Morgunblaðið - 16.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sérflug Heimsferða
7 nætur – Varadero - Havana
Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins á verði
sem aldrei hefur sést fyrr. Þú bókar 2 sæti en greiðir bara fyrir eitt og getur að
auki valið um góð hótel hvort sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er
ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri
náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla
Havana er ein fegursta borg frá nýlendu- tímanum, lífsgleði eyjaskeggja er
einstök og viðmót fólksins heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri,
því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð.
Síðustu 19 sætin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.950
M.v. 2 fyrir einn. Flugsæti kr. 72.000/2
= 36.000. Flugvallarskattur kr. 3.950.
Netverð.
Úrval hótela í boði
2 fyrir 1 til
Kúbu
2. mars
frá 39.950
Munið Mastercard
ferðaávísunina
ÚTLIT er fyrir að skortur verði á
nautakjöti á næstunni að sögn
Hermanns Árnasonar, stöðvar-
stjóra Sláturhúss Suðurlands á
Selfossi. Hann segir að vissar
sveiflur séu alltaf í framboðinu,
sum ár sé miklu slátrað en önnur
lítið og nú stefni í lægð, en fyrir
tveimur árum var miklu slátrað.
Hann segir ástæðuna fyrir
skortinum þó aðallega felast í því
að bændur, sem hafa fengið lágt
verð fyrir kjötið sitt að undan-
förnu, hafi dregið saman í nauta-
eldi og einbeitt sér enn frekar að
mjólkurframleiðslu. Nyt kúnna sé
meiri en áður og því minni þörf
hjá bændum að stunda eldi til að
viðhalda henni. Hann segir þessa
búháttarbreytingu, að bændur
einbeiti sér að mjólkuframleiðslu í
stað nautaeldis og samþjöppun á
mjólkurkvóta, áhyggjuefni fyrir
nautakjötframleiðsluna.
Hann segir nautakjötsneyslu
hafa aukist undanfarna fjóra mán-
uði og segist telja skýringuna
m.a. felast í því að nýjar aðferðir
séu notaðar við að hengja kjötið
upp, sem geri
það 30% meyr-
ara en áður.
Þessar aðferðir
voru teknar upp
í sláturhúsinu á
Selfossi sl. sum-
ar og segist
Hermann telja
að þetta geti
verið ein helsta skýringin á auk-
inni neyslu.
Hann segir að nú sé ekki mikið
flutt inn af nautakjöti til landsins
en þegar skortur verði í innlendri
framleiðslu sé opnað fyrir þann
möguleika og að það sé áhyggju-
efni sem beri að huga að.
Sláturfélag Suðurlands á Sel-
fossi framleiddi rúm 1.218 tonn af
nautgripakjöti, þ.e. ungneyta- og
kýrkjöti, á sl. ári. Á síðasta ári
var sala nautgripakjöts 3.524,2
tonn en 3.579,4 tonn árið áður.
Framleiðsla á nautakjöti á síðasta
ári var heldur minni en árið áður
eða 3.624,5 tonn en 3.639 tonn
2002. Örlítil aukning varð á síð-
asta ári í fjölda slátraðra gripa.
Minna um nautakjöt
BJÖRGUNARSVEITIN Káraborg
á Hvammstanga var kölluð til að
bjarga hópi hrossa sem var í sjálf-
heldu á litlum hólma í Víðidalsá á
föstudag. Fjórir björgunarsveit-
armenn fóru út í ána í flotgöllum,
óðu út í hólmann og komu múl á
eitt hrossanna. Þeir teymdu hross-
ið síðan yfir ána og létu hin elta.
Segir í fréttatilkynningu frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg að
björgunin hafi gengið vel og engu
hrossanna hafi orðið meint af.
Var þetta fjórða útkallið hjá
björgunarsveitinni Káraborg á
viku. Fyrsta útkallið var upp á
Holtavörðuheiði vegna slæms veð-
urs. Næst var sveitin send til að
moka snjó af þaki sundlaug-
arbyggingar á Hvammstanga og
að kvöldi sama dags var sveitin
send í verðmætabjörgun á Hrúta-
fjarðarhálsi eftir að flutningabíll
hafði oltið þar.
Hrossum bjargað úr sjálfheldu
Ljósmynd/Gunnar Sveinsson
LYDIA Geirsdóttir hefur í nógu að
snúast um þessar mundir en fyrir
helgina var henni boðið starf við hjálp-
arstarf í Írak og
fer hún utan nú í
vikubyrjun, lík-
lega til ársdvalar.
