Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Brynjólfs-son fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 6. október 1918. Hann andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 7. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 20.2. 1881 á Sveins- eyri í Tálknafirði, d.17.1. 1971, og Brynjólfur Einars- son búfræðingur, f. 8.8. 1874 á Hóli í Tálknafirði, d. 4. júlí 1953. Systkini Helga voru 11; stúlka fædd andvana, Einar, Krist- ján, Brynjólfur, Þórarinn, Ólína, Sigríður Ingveldur, Ármann, Ingi- mundur, Sveinn og Friðrik. Tveir bræðranna eru á lífi, þeir Þórar- inn og Friðrik. Helgi kvæntist 27.6. 1948 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Huld Þor- valdsdóttur, f. 17.3. 1915. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sólborg Matthíasdóttir, f. 25.12. 1875, d. 25.12. 1957, og Þorvaldur Jón Kristjánsson, vitavörður og út- vegsbóndi í Svalvogum, f. 29.1. 1873, d. 27. 7. 1960. Börn Helga og Huldar eru: 1) Elís Rósant, stjúp- sonur, f. 4.1. 1939, sonur Huldar. Faðir Helgi Sigurðsson, f. 6.9. 1906, d.19.12. 1960, maki Inga G. Guðmannsdóttir, f. 18.3. 1941. maí 1974, maki Þorkell Magnús- son, f. 3.5. 1974, þau eiga einn son, Orra Frey, f. 25.6. 1999. b) Jóhann Ingi, f. 3.6. 1977, c) Stefán Þór, f. 29.11. 1981. 4) Marta Bryngerður, f. 26.10. 1954, giftist Sigurjóni Gunnarssyni, þau skildu. Þau eiga soninn Arnar, f. 30.9. 1982. Helgi gekk í barnaskóla Þing- eyrar í Dýrafirði, var í almennu námi í kvöldskóla 1934 og 1935 en síðar tvo vetur í Bréfaskóla SÍS; hann tók minna mótorvélstjóra- próf á Þingeyri 1943. Hann var há- seti á ýmsum bátum frá Akranesi upp úr 1937; á bv. Gulltoppi 1941, mb. Fylki og vélstjóri á mb. Hrefnu 1945. Um tíma var hann vélstjóri á bátum frá Ólafsfirði, mótorbátunum Önnu, Sjöstjörn- unni og Agli Skallagrímssyni. Hann var nær alltaf vélstjóri eftir vélstjóraprófið, aðallega á bátum í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. Þeir helstu voru mótorbátarnir Glaður, Þorgeir goði, Framnes, Fjölnir, Sæhrímnir, Skíðblaðnir og Sæfari frá Patreksfirði. Hann var kyndari á bv. Gylfa frá Patreksfirði og á bv. Guðmundi Júní frá Þingeyri. Þá var hann vélstjóri í frystihúsinu og við rafveituna á Þingeyri og vann um skeið í Vélsmiðju Guð- mundar J. Sigurðssonar. Hann flutti til Reykjavíkur með fjöl- skylduna 1965 og vann við vél- gæslu í Áburðarverksmiðju ríkis- ins til sjötugs. Hann starfaði í ungmennafélög- um á yngri árum og var virkur fé- lagi alla tíð í Verkamannafélaginu Brynju á Þingeyri. Útför Helga fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börn: a) Guðmann, f. 27.12. 1958, í sambúð með Helgu Björns- dóttur. Hún á þrjú börn og barnabarn. Dóttir hans og Sigrún- ar Jónsdóttur (þau skildu) er Inga Huld, f. 28.5. 1982. b) Val- borg Huld, f. 3.5. 1960, maki Björn Geir Ingvarsson, f. 11.10. 1960. Börn þeirra: Ár- dís, f. 30.1. 1978, sam- býlismaður Sæmund- ur Friðjónsson, f. 19.4. 1979, dóttir þeirra er Tinna Rut, f. 8.9. 2003; Birna Hrund, f. 29.1. 1988, og Elís Rafn, f. 13.10. 1992. c) Úlfhildur, f. 8.2. 1962, maki Snæbjörn Tryggvi Guðnason, f. 13.1. 1961. Börn þeirra: Elísa, f. 20.1. 1986; Hrafn- hildur, f. 13.9. 