Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 18

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ H ver skyldi trúa því að þetta fallega og sér- kennilega hannaða hús – sem hýst hefur listsköpun frá upp- hafi, skuli búa yfir leyndardómum á borð við ókennileg hljóð, verur á sveimi og hluti sem hverfa,“ hugsa ég um leið og ég geng heim að ein- býlishúsinu Stekkjarkinn 19, sem er uppi á hæð, ekki langt frá kirkju- garðinum í Hafnarfirði. V-laga þakið setur sinn sérkennilega svip á um- rætt hús en að öðru leyti sker það sig ekki nándar nærri því eins mikið úr nálægum húsum og það gerði að sögn á árum áður, þegar það var ný- reist. Nú er það heimili Árna Ibsens rit- höfundar og konu hans, Hildar Kristjánsdóttur kennara. Þau hjón eiga þrjá syni sem allir eru fluttir að heiman. Áður var það heimili Eiríks Smith listmálara sem byggði það um 1955 ásamt konu sinni, Bryndísi Sig- urðardóttur, sem er móðursystir Hildar, núverandi húsfreyju þar. Þegar Eiríkur og kona hans hófu að byggja sér nýtt og mun stærra einbýlishús í Hafnarfirði, þar sem þau búa enn, fréttu þau Árni og Hild- ur að húsið þeirra við Stekkjarkinn yrði senn til sölu. „Við þekktum þetta hús vel, eink- um Hildur sem oft var barnapía þar þegar hún var unglingur. Okkur lík- aði báðum vel við þetta hús og ákváðum að reyna að kaupa það. Ég tók þá afstöðu sem unglingur að byggja mér aldrei hús sjálfur. Ég hafði séð svo marga á sjöunda ára- tugnum beinlínis ganga fram af sér við húsbyggingar, menn unnu tvö- og þrefalda vinnu og mér virtist þeir gera lítið annað við líf sitt en byggja. Ég hef heldur aldrei haft mikla þörf fyrir að hanna sjálfur allt mitt umhverfi, eins og margir Íslending- ar vilja – við erum miklir einstak- lingshyggjumenn. Ég vil aftur gjarnan skapa mér hugarfarsrými og samheldni í fjölskyldu er mér mikils virði. Kannski er ástæðan sú að ég fékk snemma minn skammt forgengileika lífsins. Foreldrar mínir skildu 1952, þegar ég var fjögurra ára, og móðir mín, Halla Árnadóttir, flutti með eldri systur mínar tvær og mig að Ási á Akranesi, til foreldra sinna og þar ólst ég upp. Ég á hins vegar furðu margar minningar frá Stykk- ishólmi. Ekki síst man ég eftir hús- inu sem við bjuggum í. Seinna frétti ég að hús þetta hefði haft það orð á sér að þar væri reimt. Ég man enn eftir „mystísku“ andrúmsloftinu í kjallaranum, þar sem var ber kletta- veggur, þar var að sögn álfabyggð.“ Vel hannað og nútímalegt hús Frá Akranesi fór Árni í Kennara- skólann og kynntist þar Hildi konu sinni. Þau hófu búskap nýgift fyrir 33 árum í leiguherbergjum við Skeggjagötu. „Fyrsta íbúðin sem við keyptum var í kjallara við Hraun- kamb, sem er lítil, yndisleg gata,“ segir Árni. „Nokkrum árum síðar keyptum við efri hæðina í húsinu og þar líkaði okkur vel og bjuggum allt þar til við fluttum hingað 1. desember 1990. Þann dag var allt að gerast, það lá við að við mættum Bryndísi og Eiríki í dyrunum þegar við fluttum inn,“ segir Árni, aðspurður um húsakaup- in. Það er ekki að kynja að þau Árni og Hildur hafi heillast af þessu húsi. Að innan er það afar skemmtilega hannað og ennþá verulega nútíma- legt að gerð, þrátt fyrir að vera orðið nær 50 ára gamalt, enda tíska þeirra tíma „hot“ í dag. Loftinu hallar