Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 30

Morgunblaðið - 23.02.2004, Side 30
30 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Risaeðlugrín SJÁIÐ ÞETTA STRÁKAR! © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk ER KALLI HEIMA? HVER ERT ÞÚ? ÉG HEITI MAGGA... ÉG ER VINKONA BRÓÐUR ÞÍNS ÚR SUMARBÚÐUNUM GETUR EKKI VERIÐ, BRÓÐIR MINN Á ENGA VINI HVERNIG GETURÐU SAGT ÞETTA? ÞÚ ÞEKKIR MIG EKKI... NEI, EN ÉG ÞEKKI BRÓÐUR MINN! ÉG SEM HÉLT AÐ ÉG HEFÐI SKILIÐ LYKLANA MÍNA EFTIR HÉRNA EINHVERS STAÐAR ÁI! ÉG ÆTLA AÐ FARA ÚT AÐ HLAUPA ÉG LÍKA FYRIR UTAN AÐ “FARA ÚT” HLUTANN OG ÞETTA “HLAUPA” DÆMI ÞIÐ EIGIÐ LANGT Í LAND ÁÐUR EN ÞIÐ VERÐIÐ JAFN GÓÐIR OG ÉG AÐ FLEYTA KER- LINGAR. ÉG SKAL SKO SEGJA YKKUR ÞAÐ! GETURÐU LÍKA GERT ÞAÐ MEÐ ÞESSU? HA HA! EKKERT MÁL! HOP! HVAÐ MEÐ ÞETTA? EINS OG AÐ DREKKA VATN SKO! NÆSTA! EITTHVAÐANNAÐ? HA HA!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GUNNAR Smári Egilsson ritstjóri og fjölmiðlafursti hefir lengi ljómað á lofti með spakvitringaslúður sitt, en svo nefndi Halldór Laxness viðlíka vísdóm og þann, sem heyra má og lesa í þáttum þeirrar gerðar. Fróðleikur sá er Fréttablað Gunn- ars Smára birti í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Ragnars Jóns- sonar frá Mundakoti á Eyrarbakka er fráleitur. Einar Ragnar, eins og hann hét, var oftast kenndur við Smára, smjör- líkisgerð er hann stofnaði ásamt vini sínum og félaga, Þorvaldi Thorodd- sen. Gunnar Smári lét einhvern starfsmann sinn birta frétt og viðtal við Ernu, dóttur Ragnars og systur Jóns Óttars, athafnamanns. Nú hefði mátt búast við því að ritstjóri, sem ber Smáranafnið, hefði átt að fjalla af þekkingu um einskonar nafna sinn. Það var öðru nær. Honum tókst að vinna það þrekvirki að breyta um að- setur Ragnars og flytja hann eins- konar hreppaflutningi frá Eyrar- bakka og hola þessum þekktasta syni Eyrarbakka niður á Stokkseyri. „Svo er mikill Satanskraftur að saltaðir ganga þorskar aftur,“ kvað Grímur Thomsen um Stokkseyrarreimleika. Ragnar í Smára framleiddi Smá- rasmjörlíki, sem hann nefndi „Bláa borðann“. Gunnar Smári hefir unnið sér a.m.k. tvö stykki af Smárasmjör- líki með kjörorði Ragnars „Alltaf er hann bestur Blái borðinn“. Væri til of mikils mælst að Gunnar Smári tæki sér frí um skeið og aflaði sér upplýsinga um málefni sem eru á vitorði flestra landsmanna, en láti af yfirlæti og stigi af palli sínum niður til almúgans. Karl Karlsson, afi Gunnars Smára, var vatnsmaður í þjónustu Reykja- víkurhafnar. Stefán Jónsson frétta- maður ræddi eitt sinn við Karl í út- varpsþætti. Karl fór létt með að nefna tugi báta og ef ekki hundruð sem lögðust að bryggju í Reykjavík. Karl var stéttvís og vaskur í baráttu- sveit sjómanna í Blöndahlsslagnum árið 1923. Móðir Karls vatnsmanns var nafnkunn í hópi afrekskvenna við uppskipun í Reykjavík. Hún var nefnd í sömu andrá og Salvör (Salla) amma Ívars Guðmundssonar. Þær báru níðþunga kolapoka upp Kola- sund. Nefna má fjölda nafnkunnra Eyr- bekkinga, samtíðarmenn