Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 31
Besta kvikmyndatökustjórnun
Boyd og enginn annar á verðlaun
skilið í þessum flokki. Kvikmyndatak-
an í M&S er í sérflokki, snilldarverk.
Russell Boyd
– Meistari og sjóliðsforingi:
Á fjarlægum slóðum
John Seale – Kaldbakur
John Schwartzman – Seabiscuit
Cesar Charlone – Borg guðs
Eduardo Serra
– Stúlka með perlueyrnalokk
Besta búningahönnun
Hér verður vöndurinn að verki.
Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim
Meistari og sjóliðsforingi:
Á fjarlægum slóðum
Seabiscuit
Síðasti samúræinn
Stúlka með perlueyrnalokk
Besta frumsamda tónlistin
Shore er sá eini sem unnið hefur
ærlegan Óskar fyrir störf við Hringa-
dróttinssögu. Hann er engan veginn
öruggur, uppáhaldið á þessum bæ er
lífleg tónlist Dannys Elfmans og
smekklegur samruni hljómkviðu og
hillbillítónlistar Gabriels Yared.
Howard Shore
– Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim.
Danny Elfman
– Sá stóri (Big Fish)
Gabriel Yared – Kaldbakur
Thomas Newman
– Leitin að Nemo
James Horner
– Hús byggt á sandi.
Besta frumsamda lagið
Annie Lennox og Hilmir bæta á sig
einum.
Into the West
– Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim
Scarlet Tide – Kaldbakur
You Will Be My Ain True Love
– Kaldbakur
Belleville Rendez-vous
– Þríburarnir í Belleyville
A Kiss at the End of the Rainbow
– Stormur (A Mighty Wind)
Besta klipping
Annie Collins og Jamie Selkirk eru
óárennileg og eiga Óskar sannarlega
skilið.
Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim
Meistari og sjóliðsforingi:
Á fjarlægum slóðum
Seabiscuit
Kaldbakur
Borg guðs
Besta hljóðsetning
Hringadróttinssaga:
Hilmir snýr heim
Meistari og sjóliðsforingi:
Á fjarlægum slóðum
Síðasti samúræinn
Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölv-
un Svörtu Perlunnar
Seabiscuit
Heiðursóskar
(Honorary Awards) 2004
Blake Edwards
Stjórn Bandarísku kvikmyndaaka-
demíunnar hefur ákveðið að sæma
gamlan stríðsmann, Blake Edwards,
Heiðursóskarnum í ár. Fyrir gömlu,
góðu lummuna; „einstakt, ævilangt
framlag við skriftir, leikstjórn og
framleiðslu fyrir hvíta tjaldið.“
Edwards var lengi með afkasta-
mestu og farsælustu kvikmyndagerð-
armönnum Hollywood. Framleiddi,
skrifaði og leikstýrði myndum á borð
við Dagar víns og rósa, Breakfast at
Tiffany’s og Victor/Victoria, þar sem
eiginkona hans, Julie Andrews, fór
með aðalhlutverkið. Hann hefur að-
eins hlotið eina Óskarsverðlaunatil-
nefningu á öllum ferlinum. Af öðrum
nafnkunnum myndum má nefna
Bleika pardusinn, 10, The Party og
S.O.B.
Fjöldi heiðursmanna, á borð við
Louis B. Mayer, Gene Kelly, Harold
Lloyd, Gretu Garbo, Jerome Robbins
og Satyajit Ray, hafa hlotið Heiðurs-
óskar í gegnum árin. Í fyrra féll hann í
hlut stórleikarans Peter O’Toole.
Á Stöð 2 hefst bein útsending af
gestum um kl. 23.00, en verðlaunaaf-
hendingin um 1.30.
saebjorn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 31
Ó
skarsverðlaunin eru
elstu, virtustu og vin-
sælustu kvikmynda-
verðlaun heims sem/og
þau umdeildustu. Grein-
arhöfundur hefur haft mikinn áhuga á
Óskarsverðlaununum undanfarin 20
ár og markvisst leitast eftir að sjá þær
myndir sem hafa komið til greina til
verðlaunanna allt frá fyrstu afhend-
ingu árið 1928.