frá miðju og upp og viðarbitar setja sterkan svip á það. Stofuglugginn er lítið eitt útbyggður með sérlega breiðri granítglugga- kistu en eldhúsið, sem er opið að mestu inn í stofuna, er með innrétt- ingu úr viði sem aðeins er farinn að dökkna en hefur að öðru leyti næsta lítið látið á sjá. Í miðju húsinu er svartlakkaður veggur sem myndar mjög skemmtilegan bakgrunn fyrir ótal frumleg og falleg myndverk sem þau hjón eiga, en á stærsta stofu- veggnum er mikið málverk eftir Ei- rík Smith. „Við fengum þetta málverk í kaup- bæti þegar við keyptum húsið,“ segir Árni þegar hann sér hvað ég virði málverkið vandlega fyrir mér. Óvenjulegar sýnir, umgangur og sterkir straumar „En hvað með þá sem deila húsinu með ykkur og eru alla jafna ekki sýnilegir, nema þá fyrir einstaka óvenjulega næma einstaklinga – fylgdu þeir líka húsinu?“ segi ég. Erindi mitt til Árna Ibsens er ekki hversdagslegt – ég ætla að spyrja hann nánar út í umgang og óvenju- legar sýnir og strauma sem bæði heimilisfólk og aðrir hafa orðið varir við á undanförnum árum svo til er tekið. „Kári sonur okkar hefur mest orð- ið var við þetta allt saman. Hann hafði herbergi í viðbyggingu sem áð- ur var vinnustofa Eiríks Smith. Við létum hólfa vinnustofuna niður í nokkur herbergi þegar við fluttum hingað og ég hef sjálfur vinnustofu í einu þeirra en annað hýsir nú fiska í búri sem yngsti sonurinn skildi eftir þegar hann yfirgaf föðurhús fyrir nokkru. Í því herbergi var mest um að vera af óvenjulegum fyrirbrigð- um,“ segir Árni og gengur áleiðis að viðbyggingunni til að sýna mér um- rætt herbergi. Við stígum niður á svarta hellu og göngum yfir trégólf í gangi þar til við komum í „fiskaher- bergið“. Þar var auk gríðarstórs fiskabúrs skrifborð með tölvu og rúm. Ég stend þarna á miðju gólfi nokkra stund og bíð eftir að ég finni strauma hins ójarðneska leika um mig, en þegar bið verður á að ég finni fyrir einhverju slíku fer ég inn í vinnustofu Árna, þar sem eru að hans sögn sterkir straumar. „Ég hef aldrei verið eins duglegur til vinnu og í þessu herbergi. Ég hafði orð á þessu við Eirík og þá sagði hann: „Ég fór nú ekki með allt með mér.“ Eiríkur er talsvert myst- ískur og gerði eitthvað hér inni áður en hann fór með kertum og slíku.“ Tóbaksreykur liðast um stofur Vinnustofa Árna er þéttskipuð ljóðabókum og uppflettiritum og auðséð að þarna hrefur hreiðrað um sig andans maður. Hann sýnir mér gamlar myndir sem til eru á vefsíðu Ljósmyndasafns Akraness, myndir sem afi hans, Árni Böðvarsson, tók, en ljósmyndastofa hans brann 1950 með filmusafni og öllu tilheyrandi og hefur verið mikið starf að finna og skanna inn myndir sem hann tók á sínum langa starfstíma, en margir eiga myndir eftir Árna, gjarnan lit- aðar. Að því loknu förum við aftur inn í stofuna og fáum okkur aftur kaffi í smart mokkabollana sem eru með „sixtís“-munstri í takt við heimilið sjálft, bæði hús og innanstokksmuni, og höldum áfram að tala um hinn óvenjulega umgang og margt fleira. „Ég kýs að kalla þetta ekki reim- leika, heldur umgang, þetta er held- ur ekki neitt sem er óþægilegt, miklu frekar vingjarnlegt, ég er ekki einu sinni tilbúinn til að segja að ég trúi á þetta – þetta er bara svona,“ segir Árni. „Jahá, en hvað er þetta eiginlega sem er þarna á ferð?