Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 38

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjörtur Bjarna-son fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1936. Hann lést á líknardeild Lsp. í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Ingimarsson skipstjóri, f. 22.5. 1909, d. 31.12. 1988, og Margrét Elísabet Hjartardóttir hús- freyja, f. 26.4. 1917, d. 19.10. 2000. Systk- ini Hjartar eru Hall- dóra, Margrét, Svan- dís, Guðrún og Ingi. Börn Hjartar og fyrri eiginkonu hans, Ingibjargar Loftsdóttur, eru: 1) Ólafía Sigríður, f. 12.10. 1957, gift Konráði Konráðssyni, f. 28.9. 1957. Börn þeirra eru Brynj- ar, f. 24.7. 1984, Ingibjörg Helga, f. 11.3. 1987, og Edda Björk, f. 7.7. 1992. 2) Bjarni, f. 31.10. 1959. Börn hans og fyrrverandi eigin- konu hans, Guðlaugar Þorsteins- dóttur, f. 2.3. 1961, eru Loftur Ingi, f. 7.12. 1986, Bjarki Freyr, f. 13.12. 1988, og Þorsteinn Hjörtur, f. 26.7. 1990. 3) Margrét Elísabet, f. 14.1. 1967, gift Pétri Stefáns- syni, f. 20.7. 1966. Börn þeirra eru Kolbrún Ósk, f. 12.8. 1993, og Hallfríður Erla, f. 29.11. 1996. Hjörtur kvæntist árið 1981 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónu Sigurjónsdóttur, f. 16.10. 1936, en þau kynntust á Kanar- íeyjum 1978. Guðrún átti fyrir einn son, Baldur Þór Baldurs- son, f. 19.3. 1961, og þótti Hirti ekki síður vænt um hann en sín eigin börn. Börn Baldurs eru: Guðrún Erla, f. 8.11. 1979, Baldur Þórir, 8.6. 1981, Rakel Huld, f. 23.10. 1983, Karen Rut, f. 18.6. 1987, Davíð Þór, f. 20.5. 1989, Aron Örn, f. 1994, Guðrún Frey- dís, andvana fædd 24.1. 2003, og Björt, f. 2.1. 2004. Hjörtur útskrifaðist frá Verzl- unarskóla Reykjavíkur og Stýri- mannaskólanum og starfaði að segja má jöfnum höndum við skrifstofustörf og sem stýrimaður á togurum til ársins 1982, en þá hætti hann alfarið á sjónum. Hann hafði mikinn áhuga á að mennta sig meira og fór í Tölvuskólann og á ýmis tölvunámskeið. Einnig sótti hann námskeið í bókbandi og hafði mjög gaman af. Síðustu 13 árin, eða þar til hann lét af störf- um í febrúar 2002 vegna veikinda sinna, vann hann hjá Sturlaugi Jónssyni og co. Hjörtur var einnig mikill áhugamaður um dans og voru hann og Guðrún óþreytandi við þá iðju. Útför Hjartar var gerð frá Grafarvogskirkju, í kyrrþey að hans ósk. Elsku Hjörtur, ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur að eilífu. Ég veit þó í hjarta mínu að þú fylgist með okkur hvar sem þú ert, hvort það er í Sumarlandi eins og Karen segir eða í Himnaríki skiptir ekki máli. Ég trúi því líka að nú líði þér vel, þú sért að braggast aft- ur og verða eins og ég man þig. Stór, sterkur og fjörmikill. Það eru svo margar minningar að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þegar þú greindist með veikindi þín í febr- úar fyrir u.þ.b. ári man ég svo vel eftir því hversu bjartsýnn þú varst og sterkur. Þótt læknarnir héldu jafnvel að þú værir að fara, þá varst þú ekk- ert á þeim buxunum. Þegar Davíð var fermdur í apríl varstu mjög veikur, en samt alveg ákveðinn í því að mæta í ferminguna hans og það gerðir þú. Þú slóst bara öllu upp í grín þegar þú varst borinn upp í salinn í „gullstól“ og varst hetja dagsins í augum okkar allra, sérstaklega Davíðs, en hann gleymir því aldrei að þú skyldir gera þetta fyrir hann. Síðan með vorinu komst þú okkur öllum á óvart og hresstist svo vel að það var næstum eins og þú værir ekk- ert svona alvarlega veikur. Þetta var gjöf Guðs til þín og Gunnu, því að þetta gaf ykkur svo gott sumar og haust. Þið fóruð í bíltúra út um allt, kíktuð í heimsóknir og fenguð tíma til að tala saman um hlutina og í raun að kveðjast og það held ég að sé mjög gott. