Morgunblaðið - 16.02.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 9
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Glæsilegar vorvörur
Gallabuxur 80 cm og 85 cm síðar
Stærðir 36—60
Glæsilegur vorfatnaður
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
FRÁBÆRT VERÐ !
OSRAM flúrperur
Lumilux Daylight,
Lumilux Cool White
Lumilux Warm White
Lumilux Interna
Kaupbætir fy lg i r hver jum
100 stk af perum.
Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík
Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss
Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir
Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur
Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes
Það birtir til með OSRAM
Útsölulok
fimmtudag
Aukaafsláttur
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Opið virka daga
frá kl. 10-18
laugardaga frá kl. 10-14
Sími 567 3718
SÍÐASTA
ÚTSÖLUVIKA
30-50% aukaafsláttur
Augnlæknar Reykjavíkur
Augnlæknar Öldugötu 17 hafa flutt starfsemi sína að Hamrahlíð 17
og munu opna þar þriðjudaginn 17. febrúar.
Nafninu hefur verið breytt í Augnlæknar Reykjavíkur.
Tímapantanir í síma (sama símanúmer og áður) 551 8181
frá kl. 09:00 - 16:00.
Dan Ohman, augnlæknir,
Einar Stefánsson, augnlæknir,
Eydís Ólafsdóttir, augnlæknir,
Friðbert Jónsson, augnlæknir,
Guðmundur Viggóson, augnlæknir,
Guðrún Guðmunsdóttir, augnlæknir,
Haraldur Sigurðsson, augnlæknir,
María Soffía Gottfreðsdóttir, augnlæknir,
Þórður Sverrisson, augnlæknir.
UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr
fimm ára þjónustusamningur milli
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og Krabbameinsfélags Ís-
lands um skipulega leit að legháls-
krabbameini og brjóstakrabbameini
á vegum leitarsviðs Krabbameins-
félagsins. Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra og Sigurður
Björnsson, formaður Krabbameins-
félags Íslands, undirrituðu samning-
inn.
Samkvæmt samningnum greiðir
ríkissjóður kostnað sem ætlaður er
til að standa undir þessari þjónustu
en áætlað er að hann verði um 240,9
milljónir króna.
Greiðsla ríkisins miðast við að
heildarfjöldi skoðana á ári í legháls-
krabbameinsleit verði að lágmarki
24.300 og að hámarki 34.100. Þar af
mun Krabbameinsfélagið annast um
65% af heilarfjöldanum. Fjöldi skoð-
ana hjá leitarstöð Krabbameins-
félagsins með brjóstamyndatöku
verði að lágmarki 13.100 á ári og að
hámarki 18.400 á ári. Starfsemi leit-
arsviðs Krabbameinsfélagsins fer
fram í Skógarhlíð 8 í Reykjavík en
auk þess er leitað skipulega á
heilsugæslustöðvum um allt land.
Í frétt frá Krabbameinsfélaginu
segir að frá því leitarstarfið hafi
byrjað fyrir 40 árum hafi tíðni og
nýgengi leghálskrabbameins lækk-
að um tvo þriðju. „Áætlað hefur ver-
ið að ef dánartíðnin hefði haldist
óbreytt frá 1966–1970 hefðu um 220
fleiri konur látist úr sjúkdómnum en
raun ber vitni. Erlendar rannsóknir
benda til að skipuleg brjóstamynda-
taka fækki dauðsföllum af völdum
sjúkdómsins um þriðjung og jafnvel
meira meðal þeirra kvenna sem fara
reglulega í skoðun,“ segir í fréttinni.
Þjónustusamningurinn er gerður
í samræmi við markmið Heilbrigð-
isáætlunar til ársins 2010 sem sam-
þykkt var á Alþingi í maí árið 2001
og í samræmi við tilmæli Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar.
Landlæknir og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið hafa með
höndum faglegt eftirlit með störfum
leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í
samræmi við samninginn. Hann er
til fimm ára og er miðað við hann
hafi tekið gildi 1. janúar sl.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra (t.h.) og Sigurður Björnsson, formaður
Krabbameinsfélags Íslands, eftir undirritun samningsins um leitarstarfið.
Þjónustusamningur
um krabbameinsleit
YFIRMAÐUR upplýsingamála hjá
Alcoa, Jake L. Siewert jr., verður
gestur á opnum fundi Politica, félags
stjórnmálafræð-
inga og Stofnunar
stjórnsýslufræða
og stjórnmála í
Háskóla Íslands,
þriðjudaginn 17.
febrúar kl. 12.00–
13.15, í Odda 101.
Þar mun hann
ræða um reynslu
sína sem pólitísk-
ur ráðgjafi og tals-
maður Bills Clintons í Hvíta húsinu
og nú sem pólitískur ráðgjafi Johns
Kerrys í baráttu hans fyrir útnefn-
ingu Demókrataflokksins í Banda-
ríkjunum.
Jake er vinur Johns Kerrys og að-
stoðar hann í frítíma sínum meðfram
störfum sínum fyrir Alcoa. Hann mun
m.a. ræða hver séu verkefni slíkra
ráðgjafa, hvað sé mikilvægast í starfi
þeirra. Hann mun enn fremur ræða
um komandi forsetakosningar í
Bandaríkjunum og leggja mat á um
hvað þær muni snúast; stríðið í Írak,
fjárlagahallann, heilbrigðismál,
menntamál, innri öryggismál Banda-
ríkjanna og fleira.
Fundurinn fer fram á ensku og er
öllum opinn. Jake L. Siewert hefur
frá árinu 2001 verið aðstoðarforstjóri
Alcoa og eru upplýsingamál fyrirtæk-
isins svið hans. Árin 2000–2001var
hann blaðafulltrúi og aðaltalsmaður
Bills Clintons í Hvíta húsinu, bæði á
sviði innanríkis- og utanríkismála.
Áður var hann ráðgjafi forsetans á
sviði efnahagsmála og þar á undan
upplýsingastjóri samtaka ríkisstjóra
Demókrataflokksins.
Ræðir um kosningarnar
í Bandaríkjunum
Fjallar um
hlutverk póli-
tískra ráðgjafa
Jake Siewert
SIÐFRÆÐIRÁÐ Læknafélags Ís-
lands hefur ekki fjallað sérstaklega
um einræktun á stofnfrumum en bú-
ast má við slíkri umfjöllun á næst-
unni í kjölfar frétta af því að suður-
kóreskir vísindamenn hafi orðið
fyrstir til þess að einrækta manns-
fósturvísi munu að sögn Einars
Oddssonar læknis og formanns ráðs-
ins.
„Innan Læknafélagsins hefur ekki
verið fjallað sérstaklega um einrækt-
un á stofnfrumum. Þar sem fjallað
hefur verið um þetta efni hefur yf-
irleitt verið rætt um stofnfrumur úr
fóstrum og í umfjölluninni hefur
komið fram að menn líta svo á að það
sé leyfilegt að nýta stofnfrumur úr
fóstrum til lækninga,“ sagði Einar.
LÍ mun fjalla
um einræktun á
stofnfrumum
♦♦♦