Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 11 Ævintýralegt úrval af sængurfötum fyrir þig og þína Póstsendum á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Hverfisgötu 6, sími 562 2862ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Jakkapeysa 7.900 3.900 Yrjótt peysa 4.600 2.300 Jakki m. satíni 4.900 1.900 Dömubolur 3.400 1.700 Hettupeysa 5.700 3.500 Mokkavesti 4.100 1.900 Vatteruð úlpa 6.800 2.900 Mokkakápa 9.900 5.900 Kjóll 6.500 3.900 Velúrpils 4.700 2.300 Dömubuxur 4.900 1.900 Satínbuxur 6.700 2.900 ...og margt margt fleira 40—60% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Stærðir 34-52 Ótrúlega lágt verð Jólagjöfina færðu hjá okkur Nóatúni 17 • sími 562 4217 Glæsilegt úrval af dömu- og herrasloppum Gullbrá Sendum í póstkröfu Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla fyrirliggjandi frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. Á mörg- um þeirra var að merkja að þeir voru óánægðir með framgöngu þingmanna og sögðu þetta koma í kjölfar annarra mála þar sem skerða átti réttindi láglaunafólks, at- vinnulausra og öryrkja. Það væri miður að þetta frumvarp kæmi fram núna í aðdrag- anda jólahaldsins. Ragnar Jóhannsson sagðist hafa séð ástæðu til að mótmæla frumvarpinu í ljósi þess að forsætisráðherra hefði fyrir stuttu mótmælt háum launagreiðslum stjórnenda Kaupþings-Búnaðarbanka en geri svo ná- kvæmlega sama hlutinn sjálfur. Mismunurinn sé einungis sá að forsætisráðherra fái greitt af peningum skattgreiðenda en greiðslur til stjórnenda Kaupþings séu í eigu hluthafa bankans, sem sé þeirra mál. Ragnar segir samstöðuna á Austurvelli sýna að þingmenn verði að draga frumvarpið til baka. „Það búa ennþá 150 þúsund manns úti á landi og þeir hafa ekki haft tækifæri til að koma,“ sagði Ragnar, ánægður með mann- fjöldann þó Íslendingar séu ekki hvað dug- legastir að mótmæla. „Mér fannst ástæða til að koma og mót- mæla þessu. Mér finnst að það eigi að vera jöfnuður í samfélaginu. Þetta stuðlar ekki að jöfnuði,“ sagði Reynir Hlíðar Jóhannsson sem einnig var staddur á Austurvelli í gær. Að- spurður hvort farið yrði að kröfum launþeg- arhreyfingarinnar sagðist hann viss um að svo yrði ekki. „Mér kemur á óvart hvað það er illa mætt hérna. Ég hélt að það yrði miklu, miklu fleira fólk,“ sagði Reynir og vildi meina að Íslend- ingar létu fara illa með sig endalaust. Vikt- oría Áskelsdóttir sagðist vera einstæð móðir og alltaf hafa haft lág- eða meðallaun í gegn- um tíðina. Hún borgaði mikið í skatt og fengi lítið í staðinn. Þingmenn væru duglegir að skrapa af launum láglaunafólks svo þeir gætu borgað sjálfum sér góð laun. Það væri siðlaust. „Það er ekkert langt síðan þingmenn hækkuðu laun sín verulega,“ og ef þeir væru ekki ánægðir með launin yrði hún guðs lif- andi fegin að þeir færu að gera eitthvað ann- að. Óánægðir með framgöngu þingmanna Morgunblaðið/KristinnRagnar Jóhannsson Morgunblaðið/KristinnReynir Hlíðar Jóhannsson Morgunblaðið/KristinnViktóría Áskelsdóttir „ÞEIR þingmenn, sem samþykkja þetta frumvarp hafa gleymt þeirri skyldu sinni að hlusta á rödd al- mennings,“ sagði Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, í ræðu sinni á mót- mælafundi, sem verkalýðshreyfingin boðaði til, á Austurvelli í gær. Sagði hann fólki misboðið; allir töluðu einum rómi, óháð hvaða stjórnmálaflokki þeir fylgdu. Nokkur hundruð manns sýndu forystu launþega samstöðu og mót- mæltu fram komnu frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. „Við krefjumst þess að frumvarp- ið verði dregið til baka. Við ætlumst til þess að þingmenn sýni alþýðu þessa lands þá virðingu og þann sóma,“ sagði Grétar og þessi áform setji kjaraviðræður í uppnám. Í ályktun sem hann las upp sagði eftirfarandi: Útifundur, haldinn á Austurvelli 11. desember 2003, mót- mælir harðlega framkomnu frum- varpi til laga um starfslokasamning forsætisráðherra og laun og lífeyr- isréttindi annarra ráðherra og þing- manna. Fundurinn krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka og gerir þá kröfu til þingmanna að þeir sýni sjálfum sér og þjóðinni þá virðingu að falla frá þessum áform- um.“ Eftir að hafa lesið þetta upp fór Grétar inn í Alþingi og afhenti Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis og einum flutningsmanni frumvarps- ins, ályktunina með þeim óskum að frumvarpið yrði dregið til baka. Viðbrögðin komu á óvart „Ég kem þessari ályktun til nefndarinnar,“ sagði Halldór og átti við allsherjarnefnd Alþingis. Hann sagði aðspurður að þessi viðbrögð við frumvarpinu hefðu komið á óvart. Fyrst og fremst væri verið að leiðrétta gömul lög um lífeyrisrétt opinberra starfs- manna og styrkja stöðu formanna stjórnmálaflokka sem séu í stjórn- arandstöðu. „Sumir vilja halda því fram að réttara sé að gera það með óbeinum hætti, þannig að stjórn- málaflokkunum séu veitt ríkisfram- lög svo þeir geti með þeim hætti greitt formönnum sínum án þess að það komi berlega í ljós,“ sagði Hall- dór. Krefst þess að frum- varpið verði dreg- ið til baka Morgunblaðið/Kristinn Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tók við mótmælunum úr hendi Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, að loknum útifundinum á Austurvelli. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.