Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 8
Miftvikudagur 25. febrúar 1981 vlsm VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.t. ■ Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Friða Asfvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaöamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páli Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúli t4, sími 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. FOSIRUR í VERKFALLI Verkfall fóstra f Kópavogi og á Akureyri gefur tilefni til aft velta fyrir sér hlutverki þeirra og stöftu i nútimaþjóftfélagi. Síöustu daga hafa fóstrur í Kópavogi og á Akureyri lagt niður störf með þeim afleiðing- um að hálfgert neyðarástand hefur skapast hjá útivinnandi húsmæðrum. Hér skal ekki farið ítarlega í kröfugerð fóstranna, né dómur lagður á réttmæti þeirra. Hins- vegar mætti þessi deila' vekja athygli á því, hversu margar mæður og heimili eru háð til- veru og rekstri dagheimilanna. Meiri röskun verður á daglegu lífi fjölskyldna þegar fóstrur fara í verkfall heldur en þótt undirmenn á farskipum, vél- stjórar eða prentarar leggi niður vinnu, svo dæmi séu tekin. Fóstrur gegna nefnilega hlut- verki, þótt launaflokkurinn sé lágur. Auðvitað geta fóstrur ekki gengið börnum í móðurstað, enda yrði starf þeirra þá aldrei metið til f jár. En þær annast mótun og uppeldi barna, meir en almennt er viðurkennt. Við getum síðan deilt um það hvort slíkt leiði til góðs eða ills, ef litið er til þjóð- félags og framtiðar. Áseinni árum hafa húsmæður i vaxandi mæli sótt út á vinnu- markaðinn. Til þess liggja margar ástæður. Aukið jafnrétti í menntun, tilhneiging kvenna til að finna sér starfsvettvang utan heimilis, tíðari hjónaskilnaðir og siðast en ekki sist, þörf heimil- anna fyrir auknar tekjur. Þau eru ekki mörg daglaunaheimilin sem geta lifað af tekjum einnar fyrirvinnu. Sjálfstæði kvenna má ekki vanmeta og tvímælalaust hefur það skapað jafnræði með kynj- unum aðkonur geti tekið þátt i atvinnulíf inu í svo miklum mæli sem raun ber vitni. Konur hafa sannað að þær eru færar til flestra verka, og jafnvel þeirra, sem áður þóttu síst kvennaverk. En samfélagsmyndin hefur breyst að sama skapi og kippt fótunum undan þeirri þjóð- félagsgerð sem lengst af hefur verið ríkjandi. Heimilið er ekki það sama og áður, uppeldi barna hefur breyst og húsmóðurstaðan nýtur ekki þeirrar virðingar, sem skyldi. Þar hafa konur verið sjálfum sér verstar, og þá eink- um þær, sem gera sem minnst úr því að kona sé kona. Allt hef ur þetta leitt til þess, að fleiri börn eru send á dagheimili, svo mæðurnar komist til vinnu sinnar. í mörgum tilvikum er mikið efamál, að börn sjái for- eldra sína nema í svefnrofunum kvölds og morgna og tjarnar- ferðum um helgar. Þegar svona er komið, fellur það í hlut fóstra að ala upp börnin að verulegu leyti. Það er mikil ábyrgð og hversu ágætlega sem þær kunna að leggja sig fram, geta þær aldrei komið í móður- stað. Umhyggjan verður stöðluð uppeldið hópbundið. Heimsmynd barnsins snýst um leir og kubba á dagheimilinu, enda vafasamt að fóstra geti sýnt nærgætni og elsku til jafns við samskipti barns og foreldris. Hér er ekki minnst á hugsun og skoðanir, enda óþarfi að gera óviðkomandi upp annarlegar hvatir í því sambandi. Sennilega verður ekki aftur snúið til þess tíma, þegar dag- heimili voru óþekkt fyrirbæri. Það er heldur ekki sagt, að slíkt afturhvarf væri æskilegt. Breyttir tímar skapa nýja lífs- hætti. Dagheimili eru staðreynd, rétt eins og útivinna húsmæðra. Þess vegna er f ull ástæða til að meta og virða starf fóstra og stuðla að því, að hæfar og vel- gerðar stúlkur fáist til þeirra starfa. Þær eiga rétt á góðum launum. Hinsvegar megum við aldrei gleyma því, að heimilið og for- eldrið eru það athvarf sem barnið á, og hvað sem líður dag- heimilum, ábyrgð fóstra og auknum hlut kvenna í þjóðfélag- inu, þá varðar mestu að hagur barnsins sitji í fyrirrúmi. Tillögur stjórnarandstöðunnar: Almennar skattaiækkanir og niöurskuröur ríkisútgjalda Stjórnarandstaðan ber fram keimllkar breytingartillögur vift bráðabirgðalögin um efnahagsráðstafanir Stjórnarandstaftan á þingi hefur lagt fram breytingartil- lögur vift bráðabirgðalög rikis- stjdrnarinnar um efnahagsmál. