Morgunblaðið - 16.02.2004, Side 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BRÚÐAN hjalar og skríkir eins og lítið barn. Hún
notar snuð, ropar eftir máltíðir, geispar og sofnar.
Ef hún er vakin með hávaða, fer hún að gráta.
Þessir mannlegu eiginleikar Annabell, vinsælustu
dúkkunnar í Sádi-Arabíu, eru ein ástæða þess að
hún verður fljótlega bönnuð í landinu.
Í desember tilkynnti innanríkisráðuneytið að
banna ætti innfluttar dúkkur og tuskudýr, búðar-
eigendur fengu þrjá mánuði til að losa sig við þau.
Bannið nær til leikfanga sem tákna heilagar per-
sónur, eru í laginu eins og brúður eða dýr, sýna
naktar manneskjur eða hafa á sér merki þjóða
sem ekki eru íslamskar, eins og krossa, Davíðs-
stjörnu eða Búdda. Samkvæmt ströngum túlk-
unum á íslömskum lögum er bannað að búa til eft-
irmyndir af lifandi verum og hluti sem sýna
einhverja hluta kvenlíkamans. Brúðan Annabell,
sem framleidd er í Kína, brýtur þessi lög.
Barbie-dúkkur hafa þegar verið bannaðar í
meira en áratug. Trúarlögreglan, sem kallast
muttawa, fer oft í herferðir gegn Barbie í búðum,
gerir dúkkurnar upptækar og sektar þá sem selja
þær á svörtum markaði, þar sem þær kosta að
minnsta kosti 3.500 krónur. En af hverju að banna
dúkkur sem líta út eins og börn?
Þetta snýst allt um pólitík segja sumir íbúar
landsins, stjórnvöld eru áfjáð í að sýna fram á að
þeim sé umhugað um íslömsk gildi á meðan þau
eiga í stríði við herskáa íslamska trúarhópa í land-
inu.
Almenningur ósáttur við bannið
Búðareigendur og neytendur eru hins vegar
orðlausir yfir banninu. „Þetta er fáránlegt,“ sagði
Amal, 28 ára gömul móðir sem var að versla með
Hessu, 8 ára gamalli dóttur sinni. „Eins og flestar
stelpur, ólst ég upp við að leika mér með dúkkur
og get engan veginn skilið ástæðuna fyrir slíkum
aðgerðum.“
Hinn 19 ára gamli Khalid var að leita að gjöf
handa 7 ára systur sinni.
„Hversu miklum skaða geta þessir líflausu hlut-
ir valdið fólki, þegar við berum saman skaðann
sem hryðjuverkamenn hafa valdið í landinu mínu?
Ekki mikinn. Reyndar ekki neinn,“ sagði hann.
Bæði óskuðu þau eftir því að vera ekki lýst nánar
af ótta við að fá óþægilega athygli frá íhalds-
sömum yfirvöldum.
Hvað sem líður brúðubanninu hafa líka verið
stigin skref í framfaraátt. Stjórnvöld ákváðu að
ráðast gegn herskáum múslimum eftir að 52 lét-
ust í sjálfsmorðsárásum í höfuðborginni, Riyadh í
fyrra. Hundruð manna sem grunaðir voru um að
vera herskáir harðlínusinnar voru handteknir og
yfirvöld lýstu yfir stríði gegn ofstækisfullri hugs-
un. Meðal annars báðu þau háttsetta klerka um að
leggja áherslu á friðsamlegan boðskap íslam og
trúarlegar kennslubækur voru endurskrifaðar.
Ofstækismenn með mikil
völd í samfélaginu
Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu notar wah-
abisma til að treysta valdastöðu sína, en það er
hugmyndafræði byggð á sérlega strangri túlkun á
Kóraninum. Þannig hefur hún veitt wahabíta-
klerkum mikil völd í samfélaginu og leyft trúar-
lögreglunni að leika lausum hala. Í maí í fyrra
missti Jamal Khashoggi starf sitt sem ritstjóri
dagblaðsins al-Watan eftir að hafa birt greinar
þar sem leitt var getum að því að íslamskt trúarof-
stæki, sem konungsfjölskyldan hefði lengi leyft að
viðgangast, leiddi til hryðjuverka. Í mars 2002 var
Mohammed Moktar al-Fal ritstjóri dagblaðsins
Al-Madina, rekinn að skipan innanríkisráðuneyt-
isins eftir að blaðið birti ljóð þar sem ráðist var
gegn íslömskum dómurum landsins.
