Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 34

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRSTA sinn á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum setur Freyvangsleik- húsið upp barnasýningu og fær Odd Bjarna Þorkelsson til þess að leik- stýra henni. Þetta er þriðja upp- færsla leikstjórans hjá Freyvangi en undanfarin ár hefur hann verið á þeytingi um landið og leikstýrt við góðan orðstír, með árshléi þegar hann lærði leikstjórn í Bretlandi. Sýning þeirra Odds og Freyvangs- leikhússins nú á Ronju ræningjadótt- ur er enn einn sigurinn í blómlegri sögu beggja. Í vandaðri leikskrá kemur fram í pistli formannsins, Maríu Gunnars- dóttur, að ákveðið hafi verið að ekk- ert skyldi til sparað til þess að koma barnaleikriti á fjalirnar. Auk þess að kaupa sér leikstjóra hefur félagið ráðið sér leikmyndahönnuð, förðun- armeistara og tónlistarstjóra til að allt mætti verða sem veglegast. Eins og fjölmargir þekkja sem unna verk- um Astridar Lindgren er undur æv- intýrisins stór þáttur í sögum hennar og freistandi að búa til leikgerðir og kvikmyndir úr verkunum. Í sögunni um Ronju, foreldra hennar Matthías og Lovísu, vin hennar Birki og alla ræningjana eru dularöflin í nátt- úrunni samofin lífsmáta fólksins sem þar býr. Sá boðskapur að allir séu góðir í eðli sínu og að lifa eigi í sátt við náttúruna er skýr og greinilegur og andstyggðin á svikum, ofbeldi og hernaði jafn augljós. Það er ekki heiglum hent að draga allt þetta fram í leiksýningu en hér er það gert, skýrt og fallega. Með um það bil þrjá- tíu og fimm leikurum, vandaðri og haganlegri sviðsmynd, vönduðum tónlistarflutningi og mjög fallegum búningum og gervum birtist heimur Ronju ljóslifandi. Heildarmynd þessarar sýningar var svo falleg að unun var á að horfa: Grænn skógarliturinn var alls ráð- andi en í skuggum og gjám (Helvít- isgjánni) var ekki allt sem sýndist, með hjálp lýsingarbragða, því að þar birtust grádvergar, rassálfar og skógarnornir í áhrifamiklum gerv- um. Þar að auki birtust lítil, loðin dýr hvarvetna þegar minnst varði og voru undarlega eðlileg að sjá. Notuð var reykvél til þess að búa til þoku en stundum var ekki laust við að reyk- urinn byrgði sýn um of. Búningarnir hæfðu ævintýrinu vel og flott að sjá hvernig skapheitir og lífsglaðir Matt- híasarræningjar voru klæddir í sí- gaunastíl þar sem rauði liturinn var alls ráðandi en Borkaræningjarnir aftur á móti í þyngri og dekkri litum í stíl kósakka. Hljóðfæraleikararnir birtust þegar minnst varði sem skemmtilegur hluti af persónum og sviðsmynd. Tónlistin sem fylgir verk- inu er falleg og sérstök en söngvarnir ekki alltaf áheyrilegir vegna klúðurs- legrar þýðingar á textum. Góðir söngvarar björguðu því þó ágætlega en skýrastur varð þó söngurinn í frumsömdum sorgarsöng Matthías- ar. Það er aðeins hægt að geta fárra af stórum leikarahópnum sem átti auð- vitað stærstan þátt í heildarútkom- unni. Fyrst ber að nefna krakkana, Hildi Axelsdóttur og Jóhann Ingólfs- son, sem léku Ronju og Birki. Hildur lék þetta burðarhlutverk fallega og áreynslulaust og Jóhann sýndi vel glaða og góða strákinn sem kemur inn í líf hennar. Af fullorðna fólkinu þarf sérstaklega að geta bræðranna Helga og Ingólfs Þórssona sem léku vinina Matthías og Skalla-Pétur. Helgi virðist vera fæddur til að leika Matthías; auk þess að hafa útlitið með sér birti hann skýrt hinn frum- stæða föður Ronju í gleði og sorg en þó virtist hann halda aftur af sér um of því hann hefur greinilega mikla hæfileika. Ingólfur hvíldi sérstaklega vel í hlutverki Skalla-Péturs, tákni aldurs, visku, rólyndis og kjölfestu í funheitum heimi ræningjanna og gervið svo eðlilegt að þessi leikari um fertugt sýndist ekki degi yngri en áttræður. Matthíasarræningjarnir voru mjög skemmtilegir sem hópur og hver og einn átti fyndna spretti þar sem nostrað var við smáatriðin. Einnig voru hermennirnir fyndnir og hópatriðin