Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 1
Fasteignir og Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 53. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Af ávöxtum og grænmeti Minna næringarefni í ávöxtum og grænmeti en fyrir 60 árum | Daglegt líf Fasteignir | Mismunandi varmi Húsbréfaumsóknir  Rykið burt  Miðbæjarlíf  Hvað má?  Íþróttir | Patrekur meiddist Vala náði ekki lágmarki í Gautaborg  Enski boltinn  Handbolti UPPREISNARMENN á Haítí tóku í gær á sitt vald næst stærstu borg landsins og síðasta vígi ríkisstjórnar Jeans Bertrands Aristides í norður- hluta landsins, Cap Haitien. Íbú- ar borgarinnar tóku uppreisnar- mönnum fagnandi og rændu og rupl- uðu og lögðu eld að nokkrum hús- um, m.a. lögreglu- stöðinni. Upp- reisnarmennirnir krefjast afsagnar Aristides og hafa nú á valdi sínu stór svæði í norður- og miðhluta Haítí. Þeir sögðu að um 200 manna lið sitt hefði mætt lítilli mótspyrnu í Cap Haitien, nema við flugvöllinn, þar sem þeir sögðu átta manns hafa fallið í átökum þeirra við vopnaða borgara sem hliðhollir voru forsetanum. Ar- istide hefur engum her á að skipa, að- eins um fjögur þúsund manna lög- regluliði. Þúsundir íbúa Cap Haitien, þar sem um hálf milljón manna býr, hróp- uðu „niður með Aristide“ og gengu fylktu liði í kjölfar um 40 uppreisnar- manna. „Við erum frjáls!“ hrópaði fólkið og reif niður veggmyndir af for- setanum. Í átökunum um borgina var flugvél tekin herskildi, og svo virtist sem þar hefðu flýjandi fylgismenn Aristides verið að verki. „Í dag tökum við Cap Haitien, á morgun [höfuðborgina],“ sagði 19 ára gamall uppreisnarmaður. „Markmið okkar er að frelsa Haítí.“ Uppreisnarmenn boðnir velkomnir AP „Loksins laus við hryllinginn“ Íbúi í Cap Haitien faðmar að sér uppreisnarmann fyrir framan lög- reglustöðina í borginni í gær. Eldur var lagður að húsinu skömmu síðar, en borgarbúar fögnuðu. „Loksins erum við laus við hryllinginn,“ sagði einn, sem fylgdist með eldtungunum leika um lögreglustöðina./12 Taka á sitt vald næst stærstu borgina á Haítí Aristide Cap Haitien, Port-au-Prince. AP, AFP. Í dag mun alþjóðlegi stríðs- glæpadómstóllinn, að undir- lagi allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, taka fyrir kæru á hendur Ísraelsstjórn fyrir byggingu múrsins. Í til- kynningu sem mannréttinda- samtökin Human Rights Watch senda frá sér í dag segir að múrinn sé „alvarlegt brot“ á mannréttindum. Al Aqsa-herdeildirnar, sem eru vopnaður armur Fatah-hreyfingar Yassers Arafats Palestínuleiðtoga, lýstu tilræðinu í gær á hend- ur sér. Þetta er annað til- ræðið sem Palestínumenn fremja í Ísrael á innan við mánuði. Arafat og aðrir Pal- estínuleiðtogar fordæmdu tilræðið í gær. Um sextíu manns særðust í tilræðinu, sem framið var á háannatíma, þar af margir lífshættulega. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, og fleiri embættismenn, sögðu að tilræðið réttlætti bygg- ingu aðskilnaðarmúrsins. Segja tilræði réttlæta múr Reuters Björgunarmenn flytja særða konu á brott í Jerúsalem í gær. Jerúsalem. AFP. PALESTÍNSKUR sjálfsmorðssprengjumaður varð að minnsta kosti átta öðrum að bana í þéttskipuðum strætisvagni í Jerúsal- em í gærmorgun, og sögðu ísraelsk stjórnvöld að tilræðið sýndi fram á réttmæti aðskilnaðarmúrsins sem þau eru að reisa