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga hversu gott hjónaband ykkar Gunnu var. Get ég varla hugs- að mér samhentari hjón. Þið voruð alltaf svo glöð og samhent í öllu því sem þið gerðuð. Ferðast, út að dansa, í bíó og bara að vera heima í rólegheit- um. Einnig er mjög minnisstætt sam- band ykkar Kela. Fólk sem ekki hefur átt ketti gæti haldið að þú værir stór- skrítinn. Þú vandir hann á að fara með þér út að ganga og þegar hann mátti ekki lengur vera úti í Breiðuvík fórst þú bara með hann í vinnuna og leyfðir honum að vera úti þar. Svo þegar vinnan var búin og þú settir bíl- inn í gang kom hann bara og stökk upp í bílinn. Eins vandir þú hann á að geta skilið hann eftir úti í Kirkjugarði eða uppi á Korpúlfsstöðum í nokkra klukkutíma og alltaf kom hann þegar þú komst á bílnum að sækja hann. Um miðjan desember varstu aftur orðinn svo veikur að þú varðst að fara alfarið aftur á spítalann og um jólin fórstu á líknardeild Lsp. í Kópavogi. Þar minnist ég þín með mikilli virð- ingu. Alltaf varst þú svo glaður að sjá okkur þegar við komum til þín og sagðir okkur að koma fljótt aftur. Það lifnaði svo yfir þér þegar þú sást strákana, Davíð sem þú kallaðir tölvu- manninn þinn og Aron sem var íþróttamaðurinn þinn. Þú varst svo stoltur af þeim. Þú spurðir líka alltaf um stelpurnar og varst svo ánægður ef ég sagði þér að þær ætluðu að koma. Þú sagðir líka alltaf að þær væru svo duglegar og fallegar og það yrði örugglega eitthvað mikið úr þeim. Í öllum þínum veikindum kvartaðir þú aldrei, sagðir bara að svona væri þetta og við því væri ekkert að gera. Það eina sem þú hafðir áhyggjur af var að Gunna hefði það ekki nógu gott, svona varst þú. Ég ætla nú að kveðja þig elsku Hjörtur og við öll og láta fylgja kveðj- unni ljóð sem Gunna lét mig fá og fannst svo fallegt. Það segir allt sem segja þarf. Sáum hraustan í heimi standa. Stóran og stoltan sterkan, góðan. Illt er að vita illt er að missa. Sárt er að sakna sætt er að muna. (Höf. ók.) Guðrún Lára, Guðlaugur Már, Rakel Huld, Karen Rut, Davíð Þór og Aron Örn. Elsku afi. Eftir erfiðan tíma ertu loksins bú- inn að fá hvíldina og ég veit að þú ert núna á betri stað og fylgist með okk- ur. Þú hefur alltaf verið í mínum huga mikil fyrirmynd. Það fór aldrei á milli mála hversu snjall þú varst, heill í gegn og virkilega góður maður. Mín- ar minningar um þig eru allar góðar. Þegar ég kom í heimsókn léstu þig oftast hverfa inn í annað herbergi svo að ég og amma gætum talað um öll mín tilveruvandamál sem snérust nú oftast um stráka, skóla, vinnu og vina- sambönd, en þegar ég kvaddi sagðir þú alltaf að ég væri alltaf velkomin og ætti að láta sjá mig oftar. Léstu svo fylgja með kveðjunni að ég ætti að koma með kærastann næst. Þú hafðir fræga matarlyst og ég var alltaf jafn hissa á því hversu mikið þú gast borðað. Ég man líka eftir því að það var ekki ósjaldan sem ég sá þig í göngutúr með Kela og Blíðu. Þú gekkst fremst með hendur fyrir aftan bak, þar á eftir kom Keli og Blíða rak lestina og ef maður kannaðist ekki við ykkur þá gat þetta verið stórfurðuleg sjón. Tveir kettir og maður í göngu- túr. Þú og amma eruð mér miklar fyr- irmyndir í lífinu. Ég hef sjaldan séð par sem er svona innilega ástfangið og jafnmiklir vinir eins og þið tvö og ef ég upplifi brot af þeirri ást sem að þið deilduð þá hef ég verið blessuð. Elsku afi minn. Þó að sorgin og söknuðurinn séu mikil þá er ég þakk- látt fyrir að hafa fengið þig sem afa og vin og ég veit að þegar minn tími kemur hittumst við aftur á betri stað. Rakel Huld Baldursdóttir. Afi minn, þú varst nú meiri karlinn. Ég sé eftir því að hafa ekki kynnst þér betur, þó að ég þekki