Vísir - 21.02.1981, Blaðsíða 31
Hilmar Björnsson
Á hádegisverðarfundi Samtaka
um vestræna samvinnu i dag,
laugardag, mun Sverre Hamre,
hershöíðingi og æðsti yfirmaður
varna Noregs ræða um sjónarmið
Norðmanna i varnarmálum og
varnir á norðurslóðum.
Ekki er aö efa að skoöanir
Hamre eiga erindi til islendinga
og þá ekki sist vegna þeirra um-
ræðna sem fram hafa farið um
varnarmál að undanförnu.
Fundurinn er haldinn i Átt-
hagasal Hótel Sögu, og hefst kl.
12 á hádegi.
EKTACHROME
litframköllun
SAMDÆGURS
EKTACHROMEog FUJICHROME E-6 litfilmur lagöar inn
fyrir hádegi, afgreiðast samdægurs.
Við framköllum samkvæmt ströngustu kröfum efna- og
vélaframleiðenda um gæðaeftirlit, m.a. með daglegum
,,densitometer''-pruf um.
Okkur þætti vænt um, ef þú vildir treysta okkur fyrir dýr-
mætum filmum þínum.
Verslið hiá
• fagmanninum
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
I Alir.4VFOI17R RFYKJAVIK
SIMI 85811
Visls-bio a morgun
Arabisk ævintýri nefnist bió-
myndin sem blaðsölubörnum Vis-
is gefst kostur á að sjá á morgun.
Þessi ævintýramynd er spenn-
imm ■■■«■■■■■■ ■
andi og skemmtileg og er hún i lit
meö íslenskum texta. Arabisk
ævintýri verða sýnd i Regnbog-
anum og hefst sýning þeirra
klukkan 13.
Leiklð gegn Austurriki í dag:
Allir klár-
ir í slagínn
Sigmundur Steinarsson blaðamaður Visis á
B-keppninni í handknattleik skrifar frá Lyon i
Frakklandi.
„Leikurinn gegn A-Þjóðverj-
unum sem við unnum sigur i um
siðustu helgi tilheyrir nú fortið-
inni og einnig úrslit hans i okk-
ar augum. Við förum til leiksins
i dag gegn Austurriki til þess að
berjast eins og hver getur, það
verður ekkert gefið eftir”.
Þetta sagði Hilmar Björnsson
landsliðsþjálfari íslands i hand-
knattleik, en islenska liðið leik-
ur i dag sinn fyrsta leik i
B-keppninni, gegn Austurriki og
fer leikurinn fram i St. Etienne.
Talið er vist að Hilmar tefli
fram nær óbreyttu liði og sig-
raði Þjóðverjana i Laugardals-
höll um sfðustu helgi. Allir leik-
menn Islands eru friskir og til-
búnir i slaginn, og ákveðnir i að
gera sitt besta.
Þeir sem höfðu kaskótryggt bna sina hjá Samvinnutryggingum fá allt foktjónbætt. (Visismynd: EÞS)
Samvinnutryggingar breyta skilmálum kaskðtrygginga:
Allt foktjón bætt
„Tjón á bilum vegna áfoks,
það er þegar hlutir fjúka á híla
og skemma þá, hefur ekki veriö
bætt með kaskótryggingu tii
þessa, en þeirri reglu höfum við
nú ákveðiö að breyta”, sagði
Bruno Hjaltested, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samvinnu-
trygginga, á fundi með frétta-
mönnum i gær.
„Skilmálabreytingin gildir
frá og með deginum áður en ó-
veörið skall á 16. og 17. febrúar,
og þvi er ljóst að allir þeir, sem
höfðu kaskótryggt bila sina hjá
Samvinnutryggingum, fá allt
foktjón bætt”.
Ennfermur sagði Bruno, að
heimilistryggingar Samvinnu-
trygginga bættu allt tjón, sem
orðið hefði á innbúi af völdum ó-
veðursins, og húseigendatrygg-
ing bætti óveðurstjón á hinni
tryggðu húseign.
Hins vegar geta húseigendur,
sem ekki hafa tekið þessar
tryggingar, ekki búist við að fá
bætt tjón á húseign sinni af völd-
um foks, ábyrgðatryggingin ein
nægir ekki til þess. _ATA
Verður halís landfastur vlð Norður- og Norðausturiand?:
„Niðurstöður rannsóknarinnar
um ástand sjávar og hafísinn
benda til þess að isinn geti enn
rekið i átt til landsins og jafnvel
rekið upp að öllu Norður og
Norð-austurlandi þegar liður á
veturinn...
