Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Varðan - alhliða fjármálaþjónusta
Nokkrir punktar um
beinharðapeninga!
Beinharðir peningar fyrir punkta
Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka-
punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig
bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10
þúsund punktar 5 þúsund krónur.
Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
23
55
9
02
/2
00
4
stefna skólans að leyfa sem flestum
að komast inn og spreyta sig á fyrsta
ári og láta reyna á hvort þeir stand-
ast þær kröfur sem gerðar eru eða
ekki. Þetta er annað kerfi en Rúnar
miðar við, sérstaklega í Bandaríkj-
unum þar sem nemendur eru valdir
inn í skólana,“ segir Páll.
Skilar góðum nemendum
Hvort ástæða sé til að endurskoða
þessa stefnu, líkt og Rúnar telur,
bendir háskólarektor á að það hafi
þegar verið gert í læknadeildinni
með inntökuprófum. Endurskoðun á
þessu sé hafin fyrir alvöru og útilok-
ar Páll ekki að inntökupróf verði tek-
in upp í fleiri námsgreinum innan
skólans, eða þá skipuleg takmörkun
á aðgangi með öðrum hætti.
Páll segir að þrátt fyrir þetta fyr-
irkomulag, að hafa skólann opinn
sem flestum, sé Háskóli Íslands að
skila af sér mjög góðum nemendum.
ENDURSKOÐUN á því hvernig
nemendur eru teknir inn í Háskóla
Íslands er í fullum gangi og útilokar
Páll Skúlason háskólarektor ekki að
inntökupróf verði tekin upp í fleiri
námsgreinum innan skólans en í
læknadeild, eða þá skipuleg tak-
mörkun á aðgangi með öðrum hætti.
Páll segist fagna allri faglegri um-
ræðu um Háskóla Íslands og sam-
anburði á honum við erlenda háskóla.
Sífellt þurfi að huga að öllum þáttum
háskólastarfsins.
Varðandi það atriði sem dr. Rúnar
Vilhjálmsson prófessor bendir á í við-
tali í sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins að annmarkar geti verið á því að
nær allir stúdentar fái inni í skólan-
um, ólíkt mörgum háskólum erlendis,
segir Páll að á fyrsta námsári sé mik-
ið brottfall þegar nemendur standast
ekki þær kröfur sem gerðar eru til
þeirra.
„Síðustu áratugina hefur það verið
Framleiðni skólans sé mikil í vissum
greinum og útskrifaðir nemendur,
sem hafi farið í framhaldsnám er-
lendis, hafi staðið sig framúrskarandi
vel.
Dr. Rúnar Vilhjálmsson telur að
auka þurfi akademískar kröfur til
kennara HÍ til að efna rannsókna-
starf og rannsóknatengt framhalds-
nám. Um þetta segir Páll að kröfur til
kennara hafi sífellt verið að aukast.
Kennarar komi til skólans sem ungir
lektorar og vinni sig síðan áfram í
framgangskerfi. Þeir þurfi að sýna
árangur í starfi til að verða næst dós-
entar og loks prófessorar.
„Aðalatriði er að við erum með
reglubundið eftirlit með frammistöðu
allra kennara okkar og sérfræðinga.
Við röðum þeim í launaflokka og
umbunum þeim skipulega eftir því
hvernig þeir standa sig. Hvata- og
gæðakerfi okkar tryggir að kennar-
arnir eru sífellt að auka hæfni sína í
nánast öllum deildum, bæði hvað
varðar árangur í rannsóknum og
kennslu,“ segir Páll.
Úttekt á öllum deildum
Fram kom í viðtalinu við dr. Rúnar
Vilhjálmsson að hann telur að
menntamálaráðuneytið þurfi að
gegna betur eftirlits- og aðhaldshlut-
verki sínu í háskólanum. Páll tekur
undir þetta, háskólinn hafi barist fyr-
ir því að ráðuneytið auki þetta starf
sitt, það hafi ekki sinnt því sem skyldi
til þessa. Á þessu sé þó að verða
breyting og nefnir Páll að mennta-
málaráðuneytið sé samkvæmt nýjum
starfsreglum að hefja úttekt á öllum
deildum háskólans, með aðstoð fær-
ustu sérfræðinga erlendis. Verið sé
að vinna að skipulagðri áætlun um
svona úttekt. Að sögn Páls er stefnt
að því að hafa eina deild í úttekt
hverju sinni og nú sé það lagadeildin
sem sé til skoðunar.
Endurskoðun á inntöku nemenda
í Háskóla Íslands í fullum gangi
sem jafnframt er sérstakur heiðursgestur hátíð-
arinnar. Meðal þeirra landa sem þátt tóku í hátíð-
inni voru Japan, Búlgaría, Nikaragva, Pólland,
Taíland, Filippseyjar, Ástralía og Albanía.
