Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 69 FJÖLMENNI var á jólatrés- skemmtun Íslendingafélagsins í New York sem haldin var nýlega. Dagskráin hófst með guðsþjónustu undir stjórn séra Sigríðar Guð- marsdóttur, lesið var úr jóla- guðspjallinu og sungin jólalög. Þá var dansað í kringum jólatré, jóla- sveinn kom í heimsókn og jólagjöf- um var útbýtt. Á myndinni er séra Sigríður að lesa jólasögu fyrir börnin. Jólatrésskemmtun Íslend- ingafélagsins í New York Ljósmynd/Guðrún Margrét Tilboðs- og kynningardagar í Austurveri Háaleitisbraut 68 verða dagana 12. til 14. desember nk. Þar verða eftirfarandi fyr- irtæki með vörukynningar og margvísleg jólatilboð og uppá- komur: Nóatún, Ástund „Megastore“, Lyf og heilsa, Landsbankinn, Meyj- arnar, Blómacompany, Hans Pet- ersen, Bakaríið og Ástund sér- verslun. Í DAG Aðventustund Samtaka for- eldra og aðstandenda samkyn- hneigðra Samtök foreldra og að- standenda samkynhneigðra, FAS, bjóða til samverustundar á að- ventu laugardaginn 13. desember kl. 16–18 í Regnbogasal Samtak- anna 7́8, Laugavegi 3, 4. hæð. Hópar sem vinna að málefnum samkynhneigðra segja frá starfi sínu, flutt verður jólatónlist og Felix Bergsson les úr nýútkominni bók sinni „Ævintýrið um Auga- stein“ og slær á létta strengi. Þá verður heimasíða FAS formlega opnuð. Ingibjörg S. Guðmunds- dóttir, varaformaður FAS, leiðir fundinn. Fundurinn er öllum opinn sem vilja kynna sér starfið. Á MORGUN ÍSLENSKU jólasveinarnir koma til byggða þrettán dögum fyrir jól, þá einn í einu. Þeir eiga lítið skylt við Sankta Kláus en eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaver- öld. Sveinarnir eru vel klæddir og eru fötin þeirra íslensk yst sem innst. Fyrir nokkrum árum rann Grýlu til rifja hvað þeir voru illa til fara og með aðstoð íslenskra hönnuða og hand- verksfólks fengu þeir og foreldrar þeirra nýjan alklæðnað frá hvirfli til ilja, úr vaðmáli, gærum, flóka og ís- lenskri ull. Í ár munu jólasveinarnir koma við í Þjóðmenningarhúsinu í boði Þjóð- minjasafns Íslands. Stekkjastaur kemur fyrstur, hann kemur í dag, föstudaginn 12. desember, kl. 10.30 og svo einn af öðrum kl. 10.30 á virkum dögum en kl. 14 um helgar. Sunnu- daginn 14. desember kl. 14 koma Grýla og Leppalúði við í Þjóðmenn- ingarhúsinu til að líta eftir Stúfi. Aðgangur að jólasveinadagskránni er ókeypis og allir velkomnir. Ráðlegt er að panta fyrir stærri hóp. Jólasveinarnir koma til byggða Stúfur. Í FRÉTT frá Tölvutæknifélagi Ís- lands (TTFÍ) segir að félagið hafi kosið sér nýja stjórn. Í henni sitja: Ragnar Hauksson hjá Almennu verkfræðistofunni hf., Bjarni Þór Ólafsson, Íslenskum aðalverktök- um hf., Vilhjálmur Árni Ásgeirs- son, VSÓ Ráðgjöf, Brynjar Ein- arsson, Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, og Þórður Sigfússon hjá Snertli. Ný stjórn TTFÍ FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.