Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 23.02.2004, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 STÚLKURNAR tvær sem létust eftir umferðarslys sem varð rétt við Bifröst í Borgarfirði á föstudag hétu Linda Guð- jónsdóttir og Sunna Þórsdóttir. Þær voru báðar á fjórtánda ári. Linda fæddist 25. apríl 1990 og var til heimilis á Dunhaga 11 í Reykjavík. For- eldrar Lindu eru Ellen Ólafsdóttir og Guðjón Kárason. Sunna fæddist 23. mars 1990 og var til heimilis á Melhaga 16 í Reykjavík. Foreldrar Sunnu eru Guðrún Gunnarsdóttir og Þór Sigurjónsson. Stúlkurnar voru báðar nemendur í Hagaskóla í Reykjavík og voru á leið á skíðamót þegar slysið varð. Sunna Þórsdóttir Linda Guðjónsdóttir Létust eftir umferðarslys VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkur lauk í gær með samkomu í Elliðaárdal. Gestir söfnuðust sam- an í Minjasafni Rafveitunnar til að ljúka hátíð- inni með pompi og pragt. Þá var fólk hvatt til að taka með sér vasaljós til að lýsa upp dalinn þar sem skemmtiatriði voru jafnt utan dyra sem innan. Á myndinni sést Lögreglukórinn en hann skemmti gestum ásamt kontrabassa- kvartettinum Tröllagígjunum. Hljómsveitin Tunnustafir lék fyrir gesti en meðlimir hennar nota m.a. olíutunnur og ryksugur við flutning- inn. Tunnustafi skipa Olga Björk Ólafsdóttir, Ólafur Hólm, Richard Korn, Roland Hartwell og Steef van Oosterhout. Hljómsveitin Stein- tryggur, skipuð þeim Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni slagverksleik- urum, spilaði einnig í dalnum á sunnudags- kvöld. Andri Snær Magnason og Kristinn H. Þorsteinsson fluttu gjörning undir heitinu „Er ljóðið dautt?“ Þá fluttu nemendur út Lang- holtsskóla Skuggaleikhús. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetrarhátíð kvödd í Elliðaárdal STEFNT er á að fá erlenda forn- leifafræðinga sem sérhæfa sig í að rannsaka mannvistarleifar á sjávarbotni til að kafa við Kolku- ós sumarið 2005, en Kolkuós var landnámshöfn, ein af helstu höfn- um landsins og hafnaraðstaða Hóla í Hjaltadal til einhvers tíma. Þetta er hluti af tilraunum fornleifafræðinga til að fá heild- arsýn á Hóla, þennan forna höf- uðstað Norðurlands, segir Ragn- heiður Traustadóttir fornleifafræðingur. Hún segir brýnt að rannsaka Kolkuós sem fyrst þar sem landbrot, og jafnvel landsig, ógni minjum frá þessari sögufrægu höfn. Mælingar á hafsbotni verða gerðar í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna næsta sumar til að finna vænleg- ustu staðina fyrir kafarana að skoða. „Við héldum að þetta væru meira og minna einhver ruslalög sem væru að fara út í sjó, en all- ar niðurstöður frá þessum þrem- ur vikum sem við vorum þarna í sumar lofa svo miklu meiru. Þarna erum við að finna síðustu leifar af verslunarstað sem á sögu aftur að landnámi, það hafa engar landnámshafnir verið skoðaðar áður,“ segir Ragnheiður. Hefur verið góð náttúruleg höfn Ragnheiður segir nálægðina við Hóla mjög mikilvæga, en höfnin er talin hafa verið mjög góð nátt- úruleg höfn á sínum tíma. Talið er að Elínarhólmi sem er þar úti fyrir landi hafi jafnvel verið land- fastur, og þá hafi þessi tangi myndað mjög góða hafnarað- stöðu; fremur aðdjúpt með sand- fjöru og skjóli fyrir helstu veður- áttum. Meðal þess sem fannst við upp- gröft á svæðinu síðasta sumar er það sem talið var vera smiðja, en gæti reynst vera staður þar sem járnframleiðsla fór fram. „Það segir okkur að það er jafnvel einhver iðnaður sem fer fram á hafnarsvæðinu,“ segir Ragnheiður. Hún segir það hafa komið á óvart að hafa fundið járnframleiðslu þarna, enda fylgi slíkri starfsemi hiti og reykur sem ekki eigi við handverk sem hugsanlega var unnið í næstu húsum. Landnámshöfn rannsökuð í tengslum við Hólarannsókn Leita fornminja á sjávarbotni Talið er að Elínarhólmi hafi jafnvel verið landfastur og myndað gott skjól fyrir helstu vindáttum og Kolkuós því verið kjörið skipalægi. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um breytingar á ráð- herraembættum í fréttaskýringaþættinum Í brenni- depli, sem sýndur var í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Fyr- ir liggur að Davíð mun hætta sem forsætisráðherra í haust þegar Halldór Ásgrímsson tekur við starfinu, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvaða breytingar Sjálfstæðisflokkurinn gerir á ráðherraliði sínu. „Það er þá bara spursmál um það hvort formaður flokksins vilji vera heima en ekki í utanríkisráðuneyti þar sem menn þurfa að vera mjög mikið í burtu. Það myndi ekki hugnast mér kannski að vera mikið í burtu. Fjármálaráðuneytið er ráðuneyti sem þarf að sinna mjög miklum fundahöldum með öðrum ráðherr- um. Það er ekki endilega víst að það sé heppilegt fyrir formann flokks. Þess vegna kemur ráðuneyti eins og dómsmálaráðuneyti sem er ekki eins umfangsmikið kannski eins og þessi tvö ráðuneyti, en mikilvægt þó, einnig til greina,“ sagði Davíð Oddsson í gær. Davíð Oddsson í þættinum Í brennidepli „Dómsmálaráðuneytið kemur einnig til greina“ TVEIMUR unglingspiltum var bjargað úr sjálfheldu ofarlega í Helgafelli í Kald- árbotnum seinnipartinn í gær. Björg- unarsveit Hafnarfjarðar og Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru kallaðar út. Rign- ing var við Helgafell og erfitt að fóta sig á hálum klöppum í fellinu, auk þess sem lausar moldarskriður voru varasamar. Piltarnir lentu í vandræðum efst í fell- inu með klettabelti á báðar hendur og þurftu björgunarsveitarmenn þess vegna að síga með þá niður 70–80 metra þar til komið var á öruggt svæði. Pilt- arnir voru orðnir kaldir þegar þeir komu niður. Ljósmynd/Atli Már Markússon Björgunarmenn þurftu að síga niður með mennina sem voru í sjálfheldu. Bjargað úr sjálf- heldu í Helgafelli MIÐASALA á tónleika bresku stúlknasveitarinnar Sugababes hefur farið fram úr björtustu vonum, en langar raðir mynd- uðust við verslanir Skífunnar strax í fyrrinótt. Tónleikar sveitarinnar verða 8. apríl en Kalli Bjarni, Idol- sigurvegari, og Hip-Hop sveit- in Skytturnar frá Akureyri hita upp fyrir söngkonurnar ungu. Frábær aðsókn að Sugababes  Löng biðröð/37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.