Morgunblaðið - 23.02.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.02.2004, Qupperneq 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 19 Í DAG, 23. febrúar, hefjast vitna- leiðslur hjá Alþjóðadómstólnum í Haag um byggingu aðskiln- aðarmúrs Ísraelsmanna í Palestínu. Ísraelsmenn hafa reynt að telja heims- byggðinni trú um að hér sé um „örygg- isgirðingu“ að ræða, reista í þeim tilgangi að varna hryðjuverka- mönnum inngöngu inn í Ísrael. Sú staðreynd að múrinn, sem er allt upp í átta metra hár, liggur víðast langt frá viðurkenndum landa- mærum Ísraels – lengst inni á herteknu landsvæði Vest- urbakka Palestínu – hlýtur að vekja grun- semdir um að aðrar ástæður liggi að baki. Um hvað snýst bygg- ing aðskilnaðarmúrs- ins, og af hverju er nauðsynlegt að við Ís- lendingar tökum skynsamlegri afstöðu í málinu en að horfa að- gerðalausir á – eins og við því miður gerðum nýlega með því að sitja hjá í atkvæða- greiðslu um málið innan Sameinuðu þjóðanna? Jarðýtur, vinnuvélar, hermenn og vinnuflokkar eru þessa stundina uppteknir um allan Vesturbakkann ýmist við að undirbúa jarðveginn fyrir aðskilnaðarmúrinn, með því að ryðja burt ólífutrjám og íbúðar- húsum, eða reisa sjálfan múrinn, sem nú þegar er orðinn 180 kíló- metra langur. Ef Ísraelsmenn ná sínu fram verður heildarlengd múrsins meira en 730 km, en til samanburðar má nefna að landa- mæri Ísraels og Vesturbakkans eru um 200 km löng. Múrinn hlykkjast eins og snákur gegnum mörg frjósömustu rækt- arlönd Palestínu, einangrar þús- undir bænda frá jörðum sínum og hefur þar af leiðandi stórskaðleg áhrif á efnahag Palestínumanna. Lega hans umkringir mörg byggð- arlög Palestínumanna sem liggja Ísraelsmegin múrsins þar sem múr- blokkir, girðingar og skurðir hafa verið reist til að varna íbúunum að- göngu að afganginum af Palestínu. Samkvæmt tölum frá mannréttinda- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna munu hátt í 300.000 Palestínumenn verða umkringdir með þessum hætti – einangraðir frá vinnustöðum sínum, mörkuðum, heilsugæslu og háskólum sem liggja hinum megin múrsins. Sjálfur hef ég orðið vitni að bygg- ingu múrsins við Jerúsalem, Ramal- lah og Tulkarem. Fyrir norðan Tulkarem heimsótti ég palestínsku bæina Nazlat Isa og Baqa ash Shar- qiya, sem eru algerlega umkringdir múrnum. Líkt og aðrir Palest- ínumenn í sömu aðstöðu geta bæj- arbúar ekki farið frjálsir ferða sinna til annarra svæða Palestínu – hvað þá til Ísraels, þótt bæirnir séu í raun Ísraelsmegin múrsins. Þeim er meinað að fá heimsóknir og að heimsækja fjölskyldumeðlimi sem búa hinum megin múrsins. Sjúkra- bílum er aðeins hleypt í gegnum múrinn í neyðartilvikum. Bændur í bæjunum þurfa leyfi til að fara inn og út um hlið á múrnum til að rækta jarðir sínar – leyfi sem sjaldnast eru veitt. Samkvæmt áætlunum Ísraela mun rúmlega 40% alls lands Vest- urbakka Palestínu liggja Ísr- aelsmegin múrsins. Ísraelska her- námsliðið hefur þegar gefið út tilkskipun sem skilgreinir allt land sem liggur á milli viðurkenndra landamæra Ísraels og múrsins sem öryggisvæði. Samkvæmt skipuninni er íbúum þessara svæða gert skylt að hafa leyfi frá hernum til að fá að búa á heimilum sínum, sem gilda í 6 mánuði í senn. Engum