Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 53 Ítölsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 HVAÐA viðmið eru notuð í ís- lenskum blaðaheimum til að meta af- rek sín, önnur en að selja blöð? Þetta varð mér umhugsunarefni eftir lest- ur helgarblaðanna um síðustu helgi. Lesbók Morg- unblaðsins er oftast ávísun á greinar þar sem natni og gæði liggja að baki úrvinnsl- unni, og svo var einnig raunin þennan laug- ardag. Ég naut viðtals við rithöfundinn Sjón, um nýjustu skáldsögu hans í jólabókaflóðinu. Eink- um varð mér starsýnt á túlkun á sögupersón- unni Skugga-Baldri sem höfundurinn mat sem venjulegan fyndinn íslenskan rudda. Samkvæmt orðabókarskilgrein- ingu er orðið ruddi hlaðið neikvæðni – hann er dóni eða óhefluð mann- eskja og að vera ruddalegur er þá að vera ósiðaður og svakafenginn. Nú hef ég ekki haft tíma til að leggjast ofan í lestur jólabókanna, nema blóðregn sem er meistaraleg myndfrásögn úr Njálu og þar er vissulega nokkuð af ruddum. Ég hef semsagt ekki kynnt mér hversu ríkjandi hin íslenska ruddatýpa er, hvorki í frásagnalist fagurbók- menntanna í augnablikinu, né í ís- lensku þjóðlífi. Ég velti þessu svo sem ekki meira fyrir mér þannig, fyrr en ég flétti hinu nýja og endurreista DV. Nú er ég í hópi kjósenda og borg- ara þessa lands sem er hliðholl end- urreisnaraðgerðum DV af lýðræð- issjónarmiðum. Opin, gagnrýnin og lýðræðisleg miðlun atburða og mál- efna er samkvæmt sannfæringu minni af hinu góða. Margbreytileiki blaðaflórunnar, þó á litla Íslandi sé, hlýtur að vera góðs viti, sama hvað samkeppni blaðanna á eftir að enda í. Viðmiðin í okkar landi hafa und- anfarið í meira og meira mæli farið að grundvallast á samanburði við er- lend ríki og í þeim alþjóðavædda heimi sem við lifum í, fer umfjöllun blaðanna, jafnt sem gildismat þjóð- félagsins á flestum sviðum ekki var- hluta af þessari þróun. Það má segja að það sem helst hafi einkennt umfjöllun deyjandi DV áð- ur en endurreisnaraðgerðir voru hafnar, hafi verið litlir dálkar um af- drif ýmissra svokallaðra stjarna úr popp- eða kvikmyndaheimum. Sjálf hef ég ekki talið að það væri mér til nokkurra mannlegra bóta eða af upplýsandi verðmæti að vita hjá hverjum Britney Spears eða aðrir kollegar sváfu eða hvar þau komu fram prúðbúin. Ég var þess vegna orðin nokkuð stopull lesandi blaðsins á síð- ustu misserum þess. Það var því af nokk- urri gleði að ég upp- götvaði að í nýend- urreistu DV var athyglinni fremur beint að heimavelli, bæði í fréttamiðlum og í um- fjöllun um menn og málefni. Samkvæmt Sjón fylgir það þjóð okkar að dýrka rudda og því að vera Íslendingur fylgir ekki sjálfkrafa góðsemi. Ég held að Sjón hafi á réttu að standa, að því leyti að það að vera hluti af sam- félagi, íslensku eða öðru, gerir já- kvæða mannrækt ekki að gefnum hlut. Mannrækt er ekki endilega keppikefli samfélaga nema að þát- takendur í samfélaginu leggi henni lið og hvetji til hennar. Nú brá svo við að DV gerði að opnugrein umfjöllun um ofmetna Ís- lendinga – umfjöllunin var vægast sagt hlaðin gremju og hroka í garð náungans. Hér voru Íslendingar sem oft eru í forgrunni frétta fjölmiðlanna annað hvort