Vísir - 21.02.1981, Page 22
n
VÍSIR
Laugardagur 21. febrúar 1981
4»
12. september 1979: Fred Wilson og konan
hans voru i New York á leið til Evrópu og ég
bauð þeim i mat. Við töluðum um heima og
geima en allt i einu sagði Fred: „Þú hefur
ekkert minnst á Jake”. Ég þóttist verða
undrandi, sagðist ekkert hafa heyrt frá
honum lengi. Hann sagði mér þá að Jake
færi á eftirlaun i lok mánaðarins og að
heilsan væri farin að versna. Stakk uppá
þvi að ég hringdi i hann, það gæti peppað
hann upp.
14. september 1979: Að eilifu verð ég Fred
Wilson þakklátur: hann geröi mér auðvelt
að bæla niður stoltið og hringja i Jake. Við
töluðum saman i morgun og það var einsog
við hefðum siðast ræðst við i gær og þar
áður i fyrradag. Hann staðfesti að hann
væri að setjast i helgan stein — „sextán
dagar til stefnu!” — og sagðist ætla að
flytja til sonar sins i Oregon. „Aður ætla ég
að fara i nokkra daga á Prairie Motel. Það
er dálitið af skýrslum i ráðhúsinu sem ég
ætla að nappa. Heyrðu! Af hverju kemurðu
bara ekki með mér?” Jake þurfti ekki að
leggja hart að mér: ef hann heföi ekki
stungið uppá þessu hefði ég gert það. Mig
langar til að hitta Quinn aftur. Tala við
hann undir fjögur augu.
MS umjB að var annar október.
Jake sem vildi ekki
koma með mér, hafði
ÆÆ lánað mér bilinn sinn
og eftir hádegismatinn ók ég útað B.Q.-bú-
garðinum þar sem ég hafði mælt mér mót
við Bob Quinn. Ég minntist þess þegar ég
ók þessa sömu leið siðast. Þá var tunglið
fullt og snjór yfir öllu, nautgripirnir söfn-
uðust i flokka og gáfu frá sér skýjabólstra i
frostinu. Nú var öldin önnur. Vegurinn var
einsog svartur sjór sem skilur að tvær
heimsálfur: báðum megin við hann voru
grónir akrar og nautin eigruðu um, kýrnar
sumar hverjar með kálfum, jórtruðu
makindalega.
Við hliðið, þar sem skiltið með striðs-
öxunum var, stóð ung stúlka. Hún brosti og
benti mér að stoppa.
UNG STÚLKA: Kvöldið! Ég heiti Nancy
Quinn. P.abbi bað mig að taka á móti þér.
TC: Þakka þér kærlega fyrir.
NANCY: (opnaði bildyrnar og stökk inn)
Hann er að veiða. Ég þarf að sýna þér hvar
það er. (Hún var glaðlegur telpuhnokki á að
giska tólf ára gömul, útsteypt i freknum og
með sáraumbúðir á öðru hnénu. Hárið var
klippt næstum, uppi rót og hún var ekki i
neinu nema sundbol.) Hefurðu komið
hingað áður?
TC: Einu sinni, fyrir mörgum árum. En
það var að kvöldi til. Mig minnir það hafi
verið trébrú hér einhvers staðar.
NANCY: Hún er þarna!
(Við fórum yfir brúna loksins fékk ég að
sjá Bláuá en bara eitt andartak. Nakin tré
uxu við árbakkann og byrgðu mér sýn.)
Hefurðu komið til Appleton?
TC: Nei.
NANCY: Aldrei? Það er skrýtið. Ég hef
aldrei hitt neinn sem hefur aldrei komið til
Appleton.
TC: Attirðu heima þar áður en þú fluttir
hingað?
NANCY: Já. Það er ókei staður en mér
finnst skemmtilegra hérna. Það er miklu
auðveldara að vera útaf fyrir sig og vera aö
dunda eitthvað sem mann langar til. Veiða.
