Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝRRA viðhorfa hefur gætt í starfsaðferðum margra alþjóðlegra fjármálastofnana síð- ustu ár. Aukin áhersla er lögð á að þróa verklagsreglur við umhverfismat vegna útlána í því skyni að draga úr útlánaá- hættu og neikvæðum umhverfisáhrifum en auka jafnframt arð- semi fjárfestingaverk- efna. Ný og fram- sækin hugsun knýr á um áherslubreytingar í heildarstefnumótun og rekstri fjármálastofnana og auðveldar greiningu nýrra, svokallaðra grænna markaðstækifæra með það að markmiði að auka arðbærni en draga jafnframt úr vistfræðilegum áhrifum og auðlinda- notkun. Siðfræði er fremsta gulrótin af þremur í þessu sam- hengi, hinar tvær eru vistfræði og hagfræði. Frá upphafi síðasta áratugar hafa bankar og fjármálastofnanir í vaxandi mæli innleitt stöðluð umhverfis- stjórnunarkerfi. Al- þjóðleg yfirlýsing fjár- málastofnana varðandi umhverfi og sjálfbæra þróun, UNEP- umhverfisyfirlýsingin hefur orðið hvati er þetta varðar. Nú hafa um 200 fjármálastofnanir víða um heim undirritað UNEP-yfirlýs- inguna, sem telja má leiðarljós á umhverfisframmistöðu fjármála- stofnana. Yfirlýsingin skiptist í þrennt: a) sjálfbæra þróun, b) um- hverfisstjórnun og fjármálafyrir- tæki og c) umhverfisvitund við- skiptavina, almennings og almannatengsl. Í UNEP-yfirlýsingunni segir að „fyrirtæki í fjármálageiranum séu þess meðvituð að sjálfbær þróun byggist á jákvæðri víxlverkun hag- kerfisins og velferðarkerfisins ann- ars vegar og umhverfisverndar hins vegar, með það markmið að jafna hagsmuni núlifandi kynslóða og hagsmuni komandi kynslóða“. Enn fremur: „Við álítum að sjálf- bær þróun sé á samábyrgð stjórn- valda, viðskiptalífsins og ein- staklinga. Við skuldbindum okkur til samvinnu við hagsmunaaðila viðskiptalífsins til að ná settum umhverfislegum markmiðum.“ Með undirritun UNEP-yfirlýsingar- innar skuldbinda bankar sig til að bæta umhverfisframmistöðu sína. Þannig öðlast bankarnir aukinn áhrifamátt í starfsumhverfi sínu, ekki einvörðungu á sviði hagfræði heldur einnig hvað varðar þjóð- félagslega velferð og siðfræði. Því má ekki vanmeta áhrif fjármála- geirans á umhverfisskilvirkni (eco- efficiency) og sjálfbæra þróun. UNEP-yfirlýsingin hefur leitt af sér stöðluð umhverfisskýrsluform, svokölluð „græn reikningsskil“, s.s. GRI. Þar er færð til bókar frammi- staða fyrirtækja á sviði efnahags-, umhverfis- og samfélagsmála. Tal- ið er að ISO 14031-vottun veiti sóknarfæri á alþjóðamörkuðum sem eru viðkvæmir vegna um- hverfislegra og siðfræðilegra álita- mála. Hver eru hin nýju viðhorf? Undirstöðuatriðin þrjú í nýju hug- myndafræðinni eru gamalkunn; siðfræði, vistfræði og hagfræði. En það er útfærslan sem skiptir máli. Drifkrafturinn í bankastarfsemi hefur verið og verður sá að skila eigendum hámarksarði, annars gengur dæmið ekki upp. Sam- kvæmt hinni nýju hugsun er lögð áhersla á að farvegurinn að hagn- aðinum þurfi að liggja í gegnum siðfræði og vistfræði. Þessi hug- myndafræði fléttar saman undir- stöðuatriðin þrjú á gagnvirkan og víxlverkandi hátt ásamt samfélags- legri ábyrgð og vilja