Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 21

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 21 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Það er ekki óalgengt að heyra talað um það veiðimanna á meðal þessa dagana, að menn eigi æ verr með að þreyja þorrann og bíða eftir fyrstu veiðidögunum. En menn þurfa að bíta á jaxlinn. Reyndar er aðeins rúmur mánuður í byrjun veiðitímans. Síðasta stóra verðskráin Lax-á sendi frá sér innlenda verðskrá sína í vikunni og sagði Árni Baldursson, forstjóri Lax-á, að þetta væri besti tíminn til að gefa út verðskrár, þar eð veiðimenn væru farnir að átta sig raunhæft á því hvað þeir gætu látið eftir sér á komandi sumri. Þetta er síðasta stóra verðskráin sem veiðimenn fá úr að moða á þessum vetri, en áður höfðu SVFR, Strengir og Stanga- veiðifélag Keflavíkur sent frá sér verðskrár. Alls staðar er verð- hækkanir að finna, en þær eru með temmilegra móti hjá Lax-á. Lax-á hefur stóraukið úrval sitt fyrir inn- lenda markaðinn og má nefna ár eins og Hvannadalsá, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Hallá, Miðá í Döl- um og Reykjadalsá í Borgarfirði. Breyttar bikarreglur SVFR var með árshátíð sína í gærkvöldi og var mikið í dagskrána lagt. M.a. voru nokkrir veiðimenn verðlaunaðir fyrir afrek sín á bökk- um veiðivatnanna. Að þessu sinni voru færri bikarar veittir og þeir sem fram voru reiddir heita auk þess nýjum nöfnum. Að sögn Ara Þórðarsonar, formanns fræðslu- og bikarnefndar SVFR, stafar það af nýrri reglugerð sem miðar að því að sveigja bikarmálin inn á hóf- sömu línuna sem færst hefur í vöxt í veiðiskapnum síðustu árin. Nú geta menn t.d. fengið verðlaunagripi fyrir metlaxa þótt þeir hafi sleppt tröllunum og aldrei snarað þeim á vigt. Þannig er t.d. með hina víð- frægu Gull og silfur-flugu, sem er sá eini af gömlu gripunum sem heldur velli, að í fyrsta skipti er hún veitt veiðimanni sem sleppti laxi sínum. Var það Sigurður Jensson sem veiddi lax á Eyrinni í Norðurá sem var 101 sentímetri. Þetta var forkunnarfagur hængur sem var sleppt, en álitinn 20 pund í sam- ræmi við meðalreglu um samspil lengdar og þyngdar, sem þó getur verið býsna villugjörn. Sigurður vann einnig til Fluguverðlauna karla fyrir sama lax. Karlabikar fyrir lax veiddan á allt löglegt agn fékk Sigfús Bjarnason fyrir 19 punda lax á spón úr Soginu og kvennaverðlaunin fengu annars vegar Jónína Kristjánsdóttir fyrir 11,5 punda lax á Langá Fancy gáru- túpu í Norðurá og Sigrún Davíðs- dóttir fyrir 12 punda lax sem gleypti maðk í Soginu. Þá fékk Jón Geirsson ný og sérstök hátt- vísiverðlaun fyrir að sleppa sjóbirt- ingi í Tungufljóti og Guðlaugur Þór Þórðarson svonefndan Maríubikar fyrir Maríulax sem hann sleit upp í Neðri-Barka í Fáskrúð á maðk sl. haust. Morgunblaðið/Dúi Landmark. Fyrir skemmstu var ein stærsta veiðiferða-tækjakynning veraldar í París, en þar er hún haldin ár hvert. Meðal þeirra sem þar stóðu vaktina voru Guy Geffroy, sem hér sést ásamt samstarfskonu, en Guy kynnti m.a. Vatnsdalsá og Reykjadalsá í Reykjadal. Lax-á var þarna ennfremur með fulltrúa. Niður- talning í gangi ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.