Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þann 1. mars n.k eru liðin 80 ár frá því að aðalbanki Lands-
bankans var byggður á ný eftir brunann mikla árið 1915.
Í tilefni af afmælinu hefur verið sett upp ljósmyndasýning
í Aðalbanka sem spannar sögu hússins og nánasta umhverfi þess
frá aldamótum til dagsins í dag. Á sýningunni má sjá fyrsta
Landsbankahúsið, myndir frá brunanum og endurreisn nýja hússins.
Einnig verður sýnt stutt myndband með myndbrotum frá þessum
tíma. Sýningin verður opin til 31. mars og hvetjum við alla áhuga-
sama til að líta við.
Myndasýning
í tilefni af 80 ára afmæli
Landsbankahússins
Banki og hús í áttatíu ár
www.landsbanki.is
sími 560 6000
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
LB
I
23
83
5
0
2/
20
04
Magnús Ólafsson, 1910-1920 Atvinnuhúsnæði byggingar . Landsbankinn í Austurstræti
Þ
að hefur myndast röð við glerbúrið á bráðamóttöku Borg-
arspítalans. Ungi maðurinn fremst í röðinni hóar í gamlan
hvíthærðan mann, sem hvílir sig á stól í biðstofunni.
– Það er komið að okkur!
En gráhærður gamall maður stígur í veg fyrir þann hvít-
hærða.
– Ætlarðu að fara fram fyrir mig? segir hann ógnandi. Blaðamanni
verður hugsað til einvígis Gandalfs og Sarúmans í Hringadróttinssögu.
– Ertu eitthvað á móti því? spyr sá hvíthærði og spennir upp brjóst-
kassann. Það er eins og hann yngist um 20 ár.
– Ég vildi bara spyrja, svarar sá gráhærði og það
sljákkar í honum. Heiminum er borgið.
Frískleg stúlka í bláum sloppi eftir nýjustu tísku á
spítölunum tekur á móti fólki í alla vega ásigkomulagi og
spyr það út úr persónulegum högum. Brjóstvasinn er út-
belgdur af pennum, skærum, teygjum og barmmerkjum
– fagmennskan leynir sér ekki.
– Hvað kom fyrir, spyr hún.
– Fótbolti, svarar blaðamaður pínulítið stoltur.
– Missteigstu þig?
– Já.
– Ertu að æfa með einhverju félagi? – Ha? Ja, jæja, ég veit ekki hvort
það skiptir máli. Ufsanum.
– Eigum við ekki bara að skrifa það, segir hún hughreystandi.
– Ha, jú.
Að loknu samtalinu sprettur blaðamaður á fætur og rekur höfuðið af
miklu afli í glerið. Hann þreifar angistarfullur á höfðinu eftir áverk-
anum; bíður eftir sársaukanum. En finnur ekkert. Þá áttar hann sig á
því að búið er að klæða glerið með svampi. Enda má gera ráð fyrir að
helstu hrakfallabálkar landsins sæki þessa þjónustu. Fólkið í röðinni
skellihlær og móðir hvíslar að dóttur sinni:
– Rak karlinn sig í?
Litteratúrinn er hinn skemmtilegasti. Þar er viðtal við Berthu Maríu
Waagfjörð í Skýjum; búið er að rífa úr blaðinu hálfa síðu með mynd af
henni naktri bak við rimlagardínur. Glittir þó í annað brjóstið. Ef til vill
hefur einhver laumað hinu heim með sér.
Reglulega eru kölluð upp nöfn þeirra sem bíða á biðstofunni. Loks
kemur röðin að blaðamanni.
Pétur!
Við tekur ósköp notaleg sjúkrastofa með bangsaveggfóðri, sem hefur
einhvern tíma verið barnabiðstofa. Á veggnum hangir skjöldur með
áletruninni: Leikföng gefin af Lionsklúbbnum Þór. Nú eru einu leik-
föngin sótthreinsivökvar, plastmál og klútar. Sár eru í veggnum eftir
tæki sem tekin hafa verið niður, en enginn virðist líklegur til að lækna
þau sár.
