Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 35
sem eru aðal þeirra, öllu heldur
áhrifamikil framsetningin, litahryn
ásamt einfaldri og formrænni mynd-
bygging þar sem engu skeikar, þó
umfram allt hin tæra útgeislan sem
lyftir efniviðnum á æðra tilverustig.
Leikurinn í sjálfu sér hvorki nýr né
frumlegur, en ber í sér sterka lifun
gerandans sem grípur, það er galdur
hans ásamt tæru sköpunarferli. Hér
eru fundnir hlutir, og annað sem ger-
andinn hefur einkum sankað að sér
notaðir sem uppistaða í myndverk.
Sýningin heldur að sjálfsögðu
áfram á efri hæðinni og þar kennir
margra grasa. Allt frá ljósmyndum
af lostfögrum filmdívum afþreying-
ariðnaðarins og litríkum Hawaii-
skyrtum Birgis Arnars Thorodd-
sens/ Bibba Curver, í innsta sal til
fagurlegra mótaðra styttna um for-
eldri og afkvæmi í manna- og dýra-
heimi sem frú Vigdís Finnbogadóttir
hefur safnað frá 1980. Fjölþættar
stytturnar eru alveg sér á báti og
skírskota beint til hámenningarinn-
ar, bera í þá veru af öllu öðru sem
gull af eiri á hæðinni. Þetta eru jafn-
framt hinir andstæðu pólar sýning-
arinnar; kitsch-hámenning og þarna
togast á gildi og viðmið hefðbund-
innar söfnunar og óreiðukenndrar
söfnunar eins og stendur í sýning-
arskrá. Hinnar óreiðukenndu söfn-
unar sér þó helst stað á myndbandi
Kára Schram; Valdi koppasali og
grúskari af guðs náð fylgt eftir af
viðtali við Jónas Halldórsson antík-
sala, þó ámælisvert að myndbandið
skuli ekki textað á jafn vandaðri sýn-
ingu.
Einstakir sýningargripir eiga sér
merkilega sögu bæði í sjálfum sér og
hvað tilorðningu og gerandann að
baki þeirra snertir. Þarna er til að
mynda fagurlega hannaður og
skreyttur vettlingur innan um
marga slíka en málið er að hann er
prjónaður af einhentri sveitakonu,
Guðrúnu Ingólfsdóttur frá Söndum,
þegar hún var sjötíu ára. Hef ekki
grænan grun um hvernig manneskj-
an fór að, segi bara bravó. Í einum
vettlingi samsamast vitnisburður um
viljastyrk, þrautseigju og lífsvilja
eldri kynslóða í landi hér, jafnframt
sjónræn hugmyndaauðgi.
Mál málanna varðandi fram-
kvæmdina er áhuginn og einlægnin
að baki sem er drifkraftur eðlislægs
sköpunarferlis og svipmikilla at-
hafna. Safnaranum, hverju nafni
sem nefnist, má stundum líkja við
STEFNUMÓT við safnara nefnist
framkvæmd í Menningarmiðstöðinni
í Gerðubergi sem verið hefur í gangi
frá 17. janúar og lýkur nú um
helgina. Ekki um að ræða neina al-
menna listsýningu, hafði samt hug á
að sækja hana heim og lét verða af
því á sunnudag. Óvenju mikið af fólki
á listsýningum borgarinnar þennan
lokadag mikið auglýstrar vetrarhá-
tíðar og trumbur barðar, alveg salla-
klárt að fólk sækir í þesslags hátíðir
og stórviðburði svona líkt og á mikils
háttar opnanir. Öllu síður dags dag-
lega hvort heldur um sé að ræða al-
mennar sýningarnar listhúsa eða
stærri framkvæmdir í virðulegum
húsakynnum safnanna. Fátt dapur-
legra en að koma í auða sali á besta
sýningartíma helgidaga og þá hafa
menn tilhneigingu til að álíta að eitt-
hvað mikið sé að. Síður til krufningar
hér en það er langt síðan ég hef séð
jafn marga gesti á Kjarvalsstöðum
og Gerðubergi á sunnudegi, hins
vegar var færra á Sigurjónssafni,
þykir úrleiðis sem er mikill misskiln-
ingur og auðvelt að eiga þar upp-
byggjandi unaðsstund. Aðkoma fót-
gangandi hins vegar afleit og enginn
strætisvagn stoppar við afleggjar-
ann frá umferðaræðinni og getur
verið nokkuð mál að komast yfir göt-
una.