Lydia er mjög
spennt, segir
þetta drauma-
vinnuna en hún er
með meistarapróf
í þróun og alþjóða-
samvinnu frá
Gautaborgarhá-
skóla. Hún mun stofna skrifstofu í Er-
bil í N-Írak, sem hefur það verkefni að
samhæfa starf einkarekinna hjálp-
arstofnana sem vinna á svæðinu.
Lydia segir að hugmyndin sé að
koma í veg fyrir að starf hjálparstofn-
ana skarist og fylgjast með því að
hjálpinni sé vel dreift þannig að ein-
hver svæði eða hópar verði ekki út-
undan. „Ég verð ein á svæðinu, reynd-
ar með öryggisverði og íraskan
aðstoðarmann, en bækistöðin er í
Bagdad. Ég verð að mestu leyti að
ferðast á milli ólíkra hjálparstofnana,
safna saman upplýsingum, halda
fundi og annað með þessum ólíku
hjálparstofnunum um hvað er verið að
gera og hvar er verið að vinna.“ Þann-
ig verði búinn til gagnabanki fyrir
hjálparstarfsmenn á svæðinu.
Hún segir að engar upplýsingar
liggi fyrir um hversu margar hjálp-
arstofnanir séu að störfum í Erbil en
þær geti verið á bilinu 10 til 30.
Öryggisástandið að
þróast í neikvæða átt
Lydia segir mjög mismunandi að
hvaða verkefnum hjálparsamtökin
einbeiti sér að, sum geti unnið að
framgangi menntunar, önnur leggi
vegi og þau þriðju afli hreins vatns.
En þótt samtök einbeiti sér að ólíkum
sviðum mannlífsins geti þau skipst á
upplýsingum, t.d. um öryggis-
ástandið.
Lydia segir að þetta sé þó ekki ein-
falt, því ekki sé löng hefð fyrir því að
hjálparsamtök vinni saman, það hafi
byrjað fyrir um áratug. „Eftir að
stríðinu lauk í Afganistan mættu um
það bil 1.000 hjálparsamtök og hafði
stærsta samhæfingarskrifstofan 60
meðlimi. 60 af 1.000 völdu það að taka
þátt í þessum samtökum og reyna að
samhæfa sig við aðra,“ segir Lydia, en
bendir á að á hinn bóginn mætti segja
að það hefði verið ómögulegt að sam-
hæfa 1.000 samtök.
Fyrsti samningur Lydiu er til sex
mánaða en segir hún líklegt að áfram-
haldandi styrkur fáist frá Evrópusam-
bandinu og þá verði líklega framlengt
í sex mánuði. „Þetta verður mjög
spennandi. Þetta er náttúrlega mjög
óöruggt svæði og maður veit ekkert
hvernig það þróast,“ segir Lydia og
bendir á að ástandið hafi verið talið
öruggara í N-Írak, en það gæti verið
að breytast. „Það er að þróast í
neikvæða átt, en það eru harðar
öryggisreglur sem maður verður að
fylgja, það er bannað að fara út eftir
myrkur og reglur um hvert við
megum og megum ekki fara. Ég verð
með bílstjóra svo þetta á allt eftir að
ganga vel, það gerir það að lokum.“
Hún segir þetta draumastarfið en
bætir við að það eigi ekki eftir að vera
neinn dans á rósum. „Ég held þetta
eigi allt eftir að ganga ef maður fer
bara rólega í þetta og notar réttar
aðferðir. Ég er bara 28 ára og þetta er
mín fyrsta vinna af þessu tagi erlendis
og það er ekki auðvelt að koma og
segja t.d. fimmtugum manni sem er
yfir einhverjum hjálparsamtökum og
búinn að vinna við þetta í þrjátíu ár
hvernig hann á að gera hlutina. En á
móti kemur að allir vilja að hjálpin sé
sem mest og best. Leiðin að því getur
þó verið erfið því hjálparsamtök eru í
samkeppni við hvert annað um styrki
fyrir sína starfsemi,“ segir Lydia.
Lydia Geirsdóttir er á leið í draumastarfið í hálft ár
Mun samhæfa starf hjálp-
arstofnana í Norður-Írak
Lydia
Geirsdóttir
SVEITARSTJÓRN Vopnafjarðar-
hrepps hefur sent frá sér ályktun
þar sem ítrekað er mikilvægi þess að
jarðgöng undir Hellisheiði eystri fái
forgang og að Samband sveitarfé-
laga á Austurlandi beiti sér fyrir
slíkum göngum.
