Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 21 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Það er ekki óalgengt að heyra talað um það veiðimanna á meðal þessa dagana, að menn eigi æ verr með að þreyja þorrann og bíða eftir fyrstu veiðidögunum. En menn þurfa að bíta á jaxlinn. Reyndar er aðeins rúmur mánuður í byrjun veiðitímans. Síðasta stóra verðskráin Lax-á sendi frá sér innlenda verðskrá sína í vikunni og sagði Árni Baldursson, forstjóri Lax-á, að þetta væri besti tíminn til að gefa út verðskrár, þar eð veiðimenn væru farnir að átta sig raunhæft á því hvað þeir gætu látið eftir sér á komandi sumri. Þetta er síðasta stóra verðskráin sem veiðimenn fá úr að moða á þessum vetri, en áður höfðu SVFR, Strengir og Stanga- veiðifélag Keflavíkur sent frá sér verðskrár. Alls staðar er verð- hækkanir að finna, en þær eru með temmilegra móti hjá Lax-á. Lax-á hefur stóraukið úrval sitt fyrir inn- lenda markaðinn og má nefna ár eins og Hvannadalsá, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Hallá, Miðá í Döl- um og Reykjadalsá í Borgarfirði. Breyttar bikarreglur SVFR var með árshátíð sína í gærkvöldi og var mikið í dagskrána lagt. M.a. voru nokkrir veiðimenn verðlaunaðir fyrir afrek sín á bökk- um veiðivatnanna. Að þessu sinni voru færri bikarar veittir og þeir sem fram voru reiddir heita auk þess nýjum nöfnum. Að sögn Ara Þórðarsonar, formanns fræðslu- og bikarnefndar SVFR, stafar það af nýrri reglugerð sem miðar að því að sveigja bikarmálin inn á hóf- sömu línuna sem færst hefur í vöxt í veiðiskapnum síðustu árin. Nú geta menn t.d. fengið verðlaunagripi fyrir metlaxa þótt þeir hafi sleppt tröllunum og aldrei snarað þeim á vigt. Þannig er t.d. með hina víð- frægu Gull og silfur-flugu, sem er sá eini af gömlu gripunum sem heldur velli, að í fyrsta skipti er hún veitt veiðimanni sem sleppti laxi sínum. Var það Sigurður Jensson sem veiddi lax á Eyrinni í Norðurá sem var 101 sentímetri. Þetta var forkunnarfagur hængur sem var sleppt, en álitinn 20 pund í sam- ræmi við meðalreglu um samspil lengdar og þyngdar, sem þó getur verið býsna villugjörn. Sigurður vann einnig til Fluguverðlauna karla fyrir sama lax. Karlabikar fyrir lax veiddan á allt löglegt agn fékk Sigfús Bjarnason fyrir 19 punda lax á spón úr Soginu og kvennaverðlaunin fengu annars vegar Jónína Kristjánsdóttir fyrir 11,5 punda lax á Langá Fancy gáru- túpu í Norðurá og Sigrún Davíðs- dóttir fyrir 12 punda lax sem gleypti maðk í Soginu. Þá fékk Jón Geirsson ný og sérstök hátt- vísiverðlaun fyrir að sleppa sjóbirt- ingi í Tungufljóti og Guðlaugur Þór Þórðarson svonefndan Maríubikar fyrir Maríulax sem hann sleit upp í Neðri-Barka í Fáskrúð á maðk sl. haust. Morgunblaðið/Dúi Landmark. Fyrir skemmstu var ein stærsta veiðiferða-tækjakynning veraldar í París, en þar er hún haldin ár hvert. Meðal þeirra sem þar stóðu vaktina voru Guy Geffroy, sem hér sést ásamt samstarfskonu, en Guy kynnti m.a. Vatnsdalsá og Reykjadalsá í Reykjadal. Lax-á var þarna ennfremur með fulltrúa. Niður- talning í gangi ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.