fjárfesta til að ígrunda kosti langtímafjárfest- ingar. Þannig fæst nálgun við markmið umhverfisstjórnunar, sem eru að auka arðbærni en draga jafnframt úr vistfræðilegum áhrifum og auðlindanotkun. Hin nýju viðhorf hafa m.a. leitt til þess að þrír sænskir bankar hafa innleitt ISO 14001-umhverfis- stjórnunarkerfi. Ný sóknarfæri – ný hugsun – aukin arðsemi Útlán banka til fyrirtækja hafa áhrif á náttúru og umhverfi og bankarnir geta þar af leiðandi gegnt lykilhlutverki varðandi um- bætur á sviði umhverfismála. Hert löggjöf hefur knúið fyrirtæki til að nýta sér vistvæna vöruþróun, um- hverfisvæna tækni og mengunar- varnir. Sum þeirra hafa því af nauðsyn tekið upp umhverf- isstjórnarkerfi, en önnur sjálf- viljug. Af þessum ástæðum hafa orðið til markaðsleg sóknarfæri fyrir banka og finna má ábatasöm tækifæri vegna útlána á sviðum sem tengjast umhverfismálum og auðlindanýtingu. Samvinna banka og tryggingarfyrirtækja er áhuga- verð í því samhengi, að minnka áhættu og kostnað en auka hagn- aðarvon. Umhverfisáhætta banka Umhverfisáhætta banka hefur ver- ið skilgreind með hliðsjón af áhættuþáttum sem rýrt gætu lána- safn þeirra. Í þessu sambandi standa lánastofnanir frammi fyrir áhættu af þrennum toga: Beinni áhættu, þ.e. beinu peningalegu tapi. Óbeinni áhættu sem veldur skertri greiðslugetu viðskiptavina og áhættu varðandi skaðaða ímynd eða illt orðspor sem orðið getur bönkum að álitshnekki. Bankar hafa einblínt á áhættuþætti vegna umhverfismála en hafa ekki nýtt sér hagnaðarvon sem felst í þess- um ört vaxandi geira og nýjum tækifærum sem skapast hafa við „grænu bylgjuna“ í atvinnulífinu víða um heim. Fjárfestingarlánasjóðir og siðfræði Lífeyrissjóðir gegna vaxandi hlut- verki við fjárfestingar, sumpart með breyttum áherslum. Lífeyris- sjóður lækna í Danmörku hefur af siðfræðilegum ástæðum ákveðið að fjárfesta ekki í áfengis, tóbaks- og vopnaiðnaði eða í atvinnugreinum sem ekki virða mannréttindi, þ.m.t. barnaþrælkun. Þetta veldur hags- munaárekstrum þar sem hlutverk sjóðanna er að hámarka arð um- bjóðenda sinna. Í Bandaríkjunum og Evrópu, t.d. Bretlandi og Þýskalandi, hafa fjár- festingasjóðir vaxandi áhrif með því að vinna að skilgreindum sið- fræðilegum markmiðum og beina fjármagni til aðila sem standa sig vel í umhverfismálum. Umfang bandarísku umhverfissjóðanna (DJSGI, t.d.) er talið nema um 10% af ársveltu kauphallarinnar á Wall Street. Ábati bankanna af „grænni markaðssetningu“ Lykillinn að ávinningi er að hafa frumkvæði. Ábati bankanna af „grænni markaðssetningu“ er af ýmsum toga, beinn sem óbeinn. Óbeinn hagnaður kemur fram í betri ímynd gagnvart almenningi þegar fólki verður ljóst að bankinn er samfélagslega ábyrgur á sviði umhverfismála. Beinn hagnaður felst í minna útlánatapi og bankinn getur laðað að sér traust og fram- sækin fyrirtæki. Gott orðspor er fjöregg fyrirtækjanna og góð ímynd getur laðað nýja viðskipta- vini að bankanum þótt hann bjóði ekki betri vaxtakjör en aðrir bank- ar. Umhverfisstjórnun og siðfræði fjármálafyrirtækja Steinn Kárason skrifar um starfsaðferðir fjármála- stofnana ’Ábati bankanna af„grænni markaðs- setningu“ er af ýmsum toga, beinn sem óbeinn.