Morgunblaðið - 16.02.2004, Page 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 23
✝ Ólöf Erla Hjalta-dóttir fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1933. Hún
lést á heimili sínu í
Borgargerði 9 að-
faranótt föstudags-
ins 6. febrúar síðast-
liðins. Foreldrar
hennar voru hjónin
Hjalti Björnsson,
vagnstjóri hjá SVR,
f. 13. maí 1907, d. 23.
feb. 1993, og kona
hans Svanborg Þór-
mundsdóttir, f. 9.
des. 1910 á Bæ í
Bæjarsveit í Borgarfirði, d. 22.
des. 1995.
Erla giftist Magnúsi Einars-
syni, fv. aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni í Reykjavík og síðar yfir-
lögregluþjóni í Kópavogi, 18.
september 1956. Foreldrar hans
voru Einar Sigurjón Magnússon
bifreiðastjóri, f. 14. okt. 1906, d.
20. júní 1989, og kona hans Anna
Guðmundsdóttir, f. 3. júní 1916,
d. 14. sept. 1990. Börn Erlu og
Magnúsar eru: 1) Svanborg
Anna, f. 29. okt. 1956, maki Guð-
mundur H. Davíðsson, bóndi í
Miðdal og oddviti í
Kjós, f. 2. júní 1959.
Þeirra börn eru
Hjalti Freyr, f. 26.
des. 1985, Ólöf Ósk,
f. 10. sept. 1986, og
Andrea, f. 10. des.
1990. 2) Hjalti, f. 19.
okt. 1959, bifvéla-
virki í Reykjavík,
kvæntur Susönu Pa-
pazian, f. 18. apríl
1972. Þeirra sonur
er Einar Magnús, f.
28. feb. 2001. 3)
Anna Sigríður, f. 21.
okt. 1962, verslun-
armaður. Hennar maður er Atli
Þór Kárason bifreiðaviðgerðar-
maður, f. 11. júlí 1964. Þeirra
börn eru Sævar Már, f. 10. des.
1990, og Sylvía, f. 14. sept. 1994.
Erla ólst upp í Reykjavík, naut
almennrar skólagöngu og vann
við afgreiðslustörf í verslun þar
til hún greindist með berkla að-
eins 17 ára og var vistuð á Vífils-
staðahæli en náði heilsu og kröft-
um á ný.
Útför Erlu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Væri hægt að velja sér mömmu,
hvernig ætti hún þá að vera?
Á kveðjustund kom þessi hugsun
í hugann, því við höldum að vart
verði fundin betri mamma en við
áttum. Ef við værum skáld myndum
við yrkja til hennar fögur kvæði og
sönglög ljúf og blíð.
Hún sá alltaf um að matur væri á
réttum tíma. Föt til skiptanna. Að
við vöknuðum á morgnana á réttum
tíma í skólann, næðum stírunum úr
augunum og fengjum eitthvað í
svanginn, áður en út í vetrarsortann
kom. Ef eitthvert óhapp varð var
nóg að hún ræddi málið eða kyssti á
bágtið. Plásturinn hennar var besti
plástur í heimi. Peysurnar sem hún
prjónaði á okkur voru þær hlýjustu
og þéttustu peysur sem við þekkt-
um. Myndirnar sem hún saumaði og
voru á veggjunum heima til skrauts
þær fallegustu, eins og Krýningin
og Kóngamóðirin.
Síðustu þrjú árin átti hún mjög
erfitt og þrátt fyrir góða aðstoð
lækna og starfsfólks lungnadeildar
A6 og súrefnisþjónustu gaf þrekið
sífellt eftir.
Á kveðjustund þökkum við fyrir
að hún varð mamman okkar.
Guð geymi hana.
Svana, Hjalti og Anna.
Erla, góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kvöldljóð,
því kveldsett löngu er.
Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenndi í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi,
og drottinn blessi þig.
(Stefán Sigurðsson.)
Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíl
í friði.
Sævar Már og Sylvía.
Amma mín, ég elska þig ávallt,
hvað sem gerist mun ég elska þig.
Amma mín, ég sakna þín svo mik-
ið. Mig langar alltaf að fara til þín
og knúsa þig.
Amma mín, af hverju tók guð þig
frá okkur? Ég sakna þín svo mikið
því ég elska þig. Þú verður ávallt í
hjarta mínu.
Amma mín, mundu eftir mér,
fylgstu með mér. Ég mun aldrei
gleyma þér, því þú verður ávallt í
hjarta mínu.
Andrea Guðmundsdóttir.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustundinni. Hún er auðvitað
erfið en við vissum að hverju stefndi
vegna veikinda þinna. Það auðveld-
ar hana líka að vita að nú ertu kom-
in á betri stað. Við minnumst þín
með miklum söknuði og þökkum
fyrir allar þær stundir sem við átt-
um saman.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei, það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingr. Thorst.)
Blessuð sé minning þín.
Hjalti Freyr og Ólöf Ósk.