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum tillögum I einstök- um atriðum, en i veigamiklum atriðum ganga tillögur Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks- manna i sömu átt. Þaö á viö um skattalækkanir og bætur almannatrygginga. 1 tillögum sjálfstæöismanna er lagt til eftirfarandi: Frá og meö 1. mai n.k. eftir að veröstöövun lýkur skulu taka gildi ákvæöi verölagslöggjafar- innar frd 1978, um frjálsa verð- myndun, þar sem samkeppnier næg. t öðru lagi er lagt til að bætur almannatrygginga verði ekki skertar, eins og bráöabirgða- lögin gera ráð fyrir 1. mars n.k. S jálfstæðismenn telja að tryggingarbætur til hjóna verði 164 nýkrónum lægri en ella, að óbreyttum bráöabirgðalögum. Burt með millifærslur ÞA ER LAGT TIL AÐ ráð- geröur niöurskuröur á rlkisiit- gjöldum nái ekki aöeins til framkvæmda heldur einnig til rekstursiitgjalda. Er rikis- stjórninni gert að hafa frum- kvæði að þeim niöurskurði og skal honum lokiö fyrir l. april n.k. 1 fjórða lagi vilja sjálfstæöis- menn koma i veg fyrir ráðgerða millifærsluleið i útflutnings- framleiðslunni. Fimmta tillagan felur i sér viðtækar skattalækkanir og er hún f fjórum liðum: 1. Nýtt vörugjald á gos- drykkja- og sælgætisframleiðslu verði fellt niöur. 2. Skattvfsitölu veröi breytt i 153 I staö 145, eins og fjárlög eru miöuð viö. Þetta þýðir óbreytt hlutfall tekju- og eignaskatta af skattstofni frá þvi sem var 1980. 3. Vörugjald skal lækka niður i 18% en nú er þaö á bilinu 24 til 30%. 4. Söluskattur veröi lækkaður sem svarar hækkun hans frá þvi á árinu 1979. Þessar tillögur leiða til 250 milljóna króna lækkunar á al- mennum sköttum. Framfærslu- visitala lækkar af þeim sökum um 2% og þá um leið veröbóta- visitala 1. mai nk.. Sjálfstæðismenn rökstyðja þessar tillögur sinar á þann hátt, að með þessum aðgerðum sé verið að færa fjármagniö frá hinu opinbera til almennings. Tillögur Alþýðuflokks- ins Alþýðuflokkurinn leggur einnig til að skattar séu lækkaö- ir verulega eöa um 240 milljón- ir, en vill að sú lækkun veröi ein- göngu gerð á tekjuskatti. Þeirleggja einnigtil að bætur almannatrygginga verði ekki skertar 1. mars n.k. eins og rikisstjórnin boðar. 1 þriðja lagi leggur Alþýðu- flokkurinn til að i stað 6 mánaöa bundinna verðtryggðra spari- fjárreikninga, komi nýir reikn- ingar, sem veiti fulla verðtrygg- ingu á þvi fé sem óhreyft er I 4 mánuði, en eigendur geti hins- vegar gengiö að sparifé sinu hvenær sem er. 1 fjórða lagi skuli lán Hús- næöisstjórnar aldrei vera lægri en 35% af kostnaðarverði staðlaðra ibúða. Veitt veröi við- bótarlán úr bankakerfinu, er nemi helmingi húsnæðisstjórna- lána. Lánin verði verötryggð meö lágum vöxtum til langs tima. í fimmta lagi er gerð tillaga um frestun framkvæmda allt að 10 milljónum nýkróna. Skattalækkanir Tillögurnar um tekjuskatts- lækkunina byggjast á eftirfar- andi: — að tekjuskattur hjóna verði 2550 kr. lægri en skv. gildandi skattalögum. — að tekjuskattur einhleypra verði 3000 kr. lægri en skv. gild- andi lögum. — og hjá einstæðum foreldr- um er lækkunin 3250 til 4000 krónur . Með þessu móti telja Alþýðu- flokksmenn að skattbyrði lækki frá þvi sem nú er um 1.5% af tekjum eða meira hjá hjónum með minna en 120 þúsund krón- ur I tekjur. Sama gildi um ein- hleypa með 80 þúsund kr. eða minna og einstæða foreldra með allt að 100 þúsund kr. tekjur. Niðurskurður Þetta skal framkvæmt með hækkuðum persónuafslætti og einnig aö afslátturinn nýtist til greiðslu eignaskatts. Ónýttur persónuafsláttur allt að 4.300 kr. greiðist þeim sem eru eldri en 20 ára og stunda ekki atvinnurekstur. LAGMARKSUPPHÆÐ FASTS frádráttar skal hækka úr 5.500 kr. I 9.000 kr. og hjá ein- stæðum foreldrum i 13.500 kr. Að lokum vilja Alþýðuflokks- menn að barnabætur verði greiddar út á fyrirfram- greiöslutimabilinu hjá þeim sem eiga tvö börn eða fleiri. Til að mæta þessari tekju- skattslækkun er gert ráð fyrir að nýta 110 milljarða kr. af þeirri upphæð i fjárlögum sem ætluð er til efnahagsráðstafana, heimild i fjárlögum til lækkunar rikisútgjalda um 30 millj. kr. og niðurskurð á framkvæmdum skv. sérstakri heimild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.