Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 13
fyrir áreitni, ofbeldi eða hótunum í
vinnunni. Algengast var að vistmenn
eða sjúklingar ættu þar hlut að máli.
Í ljós kom að þetta hafði margvísleg
áhrif á líðan þessara starfsmanna,
þeir voru t.d. líklegri en aðrir til að
finna til óþæginda í líkamanum og
voru að auki óánægðari í starfi, upp-
lifðu minni glaðværð og samstöðu í
starfshópnum og voru óánægðari
með samskipti sín við samstarfsfólk
og yfirmenn.
Þegar spurt var um lífsstíl starfs-
manna í öldrunarþjónustu kom m.a. í
ljós að um þriðjungur þeirra reykir
daglega. Var útkoman mismunandi
eftir stöðu og aldri en sérfræðingar
Vinnueftirlitsins telja þá niðurstöðu
hljóta að krefjast viðbragða að um
50% ófaglærðra starfsmanna yngri
en 25 ára sögðust reykja. Þrír af
hverjum fjórum svarendum sögðust
neyta áfengis. Af þeim drekka þrír af
hverjum tíu einu sinni til fimm sinn-
um á ári, um 27% sex til tíu sinnum á
ári og um 20% einu sinni til þrisvar í
mánuði. Um 7% starfsfólks sögðust
neyta áfengis vikulega eða oftar og
tæp 5% sögðust hafa misnotað
áfengi, annaðhvort að eigin dómi eða
annarra.
Líkamlegt og andlegt álag þessa
starfsfólks lýsir sér m.a. í því að 86%
svarenda sögðust hafa leitað til
læknis einhvern tímann á árinu á
undan og 78% voru einhvern tímann
frá vinnu vegna eigin veikinda. Al-
gengast var að fólk hafði leitað lækn-
is eða meðferðar vegna vöðvabólgu,
bakveiki, kvefs eða umgangspesta
en einnig vegna blóðþrýstings,
svefnvandamála, kvíða eða spennu,
augnsjúkdóma, þunglyndis og hjart-
sláttartruflana. Þrátt fyrir þessi ein-
kenni sagði meira en helmingur
starfsfólksins heilsu sína vera góða
og voru yfirmenn og faglærðir yfir-
leitt ánægðari með heilsuna en ófag-
lærðir. Meira en sex af hverjum tíu
sögðust vera sáttir við vinnu sína.
Elliheimilin brugðust vel við
Í kjölfar rannsóknarinnar var fjöl-
mörgum ábendingum og athuga-
semdum komið á framfæri við
stjórnendur öldrunarstofnana og að
sögn Kristins, Guðbjargar Lindu og
Hólmfríðar hafa viðbrögðin verið
mjög góð og jákvæð. Niðurstöður
rannsóknarinnar voru líka kynntar á
stærstu elliheimilunum. Þau segja
að víða hafi verklagsreglum verið
breytt, úrbætur gerðar og sumar
öldrunarstofnanir tekið upp ný
vinnubrögð, með það að markmiði að
bæta líðan og aðbúnað starfsfólks-
ins.
Upp úr svörum þátttakenda í
rannsókninni hefur rannsókna- og
heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins síð-
an unnið skýrslu og skrifað greinar
til birtingar í erlendum tímaritum og
til kynningar á ráðstefnum erlendis.
Fyrsta greinin sem fékkst birt upp
úr rannsókninni var á vefnum Pub-
Med í desember síðastliðnum og
fjallaði um sálfélagslega áhættu-
þætti fyrir stoðkerfiseinkenni meðal
kvenna í öldrunarþjónustu. Þar voru
reifaðar helstu niðurstöður varðandi
líkamleg og andleg einkenni sem
konurnar höfðu og tengdust klárlega
vinnunni, samanber umfjöllun hér að
framan.
Ekki sjálfgefið að fá grein birta
Aðspurð um tilurð þess að fá
greinar kynntar og birtar erlendis
segja þau að mikil vinna liggi þar að
baki. Ekki sé sjálfgefið að fá slíkar
greinar birtar og það geti tekið mörg
ár.
„Það skiptir okkur miklu máli að
fá greinarnar kynntar á erlendum
ráðstefnum, þar sem sérfræðingar á
þessu sviði eru samankomnir, til að
segja okkur og leiðbeina hve mikil-
vægar niðurstöðurnar eru. Kostur-
inn við að fá greinar birtar í tímarit-
um er að þá eru þær skoðaðar af
sérfræðingum, sem komast þá
kannski að því að hér eru nýjungar á
ferð sem skipta raunverulegu máli í
vinnuvernd. Ef við erum ekki að
gera neitt nýtt þá er einskis virði að
fá greinar birtar,“ segir Kristinn.
Hólmfríður segir að greinarnar
núna séu það nýlega birtar að ekki sé
farið að bera mikið á viðbrögðum.
Hins vegar hafi fyrri greinar starfs-
manna Vinnueftirlitsins vakið at-
hygli og verið vitnað til þeirra víða í
ræðu og riti. Þau eiga von á að svo
verði einnig nú, ekki síst í ljósi þeirr-
ar staðreyndar að íslenskar rann-
sóknir nái almennt mikilli heildarsýn
yfir samfélagið sökum fámennisins.
Nú hafi vinnuumhverfi á öldrunar-
stofnunum heillar þjóðar verið rann-
sakað og það eigi eftir að vekja at-
hygli.