Skjóta sléttuúlfa. Pabbi sagðist borga mér
doílar fyrir hvern sléttuúlf sem ég skyti en
þegar hann var búinn að borga mér meira
en tvöhundruð dollara skar hann það niður.
Mér er alveg sama. Ég hef ekkert að gera
við peninga. Ég er ekki einsog systur min-
ar. Með fésin i speglunum allan daginn út
og inn.
Ég á þrjár systur og ég skal segja þér að
þeim likar ekkert of vel hérna. Þeim er illa
við hesta, þeim er illa við eiginlega allt.
Strákar. Það er allt sem þær hugsa um.
Þegar við bjuggum i Appelton sáum við
pabba sjaldan.bara svona einu sinni I viku.
Svo þær settu á sig ilmvatn og varalit og
áttu fullt af kærustum. Mömmu var alveg
sama. Hún er dálitið einsog þær. Vill vera
að snyrta sig og vera sæt. En pabbi er sko
strangur.
Hann bannar systrum minum að hitta
kærastana sina. Eða vera með varalit.
Einu sinni komu sumir af kærustunum
keyrandi frá Appleton og pabbi tók á móti
þeim með haglabyssunni. Hann sagði að
næst þegar hann sæi þá á sinu landi myndi
hann skjóta þá i hakkabuff. Vá, þeir flýttu
sér sko i burtu! Stelpurnar vældu og vældu
og vældu en ég hló bara. Skellihló.
Sérðu útskotið á veginum. Stoppaöu þar.
(Ég stöðvaði bilinn og við fórum bæði út
úr honum. Hún benti mér milli trjánna
niður aö ánni.)
Farðu bara þarna niöureftir.
TC: (Allt i einu smeykur við að vera
einn) Ætlar þú ekki að koma með mér?
NANCY: Pabbi vill ekki hafa neinn i
kringum sig þegar hann er að tala um
bissniss.
TC: Jæja þá þakka þér fyrir fylgdina.
NANCY: Min var ánægjan!
Hún sprangaði burtu og blistraði á göng-
unni.
Stigurinn var þakinn gróðri og þyrnar
rifu mig i fæturnar uppi trjátoppunum
görguðu krákur og ég sá uglu. Það er skrýt-
ið að sjá uglu um miðjan dag. Einu sinni
var ég næstum búinn að ramba inni bý-
flugnabú, þær höfðu búið um sig i holum
trjástofni. Allan timann heyrði ég árniðinn
og allt i einu sá ég ána. Ég sá Quinn sömu-
leiöis.
Hann var gúmmiklæddur frá hvirfli til
ilja og hélt veiðistöng skáhallt á loft eins og
hljómsveitarstjóri á tónsprota. Hann stóð i
ánni uppað mitti og ég sá hann á hlið: hárið
var ekki lengur grátt heldur snjóhvitt. Hvitt
einsog vatnsfroðan sem laukst um mitti
hans.
Mig langaði mest til að snúa mér við og
leggja á flótta. Þessi sjón minnti mig
óþægilega mikið á það þegar farand-
predikarinn Bobby Joe Snow — sem var
óhugnanlega likur Quinn — dró mig úti
skýtuga á þegar ég var fimm ára og skirði
mig til guðs. En þá hafði Quinn komið auga
á mig og hann kallaði til min og benti mér
að koma.
Ég hugsaði um ungu tuddana sem ég
hafði séð útá gullnum ökrunum: Quinn
minnti mig á þá þar sem hann stóð úti ánni
— ólgandi af lifskrafti og stórhættulegur. Ef
hárið var undanskilið hafði hann ekkilelst
um eina einustu minútu, þvert á móti virtist
hann hafa yngst. Hann virtist vera um
fimmtugt og við hestaheilsu þó hann væri
mun eldri.
Hann brosti og benti mér á klettadrang
sem hann settist sjálfur á. Svo sýndi hann
mér nokkra silunga sem hann hafði veitt.
„Dálitið magrir. En þeir verða góðir á
bragðið”.
