Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Dragtir - Dragtir - Dragtir ljósar - galla - kakí Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 ÚTSÖLULOK 30-50% aukaafsláttur í dag og á morgun Lokað miðvikudag Nýjar vörur fimmtudag SALA Á FATNAÐI Langar þig selja fallegan fatnað á skemmtilegum heimakynningum? Langar þig að nota frítíma þinn til þess að auka tekjumögu- leika þína? Þá er Friendtex svarið. Friendtex er stærsta fyrtæki á norðurlöndum sem selur fatnað á heimakynnigum. Þú þarft ekki að hafa mikla reynslu af sölustörfum. Mikilvægast er að hafa áhuga á tísku og að geta skapað gott andrúmsloft á kynningum. Lestu meira á www.friendtex.is, eða hringdu til okkar í síma. 568-2870 Friendtex Síðumúla 13 108 Reykjavík www.f r i end tex . i s Við erum styrktaraðilar krabbameinsfélagsins. H rin gb ro t Lagersala Buxur frá kr. 2.990 Dragtir frá kr. 8.500 Pils frá kr. 1.990 Blússur frá kr. 1.990 og margt fleira Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun Laugavegi 56, sími 552 2201 Vor 2004 Ný sending P.s útsöluhorn LÆKNIR á Ólafsvík óskaði í fyrra- dag eftir þyrlu til að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Snæ- fellsjökli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgis- gæslunni. Maðurinn hafði þá verið fluttur með jeppa til Ólafsvíkur. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var á eftirlitsflugi yfir Faxa- flóa og var þegar haldið í áttina að Rifi. Þyrlan lenti þar á flugvellinum rétt fyrir kl. 14 og hafði hinn slasaði verði fluttur þangað í sjúkrabíl. Þyrl- an lenti við Landspítala um hálfri klukkustund síðar. Þyrlan sótti vélsleðamann SKIPULAGSSTOFNUN hefur í nýjum úrskurði komist að þeirri nið- urstöðu að fyrirhuguð breyting á jarðhitanýtingu á Reykjanesi sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og sé því ekki matsskyld. Um er að ræða stækkun á virkjun Hitaveitu Suðurnesja, sem ætlað er að selja Norðuráli raforku. Umræddar breytingar eru bygg- ing stöðvarhúss fyrir jarðgufu- hverfla og byggingu kælibúnaðar, sem er hluti rafstöðvar. Hönnun stöðvarhússins liggur ekki fyrir en í niðurstöðu Skipulagstofnunar segir að stöðvarhúsið verði um 2.400 fer- metrar að grunnfleti og almennt ekki hærra en 22 metrar. Staðsetn- ing hússins er ráðgerð milli fisk- þurrkunar og sjóefnavinnslu. Verið er að kanna hagkvæmni tveggja kosta vegna kælibúnaðar, annars vegar kælingu með andrúmslofti í tveimur 15 metra háum kæliturnum og hins vegar með sjódælingu í gegnum svonefndan eimsvala. Samkvæmt gögnum Hitaveitu Suðurnesja eru fyrirhugaðar fram- kvæmdir að mestu eða öllu leyti inn- an iðnaðarsvæðisins á Reykjanesi. Telur Skipulagsstofnun líklegt að sjónræn áhrif framkvæmda og áhrif þeirra á jarðmyndanir og landslag verði „ásættanleg“. Varðandi stöðu skipulags og leyf- isveitinga bendir Skipulagsstofnun á að ef farið verður í að nýta sjókæl- ingu þurfi að breyta aðalskipulagi Reykjanesbæjar með tilliti til stað- setningar mannvirkja sem sjókæling krefst utan iðnaðarsvæðisins og að framkvæmdir verði að vera í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag. Einnig bendir stofnunin á að fram- kvæmdir séu háðar leyfisveitingum Reykjanesbæjar, nýtingarleyfi iðn- aðarráðuneytisins og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Áð- ur en framkvæmdaleyfi sé veitt skuli liggja fyrir áætlun um efnistöku að fenginni umsögn Umhverfisstofnun- ar. Skipulagsstofnun um Reykjanesvirkjun Ekki þörf á nýju umhverfismati ÁSTÞÓR Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis for- seta Íslands. Ástþór tilkynnti ákvörðun sína síðastliðinn laugar- dag og opnað við sama tækifæri vef- inn www.forsetakosningar.is. Í til- kynningu um framboðið segir að Ástþór bjóði sig fram til embættis- ins ásamt konu sinni, Natalíu Wium, sem sé lögfræðingur af rússneskum ættum. Forsetaefni þarf að hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna þegar framboði er skilað formlega til dómsmálaráðuneytis. Ástþór Magnússon bauð sig fram til embættis forseta árið 1996. Hann hugðist bjóða sig fram við forseta- kjör árið 2000, en náði ekki tilskild- um fjölda meðmælenda áður en framboðsfrestur rann út. Ástþór Magnússon hygg- ur á forsetaframboð Morgunblaðið/Árni Sæberg Ástþór Magnússon kynnti ákvörðun sína um helgina ásamt eiginkonu sinni, Natalíu Wium.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.