Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 14

Morgunblaðið - 23.02.2004, Page 14
NÆRINGAREFNI, sem eru nauð- synleg til að hjálpa líkamanum og ónæmiskerfinu að vinna sitt verk, koma jafnvægi á hormónastarfsemi og að framleiða mikilvægar blóð- frumur, hafa minnkað umtals- vert í ávöxtum og grænmeti á síðustu sextíu árum. Auk þess eru margir ávextir sætari en áður sem gæti haft áhrif á tannheilsu og valdið offitu. Fæðan sem við látum ofan í okkur er því alls ekki jafn holl og hún var fyr- ir ríflega hálfri öld að mati dr. David Thomas næring- arfræðings sem rannsakað hef- ur efnainnihald 64 tegunda matvæla samkvæmt skýrslum frá tímabilinu 1940–1991. Í grein sem birt- ist nýlega í Daily Mail kemur fram að dr. Thomas kennir nútíma landbún- aðarháttum um hvernig komið er. Ávextir og grænmeti er ræktað í ófrjórri mold auk þess sem ávextir eru oft tíndir áður en þeir eru þroskaðir. Það veldur því að þeir tapa ýmsum vít- amínum. Auk þess er flogið langar leiðir með ávexti og grænmeti á markað og eftir því sem lengra líður frá uppskeru til neyslu verður nær- ingarinnihaldið minna. Tilbúinn áburður er notaður til að flýta vexti og auka framleiðslu uppskerunnar og raskar það jafnvægi næring- arefnanna í plöntunni. Samkvæmt rannsókninni minnkaði magn nær- ingarefna í ávöxtum og grænmeti mest á árabilinu 1978–1991. Á þess- um árum minnkaði sink í grænmeti um 57%, en það hefur til dæmis áhrif á ónæmiskerfið og frjósemi hjá körlum. Kalsíum og natríum minnkaði um helming í grænmeti, járn um fjórðung og kopar um 76% á árunum 1940–1991. Í ávöxtum minnkaði kalíum um 22%, kopar um 19% og járn um 24%. Meira að segja hafði járn- innihald spí- nats, sem er aðallega neytt vegna þess hversu góð járnuppspretta það er, minnkað um 60%. Niðurstöður rann- sóknar dr. Thomas stað- festa niðurstöður fyrri rannsókna, sem birtar voru í Brit- ish Food Journ- al, og bentu til svipaðra breytinga í næring- arinnihaldi 20 ávaxta og 20 grænmet- istegunda á ár- unum skömmu fyr- ir 1930 til skömmu eftir 1990. Önnur rannsókn á vegum Banda- ríkjastjórnar leiddi í ljós að epli innihalda nú 15% af ávaxtasykri miðað við 8–10% fyrir þremur ára- tugum. Aukið sykurinnihald má einnig finna í ananasi, perum og banönum. Tom Sanders, prófessor í næringarfræði við King’s College í Lundúnum, segir aukið syk- urinnihald stafa af nýrri tækni við ræktunina. Notuð eru sætari af- brigði af eplum í auknum mæli og þau eru tínd og geymd með það í huga að varðveita sykurinnihaldið. Þrátt fyrir þetta telur dr. David Thomas að það sé gott fyrir heils- una að neyta ávaxta og grænmetis. Þó geti minni næringarefni í þeim valdið því að einhverjir neytendur verði fyrir næringarskorti.  HEILSA| Minna af næringarefnum í ávöxtum og grænmeti en fyrir 60 árum Myndi spínatið duga Stjána bláa núna? DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Spurning: Eru öll geðlyf fitandi? Svar: Sum geðlyf auka matarlyst en spurningunni er ekki hægt að svara í stuttu máli. Í flestum tilvikum er að- eins um óverulega þyngdaraukningu að ræða, sum geðlyf hafa engin áhrif á matarlyst og önnur draga heldur úr matarlystinni. Almennt má segja að áhrif geðlyfja á líkamsþyngd séu illa rannsökuð og sjaldan er hægt að fullyrða að eitt lyf sé verra að þessu leyti en annað vegna þess að bein samanburðarrannsókn hefur ekki verið framkvæmd. Stundum eru sjúklingar tregir til að hefja eða halda áfram meðferð af ótta við eða vegna þyngdaraukningar þrátt fyrir góðan árangur af meðferðinni. Og ekki má heldur gleyma því að veru- legri og langvarandi þyngdaraukn- ingu fylgja vissar hættur fyrir heils- una. Ekki er auðvelt að rannsaka áhrif geðlyfja á matarlyst og líkamsþyngd vegna þess að sjúkdómunum fylgja