1991, og Stefán Örn, f. 4.2. 1993. Börn Snæbjörns eru Guðrún, f. 10.10. 1980, stjúpdóttir Úlfhildar, og Guðni Steinar, f. 7.9. 1982. d) Elsa Kristín, f. 20.9. 1966, maki Gunnar Viggósson, 1.5. 1964. Dætur þeirra eru Hildur Ösp, f. 4.4. 1996, og Hulda Björk, f. 15.10. 2001. 2) Unnur Ríkey, f. 10.2. 1949, maki Bjarni Gunnar Sveinsson, f. 19.5. 1946. Þau eiga synina Þor- stein Gunnar, f. 7.8. 1974, og Helga, f. 2.11. 1982. 3) Sigurborg Þóra, f. 3.10. 1950, maki Sigtrygg- ur Ingi Jóhannsson, f. 20.2. 1948. Börn þeirra: a) Helga Huld, f. 29. Við lát Helga, tengdaföður míns, er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir fjörutíu ára umhyggju fyrir fjölskyldu okkar Ella. Þau hjónin fylgdust vel með líðan afkomend- anna og því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Ef börnin dvöldu hjá þeim hér áður fyrr fengu þau hiklaust að velja matinn, jafnvel pylsur nokkra daga í röð. Dótið á Kleppsveginum var líka svo skemmtilegt. Helgi var mjög handlaginn og var ætíð tilbúinn að leggja lið ef hressa þurfti upp á húsgögn eða annað sem bilaði. Hann hjálpaði líka til þegar húsið okkar var að rísa þó að hann stundaði sjálfur krefjandi vinnu. Verkfærataskan hans var aldrei langt undan. Helgi talaði hvorki hátt né mikið en það sem hann sagði var hugsað og aldrei heyrði ég hann tala illa um fólk. Hann var gestrisinn og fé- lagslyndur og hafði gaman af tónlist. Gömul og ný lög af plötum hljómuðu oft í sólríku stofunni á Kleppsveg- inum, ekki síst eftir að hann var hættur að vinna og gat gefið sér tíma til að sitja og hlusta. Hann hafði líka gaman af að dansa og dansaði vel. Helgi og Huld voru svo samrýnd hjón að varla var annað nefnt án þess að nefna hitt. Nokkrar ferðir fórum við með þeim um landið, í sumarbú- staði fyrir norðan eða vestan, og einu sinni fór öll fjölskyldan vestur ásamt þeim. Þetta voru skemmtilegar ferð- ir og rifjaðar upp margar sögur, mis- jafnlega sannar, og mikið hlegið. Vestur á fjörðum var lund þeirra léttust og sömuleiðis sporin. Í Dýra- firði liggja rætur þeirra beggja og þau urðu ung í annað sinn við að líta sínar kæru æskustöðvar augum. Nú er Helgi farinn í ferðina löngu sem bíður okkar allra. Tengdamóður minni bið ég blessunar Guðs. Hún var vakin og sofin yfir velferð manns síns alla tíð og ekki síst eftir að heilsa hans var farin að bila. Góður maður er genginn. Blessuð sé minning Helga Brynjólfssonar. Inga G. Guðmannsdóttir. Kær tengdafaðir um ríflega 30 ára skeið er fallinn frá, eflaust hvíldinni feginn. Líkaminn lúinn og sálin þreytt. Helgi Brynjólfsson var mjög mót- aður af umhverfi sínu og vinnu. Vinnudagurinn heima langur strax í æsku, síðan tók við verkamanna- vinna, sjómennska, vélstjórn o.fl. Bætt kjör hinna vinnandi stétta voru hans áhugamál og hann var ákaflega stéttvís og jafnaðarmaður var hann í þess orðs bestu merkingu. Var lengi virkur félagi í Verkalýðsfélaginu Brynju á Þingeyri og gjaldkeri þess um skeið. Oft var spjallað um málefni líðandi stundar í eldhúsinu eða stofunni á Kleppsvegi 40, og ætíð var hann mál- efnalegur, talaði ekki illa um fólk, enda er ég viss um að hann hefur aldrei eignast óvildarmann. Ógleymanlegar minningar eru frá ferðum, sem hann og Huld