Ég minntist á Nancy. Hann glotti og
sagði: „Nancy já. Hún er ágætur krakki”.
Svo sagði hann ekki meira um það. Hann
minntist ekkert á dauða konu sinnar eða þá
staðreynd að hann væri giftur uppá nýtt:
gerði sýnilega ráð fyrir að ég vissi allt um
það.
Hann sagði: „Það kom mér á óvart þegar
þú hringdir”.
„Nú?”
„Veit ekki. Kom mér bara á óvart. Hv.ar
heldurðu til?” ,
„Á Prairie Motel. Hvar annarsstaðar?”
Eftir stutta þögn spurði hann næstum
feimnislega: „Er Jake Pepper með þér?”
Ég kinkaði kolli. ■
„Einhver sagði mér hann væri að hætta
hjá lögreglunni”.
„Já. Hann er að flytjast til Oregon”.|
„Jæja, ég bý.st ekki við aðsjá þann gamla
skarf framar. Það er synd. Við hefðum
getað orðið svo góðir vinir. Ef hann hefði
ekki haft þessar eilifu grunsemdir. Fjandi *
hafi það! — hannhéltmeira að segja að ég
hefði drekkt aumingja Addie Mason!”
Hann hló en svo gretti hann sig. „Ég lit á
það þannig: það var hönd Guðs”.
Hann lyfti annarri höndinni og það var
einsog áin streymdi gegnum glennta fingur
hans.
„Verk Guðs. Vilji Hans”.
Snúið (lauslega) og sneitt (ofurlitiö):
—IJ
fyrsta sem hann sagði var: „Það kætir þig
væntanlega að heyra að póstmeistarinn er
kominn heilu og höldnu til Honolulu. Hann
er búinn að senda póstkort útum hvippinn
og hvappinn. Viss um að hann hefur sent
eitt til Quinns. Seisei, hann komst til Hawaii
en ég ekki. Svona er lifið”. Hann sagðist
enn vera að fást við kúaþjófana. „Orðinn
drulluleiður á þvi. Ætti að slást i lið með
þeim. Þeir græða milljón sinnum meira en
ég”.
20. desember 1975: Fékk jólakort frá
Marylee Connors. Hún býr i Sarasota. Með-
fylgjandi var gömul ljósmynd af Addie, hún
er svona sextán ára á henni og stendur i
blómagarði, klædd snjóhvitum kjól og með
samsvarandi borða i hárinu. Hún heldur á
litlum hvitum kettling og kettlingurinn er
að geispa. Aftaná myndina hefur Marylee
skrifað: Adelaide Minerva Mason. Fædd
14. júni 1939. Burtkölluð 29. ágúst 1975.
1. janúar 1976: Jake hringdi — „Gleöilegt
nýár”. Hann var einsog grafari að grafa
sina eigin gröf. Hann hafði mjög svipaða
mynd af Addie frá Marylee og var dálitið
uppsigað við oröið „burtkölluð”. Þegar ég
útskýrði fyrir honum hvað Marylee meinti
með þvi snörlaði bara i honum, það væri of
fint fyrir sig. Svo sagði hann: „Ég elska
Marylee. Ég hef alltaf sagt hún væri indælis
kvenmaður. En einíöld. Pinuponsuíi’tið ein-
föld”.
5. febrúar 1976: I siðustu viku keypti ég
ramma utan um myndina af Addie. Ég setti
hana á náttborðið. 1 gær stakk ég henni oni
skúffu. Hún var of truflandi — ekki sist
geispinn I kettinum.
14. febrúar 1976: Valentiudagur. Fékk
þrjár kveðjur — eina frá gömlum kennara
minum ungfrú Wood, aðra frá endur-
skoöandanum og á þeirri þriðju stóð Astar-
kveðjur, Bob Quinn. Brandari auövitað.
Finnst Jake þetta sniðugt?