oft breytingar á matarlyst, mat- arvenjum og hreyfingu. Sjúklingar með þunglyndi eru t.d. oft lyst- arlausir og grennast en þegar þeir eru settir á lyf batna einkennin, mat- arlystin kemur aftur og þeir fitna. Þá getur verið erfitt að greina hvort þyngdaraukningin varð vegna lyfjanna eða vegna þess að sjúk- lingnum batnaði. Þetta getur stund- um verið öfugt, sjúkdómnum fylgir aukin matarlyst og líkamsþyngd og afleiðing lyfjameðferðar er að sjúk- dómseinkennin batna og matarlystin minnkar. Gömlu þunglyndislyfin (einkum þríhringlaga þunglyndislyf) hafa slæmt orð á sér vegna þyngdaraukn- ingar en þegar málið er skoðað nán- ar er það kannski orðum aukið og þyngdaraukning sem fylgir þessum lyfjum hjá um þriðjungi sjúklinga virðist oftast lítil. Nýrri þunglynd- islyf hafa venjulega lítil sem engin áhrif á líkamsþyngd. Litíum, sem er aðallega notað við geðhvarfasýki, veldur þyngdaraukningu hjá 30-60% sjúklinga. Þessi þyngdaraukning getur verið mikil, verður aðallega snemma í meðferðinni og ástæða er til að fylgjast vel með og reyna að hindra hana eftir föngum. Sum flogaveikilyf, einkum valp- róat og í minna mæli karbamazepín og vigabatrín, geta valdið þyngd- araukningu en líklega sjaldnar en litíum. Geðrofslyf (sterk geðlyf, sefandi lyf, lyf við geðklofa) eru þekkt að því að valda þyngdaraukningu en það er misjafnt eftir lyfjum. Sterkar vís- bendingar eru um fylgni milli þess hve kröftuga verkun lyfin hafa og þyngdaraukningar. Því öflugri sem lyfin eru þeim mun meiri hætta virð- ist vera á þyngdaraukningu. Lyf með veika verkun eins og halóperi- dól valda lítilli þyngdaraukningu, lyf með kröftugri verkun (t.d. tíóridazín og perfenazín) valda nokkurri þyngdaraukningu og lyf með mjög kröftuga verkun (t.d. klózapín og ól- anzapín) hafa mikla tilhneigingu til að auka líkamsþyngd. Ekki má gleyma því að allt er þetta ein- staklingsbundið og margir taka geð- lyf mánuðum og árum saman án þess að þyngjast. Eru geðlyf fitandi?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Nýrri þunglyndislyf hafa venjulega lítil sem engin áhrif á lík- amsþyngd.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA ÞAÐ er mikil frjósemi í loftinu hjá fyrirtækinu Jónar Transport því hvorki meira né minna en þriðjungur starfsfólksins eignaðist barn á rúmu ári. Á launaskrá fyrirtækisins í Reykjavík eru 35 manns og ellefu starfsmenn eru þegar búnir að eignast barn og eitt er á leiðinni. Í þessum lukkulega hópi eru sjö konur og fimm karlar. Alls liggur fyrir að samanlagt barneign- arfrí starfsmanna sé um fimm ár eða 1.900 dagar.  FRJÓSEMI Þriðjungur starfsmanna eignaðist barn á ári Morgunblaðið/Ásdís Hópurinn: Aftari röð f.v.: Diljá Tegeder Ólafsdóttir sem er með eitt á leiðinni, Elín Hanna Sigurðardóttir með dótturina Konní Íris, Sigrún Gísladóttir með son sinn óskírðan, Oddný Ármannsdóttir með dóttur sína Söru Mist, Ingibjörg Stefánsdóttir með dóttur sína Maríu og Sigurður Már Jóhannesson með dóttur sína Freyju, Fremri röð f.v.: Bjarki Sigurðsson með dóttur sína Önnu Katrínu, Aldís Hafsteinsdóttir með son sinn Rúrik, Axel Hrafn Helgason með son sinn Helga Hrafn, Olga Björt Þórðardóttir með dóttur sína Agnesi ogEgill Örn Einarsson með son sinn Einar Dúa". ÞAÐ er sérstök reynsla fyrir hverja konu að ganga með barn og að verða móðir. Þrítug kona, sem var að eignast sitt fyrsta barn, hélt dagbók á meðgöng- unni og fyrstu mánuðina eftir fæðingu barnsins. Þar lýsir hún tilfinningum sínum og þeim hug- renningum sem upp koma á þess- um tímamótum. Við munum á næstu vikum birta dagbókina hennar, stutta kafla hverju sinni, hér á síðum Daglegs lífs.  MEÐGANGAN OG FYRSTU MÁNUÐIRNIR Dagbók þrítugrar móður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.