MARGIR lögðu leið sína niður í miðborg Reykja-
víkur á laugardag til að taka þátt í þjóðahátíð. Há-
tíðin hófst með fána- og ljósagöngu barna og full-
orðinna frá Alþjóðahúsi að Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fyrir göngunni fóru tónlistarmenn sem slógu
taktinn. Þórólfur Árnason borgarstjóri setti há-
tíðina að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff forsetafrú
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmenni á þjóðahátíð í Reykjavík
SAMFYLKINGIN hefur lagt fram á
Alþingi tillögu þar sem birt er stefna
flokksins um hvernig auka eigi notk-
un endurnýjanlegra innlendra orku-
gjafa í samgöngum, s.s. vetnis, raf-
magns og metans. Fyrsti
flutningsmaður er Össur Skarphéð-
insson, formaður flokksins.
Meginatriði stefnunnar eru fjór-
þætt, segir í tilkynningu frá Samfylk-
ingunni. Í fyrsta lagi er lagt til að lög-
um verði breytt þannig að
fjármálaráðherra geti fellt niður öll
opinber gjöld af samgöngutækjum
sem nýta endurnýjanlega orkugjafa.
Í öðru lagi er lagt til að allur bún-
aður, sem notaður er til að framleiða
nýja endurnýjanlega orkugjafa hér á
landi, verði einnig undanþeginn op-
inberum gjöldum.
Í þriðja lagi er gerð tillaga um að
opinber gjöld verði einnig felld niður
af endurnýjanlegu eldsneyti sem
framleitt er hér á landi.
Í fjórða lagi er lagt til að ríkisvaldið
hafi frumkvæði að samstarfi við sveit-
arfélög um aðgerðir sem ýta undir
notkun þessara orkugjafa, s.s. tíma-
bundna styrki vegna almenningssam-
gangna og ókeypis aðgang að opin-
berum bílastæðum og -húsum.
Samfylkingin bendir á útreikninga
Svía þess efnis að þjóðhagslegur
sparnaður af notkun strætisvagna
sem ganga fyrir endurnýjanlegri
orku í Stokkhólmi sé að andvirði um
100 þúsund dollarar á hvern vagn á
ári. Einnig er bent á að í Noregi þurfi
ekki að greiða opinber gjöld af vist-
vænum bílum. Auk fleiri ívilnana hafi
sala á rafbílum þar í landi tífaldast.
Tillaga Samfylkingar
Gjöld felld
niður af end-
urnýjanlegum
orkugjöfum
NÆR þrír af hverjum fjórum Íslend-
ingum setja sér markmið sem tengj-
ast heilsufari, samkvæmt könnun
sem Gallup gerði fyrir greiðslukorta-
fyrirtækið Vísa. Stuðningur ættingja
er mikilvægasti þátturinn til að fólk
nái markmiðum sínum. Um 42% svar-
enda sögðu að hjálp og hvatning ætt-
ingja skiptu meira máli í því sam-
bandi en rýmri tími eða ráðgjöf
fagfólks. Tæpur fimmtungur sagðist
sækja innblástur til vinnufélaga eða
þekktra einstaklinga. Algengast er að
þekktir rithöfundar (15%) eða
íþróttamenn (14%) veiti þá hvatningu.
Tæplega 72% svarenda sögðust
hafa sett sér markmið og oftast náð
þeim. Jafnframt kom fram að 31%
karla var of stolt til að leita aðstoðar
til að ná markmiðum sínum.
Margir sækja
hvatningu til
rithöfunda
♦♦♦
BAKARAR landsins hafa
haft nóg að gera um helgina
við að undirbúa bolludaginn
sem er í dag. Nokkrir af
sterkustu mönnum landsins
tóku forskot á sæluna í gær í
boði Valbjörns Jónssonar
bakara í Árbæjarbakaríi.
Þeir hafa oft reynt með sér í
aflraunum en að þessu sinni
kepptu þeir í bolluáti. Kepp-
endur fengu 10 bollur og áttu
að klára þær á 10 mínútum.
Aðeins einum, Grétari
Hrafnssyni, tókst að klára
bollurnar á svo skömmum
tíma.
Grétar fékk 50 bollur í
verðlaun, en hann afþakkaði
þær; taldi sig vera búinn að
fá meira en nóg af bollum
þetta árið. Valbjörn vildi
ekki láta Grétar fara tóm-
hentan heim og lét hann fá 20
þúsund króna gjafabréf.
Kraftajötnar kepptu í bolluáti
Morgunblaðið/Árni Sæberg