15. febrúar 1976: Hringdi i Jake og hann
játaði, já hann hafði sent kveðjuna. Ég
sagði hann hlyti að hafa verið fullur og
hann sagði: „Ég var það”.
20. april 1976: Stutt bréf frá Jake skrifað
á bréfsefni Prairie Motel: „Hef verið hér i
tvo daga að safna kjaftasögum, aöallega á
Okey Café. Póstmeistarinn er enn á
Hawaii. Juanita kona Quinns fékk slæmt
slag. Mér lfKar ágætlega við Juanitu svo
mér þótti þetta leiðinlegt. En maðurinn
hennar er stálsleginn sem aldrei fyrr. Og
þannig á þaö aö vera. Ekki vil ég að hann
drepist frá mér. Skrifstofan er kannski búin
að afskrifa máliö en ekki ég. Þinn...”
■ ^^L ■ æstu mánuði var Jake
■ 'BI hins vegar önnum kaf-
J inn við annað morð-
mál. Honum tókst á
endanum að ieysa það en það lá við mér
þætti það miður: að hann skyldi vinna að
öðru máli en þvi sem ég hafði áhuga á. Ég
held lika að hann hafi skynjað þessa afstöðu
þvi hann lét ekki frá sér heyra i langan
tima. Siðan fór ég til Evrópu i þrjá mánuði.
22. febrúar 1977: Fékk bréf frá Marylee
Connors. „Ég er ennþá áskriíandi að
gamla bæjarblaðinu minu og þar sá ég
þessa úrklippu sem ég sendi með. Ég skrif-
aði manninum hennar. Hann sendi mér svo
fallegt bréf þegar Addie dó”. Úrklippan var
um dauða Juanitu Quinn hún hafði dáið i
svefni. Það kom mér undarlega fyrir sjónir
að engin jarðarför átti að fara fram heldur
hafði likið, að ósk hinnar látnu, verið brennt
og öskunni dreift yfir Bláuá.
23. febrúar 1977: Hringdi i Jake. Hann
var hálfdauflegur. Þegar ég spurði hann
um likbrennsluna sagðist hann hafa sinar
grunsemdir. Þegar ég spurði hvers vegna
sagði hann: „Af þvi likbrennslur fylla mig
alltaf grunsemdum”. Við töluðum saman
dálitla stund en þetta var erfitt samtal og
við höfðum ekki mikið aðsegja hvor öörum.
Kannski minni ég hann á hluti sem hann,
þrátt fyrir andlegan styrk sinn er að reyna
að gleyma.
• 10. júli 1977: Jake hringdi. An nokkurs
J formála bunaði útúr honum: „Einsog ég
sagði likbrennslur fylla mig grunsemdum.
Bob Quinn var aö gifta sig! Sjáöu til, allir
vissu að hann ætti aðra fjölskyldu, konu
með fjóra krakka i öðrum bæ. 1 siðustu viku
• giftist hann kellingunni. Kom svo með hana
á búgarðinn, montinn einsog fressköttur.
Juanita mundi snúa sér við i gröfinni. Ef
■ hún ætti gröf!” Hann sagöi mér að
krakkarnir voru fjórar stelpur, 10 til 17 ára.
Bæjarbúar eru vist stórhneykslaðir. Þeir
gleypa fjöldamorð einsog ekki neitt en að
striðshetjan þeirra skyldi eiga hjásvæfu og
fjóra bastarða er of mikið.
15. desember 1977: Sá svart seðlaveski úr
krókódilaskinni i búðarglugga. Þaö var
notað en með upphafsstafina J.P. svo ég
keypti það og sendi það til Jakes. Siðasta
samtal okkar endaði i reiði (hann var
reiöur, ekki ég) svo ég meinti þaö sem
friðarumleitun ekki siður en jólagjöf.
17. janúar 1978: Fékk fjórar linur frá
Jake, þakkir fyrir seðlaveskiö. Bréfið var
kurteislegt og kuldalegt. Ég skii fyrr en
skellur i tönnum. Ætla ekki að hringja eöa
skrifa aftur.