Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
„Hægt og hljótt.“
Kirkjusöngur í brennidepli
Þori ég, vil ég,
get ég....
Alkunna er að söng-ur er snar þátturí öllu helgihaldi í
kirkjum. Það er hins veg-
ar mál manna að auka
mætti hlut söngsins og
hlut almennra kirkju-
gesta í honum, og þess
vegna gengst Leik-
mannaskóli Þjóðkirkj-
unnar fyrir námskeiði þar
sem viðfangsefnið er að
bæta og auka kirkjusöng.
Námskeiðið stendur fjóra
næstu miðvikudaga og er
sá fyrsti sá næsti, 25.
febrúar. Alla dagana
stendur námskeiðið frá
klukkan 18 til 20. Mar-
grét Bóasdóttir söngkona
og tónlistarkennari er
kennari á námskeiðinu og
Morgunblaðið lagði
nokkrar spurningar fyrir hana
af því tilefni.
Hefur námskeiðið einhverja
yfirskrift, Margrét?
„Já, það kallast, „Syngjum í
kirkjunni – þori ég, vil ég, get
ég,“ fólk kannast við seinni hluta
titilsins úr öðru samhengi.“
Hafa svona námskeið verið
haldin áður?
„Nei, ekki í þessu formi.“
Hvað er hér á ferðinni?
„Þetta er bara fyrir venjulegt
fólk eins og þig og mig, fólk sem
kemur í kirkju og veltir fyrir sér
hvort það eigi að syngja, má það
syngja, þorir það að syngja? Það
eru vissulega siðir og venjur í
kirkjuhaldi, en því fer víðs fjarri
að kórinn eigi alltaf og alfarið að
sjá um sönginn. Í sumum til-
vikum er beinlínis ætlast til þess
að fólk syngi með og í öðrum til-
vikum má það syngja án þess
kannski að gera sér grein fyrir
því. Námskeiðið á meðal annars
að hjálpa fólki að vita hvenær
það má og á að syngja.“
Meðal annars?
„Já, við syngjum auðvitað líka.
Þetta verður blanda af fræðslu
og söng. Það er mikið um það að
fólk kann kannski aðeins fáa
sálma, og þar sem æskilegt er að
allir sem komi í kirkju taki þátt í
söngnum þá verðum við með
góða úttekt á helstu sálmum og
lögum. Við munum aðallega
syngja, en einnig fræðast um
sálma, tilgang þeirra og hvernig
þeir eru sungnir. Við munum
kenna þessa söngva og fólk mun
komast að raun um að þeir eru
ekkert svo flóknir. Afbragðs
organistar munu heimsækja
okkur og spila með söngnum.
Við munum einnig velta fyrir
okkur hvers vegna við erum að
syngja í kirkju. Fyrir utan að
söngur er hluti af kirkjuhaldinu,
þá veltum við upp hvort að söng-
urinn geri okkur gott, hvort
hann sé líkamlega og andlega
bætandi. Hvaða áhrif hann hefur
á okkur.“
Þetta hljómar nánast eins og
vísindi...
„Þetta eru ekki vísindi, en það
eru vissir hlutir sem gott er að
vita og ræða. Svo
dæmi sé tekið, þá eru
vissar athafnir í kirkj-
unni þannig að þátt-
taka í söng getur haft
huggandi áhrif á
kirkjugesti. Jarðar-
farir eru þannig. Þar taka gestir
mjög lítinn þátt í söngnum, en
að syngja með í jarðarför gæti
vissulega veitt mikinn styrk. Og
það er jafnframt mikilvægt fyrir
fólk að vita, að það er ekkert til
sem heitir að vera laglaus. Fólk
er bara óvant og kann ekki. Í
kirkjusöng er engin fegurðar-
stika, fólk þarf alls ekki að vera
útlært í söng eða að öðru leyti
alveg öruggt með söngrödd sína
til að leyfilegt sé að taka lagið,
það gerir hver með sínu nefi og
það skiptir mestu máli að vera
beinn þátttakandi en ekki sitja
bara og hlusta.“
Er ekki mjög snúið að kunna
alla þessa texta?
„Nei. Oft eru messuskrár og
síðan er fólk með sálmabækur.
Meira máli skiptir að huga að
líkamlegri tjáningu og standa
upp og syngja í stað þess að sitja
eins og poki með sálmabók í
kjöltunni. Það er líkaminn sjálf-
ur sem er hljóðfærið í söng og
röng beiting á hljóðfærinu skilar
sér ávallt í verri hljóm. Ég bjó
um árabil í Þýskalandi og þar
tíðkast að kirkjugestir rísi úr
sætum og syngi með. Það er
eðlileg líkamleg tjáning.“
Hverjir heldurðu að komi á
svona námskeið?
„Ég veit að það kemur hópur
fólks sem hefur svo innilega
gaman af því að syngja að það
lætur ekkert tækifæri til þess
sér úr greipum ganga. Ég vildi
líka sjá fólk, sem ekki er kirkju-
vant og þarf virkilega á þessari
fræðslu að halda, koma til okkar
og í hinum sanna kristilega anda
yrði því fólki mikill styrkur af
hinum söngglöðu sem munu skrá
sig á námskeiðið. Við getum tek-
ið á móti nokkuð stórum hópi,
svona að minnsta kosti fjölda
sem næmi glæsilegum kór. Ég
vil auk þess sérstaklega óska
eftir fólki sem sjálft álítur sig
vera laglaust, en eins
og ég gat um áður, þá
er slíkt ekki til.“
Finnst þér sjálfri
ekki vera nóg sungið í
kirkjum?
„Það er mikið sung-
ið í kirkju og það á að syngja
mikið í kirkju. Það er ekki til sú
kirkja á jörðinni að ekki sé sung-
ið í henni. Söngur er sjálfsagður
og ófrávíkjanlegur hluti af helgi-
haldinu, en við megum ekki
gleyma að rækta sambandið við
kirkjugesti og gefa sem flestum
tækifæri til að taka þátt í söngn-
um.“
Margrét Bóasdóttir
Margrét Bóasdóttir er fædd á
Húsavík árið 1952. Hún er tón-
menntakennari frá Tónlistar-
skóla Reykjavíkur árið 1975 og
lauk burtfararprófi í einsöng frá
Tónlistarskóla Kópavogs sama
ár. Þá stundaði hún framhalds-
nám í söng í Þýskalandi og lauk
ennfremur kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands. Í dag er
hún söngkona og kennari við
Söngskólann í Reykjavík. Eigin-
maður er Kristján Valur Ingólfs-
son og eiga þau tvo syni, þá
Benedikt og Bóas.
er bara fyrir
venjulegt fólk
eins og þig
og mig
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122