Kristinn segir að það sé ekki síður
mikilvægt að kynna þessar rann-
sóknir meðal almennings. Vinnueft-
irlitið hafi verið að gera sérstakt
átak í því og reynt að koma sem
mestu efni á vefsíðu stofnunarinnar,
www.vinnueftirlit.is.
Hólmfríður tekur undir þetta og
segir að rannsóknir á sviði vinnu-
verndar séu aldrei nógu vel kynntar.
Áhersla sé lögð á að kynna niður-
stöðurnar á þeim vinnustöðum þar
sem þær eru gerðar, bæði fyrir
stjórnendum og almennum starfs-
mönnum. Einnig sé mikilvægt að fá
rannsóknirnar kynntar í fjölmiðlum.
Vinnuvernd skipti alla máli.
Morgunblaðið/Eggert
Vinnuvernd skiptir alla máli, segja þau Kristinn Tómasson yfirlæknir, Hólmfríður
K. Gunnarsdóttir sérfræðingur og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur,
starfsmenn rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlits ríkisins.
Um 12% starfsfólks höfðu orðið fyrir
áreitni, ofbeldi eða hótunum í vinnunni.
Algengast var að vistmenn eða sjúkling-
ar ættu þar hlut að máli.
bjb@mbl.is
FRÉTTIR
The International Business Academy
Skamlingvejen 32 . DK-6000 Kolding . Tlf. +45 72 24 18 00 . Fax +45 72 24 18 08
iba@ibc.dk . www.iba.dk IBA – en del af Erhvervsakademi Syd
Alþjóða Markaðs- og Viðskiptanám.
Kynningarfundur miðvikudaginn 3. mars 2004 kl. 17 - 19
á Nordica Hotel, Reykjavik.
IBA býður upp á 2 ára markaðs-og viðskiptanám með áherslu á markaðsfræði, viðskipti og hagfræði.
Boðið er upp á fjórar brautir:
Alþjóðabraut.
–áhersla er lögð á markaðsfræði, samskipti og alþjóðaviðskipti.
Hægt er að velja um verklega þjálfun í 3 - 6 mánuði hjá erlendu eða dönsku fyrirtæki.
Stjórnunarbraut.
–áhersla er lögð á stjórnun, (HRM), og stjórnunarfræði.
Samskiptabraut.
–áhersla er lögð á markaðssamskipti og alþjóða markaðssetningu.
Auglýsingabraut.
– áhersla er lögð á hönnun/auglýsingar.
Verkleg þjálfun.
Á öllum brautum getur námið tengst verklegri þjálfun hjá þekktum fyrirtækjum í Danmörku
og erlendis eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM, Alfa Laval,Danfoss, LEGO, B-Young o.fl..
Framhaldsnám.
Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis.
Skráning á kynningarfundinn fer fram hjá Guðrúnu
í síma 897-0684 eða á netfangið 1612ge@ibc.dk
Hringið eða
sendið okkur
e-mail og finndu
út hvernig þú
getur orðið hluti
af þessu spen-
nandi og virka
mámsumhverfi
með ca. 300
öðru námsfólki
á IBA.
Þið getið einnig
pantað hina
umfangsmiklu
mámsmöppu
sem inniheldur
allar
upplýsingar
EITT ár er liðið frá því flugvél Ice-
land Express hóf sig á loft frá Kefla-
víkurflugvelli í jómfrúflugi fyrirtæk-
isins. Af því tilefni hefur Iceland
Express ákveðið að styrkja þrenn
góðgerðarsamtök til utanferða á
næstu mánuðum. Samtals gefur fé-
lagið 52 ferðir til þessara samtaka,
eina fyrir hverja viku sem félagið
hefur verið á lofti.
Iceland Express segist vonast til
að farmiðarnir nýtist samtökunum
með margvíslegum hætti, jafnt til að
efla alþjóðleg samskipti og að verð-
launa þá sem þar koma að starfi.
Samtökin sem fá þessa styrki eru
Stígamót, fræðslu- og ráðgjafarmið-
stöð um kynferðisofbeldi, foreldra-
samtökin Vímulaus æska, sem starf-
rækja Foreldrahúsið í Vonarstræti
og foreldrasímann, og klúbburinn
Geysir, sem er hluti af alþjóðlegum
samtökum og vinnur eftir hug-
myndafræði Fountain House og er
vinnustaður fólks sem er að byggja
sig upp eftir geðræn veikindi.
Morgunblaðið/Eggert
Helen Breiðfjörð frá Vímulausri æsku, Sigurður I. Halldórsson, stjórn-
arformaður Iceland Express, Jóhanna María Eyjólfsdótttir frá klúbbnum
Geysi og Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum.
Iceland Express
styrkir þrenn samtök
TVENNT var flutt á slysadeild eftir
að eldur kom upp í eldhúsi í íbúðar-
húsi við Þorragötu í Reykjavík á
föstudagskvöldið.
Maður og kona á sjötugsaldri voru
í íbúðinni þegar eldur kviknaði í
pönnu á eldavél og náði að læsa sig í
gufugleypi. Voru þau flutt með
sjúkrabíl á slysadeild vegna gruns
um að hafa fengið snert af reykeitr-
un og var konan með brunasár á
höndum. Þau reyndust þó ekki alvar-
lega meidd. Ekki urðu stórvægilegar
skemmdir á húsnæðinu.
Á slysadeild eftir að
eldur kviknaði í pönnu
FASTEIGNIR mbl.is