Í einverunni meðan beðið er eftir lækninum er skvaldrið frammi eins
og lyftutónlist; ráðningarbann ber á góma og sagt er í umkvörtunartón:
– … svo fækkar bara starfsfólkinu þangað til einn daginn að við lok-
um deildinni!
Úr næsta herbergi stígur gamall maður og segir:
– Mér var vísað inn í þessa stofu að bíða eftir lækninum en nú er ég
búinn að bíða í bráðum hálftíma og mér er orðið kalt: Þið eruð ekki búin
að gleyma mér?
– Nei, það er fylgst með þér, svarar hjúkrunarfræðingurinn hlýlega.
Að vörmu spori gengur læknir inn til hans og síðan tveir hjúkr-
unarfræðingar sem gefa honum parkódín.
– Nú, ég hélt ég fengi kókaín eða ópíum, segir hann og gerir sér upp
undrun.
Það kemur læknir til blaðamanns, ung stúlka sem heilsar vinalega.
Hún þreifar á ökklanum til að komast að því hvar blaðamaður finnur til
– og ýtir þar. Síðan ýtir hún aftur nokkrum sinnum, þangað til hún seg-
ir, að það þurfi að mynda ökklann.
Eftir skamma stund á biðstofu röntgendeildarinnar liggur blaðamað-
ur á sjúkrastofu og fer í hinar ýmsu stellingar með ökklann, svolítið eins
og alvöru fyrirsæta. Hann áttar sig á því að það hlýtur að vera óskap-
lega flókið að sitja fyrir á nektarmyndum. Hann er bara komin úr öðr-
um sokknum!
Blaðamaður heldur síðan með röntgenmyndirnar aftur á bráða-
móttökuna. Þar kemst hann að því að ljósmyndara Morgunblaðsins hef-
ur verið vísað frá vegna þess að starfsfólkið hélt að hann væri að leita að
þingmanninum Pétri H. Blöndal og vildi ekkert um það segja, hvort
hann væri staddur á spítalanum.
– Það er nafnleynd í heilbrigðiskerfinu, segir deildarstjórinn ábúð-
arfullur.
Blaðamaður er þakklátur fyrir hönd nafna síns, þingmannsins. Á bið-
stofunni er fólk enn að bíða í röð. Einn talar laumulega í gemsa úti í
horni að ganga frá viðskiptadíl. Andlitsfríð stúlka er berfætt á öðrum
fætinum og telur á sér tærnar. Hópur af strákum leitar að hálfri síðu,
sem vantar í Ský. Blaðamaður hugsar sér gott til glóðarinnar að komast
aftur í fótbolta, – með Ufsanum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fyrirsæta á
sjúkrabekk
SKISSA
Pétur
Blöndal
sótti bráða-
móttökuna.
HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrr-
verandi þingmaður, hefur sent
Skipulagsstofnun bréf þar sem
hann óskar eftir að stofnunin taki
ákvörðun um hvort raflýsing á
Gullfossi að vetrarlagi sé mats-
skyld framkvæmd samkvæmt lög-
um um mat á umhverfisáhrifum.
Hjörleifur greindi frá þessu á fundi
sem Landvernd og Bláskógabyggð
efndu til á Hótel Borg á föstudag
undir yfirskriftinni: Má raflýsa
Gullfoss?
Í bréfi til Skipulagsstofnunar
segir að flóðlýsing við Gullfoss sé
meiriháttar inngrip í umhverfi eins
þekktasta náttúrufyrirbæris á Ís-
landi sem feli einnig í sér breyt-
ingu á þjónustumiðstöð og tengd-
um aðgerðum fyrir ferðamenn við
fossinn, þar með talið við gang-
stíga.
Bláskógabyggð hefur um nokk-
urt skeið haft uppi áform um að
raflýsa Gullfoss til að bæta aðgengi
ferðamanna að fossinum að vetri
til og lengja ferðamannatímabilið.