„Sveitarstjórn Vopnafjarðar-
hrepps fagnar miklum framkvæmd-
um og uppbyggingu, sem á sér stað í
Fjarðabyggð og Mið-Austurlandi
með virkjana- og stóriðjufram-
kvæmdum. Með framkvæmdunum
er enn meira knýjandi en áður, að
tengja byggðirnar norða Smjörfjalla
við Mið-Austurland með jarðgöng-
um undir Hellisheiði eystri. Árið
1979 ályktaði Samband sveitarfélaga
á Austurlandi að forgangsverkefni í
vegagerð á Austurlandi ætti að vera
jarðgöng frá Fljótsdalshéraði yfir til
Vopnafjarðar, þannig að eðlileg sam-
skipti við aðra hluta Austurlands
gætu átt sér stað árið um kring. Á
aðalfundi SSA árið 2001, var síðan
samþykkt að næstu jarðgöng hér á
Austurlandi yrðu undir Hellisheiði.
Vopnfirðingar krefjast þess að við
ákvörðun næstu jarðgangafram-
kvæmda verði það haft sem megin-
markmið að standa við þær sam-
þykktir sem gerðar hafa verið,
þannig að Vopnfirðingar geti í raun
talist til Austurlands og tekið þátt í
þeirri atvinnubyltingu sem nú á sér
stað í landshlutanum. Að öðrum
kosti munu Vopnfirðingar sjá sig
knúna til að endurskoða þátttöku
sína á vettvangi SSA.“
Taka yfirlýsinguna alvarlega
Formaður Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi, Soffía Lárusdótt-
ir, segir fulla ástæðu til að taka yf-
irlýsinguna alvarlega og hefur hún
verið rædd á vettvangi SSA í vik-
unni. Halda á yfirgripsmikla ráð-
stefnu um samgöngumál á Austur-
landi í marsmánuði þar sem
forgangsröðun jarðganga eystra
verður m.a. rædd.
Íhuga endurskoðun á þátttöku í SSA
Vopnfirðingar vilja jarð-
göng undir Hellisheiði
ÍSLANDSKLUKKA Halldórs Lax-
ness fær prýðisdóma í bókagagnrýni
sunnudagsblaðs The New York Tim-
es, en bókin kom nýlega út á ensku í
fyrsta skipti, í þýðingu Philips
Roughton hjá bókaútgáfunni Vintage
International. Segir gagnrýnandinn,
Brad Leithauser, að ljóðrænum lýs-
ingum bókarinnar megi helst líkja við
vangveltur um fölva hvalsins Moby
Dick og lestarferðina til Miðvestur-
ríkjanna í The Great Gatsby.
„Íslandsklukkan gerist við lok 17.
aldar, á tímum mikilla þjáninga, í
landi þar sem sagan hefur einkennst
af erfiðleikum og vosbúð,“ segir Leit-
hauser og bætir við að Laxness hafi
oft raskað ró samlanda sinna með lýs-
ingum sínum á ömurleikanum og erf-
iðri baráttu landans. „Íslandsklukkan
gæti vel geymt allra hráslagalegustu
lýsingu á heimalandi hans. Ísland er,
á dögum skáldsögunnar, staður þar
sem þrjótar ráða lögum og lofum –
danskir nýlenduherrar einoka versl-
un og fara ránshendi um hinar fáu
auðlindir landsins – sem er byggt ölv-
uðu, örvæntingarfullu og lötu fólki
sem finnur eingöngu ánægju í því að
verða vitni að opinberum grimmdar-
verkum. Íslandsklukkan endurskap-
ar, í meira mæli en nokkur önnur
skáldsaga sem ég þekki, heim þar
sem Pieter Bruegel hefði verið á
heimavelli, ekki eingöngu vegna
hrifningar á rugludöllum (smákrimm-
um, sjóndöprum vaktmönnum) og
hinu forljóta (andlitslausum holdveik-
issjúklingum, hangandi líkum), en
einnig vegna ójarðnesks hæfileika til
að finna fegurð í landslagi örbirgðar
og visku í samfélagi glópa.“
Bókardómur The New York Times
á Íslandsklukku Laxness
Líkt við Moby Dick
og Great Gatsby