Ragnars Jónssonar. Haraldur Blöndal, fræg- ur ljósmyndari, Ásgeir Blöndal lækn- ir, Ragnheiður Blöndal, móðir Lár- usar bóksala og Blöndalsbræður, Lárus skjalavörður, Sölvi Gunnar og Björn, Sigfús Einarsson tónskdáld, Aron í Kauphöllinni o.fl. Þessar línur eru á engan hátt rit- aðar til þess að gera lítið úr Stokks- eyri eða Stokkseyringum. Páll Ísólfs- son var Stokkseyringur. Ragnar í Smára og Páll voru frændur af Berg- sætt og góðir vinir. Ragnar bauð Páli á kvikmyndasýningu í Tónabíói, sem var nýlega tekið til starfa. Tónlistar- félagið var alltaf að safna fyrir tón- listarhöll. Tónabíó átti að sýna hljómlistar- myndir og söngvaseið. Myndin sem sýna átti að þessu sinni var hins veg- ar fatafellumynd með Brigitte Bard- ot. Páll sagði við Ragnar. „Ragnar minn, þetta bíó á ekki að heita Tóna- bíó. Það á að heita Dónabíó.“ Ludvig Hjálmtýsson var Stokks- eyringur. Hann sótti létta lund sína til Bernhöftanna. Svo eru ættingjar Önnu, konu Jóns Pálssonar, gjald- kera og fræðimanns. Það eru gyð- ingar af ætt demantaslípara frá Hamborg, afkomendur Petersens doktors. Brynja Benediktsdóttir leikkona er af þeirri ætt. Svo mætti lengi telja. Gunnar Smári ætti að sökkva sér í brunn þjóðlegra fræða. Ég óska honum velfarnaðar. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Ragnar í Smára og Gunnar Smári – „Alltaf er hann bestur Blái borðinn“ Frá Pétri Péturssyni: ÉG las grein í Morgunblaðinu þann 7. febrúar, „Ætlast til að við hlaupum hraðar og sinnum fleiri sjúklingum“, og mér stóð alls ekki á sama. Það hlýtur að vera gífurlegt álag á starfsliðið og sjúklinga og mér fannst þessi grein satt að segja hálf óhugn- anleg með framhaldi eftir því sem Einar Oddsson hafði að segja í sam- bandi við sparnaðinn á Landspítalan- um háskólasjúkrahúsi eftir samein- ingu og ekki lagaðist ástandið. Allt hefur hríðversnað um allan helming, og sérstaklega á kostnað sjúklinga. Sem sagt er verið að þvinga fram sparnað með því að loka sjúkrastofum og deildum, og aumingja starfsliðið er óttaslegið við að missa sína vinnu. Ég var einu sinni sjálf gangastúlka og vann allar vaktir, næturvakt, kvöld- vakt og dagvakt. Þetta var árið 1962. Við vorum eins og stór fjölskylda og okkur leið svo vel í vinnunni. Pening- ar entust mikið lengur en nokkurn tíma í dag. Já, þá var öldin önnur, en núna er það því miður allt öðruvísi. Það eru tvær fjölskyldur í þessu landi, önnur er rík og hin er fátæk. Svo komast ör- yrkjar ekki af með sínar bætur vegna mikils sjúkrakostnaðar og alls konar reikninga. Of lítið er eftir til að kaupa mat út mánuðinn, nú þá borðar maður bara brauð og tvíbökur og drekkur te. Ég held að það sé kominn tími til að hrista þennan sofandahátt og hugsa bara um sig, ég meina ríkisstjórnina okkar. Hún mætti svo sannarlega taka sig saman í andlitinu og borga öllum mannsæmandi laun. Þetta gengur ekki svona. MONIKA PÁLSDÓTTIR, Torfufelli 27, Reykjavík. Þetta gengur ekki svona Frá Moniku Pálsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.