þig vel. Nú ert þú eflaust í „sumarlandi“ umvafinn vinum, kunningjum og óteljandi kis- um. Ég vil halda að þegar fólk deyr þá „deyi“ það ekki, heldur hefji nýtt og miklu betra líf og ég vona innilega að þitt nýja líf fari vel með þig. Þegar einhver nákominn manni deyr, þá syrgir maður, nú ert þú farinn og við syrgjum öll, en á sama tíma gleðjumst við fyrir þína hönd. Nú ert þú kominn á betri stað og dag einn munum við öll hittast á ný. Þú lifir í okkur og afkom- endum okkar, við dýrkum þig og dáum. Karen Rut Baldursdóttir. Elsku afi minn, þú varst góður maður og mér þykir mjög, mjög vænt um þig. Þú þurftir að deyja af því þú varst svo veikur og nú er gott að þú ert kominn til Guðs. Ég veit að núna sérð þú mig og ég ætla að reyna að vera duglegur í skólanum og í körfu- boltanum. Fyrir afa og ömmu: Elsku Guð, passaðu afa Hjört og ömmu. Ég veit að þú ert glaður uppi á himnum og ég veit að þú saknar Kela mikið og ég veit að hann saknar þín líka og ég veit að hann gleymir þér aldrei. Ég veit að amma passar hann voða vel. Elsku afi, ég sakna þín líka mjög mikið. Kær kveðja, þinn Aron Örn Baldursson. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir öll árin, öll skiptin sem ég hef komið yfir til að gista hjá ykkur ömmu þó ég vildi að ég hefði komið oftar yfir til ykkar að gista. Ég veit að þú ert farinn á betri stað og við erum öll glöð fyrir þína hönd þó ég væri til í að sjá þig einu sinni enn, glaðan, brosandi, með krossgátuna í hendinni og Kela í fang- inu. En því miður ertu farinn, en á betri stað og hefur það gott þar og fylgist með okkur. Við söknum þín öll mjög mikið og vonum að þér líði vel á himnum. Kær kveðja, þinn Davíð Þór Baldursson. HJÖRTUR BJARNASON Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SIGRÚNAR JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR frá Bjargi, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Eðvarð Guðmundsson, Sæmundur Sigurjónsson, Klara Sigríður Sveinsdóttir, Einar Guðjón Sigurjónsson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Árni Sigurjónsson, Fiona Sigurjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, dóttir, unnusta, systir, mágkona og frænka, MARGRÉT ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Sæmundur Karl Finnbogason, Daníel Björn Finnbogason, Júlía Nicole Finnbogadóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Klaus Abel, Ragnheiður Halldóra Sæmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Berglind Ásgeirsdóttir og börn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STELLA ÁGÚSTSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, áður til heimilis í Sigluvogi 16, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 26. febrúar. Útförin auglýst síðar. Tómas Vilhelm Kristinsson, Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Sigríður Júlía Wíum Kristinsdóttir, Anna Sigurlaug Wíum Kristinsdóttir, Jón Halldórsson, Hjörtur Vilhelm Wíum Kristinsson, Reynir Páll Wíum Kristinsson, Halldór Þór Wíum Kristinsson, Jenefer Kruskamp Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, JÓNÍNA KRISTÍN SIGMUNDSDÓTTIR frá Miðvík, lést á heimili sínu, Grenimel 4, Reykjavík, 11. febrúar síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk Jónínu. Ragnheiður, Björg og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS JÚLÍUSSON, kennari, Skálarhlíð, Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 23. febrúar verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Svava Baldvinsdóttir, Baldvin Júlíusson, Margrét Sveinbergsdóttir, Theodór Júlíusson, Guðrún Stefánsdóttir, Hörður Júlíusson, Sigurlaug J. Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.