Sigurvegarar verðlaunanna eru
valdir af nefnd, akademíunni, sem var
stofnuð árið 1927 af Louis B. Meyer,
forstjóra MGM-kvikmyndaversins og
var þá 36 manns. Í dag er hún um
5.700 manns. Markmið Meyers var að
koma af stað verðlaunum sem valin
eru af fagmönnum til að heiðra þá
sem bera af í Hollywood ár hvert.
Aðfaranótt mánudags verða Ósk-
arsverðlaunin afhent í 76. skiptið og
athöfnin sýnd beint á Stöð 2. Nóg er
búið að spá og spekúlera í hverjir
munu sigra svo að ég læt það eiga sig
í þessari grein. Ég ætla aftur á móti að
fjalla um verðlaunin út frá nokkrum
sem aldrei fengu þau og með þeim
hætti velta upp spurningunni hvort
þau séu á nokkurn hátt marktæk.
Engin listaverk, takk
Fyrsta kvikmyndin til að hljóta
þessa merku viðurkenningu nefnist
Wings. Sigur hennar er lýsandi dæmi
um framhaldið, svo ég læt duga að
greina lítillega frá því. Wings er dæmi-
gerð hetju-Hollywood-mynd og er
langt frá því að vera eitt af meist-
araverkum þöglu myndanna, væri ef-
laust gleymd og grafin ef hún ætti
ekki verðlaunin að. Myndin sem flestir
spekúlantar eru sammála um að hafi
átt fyrstu verðlaunin skilið af þeim
sem áttu möguleika heitir Sunrise og
er eftir leikstjórann, F.W. Murnau. Hún
er söguleg að því leyti að umhverf-
ishljóðum er blandað saman við tón-
list og ólíkir myndrammar skerast
saman til að skilja að raunveruleika og
hugsun persóna myndarinnar. Þessi
aðferð hefur verið notuð síðar af leik-
stjórum eins og Orson Welles og Lars
Von Trier. Sunrise þótti með fram-
sæknara móti á sínum tíma, sann-
kallað listaverk, og voru veitt sérstök
aukaverðlaun á Óskarsverðlaunahá-
tíðinni sem listræn kvikmynd (Artistic
quality awards). Hún þótti þó of mikið
listaverk til að vera tilnefnd til að-
alverðlaunanna.
Sú mynd sem skipar veigamestan
sess í kvikmyndasögunni á þessu
tímabili er frönsk og nefnist Le Pass-
ion de Jeanne d’Arc (Ástríða Jóhönnu
af Örk) eftir danska leikstjórann Carl
Dreyer. Hún kom auðvitað aldrei til
greina til Óskarsverðlauna og satt að
segja veit ég ekki hvort hún fór í dreif-
ingu í Hollywood á þeim tíma. Kvik-
myndir frá öðrum löndum en Banda-
ríkjunum og Bretlandi hafa nefnilega
alltaf átt erfitt uppdráttar í Hollywood.
Það hafa reyndar verið veitt sérstök
verðlaun fyrir bestu „erlendu mynd“
síðan árið 1956. Þó eru aðalverðlaunin
opin fyrir allar kvikmyndir, hvaðanæva
úr heiminum. Samt hafa aðeins 5
myndir á öðru tungumáli en ensku
verið tilnefndar sem besta mynd árs-
ins í þessi 76 skipti og engin hlotið
verðlaunin. Markmið Louis B. Meyers
hefur lítið breyst þrátt fyrir mikinn
vöxt í greininni. Hollywood er enn að
verðlauna Hollywood.
Leikstjórar sem gera „erlendar
myndir“ eru líka sjaldséðir á lista aka-
demíunnar. Helst eru það Ingmar
Bergman og Federico Fellini sem hafa
verið í náðinni og hlotið nokkrar til-
nefningar hvor, en aldrei verðlaunin.
Það er því sigur út af fyrir sig hjá Fern-
ando Meirelles að vera tilnefndur í ár
fyrir Borg guðanna (Cidade de deus).
En við getum verið fullviss um að
hann fær ekki verðlaunin.
Snillingar sem gleymdust
Kvikmyndin Citizen Kane hefur bor-
ið titilinn „Besta mynd kvikmyndasög-
unnar“ hjá alþjóðlegum samtökum
kvikmyndagagnrýnenda (International
Film Critics Association) í rúm 50 ár.