vönduð, sýndir sem hálf- gerðir aular eða trúðar þar sem ,,detta á rassinn“-atriðin fengu salinn til að springa úr hlátri. Raddir og hreyfingar skemmtilegra rassálf- anna voru mjög krúttlegar og flott hvernig töfrar lýsingar voru notaðir til að birta hellinn þeirra. Í stappfullu húsi á frumsýningunni var ekki laust við að framvindan væri hægari en efni stóðu til og einhverjir máttu skerpa röddina en þar var greinilega frumsýningarstressi um að kenna. Stórsýning Frey- vangsleikhússins um Ronju ræn- ingjadóttur mun áreiðanlega slá í gegn. Stórsýning í Freyvangi Morgunblaðið/Benjamín Baldursson „Sýning þeirra Odds og Freyvangsleikhússins nú á Ronju ræningjadóttur er enn einn sigurinn í blómlegri sögu beggja,“ segir m.a. í umsögninni. LEIKLIST Freyvangsleikhúsið Höfundur: Astrid Lindgren. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Leik- myndahönnun: Þórarinn Blöndal. Bún- ingar, brúður og gervi: Dýrleif Jónsdóttir. Förðun: Linda Björk Óladóttir. Hár: Hall- dóra Vésteinsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson, Ingvar Björn Ingvarsson. Hljóð: Jóhann Steinunnarson. Tónlistar- stjóri: Hjálmar Brynjólfsson. Hljómsveit: Hjálmar Brynjólfsson, Bergsveinn Þórs- son, Gunnur Ýr Stefánsdóttir. Frumsýning í Freyvangi, 21. febrúar 2004. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Hrund Ólafsdóttir FJÓRIR flautuleikarar, þær Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Har- aldsdóttir, Berglind María Tómas- dóttir og Kristjana Helgadóttir, héldu tónleika í Listasafni Einars Jónssonar á laugardaginn fyrir viku. Efnisskráin samanstóð eingöngu af samtímatónlist með einni undan- tekningu, en það var konsert fyrir fjórar flautur eftir Telemann. Kons- ertinn var ekki nægilega vel fluttur þótt hraðir skalar væru almennt jafnir; samspilið var á tíðum óná- kvæmt og sumir flautuleikarar voru greinilega betri en aðrir. Styrkleika- brigði voru heldur fátækleg og dró það úr stígandinni í túlkuninni sem fyrir bragðið varð litlaus og þreyt- andi. Meiri sannfæringarkraftur var í túlkun Áshildar og Berglindar á Þrí- hyrnu eftir Atla Ingólfsson. Þrí- hyrna er æskutónsmíð sem ristir ekki eins djúpt og þroskaðri verk tónskáldsins, en flutningurinn var engu að síður vandaður og þrunginn djúpri innlifun. Dialogo angelico eftir Petrassi var einnig fallega leikið, þetta er inn- hverfur tónaseiður sem eftir ákafa leit í ýmsar áttir fjaraði út í eilífðina, og var endirinn sérlega vel útfærður af þeim Örnu og Kristjönu. Jour d’éte á la montagne fyrir fjórar flautur eftir Bozza var síður áhugaverð, tónmálið var hefðbundn- ara og fátt óvænt sem bar fyrir eyru. Verkið var þó glæsilega flutt, hröð hlaup voru skýr og örugg; samspilið var agað og í prýðilegu jafnvægi. Verk Bozza var síðasta atriði fyrir hlé, og gat maður þá teygt úr sér og skoðað stórbrotin listaverk Einars Jónssonar. Ég er hálfhræddur um að ég hafi alveg gleymt mér í snilldinni, því allt í einu heyrði ég flaututóna úr fjarlægð, sem þýddi að tónleikarnir voru hafnir að nýju. Var þetta byrjunin á átta mínútum úr verkinu Tuttugu og ein mús- íkmínúta eftir Atla Heimi Sveinsson. Það eru smáverk sem hvert um sig er nákvæm- lega ein mínúta að lengd og stjórnaði tímavörður flutn- ingnum. Einn flautuleikari spilaði í einu, sem varð svo að hætta þegar mínúta var liðin; tók þá næsti við og þannig koll af kolli. Tímavörðurinn var vopnaður skeiðklukku, trommukjuða og kökuboxi, og á mín- útu fresti barði hann kökuboxið af þvílíku alefli að nálæg kona hrökk við. Gerðist það í öll skiptin og lá við að það stæli senunni frá tónlistinni, sem annars einkenndist af ríkuleg- um andstæðum og var virkilega fal- leg. Mikil fjarlægð á milli flautuleik- aranna gaf tónlistinni auk þess skemmtilega þrívídd sem enduróm- unin í safninu magnaði upp. Tímavörðurinn ægilegi var enginn annar en Áki Ásgeirsson tónskáld, og eftir hann var næsta atriði efnis- skrárinnar, 435271 