Andlát vinar kemur næstum allt-
af á óvart, jafnvel þó um langvar-
andi veikindi sé að ræða. Hún Erla
er látin, fyrst úr okkar hópi til að
kveðja.
Við byrjuðum í saumaklúbb fyrir
44 árum, ungar og hressar konur,
og höfum haldið hópinn síðan með
„smábreytingum“.
Oft höfum við rifjað upp ýmsar
uppákomur, ásamt eiginmönnum
okkar í gegnum árin, saumaklúbbs-
böllin, útileguna frægu í Þjórsár-
dalnum, sumabústaðaferðirnar og
ótal margt fleira.
Hún Erla veiktist af berklum ung
stúlka og bar þess merki alla ævi.
Hún fylgdi okkur í öllu sem við tók-
um okkur fyrir hendur. Hún hélt sig
kannski aðeins til hlés, en hafði
örugglega lúmskt gaman af öllum
okkar uppátækjum. Þrátt fyrir að
líkamlegt þrek væri ekki mikið,
fæddi hún og ól upp þrjú börn,
dyggilega studd af eiginmanninum,
Magnúsi Einarssyni, sem stóð við
hlið hennar í blíðu og stríðu og öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Við áttum margar ánægjustundir
á heimili þeirra og höfum notið frá-
bærrar gestrisni þar í gegnum árin.
Fyrir það skal þakkað.
Elsku Magnús, Svana, Hjalti,
Anna Sigga og fjölskyldur, hjartans
kveðjur og samúðarkveðjur til ykk-
ar.
Mig dreymdi hamingjuna
Hún kom til mín
sveipuð svartri blæju,
strauk höfuð mitt
löngum hvítum höndum
og hvíslaði þýðlega í eyra mér:
Þú mátt sofna barnið mitt.
(Vilborg Dagbjartsdóttir.)
Elsku Erla.
Takk fyrir samfylgdina, Guð
geymi þig.
Eyrún, Stella, Inga, Ólöf, Þóra
og eiginmenn.
Í dag kveðjum við yndislega,
hægláta og hæverska konu.
Þegar ég hugsa til Erlu og
Magga sé ég fyrir mér þær mörgu
stundir sem við áttum á spjalli í eld-
húsinu í Borgargerði 9.
Við Maggi sátum við eldhúsborð-
ið, alltaf vel útilátnar veitingar.
Bestu stundirnar voru þær þegar
Erla tyllti sér niður hjá okkur með
sína góðu nærveru eða var í talfæri
í stofunni.
Tíminn var fljótur að líða og
ýmislegt spjallað í andrúmslofti þar
sem ég fann fyrir svo mikilli um-
hyggju og jafnvægi hjá þessum
yndislegu hjónum.
Það eru ekki margar stórákvarð-
anir í lífi mínu í seinni tíð sem hafa
verið teknar án þess að fá góð ráð
hjá Erlu og Magga og ávallt hefur
það reynst mér vel.
Magnús, kæri vinur og fyrir-
mynd, ég veit að þú bjargar þér þó
að Erla sé ekki hérna lengur. Þú átt
það sem allir sækjast eftir og munt
alltaf eiga, þú ert góður maður og
reyndist konunni þinni vel.
Börnum og barnabörnum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Erling Þór Júlínusson.
ÓLÖF ERLA
HJALTADÓTTIR
Ráðhildur Ellertsdóttir leit dags-
ins ljós mánudaginn 9. október 1961
á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún var
yngst sjö systkina og ólst upp með
þeim í foreldrahúsum. Hún varð
skjótt augasteinn þeirra allra. Eftir
að faðir hennar dó fyrir tæpum
tveimur áratugum bjó hún hjá móð-
ur sinni, þar til fyrir hálfu þriðja
ári, er hún flutti á Sólvang. Þar
dvaldi hún í faðmi starfsfólks hjúkr-
unarheimilisins til æviloka. Á sama
gangi þar og hún lenti fyrir rúm-
lega fjörutíu og tveimur árum, hóf
hún sig á loft í sína hinstu för á nýj-
um vængjum. Það var mánudaginn
9. febrúar.
Ráðhildur var gullfalleg þegar
hún kom í þennan heim, eins og
glöggt má líka sjá á mynd af henni
tveggja ára gamalli. Þar skína björt
augu í fagurri umgjörð. En á bak
við annað augað, utan við sálina,
leyndist óvættur, sem átti eftir að
teygja anga sína um heilabú hennar
og ásjónu. Þetta var æðaflækja við
heilann, sem gerði lífshlaup hennar
svo bratt, æ brattara, með hverju
ári sem leið. Og unglingsárin hafa
vafalítið verið þung, og tími hinnar
ungu konu fór hjá. En hún mælti
aldrei æðruorð. Lífið er bara
brekka, voru hennar orð.
