Morgunblaðið - 16.02.2004, Side 18

Morgunblaðið - 16.02.2004, Side 18
18 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U ndanfarinn áratug hafa umhverfismálin verið að komast á kortið í íslenskum stjórnmálum. Árið 1990 var stofnað um- hverfisráðuneyti og fyrir fimm árum, eða 1999, var stofnaður fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur umhverfismál sem eina af höfuðstefnum sínum, og er það Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð. En af hverju var nauðsynlegt að koma umhverfismálunum á kortið? Staðreyndin er sú að ef umhverfið bregst – til að mynda ef jörðin verð- ur óíbúðarhæf sökum hverfandi ósónlags eða aukinna gróðurhúsaáhrifa – skiptir allt hitt; jöfnuður, frelsi og lýðræði ekki nokkru einasta máli. Því að við mennirnir verðum allir dauðir og drögum líklega mestallt annað líf með okkur. Að sjálfsögðu er þetta ekki neitt sem gerist á morg- un og þess vegna nenna stjórnmálamenn ekki að ræða þessi mál af neinu viti. Það er miklu auðveldara að tala um dægurmál; eftirlaun ráðherra, ósætti forseta og forsætisráðherra eða launakjör fólks einmitt núna heldur en þróun sem tekur marga áratugi og bitnar hugsanlega ekki á núlifandi kjósendum. Einmitt þess vegna er mjög mikilvægt að ræða þessi mál. Yfirgnæfandi meirihluti vísindalegra rannsókna sýnir að það er full ástæða til að hafa áhyggjur. Ósón- lagið sem ver okkur gegn útfjólubláum geislum sólar þynnist óðfluga, hraðast yfir heimskautasvæðunum. Þynning ósónlagsins getur valdið því að æ fleiri fái húðkrabbamein af ýmsu tagi. Margir vísindamenn telja að þynninguna megi reka til aðgerða mannsins en þynningin jókst mjög á 20. öld þegar klór- og bróm- frumeindum fjölgaði mjög í andrúmsloftinu, einkum vegna manngerðra efnasamsetninga sem notaðar eru í kælibúnað, slökkvitæki og fleira. Á níunda áratug 20. aldar vöknuðu menn upp við vondan draum þegar svokallað ósóngat uppgötvaðist yfir Suðurskautslandinu. Margar samþykktir hafa síð- an verið gerðar til að draga úr og banna framleiðslu á ósoneyðandi efnum. Áhrif þessara samþykkta eru þeg- ar farin að sjást en hins vegar tók Bandaríkjastjórn sig til í sumar og ræddi um að rifta samþykktunum – sem kemur á óvart þar sem Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem voru fremstir í flokki við að reyna að koma böndum á vandann. Gríðarlega mikilvægt er að þess- um samþykktum verði ekki rift – hugsum um börn okkar og barnabörn og möguleika þeirra – ekki viljum við að þau fái húðkrabbamein aðeins af því að lifa eðli- legu lífi. Fækkun tegunda fækkar möguleikum Annað mál eru gróðurhúsaáhrifin. Gróðurhúsaáhrif- in valda hlýnun á jörðinni með óþekktum afleiðingum en gætu hugsanlega valdið bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og breyttu verðurfari. Flestar gróðurhúsa- lofttegundir sem berast út í andrúmsloftið af manna völdum hafa þar langa viðdvöl og því er erfitt að meta áhrif á veðurfar þar sem þau eru mörg ár að koma fram. Nýlega lauk umfangsmestu rannsókn sem g ur verið á gróðurhúsaáhrifunum sem tók tvö ár til stórra landsvæða. Niðurstöðurnar eru þær að meginorsök hlýn loftslags sé útblástur gróðurhúsalofttegunda a völdum. Rannsóknin slær á þann málflutning a umfjöllun um gróðurhúsaáhrifin sé áróður umh isverndarsinna og er viðvörunarmerki um að n að grípa í taumana. Ennfremur er því spáð