Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 36

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 36
36 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 27. febrúar 1994: „Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun var við- skiptajöfnuður þjóðarinnar hagstæður á síðasta ári í fyrsta sinn frá árinu 1986. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 300 milljónir króna samanborið við hvorki meira né minna en 12 millj- arða halla á árinu 1992. Á al- mennu máli þýðir þetta, að er- lendar skuldir þjóðarbúsins fara lækkandi. Ástæðan fyrir þessari hagstæðu þróun er annars vegar sú, að vöruinn- flutningur var 14% minni á síðasta ári en árið áður og hins vegar, að útflutningur sjávarafurða jókst um 6%. Þessi hagstæða þróun í við- skiptum við útlönd er aðeins eitt af mörgum dæmum um þann árangur, sem þrátt fyrir kreppu og aðra erfiðleika er að nást í efnahags- og at- vinnumálum okkar Íslendinga - eða er þessi árangur kannski að nást vegna kreppunnar? Verðbólgan er nánast í núlli, viðskiptajöfnuður hagstæður, vextir hafa lækkað verulega og ættu að geta lækkað meira á næstu mánuðum. Allt er þetta verulegur árangur, sem ekki hefur verið nægilegur gaumur gefinn í dægurþrasi stjórnmálanna. Það skiptir öllu máli, að ekkert verði gert í efnahagsmálum okkar, sem dregur úr þeim mikilsverða árangri, sem náðst hefur á þessum þremur sviðum.“ . . . . . . . . . . 28. febrúar 1984: „Áður en Ír- anskeisari var hrakinn frá völdum voru uppi spádómar um að kæmi til þess myndi efnahagskerfi veraldarinnar raskast vegna meiri verð- sprengingar á olíu en það þyldi. Nú eru fimm ár liðin frá því að Khomeini náði völdum í Íran. Á þeim tíma hafa iðnrík- in mátt þola fjárhagslegar þrengingar og atvinnuleysi en eru líklega á leið út úr efna- hagslægðinni eins og nú horf- ir. Á hinn bóginn hefur ástandið í Íran og næsta ná- grenni versnað til mikilla muna á þessum fimm árum. Undir árslok 1979 réðust Sov- étmenn inn í Afganistan við austur landamæri Írans og á árinu 1980 hófu Írakar að herja á Írani í vesturhluta lands þeirra í Khuzestanhér- aði. Síðan hefur verið stríðs- ástand milli þessara ná- grannaríkja við botn Persaflóa. Sé einhver blettur jarðar þannig að þaðan spretti orka, sem hefur al- heimsáhrif, er hann að finna í olíuríkjunum við Persaflóa. Miskunnarlaus átök þar ættu að vekja heimsáhyggjur og athygli fjölmiðla umfram allt annað en gera það ekki af því að Bandaríkin eiga ekki hlut að máli eins og í Líbanon eða Mið-Ameríku.“ . . . . . . . . . . 28. febrúar 1974: „Eins og fram hefur komið í viðtölum við forsvarsmenn vinnuveit- enda og verkalýðssamtaka hér í blaðinu um nýgerða kjarasamninga er það nánast samdóma álit þeirra, að þeir séu mjög verðbólguhvetjandi og ekki verði hjá því komizt að hleypa kostnaðarhækk- unum atvinnuveganna þeirra vegna með einhverjum hætti út í verðlagið. Þegar um þetta er rætt gleymist gjarnan, að verkalýðssamtökin gáfu rík- isstjórninni í rauninni sl. haust tækifæri til að tryggja gerð kjarasamninga, sem ekki hefðu verið verðbólguhvetj- andi og hefðu jafnvel stuðlað að minnkandi vexti verðbólg- unnar frá því sem verið hefur undanfarin misseri. Þessu tækifæri glataði ríkisstjórnin hins vegar vegna aðgerða- leysis og þess vegna er nú framundan svo æðisgengin verðbólgualda, að þess munu engin dæmi í annars fjöl- breytilegri verðbólgusögu þjóðarinnar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S vava Jakobsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, lést 21. febrúar síðastliðinn, 73 ára að aldri. Með henni er genginn einn merkasti rithöf- undur þjóðarinnar á tuttugustu öld, höfundur sem með óvenju- legum efnistökum, frásagnar- stíl og hugmyndafræði færði einkar ferska og mikilvæga strauma inn í íslenskan bókmennta- heim. Hún skrifaði einnig um íslensk fræði með eftirminnilegum hætti sem varpað hefur nýju ljósi á bókmenntaarfinn; þann reynsluheim er hann