Tilgangurinn með heimsókninni
var einungis að skoða, síður skrifa,
enda mestmegnis dregið mig í hlé
um rýni á almennar sýningar, en
hreint út sagt kom framkvæmdin
mér mjög á óvart. Fullgild, bæði
hvað einstök framlög snertir og
heildarsvip, man satt að segja naum-
ast eftir skilvirkari og betur upp-
settri sýningu á staðnum nema ef
vera kynni þeirri sem sett var upp í
tilefni Sjónþings Kolbrúnar Björg-
ólfsdóttur. Strax og inn um dyr neðri
hæðar kom blöstu við mér áhuga-
verð og vel framsett verk Hrafnhild-
ar Sigurðardóttur, þau hrifmestu þó
helst á endaveggjum. Eru fullgild á
núlistasýningar, einkum myndheild-
ir þúsunda gos- og bjórtappa útfærð-
ar af nostri og nákvæmni. En það er
ekki nostrið og nákvæmnin og enn
síður sjálft óaðfinnanlegt handverkið
njótandann, einstakling sem mótar
hvorki hlutina né hannar þá. Að
sanka að sér aðskiljanlegustu hlut-
um getur verið árátta og þráhyggja
en einnig lífsnautn, veisla fyrir skyn-
færin. Það væri til að mynda engin
upphafin list til ef hún hreyfði ekki
við kenndum leikmanna sem láta
hrífast og vilja fórna miklu til þess
eins að geta nálgast hana. Ótal dæmi
þess að einstaklingar jafnt og stórir
hópar fólks fari um hálfan hnöttinn
til að nálgast tónleika eða myndlist-
arviðburði, listviðburði í það heila.
Meginveigurinn að þetta er óvenju-
leg, lifandi og áhugaverð fram-
kvæmd sem situr eftir í heilabúi
skoðandans, sá enda ekki betur en að
flestir stöldruðu lengi við, lakara að
kaffistofan skyldi lokuð, því þar inni
mátti greina verk sem sýndust til-
heyra framkvæmdinni.
Þessar línur helst festar á blað til
að vekja athygli á vandaðri fram-
kvæmd, sem hefði átt skilið að fá
meiri umfjöllun fjölmiðla, minna
jafnframt á að dyr falla að stöfum um
helgina ...
– Á staðnum einnig myndverka-
sýning í félagsstarfi, þar á ferð
Kristinn R. Alexandersson, sem
lengi tók á móti fötum baðgesta í
gömlu sundlaugunum. Mestu heilsu-
lind norðan Alpafjalla meðan þær
voru og hétu hvert háir sem lágir,
ungir sem aldnir, ráðherrar sem rón-
ar vöndu reglulega komur sínar.
Kristinn málar af hrekklausri ein-
lægni og bestu skiliríin bera með sér
að í honum búi listræn æð, veigurinn
þó hvernig gerandinn, aldinn og
ómenntaður á dýpri lífæðar mál-
verksins, að auk farinn að heilsu,
nær í þessa veru að festa lit á dúk.
Stefnumót
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Hrafnhildur Sigurðardóttir: Myndverk gert úr bjór- og gostöppum.
Hinn makalausi vettlingur hinnar einhentu Guðrúnar
Ingólfsdóttur frá Söndum.
Af safni Vigdísar Finnbogadóttur. Himbrimi með unga
og urta með kóp.
MYNDLIST
Gerðuberg
Opið virka daga kl. 11–19 og kl. 13–17
um helgar. Til 29. febrúar.
STEFNUMÓT VIÐ SAFNARA
Bragi ÁsgeirssonKristinn R. Alexandersson: Reyjavíkurtjörn 1999.
Bon appétit – frönsk barokktónlist
inniheldur verk eftir Boismortier, La-
vigne, Marais og Leclair í flutningi Bar-
okkhópsins. Hópinn skipa Guðrún
Birgisdóttir og Martial Nardeau, bar-
okkflautur, Camila Söderberg, blokk-
flautur, Svava Bernharðsdóttir, barokk-
fiðla, Elín Guðmundsdóttir, semball,
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da
gamba, Peter Tompkins, barokkóbó og
Snorri Örn Snorrason, teorba.