í rannsókninni að áhr andi loftslags á lífríkið eigi eftir að verða geigv Minnstur verður skaðinn þar sem dýr og gróðu möguleika á að færa sig ofar þar sem er kaldar Framtíðarmöguleik Eftir Katrínu Jakobsdóttur ’ Loftslag er sameign jarðaog við Íslendingar getum lag okkar af mörkum í þessum málaflokki. Til dæmis með þv undirrita Kyoto-bókunina án sérákvæða og ætti það að ve forgangsverkefni umhverf- isráðherra. ‘ Greinarhöfundur er andvígur „verksmiðjuvæ Þ riðji menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokkins á 2 árum hefur nýverið tekið við. Jómfrúar- grein ráðherrans sem birtist í Morgunblaðinu 7. febrúar síð- astliðnum er fyrir marga hluta sakir furðu- leg. Þar er fullyrt að menntasókn hafi verið í gangi í mörg ár undir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Ef einhver sókn hefur verið í gangi er ljóst að hún hefur farið furðuhljótt. Að sækja aftur á bak Flestir sem láta sig menntamál varða eru sammála um að menntakerfið, og þá sér- staklega háskólastigið, hefur búið við mikið fjársvelti undanfarin ár. Nýi mennta- málaráðherrann lét það hins vegar vera eitt af sínum fyrstu ummælum í starfi að Háskóli Íslands „væri ekki blankur.“ Það væri ráð að ráðherrann myndi heimsækja forsvarsmenn allra deilda háskólans eins og þingmenn Samfylkingarinnar gerðu í upphafi þessa árs. Hún myndi fljótt heyra að blankheit skólans séu svo sannarlega fyrir hendi. Þetta vita bæði starfsfólk Háskólans og stúdentar. Ráðherrann fjallar um þá aukningu sem átt hefur sér stað undanfarin ár á fjármagni til háskólastigsins. Hún tekur ekki fram að sú aukning svarar aðeins til þess sem fjöldi nemenda hefur aukist. Samhliða nem- endaaukningu hafa laun starfsfólks há- skólastigsins hækkað talsvert. Þetta aukna fjármagn er því eingöngu vegna nemendafjölgunar og launahækkana og nær þó ekki að halda í þessa tvo þætti. Ef litið er eingöngu til Háskóla Íslands kemur meira að segja fram í grein ráðherrans að aukning á fjármagni til Háskólans frá árinu inber útgjöl einkaútgjöl einkaútgjöl skólagjöld a sýnir glögg 2000 er minni en nemendafjölgunin á sama tíma. Gagnvart Háskóla Íslands hafa því stjórnvöld farið aftur á bak. Samanburður við önnur lönd Ráðherrann lendir einnig í vandræðum þegar kemur að samanburði við aðrar þjóð- ir. Í nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003, Education at a Glance, kemur fram að Ís- lendingar eru einungis hálfdrættingar á við önnur Norðurlönd þegar kemur að út- gjöldum til háskólastigsins. Þessi nýjasti samanburður OECD er fyrir árið 2000. Það er tómt mál að tala um stöðuna árið 2003 eins og ráðherra gerir vegna þess að sam- anburðartölur liggja ekki fyrir. En jafnvel þótt við séum að auka útgjöld okkar stönd- um við öðrum þjóðum langt að baki. Þótt við myndum auka útgjöldin til háskólastigsins um eitt prósentustig af landsframleiðslu, sem eru 8 milljarðar, næðum við ekki efstu þjóðum. Meðfylgjandi mynd sýnir þetta glöggt. Af 29 OECD ríkjum er Ísland í 24.–27. sæti hvað varðar heildarútgjöld til há- skólastigsins eða í 6.