú eig- inlega þennan rauðhærða líka, þetta er sonur hennar Borgu og hann er alltaf hjá okkur á sumrin.“ Hlutverk Eiríks í uppeldi mínu, natni hans við kenna mér að umgangast landið, hirða um skepnur og önnur hefð- bundin sveitastörf vekur mér enn að- dáun og hefur verið mér gott vega- nesti út í lífið. Við ýmis verkefni í lífi mínu hef ég oft lagt það fyrir mig hvernig málin hefðu verið leyst af hendi Eiríks í Sandlækjarkoti og með það að leiðarljósi hef ég alltaf fengið farsæla lausn á málinu. Megi Guð geyma kæran vin. Elsku Magga, Ásgeir, Eiríkur, Þórdís, Svanhildur, Arnar Bjarni og fjölskyldur ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Tryggvi Gíslason. Ég kynntist öðlingshjónunum Ei- ríki og Möggu árið 1973 þegar systir mín, Sigrún, giftist Ásgeiri elsta syni þeirra. Ég var borgarkona í húð og hár, sem hafði aldrei verið í sveit að eltast við rollur eða setið á hestbaki og ég tala nú ekki um það að umgang- ast kýr af nokkru viti. Þegar dóttir mín Lára Björk fæddist urðu breyt- ingar á þessu og við urðum fastagest- ir í Sandlækjarkoti og á Klettum á hverju sumri og Lára Björk fékk að njóta alls þess sem sveitalífið hafði upp á að bjóða með Söru Dögg frænku sinni. Þær nutu sín út í ystu æsar í drullumallinu innan um dýrin og það þótti ekki tiltökumál þótt einn skór eða stígvél lenti í fjóshaugnum, það var ekkert haft um það. Hámark sælunnar var þó á hverju hausti þeg- ar réttað var í Gnúpverjahreppi. Þá var haldið af stað austur til þess að draga kindur í dilka. Ég mun alltaf sjá fyrir mér þau hjónin, Eirík í réttarföt- unum tilbúinn í slaginn og Möggu til- búna með kaffið og allt gómsæta með- lætið sem við fengum öll að njóta þegar hlé var gert á drættinum. Þá var spjallað og sungið af hjartans list. Þarna var Eiríkur í essinu sínu í sveit- inni sinni innan um fólkið sitt allt. Gangan á eftir safninu í unaðslegu umhverfinu er nokkuð sem gleymist aldrei, borgarmanneskjan gaf sér tíma til að líta til fjalla og gleyma sér smá stund þegar áð var við Kálfá. Þá var fólk nú ekkert að flýta sér, tíminn stóð í stað. Þegar komið var heim með safnið, aðeins farið að húma, tók við veisla, kjötsúpan hennar Möggu. Þá var EIRÍKUR BJARNASON Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matt. Joch.) Elsku Gaui minn. Aðeins örfá síðbúin kveðjuorð frá mér, ég má ekki láta það fara svo að ég þakki þér ekki fyrir samfylgdina, það var nú rétt rúmt árið á milli okk- ar. Svo ég nefni eitthvað allar smala- mennskuferðirnar, hvað þú varst sterkur á við mig, svo er líka minn- isstætt þegar við vorum að stokka upp lóðirnar, þá var oft verið að keppast við hver gæti nú betur. Við GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON ✝ Guðjón RagnarHelgi Jónsson fæddist á Eyri í Skötufirði 10. nóv- ember 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut mánu- daginn 13. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 20. október. héldumst nokkurn veg- inn í hendur þangað til kom að lóðarflækju, þá varst þú nú fljótur að hjálpa mér, því þú áttir svo gott hjarta, bless- aður, en nóg um það. Það er auðvitað margt fleira sem verð- ur bara geymt en ekki gleymt og við rifjum það upp þegar við hitt- umst aftur, allavega hef ég þá trú að við hitt- umst öll aftur sem þótti vænt hvert um annað, ó, kæri bróðir minn. Ég veit að góður Guð hefur tekið þig svona mikið veikan í sína föður- arma svo nú líður þér örugglega bet- ur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Elsku Jóna, börn, barnabörn og allir aðrir aðstandendur, Guð styrki ykkur öll, þín systir, María E. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.