Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 28

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 76. Óskarsárið er liðið og feiknalegt vatnsmagn runnið til sjávar síðan fyrstu verðlaunum Bandarísku kvikmyndaakademíunar, AMPAS, var úthlutað 16. maí árið 1929. 250 gestir voru í Blómasalnum á Hollywood Roosevelt-hótelinu og höfðu greitt 10 dali hver fyrir veisluna. Engan grunaði þá að þetta huggulega kvöldverðarsamsæti ætti eftir að verða upphafið á einum um- deildasta og merkasta, árvissa viðburði kvikmyndasögunnar. Sæbjörn Valdimarsson veltir fyrir sér hverjir standi uppi með gyllta karlinn í kvöld – að þessu sinni frammi fyrir á annað hundrað milljónum áhorfenda um víða veröld. S em fyrr stendur maður frammi fyrir þeirri blá- köldu staðreynd að hafa litla hugmynd, líkt og aðrir, hvernig málin æxl- ast í huga hinna 6.000 meðlima akademíunnar, en þeir tilheyra 14 stéttarfélögum: Leikstjóra, leikara, heimildarmynda- gerðarmanna, stuttmyndargerðar- manna o.s.frv. Aðeins löggiltir með- limir í hverju félagi hafa kosningarétt en allir félagar akademíunnar eiga rétt á að kjósa í einum flokki í samein- ingu, sem er Besta mynd ársins. Að venju hefur margt verið rætt og ritað undanfarnar vikur, eftir að til- nefningarnar voru birtar í janúar – en í ár er gömul hefð brotin og verðlaun- in afhent mánuði fyrr en venja hefur verið. Það sem vekur hvað mesta at- hygli er að nú er engin myndanna fimm sem tilnefndar eru þær bestu, úr Miramaxsmiðju Weinsteinbræðra, enda slíkt ekki gerst á annan áratug. Svo virðist sem akademíumeðlimum hafi ofboðið árangur bræðranna á síð- asta ári þegar þeir áttu hlutdeild í þremur þeirra og komu við sögu allra helstu verðlaunanna. Það verður ekki af Weinsteinunum skafið að þeir eru snjallir og smekkvísir kvikmynda- framleiðendur með gott nef fyrir nýj- um sem margreyndum hæfileika- mönnum, það verður heldur ekki fram hjá því gengið að enginn stend- ur þeim á sporði í auglýsingaher- mennsku og áróðurskúnstum. Þeir eru meistara- „plöggarar“ iðnaðarins, en nú virðist sem sexþúsundmenn- ingarnir hafi fengið nóg í bili. Vonarpeningur bræðranna í ár er Kaldbakur, nýjasta afrek Anthonys Minghella (sem rakaði Óskarsverð- launum til Miramax árið 1997 fyrir Enska sjúklinginn – The English Patient). Verkið hlaut að vísu sjö til- nefningar en aðeins eina í hópi þeirra eftirsóttu – fyrir bestan leik Jude Law. Bæði myndin og Minghella liggja óbætt hjá garði. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikilúðlega epík úr Þrælastríðinu er miklum mun betri en ýmis Óskarsverðlauna-„af- rek“ Weinsteinanna á undanförnum árum. Þar með talin Shakespeare in Love (’98), sem hafði betur en Saving Private Ryan! Menn rekur líka minni til þess að Enski sjúklingurinn var tekin fram yfir Fargo, eina bestu myndina frá Bandaríkjunum í ára- raðir. Tilfinningin segir að nú verði Hringadróttinsþrennunni umbunað, enda ekki seinna vænna. Ég spái að hún verði ótvíræður sigurvegari kvöldsins og njóti „sóps-áhrifanna“ góðu – sópi grimmt til sín minni verð- laununum - svo fremi að hún verði kjörin besta mynd ársins og fyrir leikstjórn og handrit. Eigum við ekki að segja svona 7–8 stykki? Sagan endurtekur sig, menn verða aldrei á eitt sáttir með tilnefningarn- ar né sigurvegarana, það er hluti af leiknum. Margir sakna myndanna 21 gramm, Ófreskja, og Amerískur glæsibragur, í fleiri flokkum. Hins- vegar getur Tarantino sjálfum sér um kennt, Bana Billa (Kill Bill) hefði örugglega hlotið ófáar og eftirsókn- arverðar tilnefningar ef hann hefði ekki klofið myndina í herðar niður. Ekki má gleyma hinum óvæntu, einhverjir Óskarshandhafar koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum, þvert á allar spár og skoðanakann- anir. Það er annar hluti af leiknum. Besta mynd ársins Fyrir tveimur árum spáði greinar- höfundur Hringadróttinssögu: Föru- neyti hringsins, öllum helstu verð- laununum, sem reyndist ósvikið púðurskot. Akademían hefur nálega hunsað meistaraverk Peters Jack- sons til þessa, að undanskildum örfá- um minni háttar