Viku áður en hún kvaddi þennan
heim var ljóst að hún átti eina
brekku eftir. Og hún var há. Þegar
sú var að baki, hjartað hætt að slá,
hjaðnaði valbráin hægt. Andlits-
vöðvarnir slöknuðu og þjáningar-
svipurinn, sem hún bar þó svo vel,
hvarf. Mild kyrrð færðist yfir andlit
hennar, sem bar allt í einu fjar-
lægan æskuljóma. Hún hafði fengið
langþráða líknandi hvíld.
Nú, þegar hún hefur náð síðasta
hjallanum, sem svo lengi hefur bor-
ið við loft, blasir við henni sýn sem
þeir einir fá að sjá sem brattann
sækja.
Af þessum hjalla líður hún vænt-
anlega inn í eilíft ljós og þar munu
vængir hennar aldrei bráðna.
Við sem höfum ekki haft fjallið í
fangið um ævina, höfum ekki held-
ur haft himininn fyrir augunum
eins og Ráðhildur, þangað sem hún
hefur náð nú. Í stað þess að láta
andann svífa, spyrjum við í kvört-
unartón: Hvar er hvollinn sem lyft-
ir loftinu? Hvar er vindurinn undir
vængjum okkar? Hvar eru fjaðr-
irnar? Og ævi okkar hefur verið slík
flatneskja, að himinn og hauður
hafa runnið saman fyrir augum
okkar í fjarlægu grámistri. Og þar
blæðir sólinni á kvöldin. En við
væntum þess að Ráðhildur svífi of-
ar þeim rauða eldi inn í heiðríkjuna,
sem svo lengi hefur beðið hennar.
Sigurður V. Sigurjónsson.
Elsku Ráða frænka. Þá hefur þú
fengið hvíldina eftir erfið veikindi
og við vitum að þér líður vel þar
sem þú ert. Þegar við systkinin rifj-
um upp minningar um þig getum
við lítið annað en brosað. Þú varst
alltaf svo einstök með þitt stóra
hjarta og skemmtilegu sérvisku.
Þótt þú værir orðin mikið veik var
oft stutt í brosið, stríðnina og húm-
orinn. Þín er sárt saknað og þú átt
stóran stað í hjörtum okkar og
munt alltaf eiga.
Elsku Ráða, takk fyrir allt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi guð gefa þér
styrk.
Jóhann Örn og Þórdís.
Okkur langar að kveðja hana föð-
ursystur okkar með nokkrum orð-
um. Hún hefur barist hetjulega við
mikil veikindi nánast allt sitt líf eða
frá tveggja ára aldri. Nú þegar við
setjumst niður og látum hugann
reika rifjast margar dýrmætar
minningar upp. Sérstaklega er okk-
ur minnisstætt eitt sumarið þegar
amma fór í ferðalag og við vorum
hjá þér á meðan. Þá var mikið
spjallað langt fram eftir kvöldum
og við skiptumst á leyndarmálum.
Margar stundir er hægt að rifja
upp af eldhúsumræðum heima hjá
ömmu. Mikið skarð þykir okkur nú
hafa myndast við fráfall þitt, elsku
frænka, þín verður sárt saknað. Við
huggum okkur við þá trú okkar og
von að nú sért þú á góðum stað,
heilbrigð og verkjalaus hjá skap-
aranum. Já, elsku frænka, minning-
in um þig mun lifa. Takk fyrir okk-
ur, við erum svo sannarlega rík að
hafa fengið að kynnast glaðlyndu
baráttukonunni henni Ráðu
frænku.
Við biðjum algóðan Guð að styðja
og styrkja ömmu, sem misst hefur
svo mikið.
Hildigunnur, Elsa Hrönn
og Heimir Bæringur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari og
byggingaeftirlitsmaður,
Langagerði 74,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 10. febrúar, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn
20. febrúar kl. 15.
Ólafía Pálsdóttir,
Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir,
Sigríður Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason,
Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson,
Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir,
Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir,
Pálmi Örn Pálmason
og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, bróðir og mágur,
ÓLAFUR PÉTUR SVEINSSON
Áshamri 63,
Vestmannaeyjum,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 12.
febrúar, verður jarðsunginn frá Landakirkju
í Vestmannaeyjum föstudaginn 20. febrúar
kl. 14.00.
Aðalheiður M. Pétursdóttir,
Þóra S. Sveinsdóttir, Henry Á. Erlendsson,
Þórey Sveinsdóttir, Einar Sveinbjörnsson,
Hjörleifur Sveinsson,
Kristbjörg Sveinsdóttir, Pétur F. Hreinsson
og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg dóttir okkar, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
HERDÍS BJÖRNS HALLDÓRSDÓTTIR
Flatahrauni 16b,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut föstudaginn 13. febrúar sl.
Elísabet S. Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson,
Þórir E. Jónsson, Marianne B. Jónsson,
Sarah, Glenn, Renate,
Guðrún Halldórsdóttir,
Ólafur Á. Halldórsson.
Fleiri minningargreinar um
Ráðhildi Ellertsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.