Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 4

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN Halldórsson flugvélaverkfræð- ingur er einn 200 Íslendinga sem eiga afmæli í dag, 29. febrúar. Kristinn er fæddur árið 1948 en strangt til tekið nýorðinn „löglegur“ unglingur, 14 ára, ef einungis er miðað við af- mælisdagana. „Ég hef haldið upp á afmælið á fjögurra ára fresti frekar en á hverju ári. Fólk heldur kannski upp á afmælið sitt á fimm ára fresti en ég hef notið þess að gera það svona,“ segir Kristinn. Sem barn hélt hann upp á afmælið sitt á hverju ári og minnist þess ekki að það hafi valdið honum hugarangri að þrír af hverjum fjórum afmælisdögum hafi aldrei verið á almanaksárinu. Venjan hafi verið sú að halda upp á afmælið hinn tuttugasta og áttunda. Fær hamingjuóskir í viku Bjarney Sonja Ólafsdóttir, Baddý, eins og hún er kölluð, er 24 ára í dag, 6 ára sam- kvæmt almanakinu. „Ég hef haldið upp á afmælisdaginn þegar mér hentar, oft í kringum helgi. Fólk man venjulega eftir afmælisdeginum mínum og óskar mér til hamingju alla vikuna á eftir, sem er mjög gaman.“ Þegar Baddý var lítil var mottóið hennar að „allir aðrir ættu afmæli degi seinna“. „Þannig að ég átti afmæli 1. mars og það var minn dagur,“ segir hún með stolti enda viðurkennir hún fúslega að það sé gaman að eiga afmæli þennan dag. Fleiri muni eftir deginum og eftir afmælisgjöfum. Baddý útskrifaðist út tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík í fyrra og í hennar ár- gangi var annar nemandi fæddur hinn tutt- ugasta og níunda. Í Verzlunarskólanum, sem hún stundaði nám í á undan, voru þrír sem áttu sama afmælisdag, og annar í grunnskóla og einnig góð vinkona hennar og frændi. „Við höfum ekki gert neitt af því að hittast reglulega en ég man að það var sérstaklega gaman þegar við héldum þrjú sem vorum í Versló upp á „fimm ára“ afmælið okkar.“ Hulda Arnórsdóttir úr Reykjavík efnir venjulega til sérstaks vina- og fjölskyldufagn- aðar hinn tuttugasta og níunda. „Mér finnst þetta alveg sérstök hátíð þegar ég á ekta dag. Það stendur ekkert á kortunum: „Til ham- ingju með platafmælið“ og svoleiðis,“ segir Hulda, sem hefur nú haldið 19 sinnum upp á afmælið þennan dag og er 76 ára. „Þegar ég var krakki passaði mamma mín upp á það að ég ætti afmæli á hverju einasta ári og það var yfirleitt haldið upp á það dag- inn á undan. Á seinni árum má segja að ég hafi farið frjálslega með þetta og alltaf haldið upp á afmælið næsta heppilega dag.“ Morgunblaðið/Þorkell Bjarney Sonja Ólafsdóttir: Hef haldið upp á afmælið þegar mér hentar, oft um helgar. Morgunblaðið/Sverrir Kristinn Halldórsson: Venjan er sú að halda upp á afmælið daginn áður, 28. febrúar. Morgunblaðið/Sverrir Hulda Arnórsdóttir: Mér finnst þetta alveg sérstök hátíð þegar ég á ekta dag. „Gaman að eiga afmæli þennan dag“ Hátíðisdagur þeirra sem fæddir eru á hlaupári TVÖ HUNDRUÐ Íslendingar eru fædd- ir 29. febrúar samkvæmt þjóðskrá. Börn fædd þennan dag árið 2000 eru 19 sam- kvæmt þjóðskrá en elsti núlifandi Ís- lendingurinn sem fæddur er 29. febrúar er 92 ára í dag. Skiptingin milli kynja er svo að segja jöfn, 101 karl á afmæli í dag og 99 kon- ur. 200 Íslendingar fæddir 29. febrúar MIKLAR breytingar verða á fugla- lífi þegar skógur er ræktaður á landi sem áður var skóglaust. Þetta eru meginniðurstöður rannsókna sem Ólafur K. Nielsen fuglafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands og samstarfsmenn hans hafa gert. Þessar fuglarannsóknir eru hluti af stærra verkefni sem heitir SKÓGVIST og er samstarfsverk- efni Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Með SKÓGVIST er reynt að lýsa þeim breytingum sem verða í vist- kerfinu þegar skógur vex upp á skóglausu landi og þá er horft bæði til flórunnar, fánunnar og sveppa. Ólafur skoðaði í sinni rannsókn einkum þéttleika fugla, tegund- arsamsetningu, fjölbreytileika fán- unnar og hvaðan landnemar lerk- iskóganna komu. Hann bar saman opið land, gamla íslenska birki- skóga og lerkiskóga á mismunandi aldursstigum. Um var að ræða lerkiskóga sem hafði verið plantað fyrir 5–7 árum, 15–20 árum og fyr- ir um 40 árum síðan. Rannsóknin var gerð austur á Héraði. Mark- miðið var að fá upplýsingar um breytingar sem verða á þessum fyrstu áratugum framvindunnar. Ólafur sagði að þéttleiki varp- fugla væri meiri í skóglendi en á opnu landi. Ekki væri mikill munur á mólendi og yngsta lerkiskóginum, en þéttleikinn fuglanna væri meiri þegar skógurinn væri orðinn eldri. Ólafur sagði að það væri hins vegar ljóst að sumar fuglategundir væru eingöngu bundnar við opið land og aðrar væru eingöngu í skógum. Auk þess væru nokkrar tegundir sem héldu sig jafnt í opnu landi og í skógum, aðallega hrossagaukur og þúfutittlingur. Breytingarnar ganga hratt yfir „Þessi framvinda gengur til- tölulega hratt fyrir sig. Eftir um 15 ár eru þær tegundir sem eru bundnar við opin svæði algerlega horfnar. Þetta á við um alla vað- fugla nema hrossagauk og spör- fugla sem eru bundnir við opin svæði, eins og steindepill og snjó- tittlingur. Þá hafa þessir svoköll- uðu skógarfuglar tekið við auk þúfutittlings og hrossagauks sem þola þessi umskipti. Aðrir fuglar aðlagast ekki þessari breytingu.