Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 11
’ Dómsmálaráðuneytið kemur einnig vel til greina.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi um breyt-
ingar á ráðherraembættum í fréttaskýringaþættinum
Í brennidepli í Ríkissjónvarpinu. Halldór Ásgrímsson
tekur við forsætisráðherraembættinu af Davíð 15.
september næstkomandi.
’ Ef við eigum að koma í veg fyrir aðmerking hjónabands verði breytt um alla
eilífð verður þjóð okkar að taka upp
ákvæði í stjórnarskrána til að vernda
hjónabandið í Bandaríkjunum.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti á þriðjudag
Bandaríkjaþing til að samþykkja stjórnarskrárbreyt-
ingu til að banna hjónabönd samkynhneigðra.
’ Kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur al-mennt talað aukist frá því fyrir rúmum 15
árum.‘Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í svari við fyr-
irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns.
’ Ég fagna því sérstaklega að eftir lang-varandi stöðnun í skipulags- og bygging-
armálum miðborgarinnar skuli loksins
koma fram skipulagstillögur bæði frá
borgaryfirvöldum og áhugasömum að-
ilum utan borgarkerfisins.‘Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , oddviti Sjálfstæð-
isflokks í borgarstjórn, um nýjar skipulagstillögur
fyrir miðborgina.
’ Það myndi valda okkur vonbrigðum efþetta reyndist satt. Aðgerðir af þessu
tagi grafa undan heiðarleika og trúnaði í
samskiptum stjórnarerindreka.‘Fred Eckhard , talsmaður Kofi Annans, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um fullyrðingar
þess efnis að Bretar hafi njósnað um Annan í aðdrag-
anda Íraksstríðsins.
’ Öllum þykir gaman í leikhúsinuþegar vel selst.‘Þórhildur Þorleifsdóttir er ánægð með góðar við-
tökur við söngleiknum Chicago, sem hún leikstýrir, en
uppselt hefur verið á sýningar margar vikur fram í
tímann.
’ Mér sýnist að margt hafi breyst. Eftirað kommúnisminn hrundi er hér bjartara
yfir, eins og gerist alls staðar þar sem
slíkar stefnur hverfa.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra fór í opinbera heim-
sókn til Úkraínu í vikunni og leist þar betur á sig en
fyrir tveimur áratugum.
’ Nam ekki Ingólfur Arnarson allt þettaland? Alla tíð hefur verið talað um land-
nám Ingólfs en nú kemur allt í einu í ljós
að hann hefur ekki numið þetta land. Það
er furðulegt. Er verið að gera landnáms-
manninn ómerkan?‘Ólafur Björnsson , sem verið hefur lögmaður margra
landeigenda í fyrri málum hjá óbyggðanefnd, sagði að
sér virtist að kröfugerð ríkisins í þjóðlendur á Suð-
vesturlandi beindist að einhverju leyti að eign-
arlöndum.
’ Landið stendur frammi fyrir fleirivandamálum og meira óréttlæti en það á
skilið. Það eru of mikil völd og auðæfi
í of fáum höndum.‘Bandaríski neytendafrömuðurinn Ralph Nader til-
kynnti sl. sunnudag að hann gæfi kost á sér í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.
Ummæli vikunnar
Reuters
Shanna Holladay og Jennifer Sells kyssast
eftir að hafa verið gefnar saman í ráðhúsinu í
San Fransisco í Kaliforníu á Valentínus-
ardaginn. Sonur þeirra, Evan, fylgist með.
Í hjónaband
frumvarp að lögum um verndun Mývatns og
Laxár til umfjöllunar, en það var áður en
bráðabirgðaákvæðið var sett inn. „Við höfum
ekkert ályktað um málið núna,“ sagði hún. „Ég
held að farsælast sé að menn haldi ró sinni.
Mér finnst við ættum að hleypa framkvæmd-
inni í umhverfismat og sjá hvað kemur út úr
því. Landeigendafélagið hefur neitunarvald,
það er hægt að beita því lítist mönnum ekkert
á.“ Ólína sagði að vissulega skipti Laxárvirkj-
un sveitarfélagið miklu máli, það hefði til að
mynda umtalsverðar tekjur t.d. í formi fast-
eignagjalda og þá væru starfsmenn meðal íbúa
og greiddu sín gjöld. Alls eiga sautján manns
lögheimili í Laxárvirkjun, fjórar fjölskyldur,
en sumir starfsmanna búa annars staðar. „Það
munar um allan rekstur í svo litlu sveitarfé-
lagi,“ sagði Ólína, en í Aðaldælahreppi búa 280
manns. Hún sagði að skoðanir væru skiptar í
héraði, með eða móti hækkun stíflunnar. „Ég
vorkenni okkur ekki að taka afstöðu í þessu
máli frekar en öðrum, en auðvitað er þetta mál
frábrugðið öðrum að því leyti að svo miklar til-
finningar eru bundnar því,“ sagði Ólína.