Þetta tímamótaverk hlaut þó ekki
Óskarsverðlaun þegar hún var tilnefnd
árið 1942. Tapaði fyrir hugljúfri og
frekar dapurri mynd Johns Ford, How
Green Was My Valley. Orson Welles,
leikstjóri og aðalleikari Citizen Kane,
hlaut heldur ekki styttuna, hvorki fyrir
þetta afrek né önnur.
Sjálfur Charles Chaplin hlaut aldrei
óskarsverðlaun fyrir leikstjórn eða leik
á sínum glæsta ferli og snilldarverk
hans, City Lights (1931), Modern Times
(1936) og Monsieur Verdoux (1947),
náðu ekki einu sinni í tilnefningu. Aka-
demían sá reyndar að sér og veitti
honum sérstök heiðursverðlaunum
árið 1971 sem nefnast „Irvin Thalberg
Memorial Awards“ og er öldungaóskar
handa þeim sem aldrei hafa fengið en
hefðu átt að fá.
Fjórum árum á undan Chaplin hlaut
meistari Alfred Hitchcock heið-
ursverðlaunin, en hann var þá búinn
með sitt 35 ára blómaskeið án þess
að hljóta Óskarsverðlaun. Þá sem ekki
þekkja verk hans en fylgdust með
Hitchcock-helgi sjónvarpsins fyrir
skömmu undrar kannski ekki að hann
skuli aldrei hafa eignast styttuna. En í
ríkissjónvarpinu var sérstök áhersla
lögð á að sýna lélegustu Hitchcock-
myndirnar, Topaz, Marnie og Frenzy,
og hans betri myndum, eins og The
39 steps, The Lady Vanishes, Stran-
gers on a Train, Rear Window, Vertigo
og North by Northwest, var sleppt.
Einungis The Birds og Psycho gerðu
meistaranum sanngjörn skil þá
helgina. Tvö meistaraverk sem á sín-
um tíma hlutu ekki tilnefningu til ósk-
arsverðlaunanna eftirsóttu.
Stanley Kubrick er leikstjóri sem
hefði átt að fá að minnsta kosti 2
styttur á sínum kvikmyndaferli en
hlaut enga. Svarta kómedían og
ádeilumyndin Dr. Strangelove varð
undir fyrir léttvægri söngvamynd, My
Fair Lady árið 1964, og ein áhrifa-
mesta stríðsmynd allra tíma, Paths of
Glory (1958) og vísindatryllirinn sögu-
legi, 2001: A Space Odyssey (1968)
komu ekki til greina hjá akademíunni í
keppnina um bestu myndirnar.
Robert Altman sem m.a. gerði
myndirnar M*A*S*H (1970), The
Player (1992) og Short Cuts (1993) er
meðal þeirra sem akademían hefur nú
misst af. Er kominn á aldur og eflaust
með sín bestu verk að baki. Enn eiga
leikstjórar eins og Joel Cohen, George
Lucas, Ken Loach, David Lynch, Spike
Lee, Gus Van Sant, Quentin Tarantino
og Lars Von Trier einhverja glætu. En
að svo stöddu hafa þeir enga styttu
fengið fyrir að sitja í leikstjórastólnum.
Sigur meðalmennskunnar
Af leikurum og leikkonum hafa
margir meðaljónar, eða stundarbólur,
tekið styttu með sér í stofuna á með-
an topp-listamenn hafa verið sendir
tómhentir heim. Greta Garbo hlaut t.d.
aldrei Óskarsverðlaun þrátt fyrir stór-
sigra á hvíta tjaldinu í myndum eins og
Queen Christina (1933) og Camille
(1938). Ein flottasta leikkona sög-
unnar, Marlene Dietrich, gleymdist líka
sem/og Jean Harlow, Carole Lombard
og Deborah Kerr, svo einhverjar séu
nefndar.
Litli keisarinn, Edward G. Robinson
var ekki aðeins svikinn um Ósk-
arsverðlaun heldur hlaut hann aldrei
tilnefningu eins og gamanleikarinn
W.C. Fields.