vegna starfa sinna eða annarra afreka hengdir út og flokk- aðir í dilka eftir því hversu lágkúru- legir framapotarar þeir væru. Öll umfjöllun og sleggjudómarnir sem hér var beitt voru í anda litlu dálkana fyrrum, þar sem Hollywood slúðurblaðamennskubrögðum er beitt. Umfjöllun yfirborðsleg og að- ferðir til mats hroðvirknislegar. Hér var greinilega hinn nútíma fyndni ruddi kominn í sveiflu. Dálkahöfundur, sem skýlir sér bakvið nafnleysi, gerir engan veginn ráð fyrir að umtalað þjóðþekkt fólk sé að vinna af metnaði og heilindum að velsæmislegum markmiðum á sín- um ólíku sviðum. Dálkahöfundur gefur sér að umtal- að fólk þjóni fyrst og fremst persónu- legum markmiðum sínum og að einn helsti hvati þess að umtalaðir hafi náð til metorða, sé hégómleg sjálfs- elska og fjölmiðlagredda. Það hefur löngum verið kalt á toppnum, í því felast víst engin ný sannindi, og að axli fólk völd eða ábyrgð af einhverju tagi þýðir það ekki að fólk sé hafið yfir gagnrýni. Spurningin er fremur hvort forsvars- menn blaðsins telja að þeir bæti ein- hverju við í málefnalegri umræðu líð- andi stundar, eða eru þeir eins og svo margir aðrir þessa dagana að fylkja sér í hóp innihaldslausra blaðrara sem setja sjálfmiðaða forgangsröðun einstaklingsins í hásætið. Mig fer að gruna óþægilega að andlitslyfting blaðsins sé kannski bara yfirborðsleg skurðaðgerð sem hafi það fyrst og fremst að markmiði að fela hrukkur dvínandi ljóma. Það fylgir fyndni að vera spaug- samur og hnyttinn. Fyndni tekur á sig ýmsar myndir og sú íslenska hef- ur gjarnan beinst að því að vera fyndinn á kostnað annarra. Áhuga- vert er að hér er verið að draga áber- andi borgara sem af einhverjum ástæðum eru sviðsfang fjölmiðlanna sjálfra, niður í hégómleika sem þess- ir sömu aðilar í fæstum tilfellum hafa gert tilkall til. Stílbrögð blaðamennskunnar eru margbreytileg en þó hlýtur það að vera göfugasta markmið blaða- mannsins að gera atburðum, mönn- um og málefnum skil af heilindum og sönnum metnaði fyrir góðu hand- verki, jafnvel þó menn bregði sér í gáskaham. Í umræddri opnugrein gætir þessa metnaðar ekki að mínu mati og dóm- ar á málefnalegum eða hvað þá rök- studdum grundvelli eru mjög fjar- verandi. Hér er ekki einu sinni stuðst við nafngreinda dómara götunnar eins og stundum er farið að sjást í umfjöllun fjölmiðla. Uppröðun blaða- manns ber fremur keim af ábyrgð- arlausu ruddahjali sem Íslendingar samkvæmt Sjón eru svo tilbúnir til að hampa. Það er hugsanlegt að þjóðin sé á því stigi að innihaldslaus lágkúra höfði hvað mest til hennar í dæg- urdýrkun samtímans. Íslendingar hafa í augnablikinu úr að velja raðirnar af „plottkendum“ raunveruleikaþáttum á öldum ljós- vakans. Þeirri fýsn sem gengur út á að horfa á leikmenn velja aðra leik- menn úr leik ætti því að vera svalað. Þó má um leið velta fyrir sér hvort við erum kannski að einhverju leyti þess vegna orðin dofin fyrir rætn- islegum áfellisdómum. Að mínu mati ættu þó ritmiðlarnir að einbeita sér að öðrum og metnaðarfyllri mál- efnum. Ruddar í íslenskum fjölmiðlum Anna Karlsdóttir skrifar um fjölmiðlun ’Það er hugsanlegt aðþjóðin sé á því stigi að innihaldslaus lágkúra höfði hvað mest til hennar í dægurdýrkun samtímans.