verðlaunum. Þríleik- urinn hefur vakið gífurlega hrifningu um allan heim og farið batnandi, nú er að duga eða drepast. Akademían bíður þess ekki bætur ef hún gengur framhjá lokakaflanum, Hilmir snýr heim. Jackson og öllu hans afbragðs- fólki tókst hið ómögulega – að enda þrennuna með slíkum tilþrifum að myndin skyggir á önnur úrvalsverk ársins og gera bálkinn að sígildu stór- virki í kvikmyndasögunni. Það skiptir öllu máli því sagan segir ekkert um að menn eigi inni hjá akademíunni þó hún hafi sniðgengið þá í marggang. Ég tel Hilmi 90% örugga – en ef svo ólíklega vill til að þríleikurinn verði hunsaður eina ferðina enn þá rís Meistari og sjóliðsforingi talsvert upp úr hópnum. Glæsileg og ótrúlega vandvirknislega gerð í alla staði. Dulá á magnaða spretti og upphafsatriðið er sígilt. Glötuð þýðing? Á hún eitt- hvert erindi frekar en Seabiscuit, á meðal ofangreindra, þriggja hákarla? Ég held ekki. Myndinni sem ég tel sigurstranglegasta stilli ég efst – síð- an koll af kolli: Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim (The Lord of the Rings: Return of the King) Meistari og sjóliðsforingi: Á fjarlægum slóðum (Master and Commander: Far Side of the World ) Dulá ( Mystic River) Glötuð þýðing ( Lost in Translation) Seabiscuit Hverja vantar? Sá stóri – Big Fish Leikstjóri ársins Allt er þegar þrennt er: Jackson er tilnefndur þriðja árið í röð, nú fyrir stórvirkið Hilmir snýr heim, en hann er fjarri því að vera öruggur. Ég gef honum 80% sigurlíkur. Það leynir sér auðvitað ekki að Jackson hefur skip- að sér í röð fremstu stórmyndasmiða sögunnar, ásamt David Lean, Spiel- berg, Ridley Scott og þeirra líkum. Það breytir engu um hina órannsak- anlegu vegi Akademíunnar. Dulá sannar svo ekki verður um villst að Clint Eastwood er ekki dauð- ur úr öllum æðum og hann á heilmikið inni hjá vinum sínum og aðdáendum í Hollywood. Sofia Coppola sannar að eplið fellur ekki langt frá eikinni, hin snjalla dóttir Francis Ford hefur þegar brotið blað í sögunni því hún er fyrsta konan til að fá tilnefningu sem leikstjóri, Hún er greinilega mun hæfari leikstjóri og handritshöfundur en leikkona. 2004 verður tæplega árið hans Weir, sem kom engu að síður með enn eitt ógleymanlegt meistaraverk fram í dagsljósið. Þá kemur röðin að þeim sem á minnstu möguleikana í hópnum, Brasilíumanninum Fern- ando Meirelles. Hann á fullt erindi á meðal þeirra bestu (þó svo að ég telji að hann og myndin hans standi tals- vert í skugganum af Babenco og Pix- ote), en hans tími er greinilega ekki í ár. Peter Jackson – Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim Peter Weir – Meistari og sjóliðsforingi: Á fjarlægum slóðum Clint Eastwood – Dulá Sofia Coppola – Glötuð þýðing Fernando Meirelles – Borg guðs (Cidade de Deus). Hvern vantar? Tim Burton - Sá stóri. Besti leikari í aðalhlutverki Þá er komið að langerfiðasta flokknum í ár – þó vanti leikarann sem vann hvað stærstan leiksigur á árinu, Russell Crowe í M&S. Hér er ótrúlegt mannval og mikilúðlegt. Johnny Depp er einn af mögnuðustu stórleikurum samtímans – líkt og keppinautar hans í ár, aðrir en Jude Law, sem er á góðri leið með að kom- ast í úrvalsliðið. Depp er ógleyman- legur í mýgrút mynda og túlkar jafn- an hlutverk sín af fagmennsku og sannfæringarkrafti. Hvað með það, þrátt fyrir leiksigra í myndum á borð við Ed Wood og Hvað nagar Gilbert Grape, er hann að fá sína fyrstu til- nefningu fyrir sjóræningjann Jack Hilmir snýr heim – með fangið fullt Ian McKellan í miklum ham í einni af stórorrustum Hringadróttinssögu: Hilmir snýr heim. Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim – 11 Meistari og sjóliðsforingi: Á fjarlægum slóðum – 10 Kaldbakur – 7 Seabiscuit – 7 Dulá – 6 Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölvun Svörtu perlunnar – 5 Borg guðs – 4 Glötuð þýðing –4 Leitin að Nemó –4 Síðasti samúræinn – 4 Myndirnar sem fengu flestar tilnefningar Nicole Kidman og Jude Law fara með aðalhlutverkin í Kaldbaki. Kevin Bacon og Sean Penn í hlutverkum sínum í Dulá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.