“ Ólafur sagði að það væru að- allega sex fuglategundir sem væru áberandi í lerkiskógunum á Austur- landi, þar af fimm sem væru gam- algrónir varpfuglar á Íslandi, skóg- arþröstur, auðnutittlingur, músarrindill, þúfutittlingur og hrossagaukur. Aðalbúsvæði þeirra þriggja sem nefndar voru fyrst væri gamli birkiskógurinn. „Síðan er einn nýr landnemi sem kemur frá Norðvestur-Evrópu, en það er glókollur sem er barrskógafugl. Glókollur hefur breiðst út alveg ótrúlega hratt Dæmið með glókollinn sýnir hvað þessar breytingar geta gengið hratt yfir. Það var í október 1995 sem stór ganga glókolla kom til landsins og síðan hefur hann verið hér og dreifst ótrúlega hratt um landið. Mjög víða er hann orðinn áberandi fugl í bæði greni- og lerki- teigum. Þetta er tegund sem var bara þekkt hér áður fyrr sem flæk- ingur, en á innan við 10 árum hefur hún dreifst um landið og finnst nú verpandi á Austurlandi, Suður- landi, Suðvesturlandi, Vesturlandi og MiðNorðurlandi.“ Miklar breyting- ar verða á fugla- lífi með skógrækt Morgunblaðið/Ómar Glókollur virðist dafna afar vel í skógum hér á landi. Hann verpir nú víða um land. Glókollur er minnsti fugl Evrópu, um 5–6 grömm, og lif- ir aðallega á skordýrum. VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands (VÍS) mun í næstu viku hefja sölu á tryggingum fyrir hesta, hunda og ketti, í samstarfi við sænska dýra- tryggingafélagið AGRIA sem sér- hæfir sig í dýratryggingum. VÍS hef- ur fengið sérleyfi til að selja dýratryggingar í samstarfi við AGRIA undir nafninu VÍS-AGRIA og mun kynna þessa nýjung á fjöl- skylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal í dag. „Við hefjum starfið með stórri fjöl- skylduhátíð þar sem fólk getur séð fallega hesta, hunda og ketti og hitt fólk frá VÍS og AGRIA sem mun leiðbeina því með gæludýratrygg- ingar,“ segir Pekka Olson, sem er menntaður dýralæknir og starfar fyrir AGRIA. Hann kenndi dýra- lækningar á dýraspítala í tuttugu ár áður en hann hóf störf hjá AGRIA árið 1995. Pekka er staddur hér á landi til að leiðbeina starfsfólki VÍS með innri læknavísindi smærri dýra, svo mögulegt sé að meta heilsu þeirra dýra sem tryggð eru. „AGRIA sérhæfir sig í dýratrygg- ingum og við búum að rúmlega hundrað ára reynslu á því sviði. Við tryggjum húsdýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, hamstra, kanínur, páfa- gauka og jafnvel rottur. Stærstir er- um við þó í hundum, köttum og hest- um, enda eru það hefðbundin húsdýr,“ segir Pekka og bætir við að mesta aukningin sé í tryggingum á köttum, því fólk sé almennt orðið meðvitaðra um kettina sína auk þess sem kattarækt fari vaxandi. 10 þúsund íslenskir hestar Í Svíþjóð eru um 12.000 íslenskir hestar og AGRIA tryggir um 10.000 þeirra. Íslenski hesturinn er sú hestategund í Svíþjóð sem er í örust- um vexti og er sú þriðja stærsta. Sví- ar eiga líka sína eigin tegund hesta, sænska heitblóðunginn, sem er mun stærra dýr en íslenski hesturinn. En hvers vegna tryggir fólk dýrin sín? „Í raun eru tvær meginástæður fyrir því. Annars vegar vill fólk vernda fjárfestinguna þegar það á til dæmis verðmætan hest, skyldi hann verða veikur og deyja,“ segir Pekka. „Hin ástæðan er sú að fólk vill geta borgað fyrir dýra dýralæknaþjón- ustu, því dýralækningar eru að verða sífellt þróaðri og mögulegt er að halda dýrum heilbrigðum lengur, en það kostar nokkurn pening. Með tryggingunni þarf fólk aldrei að lenda í þeim aðstæðum að velja á milli þess að lóga dýrinu eða lækna það vegna kostnaðar. Þetta á jafnt við um ketti, hunda og hesta. Ef eitt- hvað kemur fyrir dýrin getur verið dýrt að lækna þau og þá er gott að þurfa ekki að lóga þeim.“ Pekka segir fólk líka sjaldnast líta á dýr einungis sem hluti, þau séu hluti af fjölskyldunni. „Hundar og kettir sem búa með fjölskyldunni eru í raun meðlimir hennar og sárt ef þau lenda í veikindum eða slysum og maður vill gera sitt besta fyrir fjöl- skyldumeðlim,“ segir Pekka. VÍS-AGRIA hefur sölu á húsdýratryggingum á Íslandi Fólk þarf ekki lengur að velja milli lógunar og lífs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.