Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 16
16 Miövikudagur 25. febrúar 1981 VÍSIR Hjálpiö þeim sem vinna aö því aö koma hjúkrunarheimilinu i Kópavogi f gagniö. „Hvers eiga gamai- menni og öryrkl- ar aö gjaida?” G. G. skrifar: Hjálpiö peim í Kópavogi Gisli Sigurbjörnsson skrifar: 1 blööum — einnig i Utvarpi, er mikið skrifað og sagt um það neyðarástand, sem rikir — og hefur árum saman verið — i mál- efnum sjúkra, hrumra, oft ein- stæðinga, sem eru komnir á efri ár. — Stdri hópurinn, sá sem allt- af gleymist — geötruflaö og aldr- að fólk, er alveg látinn eiga sig. NU á allt aö gera — helst ljUka öllu á morgun, — en þaö tekur ár og dag fyrir framkvæmdamenn fólksins að koma þessu I lag — nokkur ár — ef að likum lætur. Þess vegna væri rétt fyrir þá og þær, sem vilja leggja þessu mál- efni lið — peninga — aö hjálpa þeim i Kópavogi til þess að koma hjUkrunarheimiIinu, sem þau eru aö reisa, sem allra fyrst i gagnið. Þau geta að sjálfsögðu gert þetta allt með eigin samtakamætti, en ef við i nálægum bæjarfélögum hjálpum til, þá myndi hjUkrunar- heimilið komast upp fyrr og verða mörgum til hjálpar. Kona var rétt i þesu að hringja tilmi'n. HUn hefur nokkurt fé, sem hUn vill láta af hendi til hjálpar og spurði mig ráöa. B-álmuna ætlar borgin að reisa — en i Kópavogi er veriö að byggja — þar á er reiginmunur. — Þess vegna skulum við sameinast um að leggja fram fé til þessara framkvæmda. Það skiptir ekki máli hvort gamla konan eða gamli maðurinn er Ur Vesturbæn- um, Seltjarnarnesi eða Kópavogi. Þaö eitt skiptir máli að hjálpin komi sem fyrst. 20.2 1981 Gisli Sigurbjörnsson. A .■rnrnm I Ég held aö foreldrar kaupi hvolpa og kettlinga til aö friöa börnin. DÝRIN ERU EKKI í SÍNU NflTTURULEGfl UMHVERFI HAFA EKKI ENNÞA NÁÐ LENGRA Baldur Baldursson 0910- 6189 skrifar: Kæra Bergljót, mig langar til að senda þér kveöjur vegna athugasemdar þinnar við skrif Kára Arnórssonar i Visi. Ég kaupi ekki Visi til þess aö fá lesefni af þessu tagi, og hef oft orðiö undrandi að sjá þetta rugl i annars vel skrifuðu blaði. Satt aðsegja held ég aö Kári sé einn af þessum „nytsömu sak- leysingjum” sem geta orðið til þess að hjálpa kommUnistum til þess að hneppa okkur i sina só- sialisku ánauð, en sennilega er rugliö i honum of glært til þess að fá inni i „málgagni sósialisma og þjóðfrelsis” og þá væntanlega þjóöfrelsis allra þjóöa. „Það eru svo ósköp margir sem halda sig hafa eitthvað til málanna aö leggja. En viö skulum bara óska þess- um ruglukollum til hamingju meö að þeir hafa ekki ennþá náö lengra i „baráttunni” en það aö þeir fá ennþá að tjá sig. Tlmi kominn lil Dess að við fáum bjórinn Svava S. Kristjánsdóttir hringdi: „Ég vildi vekja máls á þvl að ég tel algjöra óhæfu að ekki skuii vera seldur bjór hérlendis. Ég hef farið viða um lönd og get fullyrt að þar er ekkert vandamál með bjórinn. Þetta er B-vItamínrikur drykkur og ekkert nema gott eitt um hann aö segja. Hvenær ætla Islendingar að brjótast fram Ur þeirri aftur- haldsstefnu að vilja ráöa hvort menn drekki bjór eða eitthvaö annað? Guðmundur Jóelsson skrifar: Ég get nU ekki oröa bundist eftir að hafa lesið öll skrifin um hunda- og kattahald. Hefur einhver minnst á til- finningar dýranna, sem eru kannski lokuð inni allan daginn meðan krakkar eru i skóla og for- eldrar i yinnu. Hvað hefur fólk aö gera viö dýr ef það sinnir þeim ekki nægilega? Ég held að margir foreldrar kaupi hvolpa eða kett- linga til að friða börnin meöaíi þau eru litil en þegar börnin stækka er ekki lengur gaman af þeim og þá eru dýrin höfð á heimilunum af gömlum vana. Dýrin eru ekki i sínu náttdru- lega umhverfi i borgum, það hlýt- ur hver einasti maður aö sjá. Svo má lita á þátt heilbrigðismála. ,Bæði hundar og kettir geta verið smitberar sjUkdóma ég tala nU ekki um f þéttri byggð eins og Reykjavik. Vegna allra aðstæðna á að banna bæði hunda- og kattahald i borgum, það á ekki heima þar, ekki meöan eigendur geta ekki hirt betur um dýrin. Ég á við að þessi dýr þarfnast umhyggju eins og börnin. Hvers eiga gamalmenni og öryrkjar að gjalda sem hafa unn- ið alla sina æfi, hafa komið yfir sig hUskofa um æfina, eru sextiu tilsjötiu ára að aldri og hafa verið brautryðjendur þessa lands? Hvers eiga þeir að gjalda hjá þessari rikisstjórn. Þeir mega hvorki eiga sjónvarp né sima þvi gjöldin eru það há að þeir geta ekki leyft sér að eiga neitt af þessu. Sjónvarpið má nefna sem dæmi. Ef fólk á á ónýt gömul tæki og reynir að fá sér ný i staöinn þá er ráðist á þetta gamla fólk. Sömu sögu er að segja um sima og Ut- varp. Það væri fróölegt að spyrja hann Svavar Gestsson um þetta. Þetta gamla fólk getur ekki látið lagfæra htisin sin, þó að gler og ýmsir hlutir falli Ur. Tekjur þess eru engar, þaö hefur rétt ofan i sig og á. Þó að þessi orð beri ef til vill lftinn árangur þá er rétt að minna á hvernig staða þessara mála er. Svavar Gestsson ráðherra. EHDURSÝNIÐ ÞÁTT BOB MAGNÚSSONAR Jón Guðmundsson hringdi: Ég óska eftirþví að sjónvarpið sjái sér fært að endursýna þátt um Bob MagnUsson kontrabassa- leikara, fyrir okkur jassáhuga- mennina. Þetta var frábær þáttur og er þess virði aö vera endur- sýndur. Bob Magnússon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.