‘ Steinn Kárason Höfundur er umhverfishagfræðingur M.Sc. NÚ Á aðventu verðum við sem störfum við félagsþjónustu vör við kvíða og þunglyndi hjá mörgum sem til okkar leita. Jólaundirbún- ingurinn og jólin eru erfiður tími fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem sökum atvinnuleysis, veikinda og lágra tekna geta ekki haldið jól eins og þau eru markaðssett. Þeirra jól þurfa að vera ,,öðru vísi“ á meðan þeir sem eiga nóg af öllu geta valið um hvort þeir taki þátt í kapphlaupinu. Þegar líða tekur á haustið tekur markaðsvæðing jólanna völdin. Jóla- skreytingar og aug- lýsingar gefa tóninn um hvernig eigi að halda jól. Fjölmiðlar birta myndir af prúð- búnum fjölskyldum, hamingjusömum börnum í faðmi for- eldra, brosandi ein- staklingum í jólainn- kaupum, fagurlega skreyttum jólagjöfum og veisluborðum hlöðnum kræsingum. Skilaboðin á þessum glansmyndum eru að á jólum eru fjölskyldur sameinaðar, jólagjafaúrvalið óend- anlegt og kræsingarnar meiri en nokkur getur í sig látið. Þó þessar myndir séu langt frá raunveru- leika margra þá vekja þær vænt- ingar og setja viðmið um hvernig eigi að halda jól. Á jólunum þegar verslanir keppa um viðskiptavini með til- heyrandi auglýsingum og skreytingum þá verða einstaklingar og fjölskyldur sem lifa þurfa á lágmarks- tekjum enn meðvit- aðri um stöðu sína. Jólin minna á fátækt þeirra og er jólaund- irbúningurinn oft tími kvíða og sorgar. Það er erfitt að geta ekki glatt börnin sín eða aðra nákomna með gjöfum eða veitt sér og sínum í mat það sem talið er sjálfsagt að sé á veislu- borðum landsmanna um hátíð- irnar. Síðastliðin ár hafa auglýsingar um jóla- stemninguna verið æ fyrr á ferðinni og hefur það lengt tíma- bil mikils kvíða þeirra sem eru fjár- hagslega illa staddir. Jólagjafahandbækur hrúgast inn um bréfalúgur lands- manna og frétta- menn lýsa í fjöl- miðlum bjartsýni kaupmanna á að jóla- verslunin í ár verði betri en nokkru sinni fyrr, vegna aukinnar velmegunar. Fyrir þá sem vart eiga til hnífs og skeiðar er þetta erfiður tími. Skilaboðin eru þau að á jólum eigi þeir að gefa gjafir og veita sér og sínum betur í tilefni jólanna. Þeir eru í sífellu minntir á að þeir fari á mis við það sem þyk- ir sjálfsagt að allir geti veitt sér og sínum, ,,gleðileg jól í alls- nægtum“. Hvernig jól viljum við halda? Við hvetjum fólk til að gefa sér tíma fyrir jólin til að setjast niður og hugleiða um hvað jólahaldið snýst. Gleðileg jól. Hvernig á að halda jól? Hulda Gunnarsdóttir og Olga Björg Jónsdóttir fjalla um jólahald ’ Við hvetjumfólk til að gefa sér tíma fyrir jólin til að setj- ast niður og hugleiða um hvað jólahaldið snýst. Gleðileg jól.‘ Olga B. Jónsdóttir Hulda er félagsráðgjafi, annast stuðn- ing og ráðgjöf við langtímaatvinnu- lausa notendur Félagsþjónustunnar í Reykjavík, miðbæjarsvæði. Olga Björg er félagsráðgjafi, hefur umsjón með málefnum barnafjöl- skyldna hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, miðbæjarsvæði. Hulda Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.