er leyft að yfirgefa eða koma inn á svæðin nema með leyfi hernámsliðsins. Í annarri tilskipun er hermönnum heimilað að skjóta á alla sem koma nær en 50 metra að múrnum. Undanþágu frá þess- um tilskipunum hafa ísraelskir ríkisborgarar og allir þeir sem sam- kvæmt ísraelskum lög- um hafa rétt á búsetu í Ísrael. Þetta þýðir að gyðingar hvar sem er í heiminum, hvort þeir hafa nokkru sinni stigið fæti á palestínska grund eða ekki, geta ferðast frjálsir til og frá Naslat Isa, Baqa ash Sharqiya og allra ann- arra byggðarlaga og ræktarlanda Palest- ínumanna sem eru, eða verða bráðlega, innikróuð af múrnum. Þeir geta einnig sest þar að án leyfis – enda er það vafalítið von ísr- aelskra stjórnvalda að palestínskir íbúar svæðanna gefist upp á innilokuninni og að að- fluttir gyðingar taki yf- ir þessi frjósömu ræktarlönd. Ef Ísraelsmenn væru í raun og veru að reisa múrinn í öryggiskyni væri staðið að byggingu hans með öðrum hætti. Tilgangur múrsins er greinilega að ræna meira landi af Palestínumönnum, stuðla að þjóð- ernishreinsunum og tryggja inn- limun ólöglegra landsetubyggða í Ísraelsríki. Tilgangurinn er einnig að koma í veg fyrir að palestínska þjóðin geti nokkurn tíma lifað frjáls í sjálfstæðu ríki á Vesturbakkanum og Gaza, sem þó þekur aðeins 22% af upphaflegu landi Palest- ínumanna. Múrinn mun leiða til þess að Palestínumenn munu í framtíðinni aðeins geta lifað í að- skildum og einangruðum gettóum, umkringdir ísraelska hernum og landtökumönnum. Staðreyndirnar liggja fyrir. Að- skilnaðarmúrinn er ólöglegur sam- kvæmt Genfarsáttmálanum og öðr- um alþjóðalögum sem Ísrael er aðili að. Bygging hans er einnig skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna, enda krafðist allsherj- arþingið í lok síðasta árs að fram- kvæmdum Ísraelsmanna yrði hætt tafarlaust og sendi málið til Al- þjóðadómstólsins í Haag. Múrinn leggur líf hundraða þúsunda manna í rúst og gerir að engu möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi. Tilurð hans kemur einnig í veg fyrir að raunverulegur friður geti náðst á svæðinu þar sem sjálfstætt ríki Pal- estínu fengi þrifist við hlið Ísraels. Ísland á að sjá sóma sinn í því að beita áhrifum sínum innan Samein- uðu þjóðanna og annara al- þjóðastofnana til að stöðva bygg- ingu aðskilnaðarmúrsins. Einnig ætti að setja viðskiptabann á Ísrael þar til ríkisstjórn landsins þóknast að fara eftir samþykktum SÞ og þeim friðar-, mannréttinda- og al- þjóðasamningum sem það hefur við- urkennt. Viðskiptabann af Íslands hálfu yrði vissulega aðeins táknræn aðgerð – en myndi senda ísr- aelskum stjórnvöldum skýr skilaboð og verða öðrum þjóðum gott for- dæmi. Áhugasömum um baráttuna gegn aðskilnaðarmúrnum er bent á heimasíðu palestínsku hreyfing- arinnar Anti-Apartheid Wall Campaign, www.stopthewall.org, þar sem er að finna kort, greinar, frásagnir og ýmsar aðrar upplýs- ingar um múrinn. Aðskilnaðarmúr í Palestínu Eldar Ástþórsson skrifar um málefni Palestínu Eldar Ástþórsson ’Aðskiln-aðarmúrinn er ólöglegur sam- kvæmt Genf- arsáttmálanum og öðrum al- þjóðalögum sem Ísrael er aðili að.‘ Höfundur er námsmaður og skrifar frá Ramallah í Palestínu. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.