Morgunblaðið - 16.02.2004, Qupperneq 7
urnar, aðgerða eða ákvarðana fyrir-
tækis. Þetta hefði ekki verið í upp-
haflegum drögum að frumvarpinu
þegar það var tekið til meðferðar á
Alþingis heldur bætt við í efnahags-
og viðskiptanefnd.
Ekki er ljóst hvað er átt við með
orðinu „aðstæður“ sagði Davíð en
reyndi að skýra þessar aðstæður
með því að vitna í umræður Stein-
gríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstri grænna, á Alþingi. Stein-
grímur hefði sagt að samkeppnisráð
ætti að geta brugðist við, ekki ein-
göngu vegna einhverra tiltekinna
sérstakra ákvarðana í fyrirtæki sem
lægju fyrir, heldur einfaldega vegna
aðstæðna sem menn gætu staðið
frammi fyrir og kölluðu á að gripið
væri til aðgerða.
Uppskipting fyrirtækja
Davíð Þór sagði þetta mjög víð-
tækt orðalag og aðgerðir gegn þess-
um aðstæðum gætu, samkvæmt ann-
arri málsgrein 17. gr., falið í sér
afdrifarík áhrif á fyrirtæki sem þær
beindust gegn. Samkeppnisráð hefði
túlkað það sem heimild til að breyta
uppbyggingu markaðar nema skýr
ákvæði sérlaga eða ákvæði stjórnar-
skrár mæltu fyrir um annað. Í þessu
kynni að felast heimild til að skipta
upp fyrirtæki.
Davíð sagðist þó telja að varla
væri hægt að óbreyttum lögum að
ganga svo langt að skipta upp fyr-
irtæki samkvæmt samkeppnislög-
um. Innan ramma laganna væri e.t.v.
rúm fyrir ekki eins afgerandi úrræði
og fyrirtæki hætti tilteknum þætti
starfseminnar, selji einhverjar eignir
eða skipti því upp í fleiri sjálfstæðar
einingar.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 7
TVEIR íslenskir flugmenn starfa
nú hjá breska leiguflugfélaginu
Astraeus, sem annast flug fyrir
Iceland Express á B737-300 þot-
um. Það eru þeir Ragnar Ingason
og Róbert Ágústsson og í samtali
við Morgunblaðið segjast þeir von-
ast til að fleiri landar þeirra muni
bætast í hópinn.
Iceland Express býður sem
kunnugt er ferðir milli Íslands og
Kaupmannahafnar og London en
Astraeus annast m.a. flug fyrir
breskar ferðaskrifstofur út frá
Bretlandi til sólarlanda.
Ragnar og Róbert segjast ráðnir
til flugsins út frá Íslandi og aðeins
á þessum tveimur leiðum, til
Kaupmannahafnar og London, en
hafa báðir áhuga á að fljúga til
annarra staða og hafa sótt um
það.
Vinnutilhögun þeirra er þannig
að þeir fljúga nokkra daga í senn
á annan staðinn og síðan nokkra
daga á hinn eftir nokkurra daga
hvíld. Þeir segja fleiri íslenska
flugmenn hafa sótt um starf hjá
Astraeus. Í dag er farin ein ferð á
hvorn áfangastað en með vorinu
ætlar Iceland Express að tvöfalda
ferðatíðnina.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Íslensku flugmennirnir hjá Astraeus sem flýgur fyrir Iceland Express:
Vinstra megin er Ragnar Ingason og Róbert Ágústsson til hægri.
Tveir íslenskir flugmenn
hjá Astraeus-flugfélaginu
STJÓRNVALDSAÐGERÐIR eru
forsenda breytinga í jafnréttismál-
um. Eftirfylgd við þau lög sem þegar
hafa verið sett um málaflokkinn er
lykilatriði. Þetta var meðal þess sem
fram kom í máli Margrétar Sverr-
isdóttur, framkvæmdastjóra Frjáls-
lynda flokksins, á ráðstefnu Kven-
réttindafélags Íslands um
kynbundinn launamun.
Heiti ráðstefnunnar vísar til þess,
eins og Margrét benti á, að karlar
sem eru í hjónabandi eða sambúð og
með börn á framfæri hafa hærri laun
að meðaltali en einhleypir. Hjá kon-
um er þessu hins vegar öfugt farið.
„Að mínu mati skipta stjórnvaldsað-
gerðir sköpum, lög og reglugerðir
hafa að miklu leyti fleytt okkur
þangað sem við höfum þó komist,“
sagði Margrét og vísaði til laga um
fæðingarorlof sem hún kvað eitt
stærsta skrefið í jafnréttisbarátt-
unni á síðustu árum. Hún velti því
upp hvort hugsanlega þyrfti að setja
þak á greiðslur úr fæðingarorlofs-
sjóði og nefndi tölur sem sýna að
greiðslur úr sjóðnum jukust um
22,7% milli áranna 2002 og 2003 í
kjölfar þess að hlutfall feðra sem
þáðu greiðslur jókst.
Stjórnvöld
sýni fordæmi
í jafnréttis-
málum
ORATOR, félag laganema við
Háskóla Íslands, hefur starf-
að í 75 ár. Það var stofnað
haustið 1928 og átti upp-
haflega að þjálfa félagsmenn
í ræðumennsku. Að auki átti
félagið að standa fyrir
skemmtunum; skemmtikvöld-
um, dansleikjahaldi, árshátíð-
um og vísindaferðum. Jafn-
framt hafa samskipti við
erlenda stúdenta og ýmis út-
gáfa verið stór þáttur í starfi
Orators.
Samhliða því að halda upp
á 75 ára afmæli Orators
halda laganemar nú árshátíð
í 50. skipti í kvöld.
Orator sjötíu
og fimm ára