Má skoða kosti er umhverfismat liggur fyrir
Sigrún Marinósdóttir á Núpum hefur leitað
eftir inngöngu í Landeigendafélag Laxár og
Mývatns, en hún og eiginmaður hennar eign-
uðust helming jarðarinnar á síðastliðnu ári.
„Ég hef áhuga á að ganga í félagið, fá að fylgj-
ast með framvindu mála og taka svo afstöðu
eftir að hafa skoðað alla fleti þess,“ sagði hún.
„Ég vil taka mína ákvörðun þegar búið er að
vinna umhverfismat, ég held að best fari á að
menn séu rólegir þar til niðurstaða þess liggur
fyrir. Þegar það liggur fyrir getum við skoðað
hver áhrifin verða og hvaða kostir eru í boði.
Að mínu viti er hyggilegast að skoða allar hlið-
ar málsins,“ sagði Sigrún.
Yrði mikill skaði að missa virkjunina
Benedikt Kristjánsson á Hólmavaði í Aðal-
dal er fylgjandi því að stíflan í Laxá verði
hækkuð. „Mér finnst alveg sjálfsagt að halda
virkjuninni hér í hreppnum. Það yrði mikill
skaði fyrir okkur að missa hana,“ sagði Bene-
dikt. Hann sagði hagnað af rekstrinum ekki
mikinn en ljóst að ráðast þyrfti í kostnaðar-
samar endurbætur. Yrði stíflan ekki hækkuð
til að gera reksturinn hagkvæmari taldi Bene-
dikt einsýnt að hún yrði lögð niður. „Ég hef
ekki trú á að þeir fari að kosta miklu til að
halda virkjuninni ef þeir fá ekki þetta leyfi,“
sagði Benedikt. Hann sagði nokkuð á sig leggj-
andi til að halda virkjuninni gangandi. Hún
væri stolt byggðarlagsins og skapaði tekjur í
sveitarfélaginu. Benedikt er í Landeigendafé-
lagi Laxár og Mývatns og sagði hann það góð-
an kost fyrir félagsmenn ef unnt yrði að losna
við sandinn úr ánni, en vissulega bæri einnig að
skoða aðra kosti við að losna við hann en stíflu-
hækkun. Uppgræðslustarf hefði skilað árangri
og halda þyrfti því áfram og því væri mikilvægt
að athuga hvort hægt væri að stöðva sandburð-
inn fyrr, við Kráká og áður en hann kæmi niður
í Laxá. „Sandurinn drepur allt sem fyrir hon-
um verður,“ sagði hann. „Ef hægt verður að
stöðva sandburðinn fyrr þarf ekki að reisa eins
háa stíflu og þá er líklegra að fleiri skipi sér í lið
með okkur sem erum fylgjandi hækkun.“
Hann sagði áberandi að margir sem væru á
móti framkvæmdum ættu ekki heima í byggð-
arlaginu, t.d. fólk af höfuðborgarsvæðinu, Ak-
ureyri og Húsavík. Auðvitað væri öllum frjálst
að hafa skoðun á málinu, en fyrst og fremst
ætti að hafa hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.
Hann sagði oft mikil læti í ánni og hún bæri
grjót og klakastykki upp á tún. „Þetta eru oft
stór björg sem einungis er hægt að losa sig við
með aðstoð dráttarvéla, hún er ekkert lamb að
leika sér við, Laxáin,“ sagði Benedikt. Hækkun
stíflunnar gæti dregið úr þessu sem og krapa-
flóðum, sem af og til yrðu í ánni, og þar með
minnkað hættuna á tjóni af þessum völdum.