Ahmed Turkistani háskólaprófessor leggur til
að stjórnin treysti valdastöðu sína með því að efla
hófsamari öfl í samfélaginu. „Til að bjarga landinu
og koma á friði og ró í samskiptum við umheiminn
verðum við að finna leiðir til að taka á ofstæki og
finna bæði skammtíma- og langtímalausnir á
þessu fyrirbæri.“ sagði hann á ráðstefnu um trú-
arofstæki Mekka á dögunum. „Við verðum að
þróast í takt við tímann og það er mikilvægt að
skoða hvort sumt af fornum íslömskum kennisetn-
ingum passar inn í Sádí-Arabíu nútímans.“
Á meðan seljast brúður og bangsar sem aldrei
fyrr, landsmenn hópast í leikfangabúðir til að
kaupa brúður og bangsa áður en þeir verða end-
anlega bannaðir.
Brúðurnar bannaðar í Sádi-Arabíu
AP
Khalid Rashid skoðar dúkku sem hann hyggst
gefa dóttur sinni, í leikfangaverslun í Ryiadh.
Riyadh. AP.
’ Hversu miklum skaðageta þessir líflausu hlutir
valdið fólki? ‘
BÚIST var við því, að öldunga-
deildarþingmaðurinn John Kerry
myndi vinna sigur í forkosningum
demókrata í Wisconsin í gær og
jafnvel, að það yrði til þess, að
keppinautar hans gæfust upp. How-
ard Dean kvaðst þó mundu halda
áfram hver sem úrslitin yrðu í Wis-
consin.
Kerry vann örugga sigra í Nev-
ada og í höfuðborginni, Wash-
ington, á laugardag og virðist nú
fátt geta komið í veg fyrir, að hann
takist á við George W. Bush forseta
í kosningunum í haust. Fékk hann
47% atkvæða í Washington og 63%
í Nevada og var raunar eini fram-
bjóðandinn, sem kom þar fram á
fundum. Al Sharpton varð annar í
Washington með 20%, Howard
Dean með 17% og John Edwards
með 10%. Í Nevada varð Dean ann-
ar með 17% og Edwards með 10%.
Ljóst er, að repúblikanar eru
farnir að líta á Kerry sem forseta-
efni demókrata og hafa þegar birt
sjónvarpsauglýsingar þar sem ráð-
ist er á hann og hann sakaður með-
al annars um að ganga erinda ým-
issa sérhagsmunahópa. Hafa Kerry
og hans menn svarað þeim fullum
hálsi og segja, að það sé hámark
hræsninnar þegar repúblikanar hafi
þennan áróður uppi. Segja þeir, að
Bush sé ókrýndur konungur sér-
hagsmunanna og benda á, að hann
hafi tekið við miklum framlögum
frá olíu- og gasfyrirtækjum, bönk-
um og fjárfestingarfyrirtækjum og
jafnvel frá Enron-fyrirtækinu áður
en það varð gjaldþrota. Hafi þess-
um fyrirtækjum líka verið launaður
greiðinn.
Kerry við
að innsigla
framboðið
Var spáð sigri í
Wisconsin en Dean ætl-
ar ekki að gefast upp
Washington. AFP.
AÐ minnsta kosti 90 manns fór-
ust í tveimur eldsvoðum í Kína í
gær og álíka margir eða fleiri
slösuðust.
Eldur kom í gærmorgun upp
á fyrstu hæð fimm hæða hárrar
verslanamiðstöðvar í borginni
Jilin í Norðvestur-Kína og fórst
þá að minnsta kosti 51 maður
og meira en 70 slösuðust. Tókst
mörgu fólki á neðstu hæðunum
að forða sér út en aðrir leituðu
ofar í húsið til þess eins að
verða reyknum að bráð. Fórust
flestir á þriðju og fjórðu hæð
hússins en sumir lifðu af en
slösuðust mikið við að kasta sér
út um glugga.