tengda- móðir mín fóru með okkur fjölskyld- unni vestur á firði. Æskustövarnar í Dýrafirði, heima á Þingeyri, allt upp- spretta frásagna, sem gæddu ferða- lagið lífi og gerðu það innihaldsrík- ara. Fjölmargar persónur, sem maður hefur aldrei séð, standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. Fyrir nokkrum árum fluttu Helgi og Huld á Hrafnistu í Reykjavík. Þá var þrek hans tekið að dvína, en hann naut góðrar aðhlynningar starfsfólks og ekki má gleyma Huld, sem gerði allt hvað hún gat og meira til, svo honum mætti líða sem best. Guð blessi góðan og grandvaran mann. Bjarni Gunnar. Elsku afi Helgi, nú ertu farinn frá okkur eftir mikil og erfið veikindi. Við höfum verið svo lánsöm að fá að alast upp í nánum tengslum við þig og ömmu Huld. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú fylgst vel með okkur og oft- ar en ekki veitt okkur góða leiðsögn í lífinu. Við munum aldrei gleyma móttökunum og samverustundunum á Kleppsveginum heima hjá þér og ömmu Dúllu. Aðfangadagskvöldin með ykkur eru ómetanleg minning í huga okkar ásamt ferðalögunum í Dýrafjörðinn og víðar. Eftir stendur minning um yndislegan afa og góðan vin. Það átti ekki vel við þig að tapa heilsunni þar sem þú varst mjög ið- inn og duglegur að eðlisfari. Þú barð- ist hetjulega í veikindum þínum og reyndir oft að gera lítið úr þeim við okkur. Elsku afi Helgi, við söknum þín svo mikið. Nú hefur þú fengið hvíld og heldur áfram þar til okkar leiðir mætast aftur. Elsku amma, megi Guð veita þér styrk og blessun á þessari erfiðu stundu. Hvíl í friði, elsku besti afi. Þín afabörn, Helga Huld, Jóhann Ingi og Stefán Þór. Er afi minn dáinn? Afi Helgi? Það finnst mér leiðinlegt. Ég ætla bara að ná í stiga og sækja hann til Guðs. Mig langar svo að fá hann aft- ur. Hver getur þá leikið við mig með hvalstönnina og hvalseyrað? Það er svo gaman að hlusta í eyrað með afa. Hann heyrir alltaf hljóð með mér. Svo leikum við stundum hval og rost- ung. Mamma er búin að segja mér hvað þú varst orðinn veikur en núna sofn- aðir þú og þér líður vel hjá guði. Góða nótt, elsku afi Helgi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þinn langafastrákur Orri Freyr. HELGI BRYNJÓLFSSON Mánudaginn 9. febrúar var sem ský hefði dregið fyrir sólu. Ráðhild- ur, yngsta systkinið mitt, var látin langt fyrir aldur fram. Síðustu vik- una háði hún lokabaráttuna fyrir lífi sínu en féll að lokum með reisn. Eftir sátum við sem fylgst höfðum með lokaorustunni, með sorg í hjarta. En sannfærð um að hennar beið betri vist hinum megin landa- mæranna. Erfitt er að ímynda sér saklaus- ari og hjartahreinni manneskju en hana systur mína. Líf hennar hafði ekki verið neinn dans á rósum, því hún hafði verið fötluð frá tveggja ára aldri. Þrátt fyrir það heyrðum við hana aldrei kvarta yfir heilsu sinni sem fór hrakandi eftir því sem árunum fjölgaði. Hún var ætíð létt í RÁÐHILDUR ELLERTSDÓTTIR ✝ Ráðhildur Ell-ertsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 9. október 1961. Hún lést á Hjúkurunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 9. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhanna E. Krist- jánsdóttir, f. 10.7. 1929, og K. Ellert Kristjánsson, f. 9.12. 