Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ langir hver þáttur. Saman heita þeir Ljúfa Frakkland.“ Ímyndin „Frakkar eru með aldagamlar hefðir fyrir því að lifa af landsins gæðum í mjög víðum skilningi. Þetta er stærsta land Evrópu og Frakkar vilja meina, og það með nokkurri rentu, að það sé það fjölbreyttasta í ofanálag, ekki aðeins í þeim skilningi að þar er allt frá sólarströndum til Alpafjalla, og allt þar á milli, heldur er gróðurfar og dýralíf gríðarlega fjölbreytt, í fullkomnu samhengi við fjölbreytni landsins. Þarna eru marg- ar tegundir fisks og villibráðar og margt fleira sem Frakkar nýta og rækta, nema hvort tveggja sé. Og hefðirnar eru ríkar. Sem dæmi má nefna að Frakkar nota mikið hunda við veiðiskap og er hefð- in svo sterk, að hjá hörðustu hundakörl- unum hefur rétt meðhöndlun og vinna hundsins for- gang yfir aflann. Þetta er því mjög ólíkt því sem við eig- um að venjast hér á landi. Við höfum vanist því að geta bara slöngvað byssu um öxl og þrammað af stað, en í Frakklandi er allt í föstum og hefð- bundnum skorðum. Tökum sem dæmi villisvínaveiðar. Þar kemur hópur manna saman, allir spari- klæddir á hestum, en hundaflokkur- inn er sendur á vettvang til að þefa uppi svínið. Veiðimennirnir bíða á meðan og hlýða á flauturnar sem gella í sífellu og hvert hljóð hefur sína sérstöku merkingu. Þetta minnir á refaveiðar Breta að mörgu leyti, en síðan þegar hundarnir hafa komist á slóð, þeysir hrossafólkið af stað og tekur þátt í eltingarleiknum, en það eru hundarnir sem ganga frá svíninu. Í lok veiðidags gera menn sér síðan glaðan dag með mat og drykk. Þetta er því ekki síður félagsleg uppákoma, Dúi Landmark kvik-myndagerðarmaðurhefur nýlega lokið viðgerð tíu hálfrar klukku-stundar langra sjón- varpsþátta sem bera sameiginlega yf- irskrift, „Ljúfa Frakkland“, og verða þeir teknir til sýninga hjá Skjá einum áður en langt um líður. „Þessir þættir eru þannig til- komnir,“ segir Dúi, „að síðustu árin hef ég unnið talsvert efni í samvinnu við franska sjón- varpsstöð sem heitir Seasons. Þetta er sérhæfð útivistar- og veiði- stöð, náttúrulífsþættir eru þar einnig burðarmiklir ef þeir fjalla um veið- anleg dýr. Þeir hjá Skjá einum hafa ennfremur verið að þoka sér í átt til vandaðri og fjölbreyttari dagskrár og þessi hugmynd tendraðist í samtölum þessara þriggja aðila, þ.e.a.s. Sea- sons, Skjás eins og mín. Hugmyndin er fólgin í að sýna Frakkland án hinn- ar þekktu ímyndar landsins sem er kannski tískan, ilmvötnin og vínin. Að vísu koma vínin við sögu hjá mér. Talsvert efni var til, en ég var í alls þrjá mánuði á fleygiferð um gervallt Frakkland til að taka upp það efni sem uppá vantaði. Alls eru þetta tíu þættir, hver með 4 til 6 efnisþáttum, og þeir eru rétt tæplega hálftíma en þetta eru engar yfirstéttir sem þarna eru á ferð. Vissulega er þetta dýrt sport, en sæmilega sett fólk tek- ur þátt í þessu. Annað dæmi eru veiðar á Pýren- ea-gemsa, sem er lítil villigeit sem lif- ir hátt í hlíðum Pýreneafjalla. Menn koma auga á þær í sjónaukum, bara litlir dílar hátt uppi. Ég eyddi heilum degi í hrikalegt príl, en engin geit veiddist. En þannig er veiðin, ekki síður í Frakklandi en á Íslandi eða annars staðar.“ Fjölbreytnin mikil Þegar Dúi fer yfir efnið og efnis- tökin kemur fjölbreytnin glöggt í ljós. „Það eru 4 til 6 atriði í hverjum þætti. Það er kannski of langt mál að þylja það allt upp, en af veiðum get ég nefnt lynghænu-, kanínu-, hrossa- gauks-, villisvína-, krabba- og fjalla- geitaveiðar, sjóbirtingsveiði í Norm- andí kemur einnig við sögu, auk þess sem komið er inn á kræklingarækt, ostrurækt, salt-, eldböku-, og osta- gerð, koníaksgerð, eplavínsgerð og Bordeaux-vínin í Cadillac-héraði fá sitt pláss. Allt er þetta samtvinnað við hina frægu frönsku matargerð og þá er ég að tala um hefðbundna matar- gerð, ekki þessa nýfrönsku sem kom upp á sínum tíma og snerist mikið til um flott útlit.“ Ýmsir krabbar þykja góðir. Sjóbirtingur er veiddur í Normandí. Eplavínið rennur ljúflega... Lynghænan er lostæti. Frönsk matargerð er í hávegum höfð. Andaskytta heldur á veiðar. Ljúfa Frakkland Frakkland á sér aðrar hliðar en þær sem snúast um há- tísku og fágaða matargerð. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Dúa Landmark sem unnið hefur að gerð þátta um landið. gudm@mbl.is Haldið á villisvínaveiðar. Dúi Landmark. Ljósmynd/Dúi Landmark ENSKA ER OKKAR MÁL Við bjóðum upp á enskunámskeið víða um land Sandra Eaton John O’ Neill Julie InghamMaxwell Ditta Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@simnet.is Robert Williams • Okkar vinsælu talnámskeið - 7 vikur • Kennt á mismunandi stigum • Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40 • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf • Rifjaðu upp enskukunnáttuna fyrir sumarfríið Enskunámskeið að hefjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.