um- hverfis heimastjórnarsvæði Palestínumanna. RALPH Nader, sem verið hefur ákafur talsmaður hagsmuna bandarískra neyt- enda, tilkynnti í gær að hann hygðist á ný bjóða sig fram til forseta, að þessu sinni sem óháður frambjóðandi. Sagði hann að höfuðborgin Wash- ington væri „hersetin af fyr- irtækjasamsteypum“. Nader bauð sig fram í síð- ustu kosningum, þá undir merkjum flokks Græningja, en fékk aðeins 2,7% atkvæða. Þó telja margir demókratar að framboð hans hafi verið meginástæða þess að Al Gore, frambjóðandi Demó- krataflokksins, tapaði fyrir George W. Bush. Terry McAuliffe, þingmað- ur demókrata, sagði að fram- boð Naders myndi ekki hafa sömu áhrif nú. Stuðnings- menn græningja væru allir staðráðnir í að styðja Demó- krataflokkinn að þessu sinni „vegna þess að þeir vita hversu mikið er nú í húfi“. Nader tilkynnir framboð Reuters Ralph Nader greinir frá framboði sínu í gær. Washington. AP. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar-stéttarfélags, sem leiðir Flóa- bandalagið, og Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segja að viðræðunum hafi miðað vel áfram. Þó að ekki sé séð fyrir end- ann á viðræðunum hafi náðst að klára nokkra sérsamninga. Segir Halldór engar óvæntar uppákomur hafa átt sér stað ennþá sem tafið hafi viðræður. Sigurður segir að enn séu þó nokkrir sérsamningar eftir, eins og fyrir starfsfólk hafna og veitinga- húsa. Sú vinna haldi áfram eftir helgi, sem og vegna heildarlauna- krafna og lífeyrismála. Samningsaðilar komu ásamt sáttasemjara saman til sérstaks fundar síðdegis í gær þar sem vinnufyrirkomulag næstu daga var rætt. Ákveðið var að halda við- ræðum áfram strax í dag og funda síðan daglega á meðan ástæða þætti til. Stóru málin órædd Sigurður telur að miðað við gang- inn um helgina geti lokafrágangur á launatöflu og launakröfum hafist fljótlega. Undir það tekur Halldór Björnsson. Hvort jafnvel verði skrifað undir nýja kjarasamninga um næstu helgi, segist Sigurður engu vilja spá um að svo stöddu. Staðan núna sé nokkurn veginn í samræmi við hans tímaáætlanir. Telur Halldór líklegra að undirritun samninga verði í mars frekar en að það takist að ljúka öllu fyrir mán- aðamót. Órædd séu „stóru málin“ þar sem til einhverra átaka geti komið. Góður gang- ur í kjara- viðræðum Búið að klára nokkra sérsamninga SAMNINGANEFNDIR Starfsgreinasambandsins, Flóabandalags- ins og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina undir stjórn rík- issáttasemjara. Var þetta fyrsta fundalotan eftir að viðræðunum var vísað til sáttasemjara. Búið er að klára nokkra sérsamninga. Samið fyrir 40 þúsund manns í 30 félögum VIÐRÆÐUR sem nú standa yfir hjá ríkissáttasemjara milli verka- lýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins ná til um 40 þúsund manns í 30 aðildarfélögum Starfs- greinasambandsins. Þar af er samið sérstaklega fyrir um 20 þúsund manns innan Flóa- bandalagsins svonefnda, sem í eru Efling-stéttarfélag, Verkalýðs- félagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Í báðum þessum samningshópum eru m.a. verka- fólk í fiskvinnslu, byggingariðnaði og verksmiðjum, bensínafgreiðslu- menn, hafnarverkamenn, bifreiða- stjórar og ófaglært starfsfólk í veitingahúsum, mötuneytum og heilbrigðisstofnunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.