Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 14
Spurning: Hvaða fyrirbæri er fuglaflensan sem mikið er talað um í fréttum? Er þetta ein- hvers konar inflúensa og getur hún orðið að hættulegum faraldri? Svar: Flensa er stytting á orðinu inflúensa sem er flokkur sjúkdóma og er venjulega skipt í stofnana A, B og C. A er skæðasta tegundin, B er vægari og C veldur sjaldan verulegum veik- indum. Þetta eru veirusjúkdómar og veirurnar eru stöðugt að taka breytingum. Á yfirborði inflúensuveiranna eru tvö lítil prótein sem stjórna því hve skæð veiran er og það eru þessi sömu prótein sem ónæmiskerfi líkamans mynd- ar mótefni gegn. Mótefni myndast annaðhvort eftir sýkingu með veirunni eða eftir bólusetn- ingu þar sem notaðar eru dauðar veirur. Ef mótefni gegn þessum próteinum eru til staðar í blóðinu í nægjanlegu magni getur veiran ekki valdið sýkingu. Vandinn er sá að þessi prótein eru stöðugt að breytast (svipað gildir um flestar kvefveirur) og þess vegna fáum við inflúensuf- araldur á hverju ári. Þessar árlegu stökkbreyt- ingar eru venjulega litlar, ónæmiskerfið veitir vissa vörn og hver nýr faraldur er ekki mjög skæður. Á vissu árabili verða stökkbreyting- arnar verulegar og við fáum mjög skæða flensu sem berst um allan heim og veldur alvarlegum veikindum og miklum fjölda dauðsfalla. Á 20. öldinni gengu þrír skæðir faraldrar vegna mikið stökkbreyttra inflúensuveira, spænska veikin 1918–19, Asíuinflúensan 1957 og Hong Kong inflúensan 1967. Spænska veikin var langskæð- ust og hefur verið áætlað að hún hafi drepið um 20 milljónir manna. Sem dæmi um hve skæð spænska veikin var má nefna að af 15 þúsund íbúum Reykjavíkur á þessum tíma veiktust um 10 þúsund á tveimur vikum og 160 létust. Inflú- ensuveirurnar smita ekki bara menn heldur líka ýmis dýr, m.a. fugla. Talið er líklegt að stökk- breytingar veirunnar eigi sér stað í dýrum, sennilega alidýrum en einnig hugsanlega villt- um dýrum. Talið er að veiran sem olli spænsku veikinni hafi borist úr fuglum og hafi tekið þannig stökkbreytingu að hún gat smitast frá manni til manns. Fuglaflensan sem nú gengur í Asíu er mjög skæð en hún virðist ekki smitast milli manna, einungis frá fuglum til manna. Það sem menn óttast er að fuglaflensuveiran stökk- breytist þannig að hún geti smitast milli manna og síðan valdið skæðri farsótt um allan heim. En þetta hefur ekki gerst enn og alls ekki víst að það gerist. Hins vegar hafa ítrekaðir flensuf- araldrar í dýrum í Asíu á undanförnum árum minnt óþægilega á að fyrr eða síðar fáum við aftur skæða inflúensuveiru á borð við þá sem olli spænsku veikinni. Þegar það gerist verðum við að vera viðbúin ef ekki á að fara illa. Unnið er nú að slíkum undirbúningi á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Lyfjastofn- unar Evrópu (EMEA) og víðar. Þær áætlanir sem unnið er að ganga út á það að unnt verði að framleiða og dreifa nægjanlegu magni af bólu- efni á svo stuttum tíma að hægt verði að stöðva útbreiðslu veikinnar. Stærsti vandinn er að eng- inn veit nákvæmlega hvernig flensuveiran muni stökkbreytast fyrr en það hefur gerst og út- breiðsla veikinnar er hafin en þá er mjög lítill tími til stefnu. Hvað er fuglaflensa?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Menn óttast að fuglaflensu- veiran stökkbreytist og geti smitast milli manna.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 Klassískt nudd, vöðvanudd, slökunarnudd, andlitslyfting, varanleg förðun, hárlenging og hárlengingarnámskeið. Linnet Jones and Sakina Laugavegi 101 - S: 551 2042 fyrir eftir Hair and Body Art 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s HJÓNIN Þóra Hauksdóttir og Þor- steinn Stígsson bakari halda yf- irleitt upp á afmæli sín og gefa hvort öðru alltaf afmælisgjafir en svo skemmtilega vill til að þau eiga afmæli sama dag og eru jafngömul. „Við erum saman alla daga og rek- um saman fyrirtækin Kökubankann í Garðabæ og Vort daglegt brauð í Hafnarfirði og höfum gert í 20 ár,“ segir Þorsteinn. „Við erum mjög samrýnd og má segja að við höfum verið saman allan sólarhringinn frá því við kynntumst.“ Þau voru saman á fæðingardeild- inni en kynntust þegar þau voru 17 ára í sólarlandaferð á Spáni. Þóra er nokkrum klukkustundum eldri; hún fæddist undir morgun 25. október en Þorsteinn um kvöldið. „Við höldum upp á afmælin okkar saman og gefum hvort öðru afmæl- isgjafir,“ segir Þóra. „Fyrst gáf- um við eina sameiginlega gjöf en núna gefum við hvort öðru persónulegar gjafir. Við erum reyndar ekki mikil af- mælisbörn en bjóðum þó alltaf þeim nánustu í kaffi og kök- ur. Steini á sjö systkini þannig að það er fljótt að koma.“ Þóra vill ekki kannast við að þau séu lík, að minnsta kosti ekki í útliti. „Kannski er skapið líkt nema hvað Steini er meiri sporðdreki en ég.“ Sameiginlegar gjafir „Ég get náttúrlega aldrei haldið því fram að ég hafi gleymt afmæl- isdeginum hennar,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður um kosti þess að eiga sama afmælisdag og Þóra. „Og eitt er það sem ég hef tekið eftir með afmælið okkar og það er að ég fæ aldrei viskí eða koníak í afmælisgjöf, sem eru svona vandræðagjafir á stórafmælum hjá mörgum. Gjafaborðin hjá kunn- ingjunum eru oft hlaðin flöskum en þær sjást ekki hjá mér. Það virðist vera auðveldara að finna sameig- inlegar gjafir handa okkur Þóru.“ Ógleymanleg ferð Þegar þau hjónin urðu fertug héldu þau stóra veislu en þegar kom að fimmtugsafmælinu í október sl. stóð til að fara til Taílands en sú ferð var felld niður og þau lentu hjá kunningjafólki í Danmörku. „Reyndar tókum við forskot á af- mælið og fórum til Víetnam fyrir tveimur árum, sú ferð er ógleym- anleg,“ segir Þóra. „Við vildum ekki missa af þeirri ferð þótt afmælið væri tveimur árum síðar. Þetta var þriggja vikna ferð og alveg ótrúleg upplifun og engu líkt að koma þarna en ferðin tók á því þarna er mikil fá- tækt. Við fórum um allt land, frá suðri til norðurs, og erum heilluð af Asíu.“  SAMLÍF|Hjónin eiga sama afmælisdag og hittust fyrst á fæðingardeildinni því þau eru jafn gömul Kynntust 17 ára á sólarströnd Brúðkaup: Þóra og Þorsteinn voru gefin saman þegar þau voru tvítug. Rómantík: Ungu hjónaleysin skömmu eftir að þau kynntust. Morgunblaðið/Þorkell Hjón: Þorsteinn Stígsson og Þóra Hauksdóttir reka sam- an fyrirtækin Kökubankann og Vort daglegt brauð. krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.