Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á næstunni berst hingað til landsdiskur með safni tónverka eftirenska tónskáldið John Taverner,en á því er að finna upptöku áverkinu Bæn hjartans sem Björk Guðmundsdóttir flytur með Brodsky- strengjakvartettinum, en Taverner samdi verkið sérstaklega fyrir Björk að hennar ósk. Naxos-útgáfan, stærsta útgáfa heims á sviði sígildrar tónlistar, gefur diskinn út en þetta er í fyrsta sinn sem verkið heyrist opinberlega. Brodsky-kvartettinn er með fremstu strengjakvartettum heims í túlkun á sígildri tónlist en hann er ekki síður kunnur fyrir æv- intýralegt verkefnaval; spilar ekki bara Bach og Beethoven heldur líka Björk og fleiri fram- sækna listamenn. Samstarfið við Björk á sér rætur í diski sem kvartettinn tók upp með Elvis Costello. Björk heyrði þann disk og lýsti ánægju sinni með hann þegar hún hitti síðan Costello. Svo vildi til að liðsmenn kvartettsins, Michael Thomas fiðluleikari, systir hans Jacqueline sellóleikari, Ian Belton fiðluleikari og Paul Cassidy lág- fiðluleikari, höfðu einmitt lýst fyrir Costello hve þau langaði að vinna með Björk og hann kom því á kynnum með þeim. Sungið með Brodsky-kvartettinum Þegar Björk tók upp aðra sólóskífu sína, Post, fyrir áratug fékk hún kvartettinn til að útsetja fyrir sig eitt lag á diskinum og síðan til að hita upp fyrir sig á tónleikaferðalagi. Á hverjum tónleikum kom hún svo fram með kvartettinum og söng með honum þrjú lög. Þegar tími gafst nokkrum árum síðar tók Björk upp lög með Brodsky-kvartettinum, sem komu út í safndiskasafni hennar á síðasta ári, en meðan á þeirri vinnu stóð barst Tavern- er í tal þegar þau voru að ræða um hvaða nú- tímatónskáldi þau hefðu mætur á. Björk sagð- ist þá halda mikið upp á John Taverner, en leist að sögn ekki á þegar þau kvartettmeðlim- ir stungu upp á því að hún leitaði til hans um að semja fyrir sig verk, fannst ólíklegt að hann fengist til þess arna. Þar sem liðsmenn kvart- ettsins þekkja Taverner býsna vel höfðu þau samband við hann og Taverner lýsti miklum áhuga á að hitta Björk. Þegar heim til hans var komið leið ekki á löngu að hann var sestur við píanóið og þau spunnu saman, hann lék af fingrum fram og hún söng. Í framhaldi af því skrifaði hann síðan fyrir hana tónverkið Pra- yer of the Heart, Bæn hjartans. Björk og Brodsky-kvartettinn tóku verkið upp og síðan endaði það uppi í hillu, átti ein- hvern veginn aldrei við að gefa það út, passaði ekki í það sem Björk var að gera hverju sinni, og hefði kannski aldrei komið út ef ekki hefði komið til sú hugmynd Naxos-útgáfunnar að draga upp mynd af tónskáldinu John Tavern- er. Áhrifamikill og umdeildur John Taverner er með merkustu tón- skáldum Breta nú um stundir, áhrifamikill og umdeildur. Hann var í fararbroddi enskra framúrstefnutónskálda undir lok sjöunda ára- tugarins og í upphafi þess áttunda en breytti um stefnu er leið á áratuginn og snerist síðan til grísk-kaþólskrar trúar sem hefur haft mikil áhrif á tónsmíðar hans. Taverner ólst upp við tónlist þótt framan af hafi honum verið ætlað að taka við fjölskyldu- fyrirtækinu sem seldi byggingarvörur. Afi hans átti gamalt pípuorgel og þar kynntist drengurinn orgeltónlist Bachs og síðan Händ- els og Stravinskíjs af plötum. Guðmóðir hans kenndi honum að meta þjóðlagafiðlur og óp- erur, sem hvort tveggja átti eftir að hafa áhrif á tónsmíðar hans síðar; kirkjulegt inntak