‘ Anna Karlsdóttir Höfundur er lektor í mannvistar- landafræði og ferðamálafræðum. FJÁRLÖG fyrir árið 2004 hafa nú verið samþykkt á Alþingi. Fjár- lagafrumvarp komandi árs er að jafnaði stærsta mál sem lagt er fram á haustþingi. En er eitthvað að marka fjárlögin? Þeg- ar útgjöld ríkissjóðs eru skoðuð frá því ný lög um fjárreiður rík- isins tóku gildi á árinu 1998 kemur í ljós að á hverju ári frá 1998 hækka útgjöld rík- issjóðs í meðförum Al- þingis, frá frumvarpi til fjárlaga, en einnig eru raunveruleg út- gjöld ársins töluvert hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Einn af sérfræð- ingum OECD í efna- hagsmálum hefur tek- ið saman grein um útgjöld hins opinbera á Íslandi (Hannes Suppanz, Controlling Public Spending in Iceland, Economic Department Working Paper no. 360, June 2003). Þar er að finna er yfirlit um út- gjaldatölur fjárlagafrumvarps, fjár- laga og niðurstöður áranna 1998- 2003. Þessa töflu hef ég uppfært fyrir árin 2003 og 2004 samkvæmt fjáraukalögum fyrir árið 2003 og fjárlögum ársins 2004. Á hverju ári hækka útgjöld ríkis- sjóðs í meðförum Alþingis, frá frumvarpi til fjárlaga, en hækkunin er mun meiri þegar borin eru sam- an raunveruleg útgjöld ársins og út- gjöld samkvæmt fjárlögum. Í með- förum Alþingis jukust útgjöld ríkissjóðs um allt að 4,4% á árunum 1988 til 2004. Hér er um að ræða áætluð gjöld, en hvernig er með út- komuna? Mismunur fjárlaga og nið- urstöðu ársins er minnstur á árinu 2001, eða 4,3%. Sam- kvæmt fjáraukalögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að útgjöld verði 4,8% hærri en fjárlög á þessu ári. Mestur var mismunur- inn hins vegar á árinu 2000, þegar hann fór í 18,5%. Við hverju má þá búast af fjárlögum komandi árs? Miðað við að í fjárlögum sé gert ráð fyrir út- gjöldum sem nema 275 milljörðum króna og ef þróun undanfarinna ára endurtekur sig má búast við því að raun- veruleg útgjöld kom- andi árs verði um 300 milljarðar króna, sem er 25 milljörðum hærri upphæð en fjárlög gera ráð fyrir. Við framreikninginn notaði ég meðaltal frá- vikanna frá 1998 til 2003, að und- anskildu hæsta gildinu (18,5% á árinu 2000). Þannig hafa raunveru- leg útgjöld hvers árs að jafnaði ver- ið 8,9% hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Er að marka fjárlög? Katrín Ólafsdóttir skrifar um ríkisfjármál Katrín Ólafsdóttir ’Í meðförumAlþingis jukust útgjöld rík- issjóðs um allt að 4,4% á ár- unum 1988 til 2004.‘ Höfundur er hagfræðingur og kennir við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Útgjöld ríkissjóðs 1998-2004 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi, fjárlögum og ríkisreikningi Milljarðar króna Hlutfallslegur Frumvarp Fjárlög Niðurstaða mismunur, % A B C B-A C-B 1998 162,7 165,7 189,6 1,8 14,4 1999 179,2 182,4 199,0 1,8 9,1 2000 190,0 193,2 229,0 1,7 18,5 2001 210,0 219,2 228,7 4,4 4,3 2002 239,3 239,4 267,3 0,0 11,7 Áætlun Áætlun 2003 253,3 260,1 272,7 2,7 4,8 2004 273,0 275,2 299,6 0,8 8,9 UNDANFARIÐ hafa landsmenn getað horft upp á það í návígi hvernig broddar samfélagsins hrifsa til sín fúlgur fjár af af- rakstri