Í Haining-borg í Zhejiang-
sýslu fórust 39 pílagrímar er
eldur kom upp í musteri aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
fyrri eldsvoðann.
90 farast í
tveimur
eldsvoðum
Peking. AP, AFP.
FJÓRIR járnbrautastarfsmenn lét-
ust og einn slasaðist alvarlega þegar
lestarvagn rann á þá í gærmorgun.
Voru mennirnir að vinna við braut-
arteinana milli London og Glasgow.
Talsmaður Virgin Trains, sem sér
um lestarsamgöngur á þessum slóð-
um, sagði, að slysið hefði átt sér í
bænum Tebay og svo virtist sem
einn vagn hefði losnað frá öðrum og
runnið á mennina þar sem þeir voru
við vinnu sína. Hefur lögreglan hafið
rannsókn á málinu en ferðum lesta
eftir brautarteinana var hætt um
stund.
Fjórir létust í
brautarslysi
London. AFP.
AÐ minnsta kosti 28 manns fórust og
110 slösuðust er glerþak yfir sund-
laug og heilsuræktarstöð í Moskvu
hrundi undan snjóþunga í fyrra-
kvöld. Telja margir slysið mikinn
áfellsidóm yfir yfirvöldum, sem hafa
leyft miklar byggingarframkvæmdir
í borginni án þess að fylgjast með
því, að farið sé eftir byggingarreglu-
gerðum.
Björgunarmenn notuðu krana og
stórar vinnuvélar við að ná líkum
þeirra, sem fórust, undan rústunum
en þeir, sem komust af, flýðu hálf-
naktir út í kuldann en frostið var um
15 gráður. 110 manns voru flutt á
sjúkrahús og þótti tvísýnt um líf
fjögurra.
Sergei Shoigu, neyðarástandsráð-
herra Rússlands, sagði í gær, að 17
manna væri saknað. Hefði fatnaður
fólksins verið í búningsklefunum en
það sjálft ekki fundist. Bjóst hann
því við, að tala látinna ætti eftir að
hækka.
Shoigu fór hörðum orðum um
byggingaræðið í Moskvu á síðustu
árum. Sagði hann, að margar há-
reistar byggingar hefðu þotið upp til
þess eins að hrynja saman. „Við
verðum að hætta þessu brjálæði og
koma böndum á byggingariðnað-
inn,“ sagði hann.
Um 1.000 manns unnu að björg-
unaraðgerðunum. Þeir, sem komust
af, margir slasaðir og veinandi af
kvölum, hrópuðu upp nöfn ástvina
sinna eða vina, sem þeir höfðu verið
með andartaki áður.
„Það kvað við mikill brestur og
síðan þagnaði allt. Allt þakið féll yfir
okkur,“ sagði einn starfsmaður
heilsuræktarstöðvarinnar Transvaal
Park. Kona nokkur sagði grátandi,
að sonur sinn hefði verið ofan í laug-
inni. „Þeir segja, að einhver börn
hafi farist,“ sagði hún. „Ég veit ekk-
ert um drenginn minn.“
Rússneskar fréttastofur sögðu
fyrst, að sprenging hefði valdið slys-
inu en yfirvöld vísa því á bug. Talið
er líklegast, að það hafi látið undan
snjóþunga. Hefur lögreglan í
Moskvu hafið sakamálsrannsókn á
slysinu en sagt er, að við byggingu
heilsuræktarstöðvarinnar hafi verk-
takarnir aðallega notað vinnuafl frá
Tyrklandi.
Fjöldi manna fórst er glerþak yfir heilsuræktarstöð í Moskvu hrundi niður
AP
Björgunarmenn í rústum Transvaal Park. Notaðir voru hundar við leitina og heitu lofti dælt ofan í brakið til að auka líkur á því að fólk lifði af.
„Ég veit ekk-
ert um dreng-
inn minn“
Grunur leikur á að sviksamleg
vinnubrögð hafi valdið slysinu
Moskvu. AFP.