þeirra, þjóðleg og jafnvel framandleg hljóð- færi og svo leiklistin sem fólst í óperunni, sér- staklega Töfraflautunni, sem var víst drengn- um mikil upplifun. Taverner var heppinn með tónlistarkennara í skóla, var vel hvattur í tónlistariðkan og þá sérstaklega til að semja tónlist. Framan af hafði hann helst dálæti á Stravinskíj, en fjar- lægðist hann svo eftir því sem á leið, fannst tónskáldið of upptekið af sjálfu sér og skorta tilfinningu og sál í verkin. Sífellt að leita andans Það var og er reyndar snar þáttur í tón- smíðum Taverners; hann er sífellt að leita and- ans, hins upphafna, og hafnar rökhugsun og of- skipan. Það kom Taverner upp á kant við flesta jafn- aldra hans sem voru yfirleitt uppteknari af því að reyna að bylta viðteknum venjum, hrista upp í fólki og ögra því en að semja tónlist með sál og tilfinningu. Fyrsta meiriháttar verk Taverners, eða í það minnsta það fyrsta sem vakti verulega at- hygli, var Hvalurinn sem frumflutt var í árs- byrjun 1968 og almennt talið meistaraverk. Stuttu eftir flutninginn kynntist Taverner John Lennon og spilaði fyrir hann upptökur sem Lennon leist svo vel á að hann kynnti Tav- erner fyrir hinum Bítlunum og síðan gerði Apple, útgáfa Bítlanna, plötusamning við Tav- erner. Þessi saga er gott dæmi um þversögn- ina sem býr Taverner; hann er mjög trúaður og tónlistin jafnan upphafin og fögur, tær trúarvitund og heiðríkja, en hann á einnig marga vini meðal kvikmyndagerðar- og tón- listarmanna, leikara og skemmtikrafta, sem hann hittir oft, sem mörgum finnst ekki fara saman við trúarsannfæringuna fyrir ein- hverjar sakir. Árið 1974, þegar Taverner var rétt orðinn þrítugur, fékk hann heilablóðfall sem var fyrsti vísir að alvarlegum sjúkdómi sem hefur hrjáð hann síðustu ár. Í kjölfar þeirrar lífs- reynslu og þess að hann kvæntist grískri konu það ár heillaðist hann af Grikklandi og síðar af grísk-kaþólskri trú, fann innan hennar þá hug- arró sem hann leitaði að, aldagamla hefð og skýran sið. Hann skírðist síðan inn í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna 1977 og eyddi næstu ár- um í að kynna sér rússneska menningu og rússneska þjóðlagatónlist sem átti eftir að sjá stað í tónlist hans og sér enn þann dag í dag. Tónlist fyrir raddir Á áttunda áratugnum hóf Taverner að semja helst tónlist fyrir raddir, iðulega aca- pella, eða án undirleiks, og hefur því verið haldið fram að ekkert enskt tónskáld hafi sam- ið eins mikið af slíkum verkum frá því á sex- tándu öld, á endurreisnartímanum. Þekktasta verk sitt, The Protecting Veil, samdi Taverner fyrir sellóleikarann Steven Isserlis, en það vaki geysiathygli þegar það var frumflutt 1989 og diskur með upptöku af því seldist metsölu í Bretlandi. Vinsældir verksins gerðu Taverner kleift að hætta að kenna og helga sig tónsmíðum eingöngu, en búið er að flytja verkið á yfir 200 tónleikum víða um heim. Taverner veiktist alvarlega 1990 og þá kom í ljós að hann er haldinn sjaldgæfum erfðasjúk- dómi. Mynd af tónskáldi Nicholas Soames er útgáfustjóri hjá Naxos. Hann segir að fyrir nokkru hafi fyrirtækið byrjað á útgáfuröð sem sé ætlað að gefa sem besta heildarmynd af tónskáldi og þannig hafi komið út diskar með verkum eftir Beethoven og Haydn svo dæmi séu tekin. „Okkur langaði til að gera eins með nútímatónskáld, enda þurfa þau kannski mest á því að halda að verk þeirra séu sýnd í samhengi og kynnt almenni- lega. Við völdum Taverner þar sem við höfum gefið út talsvert af verkum eftir hann og líka vill svo til að hann verður sextugur á árinu og því gott tilefni að gera það núna.