–3. neðsta sæti. Við er- um með 0,8% af landsframleiðslu sem op- Háskólanám er horn Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Með knöppum fjárveit-ingum ríkisstjórnarinnar til Háskólans hefur ráð- herrann því ákveðið meiri takmarkanir að þjóðskól- anum en hafa þekkst í sögu Háskólans. ‘           ! $## % ' "  (! )! *  + , - ./ 01   12 &  3$ 4  .5  )  +67$3 HARÐARI SAMKEPPNI – MEIRA JAFNRÉTTI Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-landsbanka, sagði á málþingi umlaunamun kynjanna á laugardag að tilfinning hans væri sú að launamun- ur kynjanna minnkaði með sífellt meiri hraða, þótt mjög hallaði enn á konur í stjórnunarstöðum í samfélaginu. Launamunurinn gæti jafnvel snúizt við í framtíðinni. Stærsta spurningin væri sú hversu hratt það gerðist. „Ýmislegt bendir til þess að þróunin gæti orðið hröð,“ sagði Bjarni. „Fleiri konur sækja nú í háskólanám en karlar, einnig á svið- um þar sem karlar voru áður í miklum meirihluta, svo sem í viðskiptafræði, raungreinum og lögfræði. Ný lög um feðraorlof jafna einnig hlut kynjanna á vinnumarkaði og stuðla að því að ábyrgð á heimili og fjölskyldu sé betur deilt á milli kynjanna.“ Forstjóri Íslandsbanka sagði einnig: „Fyrir okkur hjá Íslandsbanka er þetta svo augljóst mál. Við störfum á gríð- arlega hörðum samkeppnismarkaði og við getum ekki leyft okkur annað en að nýta alla þá hæfileika sem við getum til okkar fengið, hvort sem þeir koma í karlkyns eða kvenkyns umbúðum. Og ef við værum svo vitlaus að borga sumu þessu hæfileikafólki lægri laun af því að það er kvenkyns myndu keppinautarnir einfaldlega næla í þær og auka slagkraft sinn í samkeppninni. Þannig treysti ég því að harðnandi samkeppni leiði af sér þá viðhorfsbreytingu að ég lifi þá tíma – og vonandi sem fyrst – að ræða um launamun kynjanna sem sérkennilegan og hálfbroslegan hluta af fortíðinni.“ Þetta er athyglisvert sjónarhorn á jafnréttismálin. Á því leikur ekki vafi, að beri nýju lögin um fæðingarorlof þann tilætlaða árangur að karlar og konur axli til jafns ábyrgð á barna- umönnun og heimilishaldi, er forsend- unum að miklu leyti kippt undan launa- mun kynjanna. Vinnuveitendur geta þá gert ráð fyrir því að hvort sem þeir ráða karl eða konu í starf geti viðkomandi þurft að taka sér frí frá vinnumarkaðn- um um ákveðinn tíma vegna barneigna. Þar með hefur samkeppnisstaða kynjanna verið jöfnuð verulega, ef svo má að orði komast. Jafnframt er ljóst að sívaxandi áherzla margra fyrirtækja á mannauðinn, sem í starfsfólkinu býr, mun ýta undir að þróunin verði sú sem Bjarni Ármannsson spáir, enda fjölgar vel menntuðum, hæfum konum hraðar en körlum vegna meiri ásóknar kvenna í langskólanám. Sjálfsagt mun þó mörgum þykja for- stjóri Íslandsbanka bjartsýnn úr hófi fram, enda hefur mörgum þótt hægt ganga á undanförnum árum að jafna launamuninn. Ekki má heldur gleyma því að harðnandi samkeppni í ýmsum greinum atvinnulífsins getur leitt af sér lengri vinnutíma og meira vinnuálag og streitu starfsfólks af báðum kynjum, sem er sízt til þess fallið að fólk nái að samræma starfsframa og fjölskyldulíf, sem er ein forsenda jafnréttis í raun. Á hitt ber jafnframt að líta, að í stórum atvinnugreinum ríkir nánast engin samkeppni vegna þess að hið op- inbera er þar nánast einrátt. Þetta á t.d. við um bæði heilbrigðis- og menntageir- ann, þar sem konur eru fjölmennar. En með rökum forstjóra Íslandsbanka má þá segja, að það væri skref í þágu jafn- réttis að efla einkarekstur og sam- keppni í þessum atvinnugreinum. AFSTAÐAN TIL UMHVERFISVERNDAR Viðamikil rannsókn á afstöðu Íslend-inga til umhverfis- og þróunarmála leiðir ýmislegt athyglisvert í ljós. Rann- sóknina gerði Þorvarður Árnason, nátt- úrufræðingur og verkefnisstjóri hjá Sið- fræðistofnun Háskóla Íslands, og samstarfsfólk hans vorið 2003. