Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ U pp úr 1950 komst ég í kynni við verk ameríska málarans Marks Tobeys, sem var orðinn heims- frægur þá. Hann málaði bara eintóma litla depla og línur. Þetta snart mig. Og þegar ég fór að lesa um hann þá hafði hann verið í Kína og stúderað hugleiðslu og hafði náð fullkomnun í þeim fræðum. Þá fór ég í framhaldinu að kynna mér kínverska myndlist og ég er hrædd- ur um að nemendur í dag myndu ekki gangast inn á skólun kín- verskra myndlistarmanna á miðöld- um. Fyrst urðu þeir að læra að búa til pensla, svo urðu þeir að læra að búa til blek, svo að læra að dýfa penslinum rétt ofan í blekið, svo áttu þeir að kópera meistarana, og svo áttu þeir að gera landslagsmynd – búið! Mér fannst þetta svo sniðugt sem kennara, en treysti mér ekki til að innleiða þetta, enda hefði allt orðið vitlaust. ’68-kynslóðin var komin til sögunnar og hún lét ekki segja sér hvað sem var. En svo fer ég af einhverjum ástæðum að gera doppumyndir, kannski að einhverju leyti undir áhrifum frá Mark Tobey. Ég keypti svart blek og gerði doppur í röð, fyrst á pappír og svo á striga. Svo allt í einu, viti menn, fer ég að sjá fólk í þessum doppum og ég ákveð að fylgja þessum fígúrum eftir. Þá var allt í einu komin María í boð- uninni og engillinn, og smátt og smátt vann ég þetta út. Fyrst ég var byrjaður að mála mynd af boðun Maríu þá hélt ég áfram og þá kom fæðingin á jólanótt og vitringar að koma með gjafir, og næst var það skírnin og svo fagnaðarerindið sem er fjallræðan, þá píslargangan og krossfestingin. Loks kemur himna- ríki, sem ég kalla Paradís, og þar er brons í bakgrunninum. Þessi myndröð, sem kallast Mannsonurinn, varð þannig til eftir langa þróun, úr fígúratífu málverki í geómetrískt abstraktmálverk í lýr- ískt abstraktmálverk. En svo eftir þessa myndröð fór ég í formfræðina sem endaði svo í límbandsverkunum sem ég gerði á áttunda áratugnum og voru sýnd aftur í galleríi i8 fyrir tveimur árum,“ segir Hörður Ágústsson. En af hverju spruttu myndir með trúarlegu inntaki út úr punktamál- verkinu? „Ef ég gæti nú sagt það. Mér hef- ur stundum fundist að þetta hafi verið eins konar opinberun, ég hef ekki getað skýrt það fyrir sjálfum mér, og enn síður get ég skýrt það fyrir þér.“ Var þetta opinberun sem breytti þér eitthvað persónulega? „Nei. En ég var trúaður allan tím- ann sem ég dvaldi í París í lok fimmta áratugarsins, og sótti þar kirkju reglulega, og kannski er ég trúaður ennþá. Þegar ég fór til Par- ísar tók ég Biblíuna með mér og gerði þá fyrstu trúarlegu myndirn- ar. Ég var þarna kominn til að boða nýja tíma, og kommúnistanir í París héldu að þetta væri kommúnismi og voru svo ánægðir með mig. Þetta var samt dálítið erfitt fyrir mig. Ég skildi ekki af hverju kommúnistar og kristnir gætu ekki unnið saman, því þeir boðuðu hvorir tveggja jafn- rétti og bræðralag. Ég gat ekki að- hyllst kommúnisma því Stalín var búinn að berja niður alla myndlist í Sovétríkjunum og kommúnistarnir í París viðurkenndu ekki þá framúr- stefnulist sem þá var í gangi og hafði verið í gangi fyrir tíma Stal- íns,“ segir Hörður. Hörður segist hafa orðið gagntek- inn af endurreisn og klassík á Ítalíu en þangað fór hann og dvaldi um sex mánaða skeið inn á milli Parísar- dvalar. „Á Ítalíu var mikið af myndum af Jesú, Maríu og krossfestingunni og það hafði djúp áhrif á mig. Fjórum árum seinna fór ég aftur til Ítalíu og þá var umræðan um geómetríska abstraksjón komin í gang, en ég var á varðbergi gagnvart henni. Þegar ég kom að verkum Giottos (Giotto di Bondone 1267–1337) sá ég alla þessa ferninga og þríhyrninga þar í smá- atriðunum. Og þá hugsaði ég sem svo: Fyrst Giotto gerir þetta, þá er mér óhætt að gera það.“ Hörður segir að Flórensborg hafi ennfremur talað sterkt til sín varð- andi formfræði og byggingarlist, enda borgin ein opinberun að því leyti, að sögn Harðar. „Þannig að ég fór bara heim til Parísar og byrjaði að mála abstrakt. Þetta var árið 1948.“ Hörður bendir á abstraktmynd á veggnum. „Þetta er eitt afrekið frá þessum tíma. Hún var á haustsýn- ingu 1949 þar sem við komum sam- an, ég, Karl Kvaran, Sverrir Har- aldsson og Eiríkur Smith. Mér finnst Karl Kvaran bestur af okkur öllum, hann lagði svo mikla rækt við teikninguna, og var á Glyptótekinu í Kaupmannahöfn í 1–2 ár eingöngu að teikna.“ Myndin á veggnum er abstrakt en í henni má finna greinileg áhrif að heiman, hafbláma og fjöll. Hörður segir enda að myndin, eins og allar aðrar abstraktmyndir sem hann gerði í París, beri landslagsnafn. Hörður segir frá því hvernig hann leiddist út í gerð lýrískra abstrakt- mynda út frá geómetrísku abstrak- sjóninni. „Þegar ég kem heim frá París kenni ég við Myndlistaskólann í Reykjavík og fer síðan með nem- endur til Parísar. Þá er þar lýríska abstraksjónin á fullu og þetta er af- raksturinn af henni,“ segir Hörður og bendir á mynd fyrir aftan sig á veggnum. Hörður segir að þegar hann var Einskonar opinberun Myndir úr „Myndflokki um mannsson“ á sýningu Harðar Ágústssonar, sem opnuð var í Hallgrímskirkju í gær. Myndröðin var afrakstur langrar þróunar í list Harðar. Hörður Ágústsson er einn virtasti myndlistarmaður landsins, fyrrverandi skóla- stjóri og kennari og mik- ilvirkur fræðimaður á sviði byggingarlistar. Þóroddur Bjarnason hitti hann að máli í tilefni af sýningu á trúarlegum myndum hans í anddyri Hallgrímskirkju, sem var opnuð í gær Morgunblaðið/Einar Falur Hörður Ágústsson myndlistarmaður og fræðimaður: „En SÚM-liðinu líkaði vel að skólastjóri Myndlista- og handíðaskól- ans vildi sýna með þeim og ég lít svo á enn þann dag í dag að ég sé Súmmari meðal annars.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.