Ótrúlegt er að Kirk Douglas skuli
ekki hafa nælt sér í Óskarsverðlaun
fyrir leik sinn í Champion (1948) eða
Lust for life (1956). Meira að segja
sonur hans, Michael Douglas hefur
fengið styttu og á samt langt í land
með að ná þeim gamla þegar hann var
upp á sitt besta. Kirk Douglas þurfti
að sjá á eftir verðlaununum til Brode-
ricks Crawfords árið 1948 og Yuls
Brynners árið 1956. En hvorugur er al-
hliða leikari sem ættu að eiga Ósk-
arsverðlaun.
Svipað gerðist árið 1955 þegar Ern-
est Borgnine hlaut Óskarsverðlaunin
fyrir leik sinn í Marty. James Dean átti
þá verðlaunin skilið fyrir annaðhvort A
Rebel Without a Cause eða East of
Eden. Væntanlega hefur akademían
hugsað að Dean fengi örugglega
styttu seinna og létu miðlungsleikara
– sem endaði í B-myndum og lélegum
sjónvarpsþáttum – fá hana í hans stað.
En James Dean lést svo ári síðar.
Cliff Robertson var líka miðlungs-
leikari sem skilaði einu ágætu hlut-
verki á sínum ferli, Charly árið 1968,
og hlaut verðlaunin fyrir. Að öðru leyti
lék hann ekkert af viti. Þetta sama ár
var Peter O’Toole tilnefndur fyrir miklu
betra hlutverk í The Lion in Winter.
Hafði O’Toole þá þegar verið snið-
genginn fyrir túlkun sína á Arabíu
Lawrence. Það virðist vera eitthvað
við kraftmikla breska leikara sem fælir
akademíuna frá á lokasprettinum. Pet-
er O’Toole hefur hlotið alls 7 tilnefn-
ingar og engin verðlaun utan heið-
ursóskarinn á síðasta ári, Richard
Burton hlaut einnig 7 tilnefningar, og
eina til viðbótar fyrir leik í auka-
hlutverki, á meðan hann lifði og engin
verðlaun, gamanleikarinn Peter Sell-
ers aðeins 2 tilnefningar og engin
verðlaun og Albert Finney á að baki 4
tilnefningar og engin verðlaun. Margir
spáðu Finney tilnefningu í ár fyrir leik
sinn í Big Fish. Sá spádómur rættist
ekki enda má segja að Finney sé frek-
ar með aukahlutverk í myndinni þótt
hann sé titlaður sem annar aðalleik-
arinn. Hann er líka enn í fullu fjöri og
gæti vel náð sér í ellismell á næstu ár-
um og hampað verðlaunum sem hann
átti að fá fyrir leik sinn í Under the
Volcano árið 1984.
Fleiri en Albert Finney bíða Ósk-
arsverðlauna sem þeir eiga að vera
búnir að fá. Sean Penn er á meðal
þeirra, en hann er nú tilnefndur í
fjórða skiptið. Ég held með honum í
nótt og ég ætla líka að halda með Pet-
er Jackson sem á inni einn Óskar fyrir
að leikstýra Hringadróttinssögunum
þremur. Að öðru leyti er mér nokkuð
sama um úrslitin í ár. Besta myndin er
hvort sem er ekki tilnefnd.
Þeir sem aldrei fengu
en hefðu átt að fá
Óskarsverðlaunin eru óneit-
anlega umdeild og ekki allir
alltaf sammála um nið-
urstöðu dómnefndarinnar.
JBK Ransu fjallar hér um
þær kvikmyndir og leikara
sem vel voru að verðlaun-
unum komin en fengu ekki.
Greta Garbo: Hlaut aldrei verðlaun
þrátt fyrir stórsigra á hvíta tjaldinu.
Alfred Hitchcock: Hefði átt að fá en
fékk ekki.
Orson Welles og Ruth Warrick í hlutverkum sínum í Citizen Kane. Myndin hefur
verið sögð besta mynd kvikmyndasögunnar. Óskarinn fékk hún þó ekki.
Sean Penn: Hefur engan fengið en
fær kannski í ár.
Peter O’Toole: Tilnefndur sjö sinnum
og hlaut á endanum heiðursóskar.