remix, sem mun vera endurgerð á eldri tónsmíð. Þetta var þéttur tónavefur þar sem flautuleikararnir spiluðu hraðar, fjörlegar hendingar og féllu þær ágætlega að alls konar hrynbrotum og öðrum framandi hljóðum úr tölvu. Tölvutónarnir voru kuldalegir, nán- ast hrollvekjandi, og var heildarútkoman áhugaverð. Sama verður ekki sagt um síðasta atriði tónleikanna, sem var Kvartett eftir Sofiu Gubaidulinu. Hann var ákaf- lega viðburðalítill og varð fljótt óttalega leiðinlegur þrátt fyrir töluverð tilþrif flautuleikaranna. Ljóst er að sleppa hefði mátt kvartettin- um og hafa fleiri músíkmín- útur eftir Atla Heimi í staðinn. Dúllulegt drama? Ég er ekki alveg með á hreinu hvort núverandi útgáfa verks Áka Ásgeirssonar hafi verið frumflutningur, en nýtt ís- lenskt sönglag heyrðist alltént í fyrsta skipti á hádegistónleikum í Norræna húsínu á miðvikudaginn var. Það hét Sporin í snjónum og var eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Ósjálf- rátt bar maður lagið saman við prelúdíu eftir Debussy sem heitir líka Sporin í snjónum og vissulega áttu tónsmíðarnar ýmislegt sameig- inlegt. Þær eru báðar hægar, tón- málið, sem er fábrotið, byggist á tærum, löngum, liggjandi hljómum og andrúmsloftið er tregafullt. Lag Elínar er þó mun hlýlegra en tón- smíð Debussys, þar sem algert von- leysi nær yfirhöndinni í lokin. Elín samdi lagið við texta eftir Þuríði Guðmundsdóttur og virtist hann dálítið hrár við fyrstu áheyrn; óneitanlega fannst manni setningin „sporin í snjónum“ kalla á eitthvað meira en bara sífellda endurtekn- ingu. Þar sem textinn var ekki birtur í tónleikaskránni vissi maður ekki hvort endurtekningarnar skrifuðust á tónskáld eða ljóðskáld, en tónlistin sjálf var a.m.k. hrífandi og ljúf áheyrnar. Hitt lagið eftir Elínu sem flutt var á þessum tónleikum, Liljur götunn- ar, man ég ekki eftir að hafa hlýtt á áður, en það var seiðandi í einfald- leika sínum. Hver hending og hljóm- ur var þrunginn einhverju sem ekki er hægt að skilgreina en hitti mann beint í hjartastað; það gerist ekki oft. Margrét Bóasdóttir söng lögin og með henni lék Miklos Dalmay á pí- anó. Margrét hefur takmarkaða rödd sem naut sín ekki í lítilli endur- ómun Norræna hússins, en hún söng þó bæði af innlifun og innsæi. Túlk- un hennar sem slík var einlæg og vel ígrunduð, og var athyglisvert að heyra fyrsta lagaflokkinn sem sam- inn var á Íslandi, Helgu ina fögru eftir Jón Laxdal (1865–1928). Það er að vísu tónlist sem meira hefur verið samin af vilja en getu, en er engu að síður merkileg í sögulegu samhengi. Ljóðin eru eftir Guðmund Guð- mundsson og fjalla um átakamikil örlög aðalkvenhetjunnar í Gunn- laugs sögu Ormstungu. Miðað við alla dramatíkina var tónlistin sér- kennilega sæt og krúttleg; hörkuleg- ur píanóleikur Miklosar stakk því nokkuð í stúf og var heldur hávær miðað við sönginn. Betra jafnvægi ríkti í þremur Ófelíuljóðasöngslög- um op. 67 eftir Richard Strauss, en þar var píanóleikurinn hljómfagur og söngurinn tilfinningaríkur. Þetta voru áhugaverðir tónleikar, en ég saknaði þess að sjá ekki text- ana í lögum Elínar í tónleikaskránni; gaman væri að heyra fleiri lög eftir hana í framtíðinni. Tímavörðurinn og kökuboxið Morgunblaðið/Þorkell Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Kristjana Helgadóttir. Margrét Bóasdóttir Miklos Dalmay TÓNLIST Listasafn Einars Jónssonar KAMMERTÓNLEIKAR Flautuleikararnir Arna Kristín Ein- arsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berg- lind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir. Tónlist eftir Telemann, Atla Ingólfsson, G. Petrassi, E. Bozza, Atla Heimi Sveinsson, Áka Ásgeirsson og So- fiu Gubaidulinu. Laugardagur 21. febrúar. Norræna húsið SÖNGTÓNLEIKAR Margrét Bóasdóttir, söngur, og Miklos Dalmay, píanó. Tónlist eftir Jón Laxdal, Richard Staruss og Elínu Gunnlaugs- dóttur. Miðvikudagur 25. febrúar. Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.