lýsir, goðsagnir og fagurfræðileg viðmið. Svava lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt að því loknu til Bandaríkj- anna í nám í enskum og amerískum bókmenntum við einn virtasta kvennaháskóla heims, Smith College í Massachusetts. Hún lauk BA-prófi það- an 1952 og hélt að því loknu til Englands þar sem hún stundaði framhaldsnám í forn-íslenskum bókmenntum við Oxford-háskóla. Á árunum 1965–66 settist Svava aftur á skólabekk og nam sænskar nútímabókmenntir við Uppsalaháskóla. Á starfsferli sínum gegndi Svava margvísleg- um trúnaðarstörfum enda kom hún víða við. Hún var m.a. starfsmaður utanríkisráðuneytisins, vann við Ríkisútvarpið, stundaði kennslu og starfaði einnig um skeið við Lesbók Morgun- blaðsins. Hún tók virkan þátt í stjórnmálum og var þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á árunum 1971–79. Málefni á sviði félags- og menningarmála voru henni hugleikin og vann hún að þeim með setu í fjölda nefnda og ráða. Svava var einnig fulltrúi þjóðarinnar á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna og sat í Norður- landaráði. Hún var kosin heiðursfélagi Rithöf- undasambands Íslands árið 1996. Skáldskapur Svövu vakti mikla athygli allt frá útkomu fyrstu bókar hennar, smásagnasafnsins Tólf konur, árið 1965. Ekki síst vegna þess að hún gerði þar efniviði skil sem lítið hafði verið sinnt áður, konum, stöðu þeirra og reynsluheimi í sam- félagi er stóð á mörkum gamallar tíðar og nú- tímans. Titilsaga smásagnasafnsins, Veisla undir grjótvegg, sem fylgdi í kjölfarið tveimur árum seinna, hefur af mörgum verið álitin táknmynd þeirra þrenginga er einkenndu samskipti kynjanna í jafnréttisbaráttu sjöunda áratugar- ins. Með nýstárlegum stílbrögðum, þar sem fant- asía þjónar sem afar afhjúpandi afl, fjallaði Svava um lífsgæðakapphlaupið og einangrun kynjanna í hefðbundnum hlutverkum sínum með ógleym- anlegum og beinskeyttum hætti. Tungumálið var henni óþrjótandi uppspretta frumlegra efnistaka þar sem afhelgun lék stundum stórt hlutverk, en leikur hennar að orðum, hefðbundnum táknum, hugmyndum og myndmáli var hennar helsti að- all. Svava fann skáldskap sínum farveg með ýms- um hætti í gegnum tíðina, skrifaði leikrit og tvær skáldsögur, auk fjögurra smásagnasafna, en öll eiga verkin það sameiginlegt að vera nútímaleg samfélagsádeila, þar sem höfundurinn veigrar sér ekki við að takast á við þau málefni sem efst voru á baugi á Íslandi, í stóru samhengi sem smáu; jafnréttismál, efnishyggju, herstöðina á Miðnesheiði og kjarnorkuvá. Verk Svövu eru óþrjótandi uppspretta rann- sóknarefna, ekki síst á sviði kvennabókmennta, en sjálf fjallaði hún á opinberum vettvangi um hvernig hún hefði í skáldskap sínum fundið sig knúna til að brjótast undan hefð ríkjandi menn- ingar til að vera trú reynslu sinni sem kona. Í grein sinni um Svövu Jakobsdóttur og íslenska bókmenntahefð, Kona með spegil, segir Helga Kress m.a.: „Með lýsingum sínum á hinni firrtu borgaralegu konu og sínum sérstaka stíl ruddi Svava braut fyrir endurnýjun íslenskrar sagna- gerðar. Stíll hennar er kvenlegur í þeim skilningi að hann er sprottinn af kvenvitund sem brýst í gegnum bókmenntahefð karla og byltir henni“. Þó það sé ekki síst að þessu leyti sem Svava Jak- obsdóttir var frumkvöðull í íslenskum samtíma- bókmenntum, hefur tíminn leitt í ljós að verk hennar lýstu bæði konum og körlum þeirra kyn- slóða sem notið hafa verka hennar leið inn á nýjar brautir. Nú þegar komið er að leiðarlokum sendir Morgunblaðið eiginmanni Svövu Jakobsdóttur, Jóni Hnefli Aðalsteinssyni og syni þeirra, Jakobi S. Jónssyni, samúðarkveðjur og vottar minningu hennar virðingu sína Öryggisveggur eða aðskiln- aðarmúr? Umheimurinn hefur löngum fylgst með hinum langvinnu deil- um Ísraela og Palest- ínumanna af athygli og með ugg. Frá því uppreisn Palestínumanna hófst árið 2000 hafa um 2.700 Palestínumenn og 900 Ísraelar fallið. Töluvert meira mannfall hefur orðið í átökum