Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 25
síðan beðinn að kenna formfræði við myndlistarskólann hafi hlutirnir far- ið að vefjast fyrir honum. „Þá fer ég að greina niður formin og raðaði upp ferningum, hringjum, þríhyrn- ingum, sexhyrningum, fimmhyrn- ingum og svo framvegis í ákveðinni hrynjandi fyrir nemendur mína. Verkin sem komu út úr því gætu fyllt heila sýningu.“ Var þetta alveg ný kennsluað- ferð? „Já, þetta var alveg nýtt þá og hafði aldrei verið kennt áður. Í framhaldinu hélt ég áfram í þessum formathugunum og einn góðan veð- urdag er barið á dyrnar hjá mér á Laugaveginum þar sem ég bjó, og þar stendur á dyraþrepinu ungur og fallegur maður og spyr hvort hann megi sýna mér myndir. Þetta var Dieter Roth. Ég býð honum inn og skoða bókina sem hann var með myndirnar í og sé að þetta var það allra nýjasta sem var að gerast í París. Og einhvern veginn ýtti hann undir formfræðistúdíur mínar og ég hélt bara áfram og sýndi svo form- fræðistúdíur í Galleríi SÚM, línur og svo framvegis. Við Dieter vorum eins og tvíburar á tímabili, hann var minn helsti aðdáandi og sagði að ég væri næsti Kjarval, sem var auðvit- að tóm vitleysa,“ segir Hörður og hlær. Hvernig var sýningunni í Galleríi SÚM tekið? „Engan veginn. En SÚM-liðinu líkaði vel að skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans vildi sýna með þeim og ég lít svo á enn þann dag í dag að ég sé Súmmari meðal ann- ars. Verk eins og þau sem Magnús Pálsson og Sigurður Guðmundsson voru að sýna þarna, þau snertu mig. Þessar myndir mínar í Galleríi SÚM voru svarthvítar; mig langaði að mála þær í lit en óaði fyrir því að fara að mála svo nákvæmar myndir. Því var það svo að mér varð gengið framhjá Málaranum, sem þá var í Bankastræti, og þar var verið að stilla út límbandsrúllum, gulum, rauðum og bláum, og ég hugsaði með mér: Þetta er efnið sem mig vantar. Ég kaupi límbandið, fer út á vinnustofu og byrja.“ Þessar myndir sýndi Hörður árið 1976 en þær hlutu ekki góðan hljóm- grunn og Hörður beindi kröftum sínum í framhaldinu aðallega að því að skrá niður íslenska byggingararf- leifð, sem nú hefur komið út í sex bindum og það sjöunda er langt komið. Það má segja að þú hafir í gegn- um tíðina verið opinn fyrir straum- um og stefnum, og nýtt þér bæði í kennslu og í myndlistinni. „Já ég hef fylgst vel með. Ég hef lesið og skoðað mikið. Ég var í Stokkhólmi, svo í Kaupmannahöfn, svo í London og þá París og Ítalíu. Björn Th. [Björnsson] var með mér í London og hann hélt alltaf að ég yrði listfræðingur. En það má segja að ég sé orðinn það með öllum þessum skrifum um arkitektúr. Ég hafði verið ákveðinn í því allt frá því ég var polli að verða arkitekt og fyrstu teikningar mínar voru af húsum. Ég á heila möppu þar sem ég er að fantasera með bíó, sam- komuhús og funkishús m.a. Svo fer ég í verkfræðideildina í háskólanum og læri að teikna eins og arkitekt, en fer svo í Handíðaskólann, þar sem myndlistin togaði sterkt í mig. Vinir mínir Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson og Jóhannes Jó- hannesson fóru síðan allir til Banda- ríkjanna í nám, en ég gerði það ekki því ég gat ekki hugsað mér að fara til aðalríkis kapitalísmans, sérstak- lega eftir að þeir voru búnir að her- nema Ísland. Ég þoli ekki amerískt herlið á Ísalandi. Ég ákvað því að bíða á Íslandi eftir að Skandinavía opnaðist því til Kaupmannahafnar vildi ég fara.“ Fylgistu vel með því sem er að gerast í dag í listinni? Hvað finnst þér vera einkennandi fyrir list dags- ins í dag? „Því miður kemst ég ekki á sýn- ingar lengur, en ég fylgdist með fram á síðustu ár. Í dag sýnist mér margar stefnur vera í gangi.“ Margir hafa saknað þess að sjá ekki fleiri sýningar eftir þig. Hver er ástæðan fyrir því að þú sýndir ekki oftar? „Ég veit það ekki. Ég sýndi með Súmmurum í Málmey, gerði þá tvær nýjar myndir, en eftir það snerti ég ekki á því. Ég hef helgað krafta mína skrifum um byggingarlist og það fer engin smávegis orka í það.“ Fannst þér þú kominn á einhvern endapunkt í listinni á áttunda ára- tugnum? „Nei, nei. Ég er með fullt af nýj- um hugmyndum úti á vinnustofu, en ég er bara hættur að geta unnið í myndlist.“ Hvernig hugmyndir eru það? „Þær eru bara á þessari sömu braut og ég var á í límbandsverk- unum, þessari sömu mínimalisma- braut,“ segir Hörður og brosir. Sjálfur heyrði hann orðið mínimal- ismi ekki fyrr en einhver listfræð- ingur sem kom frá Noregi sá lím- bandsverkin og sagði: „Þannig að þið eruð með mínimalisma á Ís- landi.“ tobj@mbl.is Þetta var samt dálítið erfitt fyrir mig. Ég gat ekki aðhyllst kommúnisma því Stalín var búinn að berja niður alla myndlist í Sovétríkjunum og kommúnistarnir í París viðurkenndu ekki þá fram- úrstefnulist sem þá var í gangi og hafði verið í gangi fyrir tíma Stalíns. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 25 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn SÍMI 530 1500 Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. apríl Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður er nýr sjóður, sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna, sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð verður að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.