Tónlist þessa hefur hópurinn flutt á
aðventutónleikum undanfarin 12 ár
undir nafninu „Jólabarokk“.
Útgefandi er Fermata. Upptöku fóru
fram í Digraneskirkju á vegum Halldórs
Víkingssonar. Hönnun annaðist Ingvar
Víkingsson. Útgáfan er styrkt af Kópa-
vogsbæ og Félagi ísl. hljómlist-
armanna. Edda – miðlun annast dreif-
ingu. Verð: 2.399 kr.
Barokk
ÍSLENSKA óperan hefur gert
samstarfssamninga við fjögur fyr-
irtæki, Flugfélag Íslands, VISA Ís-
land, Landsbanka Íslands og
Landsvirkjun, um kostunarþátt-
töku í ferðum Óperunnar í Eyja-
fjörð og á Eskifjörð á vormisseri
2004. Einnig hefur Óperan gert
samstarfssamning við matvælafyr-
irtækið Vogabæ um markaðssetn-
ingu á nýrri vörulínu Vogabæjar,
svokölluðum óperusósum og -súp-
um.
Brúðkaup Fígarós
í Laugarborg
Brúðkaup Fígarós verður kynnt
á tónleikum í Laugarborg í Eyja-
fjarðarsveit 17. mars og í byrjun
maí er ferðinni heitið á Eskifjörð,
þar sem óperan Carmen verður
flutt í samstarfi við kór og hljóm-
sveit heimamanna.
Mótframlag Óperunnar gegn
myndarlegum framlögum fyrir-
tækjanna felst m.a. í kynningu á
fyrirtækjunum fjórum í tengslum
við ferðirnar. Korthafar VISA fá
20% afslátt af miðaverði á tón-
leikana í Laugarborg og sýninguna
á Carmen á Eskifirði, sé greitt með
VISA. Þá fá handhafar flugkorts
Flugfélags Íslands 20% afslátt og
sömuleiðis aðrir viðskiptavinir
Flugfélagsins, gegn framvísun
brottfararspjalds.
Vörur Vogabæjar bera nöfn ým-
issa þekktra ópera, svo sem Car-
men, Aida, Don Giovanni og Tosca
– og á límmiðum á krukkunum er
að finna fróðleiksmola um þessar
óperur.
Vegna þessarar tengingar við
starfsemi Íslensku óperunnar átti
Vogabær frumkvæði að gerð sam-
starfssamningsins við Óperuna.
Framlag Vogabæjar verður hlut-
fall af sölu á óperuvörunum á árinu
2004, nánar tiltekið munu 5 kr. af
verði hverrar seldrar einingar af
óperusósum og -súpum renna til
Óperunnar. Framlaginu verður
varið til uppbyggingar fræðslu-
starfsemi á Óperuvefnum og verð-
ur hafist handa við gerð fræðslu-
síðnanna nú á næstunni.
Mótframlag Óperunnar verður
m.a. í formi kynningar og auglýs-
inga í Óperublaði og á Óperuvef,
sérstaklega í tengslum við fræðslu-
síðurnar. Framlög samningsaðila
eru lögð að jöfnu, enda eru þeir
sammála um að báðum sé mikill
hagur að þessu samstarfi.
Íslenska óperan
gerir samstarfs-
samninga
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson - Ímynd
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Friðrik Soph-
usson, forstjóri Landsvirkjunar, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbanka Íslands, Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri
VISA og Bjarni Daníelsson óperustjóri við undirritun samninganna.
Sigrún Ósk Ingadóttir, stjórn-
arformaður Vogabæjar, og Bjarni
Daníelsson óperustjóri handsala
samstarfssamninginn.
Leggðu rækt við ástina eftir Önnu
Valdimarsdóttur sálfræðing er komin
út í kilju. Bókin kom fyrst út í innbund-
inni útgáfu árið 2002. Anna fléttar
saman almennum hugleiðingum og
lýsingum úr heimi ástarinnar og fæst
m.a. við spurningarnar hvað er ást?,
að elska eða vera ástfanginn?, ást og
hamingja, mitt persónulega rými,
elskaðu sjálfan þig, að rækta ást-
arsamband, að auðga kynlífið og af-
brýðisemi og ótrúnað.
Útgefandi er JPV Útgáfa. Bókin er
180 bls. prentuð í Nörhaven. Hönnun
kápu: Hunang. Verð: 1.590 kr.
Kilja