þjóðarbrota í Afríku á undanförnum árum án þess að ríki heims hafi sýnt viðlíka viðbrögð. Það er ekki fyrst og fremst tala látinna í erjunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs sem hreyfir við fólki um allan heim, heldur pólitísk þýðing átakanna og hið táknræna eðli þeirra. Þarna mætast tveir menningarheimar, þarna liggja samskeytin á milli austurs og vesturs. Segja má að múrinn, sem Ísraelar hófu að reisa í júní 2002 og teygir sig nú um 700 km leið umhverfis heimastjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum, geri þessi skil ennþá skarp- ari. Hann er ekki einungis mannvirki úr steypu sem torveldar fólki að komast leiðar sinnar. Það má ennfremur líta á hann sem táknrænan vegg á milli menningarheimanna tveggja. Í samræmi við það hefur bygging hans vakið sterk viðbrögð víða um heim. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu hefur jafnvel Alþjóðanefnd Rauða krossins, ICRC, fundið sig knúna til að tjá sig um málið, en í yfirlýsingu hennar segir að nefndin telji að múrinn brjóti gegn alþjóðalögum að svo miklu leyti sem hann víki frá Grænu lín- unni svonefndu, eða landamærum Ísraels frá 1967, og er á hernumdu svæði. Yfirlýsingin þótti tíðindum sæta, enda hefur ICRC það að mark- miði að gæta fyllsta hlutleysis og tjáir sig sjaldan um málefni sem tengjast stefnu einstakra ríkja. Ísraelar kenna vegginn við öryggi, og segja hann tímabundna en nauðsynlega ráðstöfun til að hefta för hryðjuverkamanna inn í Ísrael og sporna gegn mannskæðum sjálfsmorðstilræðum. En Palestínumenn kalla hann aftur á móti að- skilnaðarmúr, og vísa í aðskilnaðarstefnuna sem áður var við lýði í Suður-Afríku. Raunar er nokkur einföldun að tala um vegg eða múr, því um er að ræða umfangsmikil mann- virki sem samanstanda af 50 til 150 metra örygg- isbelti með vegum, skurðum, gaddavírsrúllum og loks allt að átta metra háum vegg úr járnbentri steypu. Múrinn liggur víða inn á palestínskt land- svæði, til að tengja landnemabyggðir gyðinga við Ísrael, og Palestínumenn óttast að þessi áþreif- anlegi veggur verði til þess að mynda varanleg landamæri, þrátt fyrir að Ísraelsstjórn vísi því á bug. Ljóst er að múrinn hefur mikil áhrif á líf Pal- estínumanna, einkum á svæðum þar sem hann skilur að híbýli þeirra og vinnustaði eða rækt- unarland. Langar biðraðir myndast iðulega við öryggishliðin, sem stundum eru jafnvel alveg lok- uð svo klukkustundum eða jafnvel dögum skiptir. Ekki er erfitt að ímynda sér hversu lamandi áhrif slíkar hömlur á ferða- og atvinnufrelsi hljóta að hafa á samfélagið. Til kasta Alþjóða- dómstólsins Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna sam- þykkti í desember að óska eftir því að Al- þjóðadómstóllinn í Haag kvæði upp ráð- gefandi álit um það hvort bygging múrsins stæð- ist ákvæði alþjóðalaga. Tillaga þess efnis var lögð fram af hópi landa sem flest eru araba- eða músl- ímaríki, en af 191 aðildarríki allsherjarþingsins veittu 90 henni samþykki sitt, átta voru tillögunni andvíg (þar á meðal Ísrael og Bandaríkin) og 74 ríki sátu hjá, en í þeim hópi voru öll Evrópulönd. Úrskurðir Alþjóðadómstólsins eru ekki bind- andi nema þær þjóðir sem í hlut eiga viðurkenni úrskurðarvald hans. Það gera Ísraelar ekki í þessu máli og tóku ekki þátt í málflutningnum, sem fram fór í Haag í fyrri hluta þessarar viku. Saka þeir Palestínumenn um að reyna með þess- um hætti að sverta ímynd Ísraels á alþjóðavett- vangi, í stað þess að leita lausnar á deilumálum þjóðanna í beinum viðræðum. Ekki er búist við að dómstóllinn komist að niðurstöðu fyrr en eftir nokkra mánuði, ef hann tekur þá nokkra afstöðu í málinu, en Palestínumenn binda vonir við að falli úrskurðurinn þeim í hag, verði það til þess að auka þrýsting á Ísraela og renna stoðum undir hugsanlegar refsiaðgerðir gegn þeim. Við málflutninginn í vikunni færðu fulltrúar Palestínumanna rök fyrir því að múrinn stæðist ekki alþjóðalög að því leyti sem hann lægi