“ Soames segir að til að byrja með hafi verið lagst yfir upptökur þær á verkum Taverners sem Naxos hefur útgáfurétt á en einnig leitað til annarra fyrirtækja sem gefið hafa út verk Taverners til að gefa sem besta yfirlitsmynd af ferli hans. Þau tóku því flest vel, en ekkert eins vel og One Little Indian, útgáfa Bjarkar, að því er hann segir. „Við fengum David McCleery, sem var eitt sinn umboðsmaður Taverners, til að skrifa fyrir okkur ítarlega greinargerð um Taverner, ævi hans og verk, og líka til ráðgjafar. Hann sagði okkur frá því að Taverner hefði samið verk fyrir Björk og hún síðan tekið það upp með Brodsky- kvartettinum og okkur þótti það afbragðs- hugmynd að setja það á diskinn, að tengja svo vel saman Taverner og nútímann.“ Soames segir að hann hafi hringt í Derek Birkett, eiganda One Little Indian, og innt hann eftir því hvort leyfi fengist til að gefa upptökuna út. „Hann tók ekki illa í það en var- aði mig við að eins víst væri að Björk myndi ekki vilja gefa verkið út, hún væri á kafi í upp- tökum á nýrri plötu og vildi þá sjaldnast hugsa um gamla tónlist. Hann bað mig að senda sér tölvupóst sem hann myndi síðan bera undir Björk. Ég sendi póstinn og átti von á að þetta myndi taka sinn tíma, eins og alltaf þegar átt er við útgáfufyrirtæki. Daginn eftir var komið svar þar sem Birkett tjáði mér að Björk þætti þetta prýðileg hugmynd og því ekkert að van- búnaði að hrinda henni í framkvæmd,“ segir Soames og tekur fram að Taverner sjálfur hafi verið afskaplega ánægður með að þetta skuli hafa gengið svo greiðlega. Bæn hjartans Bæn hjartans er byggð á Jesúbæninni svo- nefndu sem er undirstöðubæn í rétttrún- aðarkirkjunni, sérstaklega hjá munkum sem fara með hana í sífellu, geyma í hjarta sér eins og það er kallað, enda er hún oft nefnd bæn hjartans. Bænin hljóðar eitthvað á þessa leið: Jesú herra minn, sonur guðs, miskunna þú mér syndara. Í verkinu er þessi bæn flutt á ensku, grísku, kirkjuslavnesku, sem er helgi- siðamál rétttrúnaðarkirkjunnar, og koptísku. Taverner hefur lýst því að þótt bænin hafi vissulega verið Björk framandleg hafi hún náð að fanga kjarna hennar með röddinni. „Ég þekkti vel til tónlistar hennar og hreifst af frumstæðri orkunni sem býr í röddinni. Þegar ég samdi verkið vissi ég að enginn nema hún myndi geta sungið það. Það besta við röddina fannst mér og finnst enn að hún er ekki mótuð af vestrænni hefð, óbeisluð og hríf- andi. Mér fannst gott að vinna með henni, hve einlæg hún er og hugmyndarík,“ segir Tavern- er og bætir við að hann þekki vel til tónlistar Bjarkar, til að mynda sé lagið An Echo A Stain af Vespertine svo þrungið tilfinningum að jafn- ist á við Schubert. Björk og bæn hjartans John Taverner, eitt helsta seinni tíma tónskáld Englendinga, samdi verk fyrir Björk Guðmundsdóttur. Árni Matthíasson segir frá tónskáldinu og væntanlegum diski þar sem verkið heyrist í fyrsta sinn í flutningi Bjarkar og Brodsky-kvartettsins. Enska tónskáldið John Taverner og Björk Guðmundsdóttir, en Taverner samdi verkið Bæn hjartans fyrir hana og Brodsky-kvartettinn. ’ Þegar heim til Tavernervar komið leið ekki á löngu að hann var sestur við píanóið, lék af fingrum fram og hún söng. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.