Benedikt sagði að því miður mætti búast við
hörðum deilum um málið á næstunni, fyndist
ekki lausn sem allir sættu sig við. „Og ég hef
ekki mikla trú á að slík lausn finnist. Þing-
eyingar eru ekki frægir fyrir að skipta um
skoðun og flestir hafa þegar myndað sér skoð-
un, með eða á móti.“
Ekki vafi að ákvæði kom frá Landsvirkjun
Jón Benediktsson á Auðnum í Laxárdal
sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og
lýsti vanþóknun á „því uppátæki umhverfisráð-
herrans að rífa menn upp úr þeim friði sem
náðst hafði um endurskoðun frumvarpsins með
því að bæta við þessu umdeilda bráðabirgða-
ákvæði. Við héldum fyrst þegar við fréttum af
þessu að þetta væri einhver leiðindaslæðingur
í skammdeginu, en það er ekki vafi á því að
þetta ákvæði kemur beint úr smiðju Lands-
virkjunar. Auðvitað undrast maður það að um-
hverfisráðherra skuli ganga svo berlega erinda
þeirrar stofnunar.“
Jón sagði að iðulega væri fléttað saman
vandamálum sem tengdust sliti á vélum, sem
rekja mætti til ófullnægjandi aðstöðu við inn-
tak virkjunarinnar, og svo aftur annarri við-
haldsþörf sem ekki tengdist fyrrnefndum
vanda. „Samkvæmt upplýsingum Landsvirkj-
unar er viðhaldsþörfin nú mikil, en hún er til-
komin vegna þess að ýmis búnaður og mann-
virki eru blátt áfram úr sér gengin af völdum
eðlilegs slit. Það slitnar allt sem notað er,“
sagði Jón og taldi að ofuráhersla hefði verið
lögð á þennan þátt. Laxárvirkjun væri rennsl-
isvirkjun og of mikil bjartsýni væri að halda að
hægt væri að reka slíka virkjun án truflana.
Jón sagði að hugmyndum um tíu til tólf
metra hækkun stíflu hefði verið hafnað heima í
héraði á sínum tíma. „Því fremur er það sér-
kennilegt að Landsvirkjun fari að vekja þessar
hugmyndir að nýju og freista þess svo að koma
þessari framkvæmd í gegnum umhverfismat.
Framkvæmd sem þar að auki er bönnuð sam-
kvæmt lögum,“ sagði Jón og vísaði til sátta-
gjarðarinnar frá 1973. Hann sagði heimamenn
hafa reynt að ræða aðrar leiðir til að draga úr
vélasliti og rekstrartruflunum, „en það hefur
ekki tekist. Enn hefur ekki tekist í neinni al-
vöru að fá Landsvirkjun til að ræða möguleika
á að stöðva sandburðinn áður en hann nær til
Laxár,“ sagði Jón. „Við megum ekki einu sinni
ræða breytingar af þessu tagi nema þá aðeins
að þær þjóni hlutverki sem samræmist tilgangi
Landsvirkjunar.“
Hann benti á að menn hefðu ekkert í hönd-
unum um hverju minnkandi sandburður myndi
skila varðandi fiskirækt í ánni. Hann nefndi að
eitt sinn hefði verið á döfinni að gera svæðið of-
an virkjana laxgengt, en þegar fór að reyna á
það ákvæði síðar hefðu tímar breyst, önnur
sjónarmið voru uppi. Það sem menn sáu ekkert
athugavert við á tímum Laxárdeilunnar var
ekki talið gott og gilt um 1990.
Hann sagði framhaldið ráðast af því hvaða
afgreiðslu málið fengi á Alþingi. Yrðu lögin
samþykkt yrði raskað því algjöra banni sem
verið hefði um vatnsborðshækkun við stífluna,
„og opnuð leið til að einhverjum áætlunum sé
hægt að koma í gegnum umhverfismat fyrir
stofnanir“, sagði Jón.
Hann benti á að stíflugerð og tilheyrandi
söfnun á sandi gæti brotið í bága við ákvæði um
sjálfbærni í frumvarpinu. Engar trúverðugar
lausnir lægju fyrir um hvernig ætti að losna við
sandinn né hvað það kostaði. „Þarna yrði óhjá-
kvæmilega hafist handa við að safna óleystum
framtíðarvandamálum,“ sagði Jón.
Hann sagði að rekstur virkjunarinnar sveit-
arfélaginu mikilvægan. Nú væru þó að verða
breytingar í orkugeiranum: „Það eru breyttir
tímar frá því sem var, það virðist vera hægt að
fá peninga í hvað sem er ef menn leggja fram
sæmilega trúverðugar rekstraráætlanir. Orku-
framleiðsla og -sala er eitt af því sem er nokkuð
tryggt, almenningur verður að kaupa. Þannig
að ég kvíði því ekki að Laxárvirkjun verði lögð
niður,“ sagði Jón og taldi rekstur virkjunar-
innar mun hagkvæmari en menn vildu vera
láta. Hótanir af því tagi virkuðu alltaf sterkt,
sveitarfélögin ættu í vök að verjast og mættu
enga hönd missa, íbúum fækkaði og þeim væru
lagðar á hendur auknar skyldur. „Þá er skilj-
anlegt að þau verði viðkvæm, haldið er í hvert
brot úr stöðugildi og láir það þeim enginn.“
Jón sagði að hann og skoðanabræður hans
hefðu aldrei útilokað viðræður um einhver vik
frá Laxársamningnum. Þær hugmyndir sem
Landsvirkjun hefði viðrað nú gengju hins veg-
ar mun lengra en menn gætu nokkurn tíma
sætt sig við. „Við höfum aldrei útilokað ein-
hverjar tilslakanir, en í raun hefur ekki verið
um annað að ræða en hugmyndir af þessu tagi,
þ.e. hækkun upp á tíu til tólf metra. Það sem
við hugsanlega hefðum getað fallist á gat
Landsvirkjun ekki sætt sig við,“ sagði Jón.