launafólks. Kaupþing- Búnaðarbanki gengur lengra en aðrir, en það er ekki um að ræða nema stigsmun á þeim og öðrum. Forustumenn núver- andi ríkisstjórnar eru í þessum efnum ekki eins heilagir og þeir vilja vera láta. Nýver- ið gekk forstöðumað- ur Byggðastofnunar úr starfi með feitan starfslokasamning upp á vasann, fyrrum forustumenn Lands- bankans hafa verið í sama flokki að ógleymdum fyrrum forstjóra Landssímans og fyrrv. fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands Íslands, Þórarni Viðari, sem gat stungið inn á reikninginn skitnum 40 milljónum, byggt á starfssamningi við samgöngu- ráðherrann fyrrverandi Halldór Blöndal. Hvaðan halda þessir menn að þessir peningar komi? Af himnum ofan? Auðvitað verða þessir peningar til með sama hætti og önnur verðmæti, með vinnu almennings. Á sama tíma er gerð hver atlagan á fætur annarri að réttindum launafólks í landinu og samtökum þess. Sjó- mannafélag Reykja- víkur hefur tekið slag- inn um störf félagsmanna sinna um borð í kaupskipum ís- lensku útgerðarfélag- anna Eimskips og Samskipa. Sú barátta hefur verið hörð og oft ekki mátt á milli sjá hvernig hún færi. Nú hefur bandarískur auð- kýfingur sett á laggirnar svokallað „íslenskt“ flutningafyrirtæki, Atl- antsskip, til að taka upp það sem þeir kalla „samkeppni“ í flutn- ingum til og frá landinu. Þetta fyr- irtæki ræður hins vegar ekki yfir einu einasta skipi og um borð í þeim skipum sem þeir hafa á tíma- leigu gilda ekki íslensk kjör. Nú ætlar þetta sama fyrirtæki að fara að bjóða landsmönnum ódýrt elds- neyti á bílana. Við verðum að fara að hugsa út í það hvað það kostar að búa í þessu landi. Viljum við alltaf hlaupa eftir því ódýrasta án þess að hugsa út í hvað slíkar skammtímalausnir geta kostað marga einstaklinga vinnu sína? Sjómannafélag Reykjavíkur mun halda baráttunni áfram gegn þessu fyrirkomulagi uns yfir lýkur. Við óttumst hins vegar að þessi þróun stöðvist ekki við bryggj- urnar heldur gangi á land og verði ríkjandi um allt samfélagið. Það verður þó væntanlega ekki fyrr en háskólamenntuðu stéttunum verð- ur ógnað sem menn vakna upp við vondan draum. Þegar erlendir tannlæknar fara að bjóða þjónustu á 2.000 kr. eða einhverjar aðrar sambærilegar þjónustugreinar, sem fara að bjóða fram þjónustu sína á vægu verði. Er ekki komi tími til að verka- lýðshreyfingin snúi bökum saman í baráttu sinni gegn undirboðum er- lends láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði? Auðvitað er erlent launafólk velkomið til Íslands, en í stað þess að vorkenna þessu ágæta fólki vegna lágra launa á að sjá til þess að það fái þau laun sem þó á að greiða samkvæmt leikreglum á íslenskum vinnumarkaði. Það er nefnilega enginn vandi að standa gegn þessari þróun til hagsbóta fyrir launafólk í landinu ef menn bera gæfu til að standa saman. Baráttukveðjur og gleðileg jól, og bestu óskir um glæsilega kjara- samninga á nýja árinu. Starfslokasamningar og siðblinda ráðamanna Birgir Hólm skrifar um kjaramál ’SjómannafélagReykjavíkur mun halda baráttunni áfram gegn þessu fyrirkomulagi uns yfir lýkur. ‘ Birgir Hólm Höfundur er gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.