innan hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum. Þeir fullyrða að bygging múrsins á hernumdu landi jafngildi innlimun þess í Ísraelsríki, sem gangi gegn Haag-samkomulaginu frá 1907. Vísa þeir einnig til þess að Genfarsáttmálinn kveði á um vernd óbreyttra borgara á hernumdum svæðum. Segja þeir múrinn brjóta í bága við það, enda skerði hann frelsi Palestínumanna og takmarki lífsviðurværi þeirra. Stjórnvöld í Ísrael héldu sem fyrr segir ekki uppi vörnum fyrir dómstólnum, en lögðu hins vegar fram skriflega greinargerð, þar sem múr- inn er sagður nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja öryggi ísraelsku þjóðarinnar. Ísraelar hafna því BEZTI KOSTURINN Pieter C. Feith, einn helzti ráð-gjafi Javiers Solana, utanríkis-málastjóra Evrópusambands- ins, var í viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag spurður út í hugmyndir, sem fram hafa komið hér á landi, um að Ís- lendingar hverfi frá áherzlu á varnar- samstarf við Bandaríkin og skilgreini varnarhagsmuni sína þess í stað í tengslum við varnarhagsmuni Evr- ópu. Það hefur löngum legið fyrir, að ríki ESB hefðu hvorki áhuga á né hernaðarlegt bolmagn til að tryggja varnir Íslands með sama hætti og Bandaríkin hafa gert undanfarna hálfa öld. Feith talar líka mjög skýrt í þessu efni: „Ég tel ekki að Íslendingar myndu fá mikinn stuðning hjá ESB að því er varðar varnir landins á meðan þið eruð ekki aðilar að sambandinu. Þessi valkostur stendur einfaldlega ekki til boða.“ Orð Feiths er raunar ekki hægt að skilja öðruvísi en svo, að jafnvel þótt Ísland gengi í ESB, yrði það ekki jafn- vel sett hvað landvarnir varðaði og í samstarfi við Bandaríkin: „Það er ekki raunhæfur möguleiki vegna þess að það er afstaða ESB að 5. grein stofn- sáttmála NATO eigi að vera eina sam- eiginlega varnarskuldbindingin. Það er vissulega rétt að í stjórnarskrá Evr- ópusambandsins, verði hún á endanum samþykkt, yrði ákvæði sem fæli í sér sameiginlega varnarskuldbindingu. Hún hefði hins vegar ekki sömu póli- tísku og lagalegu þýðingu og 5. grein NATO-sáttmálans. Ástæðan er sú að í NATO eru þessi sterku tengsl við Bandaríkin til staðar, ekki hjá ESB.“ Feith tekur sömuleiðis fram að það kæmi varla til að ESB myndi hafa var- anlegan varnarviðbúnað á Íslandi, t.d. í formi herflugvéla. Ef þetta lá ekki þegar í augum uppi í hugum einhverra ætti staða málsins að vera öllum ljós þegar hátt settur emb- ættismaður ESB kveður svo skýrt að orði. Vilji menn tryggja trúverðugar landvarnir er Evrópusambandið a.m.k. ekki í náinni framtíð neinn val- kostur fyrir Ísland. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna er áfram bezti kosturinn. Talsmenn hugmynda um að Ísland halli sér fremur að Evrópu í varnar- málunum en Bandaríkjunum hafa sömuleiðis stundum talið óþarft að hafa hér varnarviðbúnað. Feith kemur hins vegar að því sjónarmiði, sem margir hafa haldið fram þegar slíkar hugmyndir ber á góma, að það væri varasamt að hér skapaðist tómarúm í varnarmálum, sem óæskileg öfl reyndu að fylla. Feith segir þannig að Ísland sé enn mikilvægt vegna legu sinnar, bæði varðandi samgöngur á hafi og í lofti. Það sé því ekki hægt að útiloka þann möguleika að hryðju- verkamenn fengju augastað á Íslandi. „Líkurnar eru ekki miklar, sem betur fer, en það er ekki hægt að útiloka þennan möguleika,“ segir hann. Feith telur reyndar að hefðbundnar varnir gagnist ekki gegn hryðjuverka- mönnum, en bendir á að varðandi hryðjuverkavarnir væri ESB heldur enginn valkostur fyrir Ísland. Allt ber þetta að sama brunni. Bandaríkin eru skuldbundin sam- kvæmt samningi að tryggja varnir Ís- lands. Varnarsamstarf ríkjanna hefur verið farsælt í meira en hálfa öld, þótt auðvitað hafi það tekið breytingum. Aðrir betri kostir eru ekki í boði og því mikilvægt að það takist að tryggja far- sælt framhald samstarfsins þótt að- stæður í alþjóðamálum séu breyttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.