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar áður og sýndi könnunin nú að svokölluð umhverfishygð hefur minnkað. Umhverfishygð er vísun til almenns stuðnings við umhverfis- vernd í tileknu samfélagi á tilteknum tíma, svo vísað sé til skilgreiningar, sem fylgdi umfjöllun um rannsóknina í Morg- unblaðinu í gær. Til að mæla umhverf- ishygð er spurt um hluti á borð við það hvort sá, sem svarar, myndi vilja gefa hluta tekna sinna ef hún eða hann væri viss um að peningarnir yrðu notaðir til að koma í veg fyrir umhverfismengun, hvort viðkomandi myndi samþykkja skatta- hækkanir ef peningarnir yrðu notaðir í sama tilgangi og svo framvegis. Í könnun siðfræðistofnunar árið 1997 svöruðu 63,5% fyrri spurningunni um það hvort þau myndu gefa hluta tekna sinna ját- andi, en aðeins 41,5% í fyrra og reyndist munurinn þar vera 24,1%. Spurningunni um skattahækkanirnar svöruðu 57,2% játandi 1997, en 13,4% 2003. Þorvarður Árnason segir í umfjöllun Gunnars Hersveins um könnunina í Morgunblaðinu í gær að erfitt sé að sjá hvað valdi því að umhverfishygð sé minni nú en hún hefur verið frá því að byrjað hafi verið að gera kannanir af þessum toga 1990, hvort hér sé um að ræða skamm- eða langtímasveiflu. Þorvarður setur þó fram nokkrar tilgátur um það hvað gæti búið að baki. Nefnir hann þar í fyrsta lagi atvinnuleysi, í öðru lagi að könnunin hafi verið gerð í aðdraganda al- þingiskosninga og í þriðja lagi að skömmu áður en könnunin var gerð hafi verið gengið frá samningum við ALCOA um að reisa álver á Reyðarfirði, sem hafi þýtt að baráttan gegn Kárahnjúkavirkj- un væri unnin fyrir gýg. „Jafnvel mætti hugsa sér að ósigurinn í „þessu stærsta umhverfismáli íslandssögunnar“ hafi gert einhverja andstæðinga Kárahnjúka- virkjunar afhuga umhverfisvernd,“ segir hann. Það hljómar nokkuð sennilega að útkoman í Kárahnjúkamálinu hafi haft áhrif á afstöðu fólks, til dæmis að því leyti að það eigi erfitt með að svara spurningum á borð við þær tvær, sem nefndar eru hér að ofan játandi eftir það sem á undan er gengið. Þar með þarf hins vegar ekki að vera sagt að fólk hafi bein- línis orðið afhuga umhverfisvernd vegna málsins. Afstaða almennings til umhverfismála getur verið breytileg. Almennt virðist til dæmis sú regla gilda þegar ráðast skal í framkvæmdir, sem raska náttúrunni, að stuðningurinn er mestur þar sem hags- munirnir eru mestir, en andstaða við þær eykst eftir því sem menn búa fjær fyr- irhuguðum framkvæmdum. Þá er einnig athyglisvert að sjá áherslur almennings í umhverfismálum. Umræður um náttúru Íslands hefur bor- ið langhæst þegar fjallað hefur verið um náttúruvernd upp á síðkastið. Engu að síður er það svo að þegar almenningur er beðinn að raða í forgangsröð er verndun fiskistofna efst á blaði. Ósnortin náttúra Íslands kemur næst, þá stöðvun jarð- vegs- og gróðureyðingar og síðan minni losun gróðurhúsalofttegunda. Íslending- ar eru án efa sér á parti hvað stuðninginn við verndun fiskistofna varðar og sýnir það að almenningur gerir sér grein fyrir því að sjávarútvegur er undirstöðuat- vinnugrein og hag hennar ber að tryggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.