“ spyr ég. „Já, líklega móðurafi minn, Árni Böðvarsson, sem var ljósmyndari og sparisjóðsstjóri á Akranesi og ég ólst sem fyrr sagði að mestu leyti upp með. Við vorum nánir, hann tók mig gjarnan með sér í ljósmyndaleið- angra, m.a. upp í Borgarfjörð, en hann var þaðan, frá Vogatungu. Hann söng alltaf: „Hér átti mamma heima,“ þegar við ókum þar framhjá. Þessum afa mínum fylgdi Móri, hann var fjórði og síðasti ættliður sem sá Móri fylgdi. Systir afa bjó á Fiski- læk, alltaf þegar við komum þangað sagði hún: „Ég vissi að þú varst að koma, það brotnaði hér diskur o.s.frv.“ Tóbakslyktin sem hér finnst stundum tilheyrir hins vegar líklega Sigurði, afa Hildar, sem var dáinn áður en hún fæddist. Hann var tog- arasjómaður og reykingamaður og dó fyrir fimmtugt. Við teljum að tób- aksreykur sem liðast stundum hér um stofur eigi rót sína að rekja til hans. En líklega er það bróðir Hildar sem lést ungur sem er valdur að hvarfi ýmissa muna sem svo finnast aftur á hinum furðulegustu stöðum. Okkur hefur skilist þetta á Maríu Sigurðardóttur miðli, Við höfum fengið skilaboð á fundum hjá henni sem við höfum sótt vegna alls þessa „umgangs“ hér á heimilinu. Á þeim fundum hafa ýmsir látið í sér heyra. Ég sjálfur hef séð ítrekað gengið hér fyrir glugga án þess að séð verði að þar eigi lifandi fólk hlut að máli, sem og hef ég séð fólki bregða fyrir í viðbyggingunni og afar mikill um- gangur heyrist hér ítrekað, bæði á nóttu og degi. En ég endurtek að þetta er ekki af hinu illa. Okkur líður mjög vel í þessu húsi og erum mjög ánægð með það. Miklu heldur er þetta hlýlegt sambýli og ég finn hér mikinn kraft og hef aldrei komið eins miklu í verk hvað skriftir varðar eins og hér – ég finn hér fyrir gífurlegum sköpunarkrafti, enda er mér sagt að afi minn hjálpi mér að vinna,“ segir Árni. Hann er þjóðþekktur maður fyrir leikrit sín og önnur ritstörf, einnig var hann á árum áður vinsæll þátta- gerðarmaður í Ríkisútvarpinu en síðast en ekki síst var hann þekktur sem blaðafulltrúi Þjóðleikhússins ogstarfaði sem slíkur þar í hátt á annan áratug. En árið 1995 sagði hann þar upp störfum og hefur verið rithöfundur í fullu starfi síðan. „Það var kominn tími á að breyta til þótt vissulega væri sú reynsla sem Hús óvenjulegs umgangs, strauma og sýna Morgunblaðið/Eggert Árni Ibsen rithöfundur og Hildur Kristjánsdóttir kennari í stofu sinni í Stekkjarkinn 19 í Hafnarfirði. Bak við þau sést í mynd Eiríks Smith sem byggði húsið og gaf þeim myndina í kaupbæti þegar þau keyptu hús hans 1990. Í einbýlishúsi í Hafnarfirði leikur orð á að fleiri gangi um en íbúarnir sjálfir. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við Árna Ibsen sem á húsið ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Hann kveð- ur „umganginn“ notalegan, enda líklega flestir nákomn- ir sem umganginum valda. Sigurður Jónsson togarasjómaður og afi Hildar Kristjánsdóttur er til hægri á myndinni. Til hans er álitið að rekja megi tóbakslyktina sem af og til bregður fyrir í húsi Hildar og Árna Ibsen. Þess ber að geta að enginn á heimilinu reykir. Árni Böðvarsson ljósmyndari á Akra- nesi. Hann var afi Árna Ibsen og hon- um mjög náinn. SJÁ SÍÐU 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.