1930, d. 30.11. 1985. Systkini Ráðhildar eru: J. Kristjana, f. 1948, Gísli, f. 1949, Hafsteinn, f. 1951, Kristján, f. 1954, Freyja, f. 1955, og Sigurlína, f. 1957. Útför Ráðhildar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. lund, hláturmild, ákaf- lega félagslynd og gjafmild með eindæm- um. Ógleymanlegar eru stundirnar þar sem ég sat með henni við eldhúsborðið heima hjá mömmu en þar var ætíð gest- kvæmt og rætt um allt á milli himins og jarð- ar. Ráða eins og hún var kölluð átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á málunum og oft á tíðum duttu út úr henni ógleymanleg- ar setningar. Oftar en ekki var hún að gera grín að sjálfri sér og hrak- förum sínum tengdum fötlun sinni. Ráða bjó í foreldrahúsum þar til í ágúst 2001 að heilsu hennar hafði hrakað svo að hún varð að flytjast á Hjúkrunarheimilið Sólvang, sem í rauninni var ekki rétti staðurinn fyrir svo unga konu. Oft eru örlögin óskiljanleg því um síðustu mánaða- mót átti hún að flytja inn á sambýli fyrir fatlaða á Svöluási í Hafnar- firði, þar sem hún hefði dvalið í sinni eigin íbúð með ungu fólki. Hins vegar reyndist starfsfólkið á Sólvangi henni ákaflega vel og vil ég færa því innilegar þakkir. Sambandið á milli móður minnar og Ráðu var einstaklega náið, þar sem þær héldu heimili saman frá því að faðir minn féll frá árið 1985. Eftir að Ráða flutti á Sólvang sat móðir mín hjá henni hvern einasta eftirmiðdag jafnvel þó að hún væri sjálf sárlasin. Ráða líkti lífinu oft við brekku og að brekkan væri misbrött eftir því hver ætti í hlut. Hjá henni var brekkan mjög brött, en nú hefur henni tekist að klífa efstu tindana og er það von mín að við taki grös- ugir dalir þar sem sól skín í heiði. Elsku Ráða mín, nú er komið að kveðjustundinni. Ég og fjölskylda mín munum geyma minningarnar um þig um ókomin ár og þökkum allar stundirnar með þér. Þín systir Sigurlína. Elsku fallega hjartahreina litla systir okkar er fallin frá, aðeins 42 ára gömul. Ráðhildur fæddist með sjaldgæfan æðasjúkdóm í höfði. Í fyrstu bar ekki á neinu, enda virtist hún heilbrigt barn. Tveggja ára var hún byrjuð að tala, en um það leyti fékk hún sína fyrstu heilablæðingu og varð mikið fötluð. Árin liðu og fékk hún nokkrar heilablæðingar til viðbótar, en alltaf stóð hún aftur upp. Fyrir um fjórum árum datt hún og fékk í kjölfarið alvarlega heila- blæðingu. Smám saman fjaraði líf hennar út, hin mikla lífsgleði var ekki lengur til staðar. Ráðhildur var ákaflega félagslynd stúlka. Það var mikil raun fyrir okkur systkinin að horfa upp á hana deyja smám saman andlega. Undir það síðasta var hún orðin mikill sjúklingur og getum við því ekki annað en glaðst yfir því að Guð tók hana til sín. Lokabaráttan var henni erfið. Við systkinin viljum þakka móð- ur okkar sérstaklega fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún veitti fötluðu barni sínu. Móður sem hef- ur barist við alvarlegan sjúkdóm síðustu misseri. Þrátt fyrir það hef- ur hún farið nánast daglega til Ráð- hildar, setið hjá henni tvo til þrjá tíma, tekið hana heim til sín alla sunnudaga og um stórhátíðir. Einn- ig þökkum við Línu systur og Þórði mági fyrir alla þá ást, umhyggju og fórnfýsi sem þau hafa sýnt Ráðhildi