— Þetta ber ekki að skoða sem
„spá”, heldur sem túlkun á
göngum og hugsanlegum horfum
samkvæmt þvi...
Þetta segir m.a. i tilkynningu
sem Hafrannsóknarstofnunin
hefur sent frá sér i kjölfar sjó-
rannsóknarleiðangurs Arna
Friðrikssonar 2.-17. febrúar s.l.
1 skýrslunni segir að rétt sé að
vara við þvi að svipað ástand og
var i þessum málum 1979 og á isa-
árunum 1965-1970, eða jafnvel
verra geti skapast og að það
þurfi ekki að koma á óvart. gk-
JElsti ylirmaður varna Noregs:
RÆÐIR VARNIR Á NORDURSLÚÐUM
‘ Láugárclagur '21. februar 1981
Stórar sðlur á lagmeti tii Sovétmanna:
Soyétmem
gafíalbita
Samningar hafa náðst við
sovétmenn um sölu til þeirra á
gaffalbitum fyrir um 17 milljónir
króna (1,7 milljarð gkr.).
Sölustofnun lagmetis samdi við
fyrirtækið „Prodintorg” um sölu
á gaffalbitum fyrir 10 milljónir
króna, og við sovéska samvinnu-
sambandið um sölu fyrir 7
milljónir króna til viðbótar, með
aðstoð Iðnaðardeildar SIS.
Sovétmenn hafa sýnt áhuga á
að kaupa aðrar lagmetistegundir
af okkur og er vonast til að
samningar takist um það á næst-
unni. I nýjum viðskiptasamningi
Islands og Sovétrikjanna er gert
ráð fyrir þvi að sovétmenn kaupi
af okkur lagmeti fyrir upphæð
sem getur numið um 43 milljón-
um króna eða um 4.3 milljörðum
ekr. gk-.
„Ekki spá heldur
túlkun á gögnum"
Greiðslujðfnuður og gjaldeyrir 1980:
ðhagstæður við-
skiptajðinuður
Samkvæmt yfirliti frá Seðlabanka Islands um þróun
ýmissa þátta greiðslujafnaðar og gjaldeyrismála, 1980
kemur m.a. í Ijós að mikil aukning varð á útf lutningi frá
fyrra ári eða um 16.2% aukning. Aukning innflutnings
varð þó heldur meiri en útf lutnings og munar þar mestu
um stóraukinn flugvélainnflutning. Innflutnings-
aukning milli ára var 17,3%.
Varðandi þætti i greiðslujöfnuði
við útlönd kemur fram að vöru-
skiptajöfnuður, þjónustujöfnuður
og viðskiptajöfnuður voru óhag-
stæðari en á árinu 1979.
Bráðabirgðatölur um þjónustu-
jöfnuð benda til þess að hann hafi
orðið óhagstæðurum 43 milljarða
króna, sem er 20 milljörðum ó-
hagstæðara en árið áður. Þá má
ætla að viðskiptajöfnuður hafi
orðið óhagstæður um 32 milljarða
króna og er viðskiptahallinn áætl-
aður um 2,5% en var 0.9% 1979.
Þá kemur fram varðandi fjár-
magnsjöfnuð að nettóaukning
langra lána hafi numið um 63
milljörðum króna á móti 44
milljarða aukningu 1979, reiknað
á sama gengi. Fjármagnsjöfnuð-
ur, sem er yfirlit yfir þær eigna-
hreyfingar sem eiga sér stað
vegna viðskipta við útlönd, var
hagstæður um 59 milljarða, þar
sem jöfnuður á öðrum fjár-
magnshreyfingum var óhagstæð-
ur um 4 milljarða króna.
Þá kemur fram i yfirliti Seðla-
bankans að gjaldeyrisstaða bank-
anna hefur batnað á árinu 1980
um 27.6 milljarða króna, reiknað
á gengi i árslok, en batnaði um
29.7 milljarða árið 1979.
Frá ársbyrjun til ársloka árið
1979 hækkaði gengi erlendra
gjaldmiðla um 26.5% en á siðasta
ári um 54.3%.
—AS
9