Treystum okkur ekki í aðra deilu
Atli Vigfússon, formaður Landeigendafélags
Laxár og Mývatns, er eindreginn talsmaður
þess að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
Gamla Laxárdeilan markaði að hans sögn djúp
spor í héraðinu: „Og ég held við treystum okk-
ur ekki í aðra slíka deilu. Það verður að finna
leið sem verður til þess að virkjunin verði hér
til framtíðar en jafnframt að þeir sem eiga
hagsmuna að gæta á öðrum sviðum geti einnig
lifað hér í sátt.“ Atli sagði að horfa þyrfti til
þess að um væri að ræða alþjóðlegt verndar-
svæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum, en
markmið hans er að bæta verndun og stjórnun
mikilvægra votlendissvæða sem hafa alþjóð-
legt gildi einkum fyrir fuglalíf.
„Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi
á þessu svæði og þeir eru nokkuð mismunandi
eftir því hvar fólk stendur,“ sagði Atli. Sveitar-
félagið hefði tekjur af mannvirkjum og starfs-
fólki, starfsemi virkjunarinnar hefði átt sinn
þátt í að skapa mannlíf í dalnum og auðgað það,
starfsfólkið ætti börn í leik- og grunnskólum.
„Allt þetta skiptir máli í litlu sveitarfélagi,“
sagði hann. Þá nefndi hann hagsmuni þeirra
sem ættu veiðirétt í Laxá, en þeim væri mikið í
mun að losna við sandburð í ánni. Einnig mætti
nefna sjónarmið Landsvirkjunar og þann
vanda sem að rekstrinum steðjaði vegna íss og
grjóts sem bærist í vélar, en hækkun stíflunnar
myndi leysa þann vanda. Atli nefndi einnig að á
svæðinu væri fjölskrúðugt fuglalíf, „þetta er
einhver mesta andaframleiðsla Evrópu“, sagði
hann og benti á að vernda þyrfti varphólma
andanna í Laxá, en búsvæði fuglanna myndu
að hluta fara undir vatn með tilkomu hærri
stíflu. Þannig mætti lengi telja og fjölmargir
fletir á málinu. Atli sagði að sátt hefði náðst um
endurskoðun laganna um verndun Laxár og
Mývatns fyrir jólin, en bráðabirgðaákvæðinu
hefði svo verið varpað inn eins og sprengju.
„Við skiljum ekki af hverju verið er að varpa
þessari sprengju inn í þetta samfélag,“ sagði
Atli, en hann hefði sjálfur kosið að sjá breiðan
hóp fólks, fulltrúa allra sjónarmiða, koma sam-
an og fara yfir möguleika í stöðunni. „Þetta
ákvæði hefur skaðað málið og skapað visst óör-
yggi í héraði,“ sagði Atli. „Aðalgallinn við það
er að það gildir í tíu ár, en mín skoðun er sú að
til þess að fara í framkvæmdir við virkjunina til
lagfæringa hefði ekki þurft að gefa svo langan
tíma. Mér hefði fundist að það hefði mátt
sleppa þessu ákvæði en þess í stað gefa heimild
með lögum í eitt eða tvö ár þegar málið er
nægilega vel undirbúið og allir hafa sætt sig við
framkvæmdina. Menn hræðast tíu ára leyfi til
virkjana og telja sig ekki örugga með að ekki
verið farið út í eitthvað meira.
Mér finnst þetta bera þess merki að saga
allra þeirra atburða sem urðu á sínum tíma er
fólki ekki kunn. Það er nýtt fólk á Alþingi og
hjá Landsvirkjun og það skortir tilfinningu
fyrir sögunni, fyrir þeim deilum sem hér voru
og mörkuðu djúp spor í sálarlíf manna.“ Hann
sagði menn standa frammi fyrir erfiðu verk-
efni, sem þeir þó yrðu að vinna sig út úr. „Við
verðum einhvern veginn að reyna að snúa at-
burðarásinni við, byrja upp á nýtt og finna
sáttaleið, hvernig svo sem að því verður farið,“
sagði Atli. „Það er ekki of seint að finna slíka
leið og mikilvægt að við lokum engum dyrum.“
inn í samfélagið
Morgunblaðið/Kristján
Fulltrúar Landsvirkjunar á stíflunni í Laxá, f.v. Hugrún Gunnarsdóttir, Bjarni Bjarnason, Ingvar Haf-
steinsson og Bjarni Már Júlíusson.