í gegnum tíðina. Að lokum viljum við þakka hjúkrunarfræðingum og starfsfólki Sólvangs fyrir góða hjúkrun og mikla fagmennsku í starfi. Kristjana, Gísli, Hafsteinn, Kristján og Freyja. Það örlaga ríka ár 1976, kynntist ég einni af heimasætum fjölskyld- unnar á Móabarðinu í Hafnafirði, en þar fyrir voru, Lína, Ráðhildur, Kristján, Ellert heitinn faðir þeirra og Jóhanna Erna móðir þeirra. Systkinin Kristjana, Gísli og Haf- steinn voru farin að heiman. Mér var afskaplega vel tekið af öllum á Móabarðinu og verð ég ævinlega þakklátur fyrir það. En með tíð og tíma fór heimilisfólkið að tínast að heiman og reyna sig sjálft í lífsbar- áttunni, en barátta lífsins er mis- brött og hafði Ráðhildur, yngst systkinanna, ekki farið varhluta af því, en hún hafði fæðst með fæðing- argalla í höfði, sem plagaði hana alla tíð. En af æðruleysi, lífsgleði, ósérhlífni og stolti, virtist hún taka þessu með jafnaðargeði, sem öllum þótti til koma. Árið 1985 varð mikil harmur í fjölskyldunni er Ellert faðir þeirra dó aðeins 55 ára gamall og urðu þær þá tvær mæðgurnar eftir á Móabarðinu. Hún gisti oft hjá okk- ur Freyju systur sinni og börnun- um okkar, Jóhanni Erni og Þórdísi, úti í Eyjum yfir hátíðar, og þá sér- staklega yfir þjóðhátíð, en þá var Ráða í essinu sínu og söng manna hæst í dalnum. Einnig fór hún með okkur í ferðalög um landið og á sól- arströnd, og alltaf var góða skapið í farteskinu hjá Ráðu. Hún hafði yndi af tónlist og var mikill bóka- ormur og las mikið á meðan heilsan leyfði og hún lá ekkert á skoðunum sínum um menn og málefni. Það er margs að minnast á stuttri ævi Ráðhildar, og hafði hún margt að gefa. Meðal annars átti hún það til, en hún var mikill húmoristi, að segja manni af hreinskilni til synd- anna ef henni fannst að eitthvað mætti fara betur hjá manni. Var það alltaf vel meint hjá henni og það kannski sýndi hversu stolt hún var. Þetta kunni ég vel að meta. Fyrir nokkrum árum seldi móðir hennar húsið á Móabarðinu til að búa í haginn fyrir Ráðu og keypti nýja íbúð í blokk, með betra að- gengi fyrir hreyfihamlaða, en þá var Ráða komin í hjólastól. En þar sem meinið í höfðinu gerði Ráðu enn lífið leitt gat hún ekki flutt inn á það heimili sem hún var skráð á. Síðustu árin dvaldist hún á Sól- vangi í Hafnarfirði við góða umönn- un, en kom vikulega heim til sín yfir dag. Það má segja að aldrei hafi dottið úr sá dagur, að móðir hennar kæmi ekki til hennar á Sólvang og dveldist þar daglangt. Einnig naut hún mikillar umönnunar systkina sinna og ættingja, sérstaklega hjá baráttujaxlinum Línu systur sinni, sem var búin að fá heimili fyrir hana á nýju sambýli, en þangað átti hún að flytja í janúar. Ég veit að missir ykkar er mikill. Tengdamamma, Freyja, mágkon- ur, mágar, fjölskyldur, aðrir að- standendur og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð um leið og ég kveð yndislega og elskulega mág- konu. Þinn mágur, Friðsteinn. „Lífið er brekka,“ sagði fyrrver- andi mágkona mín svo oft, meðan hún mátti mæla. Hún var með fjall- ið í fangið mestan hluta ævi sinnar. En spor hennar voru furðu létt lengi framan af.  Fleiri minningargreinar um Helga Brynjólfsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.