Oddur Hermannsson landslags-
arkitekt, sem vann að gerð að-
alskipulags fyrir Bláskógabyggð,
sagði á fundinum að koma mætti
ljóskösturum þannig fyrir að þeir
yrðu huldir undir vesturbrún gjár-
innar og að miðað væri við að lýsa
upp fossinn í myrkri frá nóvember
fram í mars. Verkefnið yrði til-
raunaverkefni til tveggja ára og að
þeim tíma liðnum mætti endur-
skoða það í ljósi reynslunnar. Hann
undirstrikaði að um afturkræfa
framkvæmd væri að ræða.
Ari Trausti Guðmundsson jarð-
fræðingur sagði það mat sitt að
rétt væri að flóðlýsa Gullfoss og til-
tók dæmi erlendis frá þar sem ein-
stök náttúrufyrirbæri hefðu verið
flóðlýst með góðum árangri. Hann
sagðist ekki óttast að með því væri
verið að skapa fordæmi fyrir því
að fleiri fossar yrðu flóðlýstir.
Árni Bragason, forstöðumaður á
Umhverfisstofnun, sagði að um-
hverfisstefna stjórnvalda hefði
fram að þessu verið að lágmarka
byggingu mannvirkja við nátt-
úrufyrirbæri. Umhverfisstofnun
hefði sem umsagnaraðili vegna er-
indis Bláskógabyggðar í nóvember
í fyrra lagt til að Gullfoss yrði ekki
flóðlýstur. Árni sagði að sérstaða
Íslands væri í því fólgin að hér á
landi hefði tiltölulega lítið rask
verið við náttúrufyrirbæri, ólíkt
því sem væri víða erlendis.
Fjöldi ferðamanna
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum
alþingismaður, sagði það fjar-
stæðukennda hugmynd að láta lýsa
upp fossinn og augljóst dæmi um
firringu sem rekja mætti til borg-
arsamfélagsins.
Sveinn Sæland, oddviti Blá-
skógabyggðar, sagði ljóst að um
80% ferðamanna sem kæmu til Ís-
lands heimsæktu Gulfoss og að
ferðamenn sem þangað kæmu,
einkum að vetrarlagi, gerðu ráð
fyrir annarri aðstöðu en þar væri
fyrir. Mikilvægt væri að huga að
lýsingu til að bæta öryggi ferða-
manna.
Fram kom á fundinum að nokkr-
ir fossar eru flóðlýstir hér á landi,
s.s. Seljalandsfoss og Foss á Síðu.
Raflýsing við Gullfoss rædd á fundi Landverndar
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Efri fossinn og bakkarnir voru upplýstir með bílljósum og kösturum 26. febrúar 1999. Myndin er tekin um hánótt.
Óskað eftir úrskurði um
matsskyldu lýsingar
KAUPMÁTTUR launa jókst að
meðaltali um 2,5% á einu ári, milli
fjórða ársfjórðungs á síðasta ári og
sama tímabils árið 2002, að því er
fram kemur í nýrri launakönnun
Kjararannsóknarnefndar.
Á tímabilinu hækkuðu laun að
meðaltali um 5,1%, en það var nokk-
uð mismunandi á milli starfsstétta
eða á bilinu 4,1% til 7,4%. Vísitala
neysluverðs hækkaði um 2,6% og því
jókst kaupmáttur sem því nam að
meðaltali.
Laun kvenna hækkuðu nokkru
meira en laun karla á tímabilinu eða
um 6,1% samanborið við 4,7% og
laun á höfuðborgarsvæðinu hækk-
uðu meira en laun á landsbyggðinni
eða um 5,3% samanborið við 4,9%.
Laun þjónustu-, sölu- og af-
greiðslufólks hækkuðu mest eða um
7,4% en hækkun annarra stétta var á
bilinu 4,1 til 4,9%.
Kaupmáttur
launa jókst
um 2,5%
♦♦♦