Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 44
SKOÐUN
44 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TÍMABÆRT má telja að víkja að
nokkrum staðreyndum
varðandi línuívilnun og
áhrif hennar, einnig
nokkrum órökstuddum
og röngum fullyrð-
ingum, sem andstæð-
ingar hennar hafa sleg-
ið fram. Meðal þeirra
sem þar hafa verið í
broddi fylkingar er
Einar Valur Krist-
jánsson, fram-
kvæmdastjóri
Hraðfrystihúss-
ins-Gunnvarar hf. í
Ísafjarðarbæ, en á
málflutningi hans um
þessi efni hefur mér stundum þótt
meiri slagsíða en hægt sé að una
þegjandi.
Í desemberhefti Útvegsins,
fréttabréfs Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir Einar
Valur m.a.: „Nú eru 100 ár síðan
Vestfirðingar sýndu þá miklu fram-
sýni að setja fyrstir Íslendinga mót-
or í bát og mér þykir það vægast
sagt skjóta skökku við að nú skuli
menn 100 árum seinna vera verð-
launaðir sérstaklega fyrir að berjast
fyrir því að hverfa aftur til fortíðar
og fara að vinna með höndunum ein-
um saman. Þetta er fullkomin öf-
ugþróun ...“
Hér á Einar Valur bersýnilega við
það ákvæði, sem sett var inn í lög
um stjórn fiskveiða rétt fyrir síðustu
jól, að línuívilnun sem þá var lögfest
skuli einskorðuð við
dagróðrabáta sem
beita línu í landi. Það
er alrangt hjá Einari
Val, að þeir sem hlut
eiga að þessu máli hafi
barist fyrir handbeit-
ingu í landi.
Hverjir vildu
handbeitingu?
Ég vil af þessu tilefni
árétta, að í þeirri til-
lögu um línuívilnun,
sem ég flutti á síðasta
Landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins og þar var
samþykkt, var aldrei talað um beit-
ingu í landi. Þar var hins vegar talað
um dagróðrabáta sem landa fersk-
asta hráefninu. Ekki var heldur
minnst á landbeitingu í stefnu-
yfirlýsingum stjórnarflokkanna fyr-
ir kosningar, né heldur er minnst á
hana í stjórnarsáttmálanum. Þetta
sérkennilega ákvæði er einfaldlega
komið inn í lögin að kröfu sjáv-
arútvegsráðherra.
Ég vil minna Einar Val Krist-
jánsson á, sem og aðra, vegna þess
að hann talar um að „hverfa aftur til
fortíðar“, að meðalaldur fiskiskipa
Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. er
nærfellt fjórðungur aldar eða 24 ár.
Öll endurnýjun í nýsmíði skipa hér á
norðanverðum Vestfjörðum er í
smábátum. Hér er hvert nýsmíðaða
glæsifleyið af öðru að koma til róðra,
nýir fimmtán tonna bátar af full-
komnustu gerð og með afbrigðum
vel tækjum búnir, þannig að aldrei
hefur annað eins sést, svo sem með
þrívíddardýptarmælum sem sýna
fjöll og dali í hafdjúpunum. Jafn-
framt hafa orðið miklar framfarir í
línunni sjálfri.
Ég leyfi mér að hafa þá skoðun,
og það ekki að ástæðulausu, að sú
harða krafa sjávarútvegsráðherra,
að forsenda línuívilnunar skuli vera
að línan sé handbeitt, sé komin frá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, sem hefur um langan aldur
haft tögl og hagldir í sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Krafan um landbeit-
ingu var væntanlega sett fram til
þess að LÍÚ og félagsmenn þess
geti sagt að línuívilnunin sé bara fyr-
ir smábáta en ekki skip innan þeirra
vébanda. Krafa þessi er sannarlega
ekki komin frá Landssambandi smá-
bátaeigenda, einstökum félögum
smábátaeigenda eða smábátamönn-
um yfirleitt.
1000 tonn eða 160 tonn?
Í áðurnefndu hefti Útvegsins verður
Einari Val tíðrætt um línuívilnunina:
„Hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru
hf. starfa um 250 manns. Afleiðingar
þess, að ef við misstum frá okkur yf-
ir 160 tonn að óbreyttu, af þorski,
ýsu og steinbít, sem færð verða út-
gerðarmönnum hraðfiskibáta hér á
svæðinu og víðar, verða töluverðar.“
Þetta þykir mér loðið orðalag og
fremur undarlegt, ekki síst í ljósi
þess sem sami maður sagði um sama
efni á opinberum vettvangi um
þremur mánuðum fyrr. Vé-
fréttastíllinn er þar allsráðandi eins
og hjá kollegum hans í LÍÚ:
„Hvernig má vera að fólki detti það í
hug að það muni styrkja byggð á
Ísafirði, Hnífsdal og Súðavík ef kröf-
ur smábátamanna ná fram að
ganga? Ef svo færi þýddi það að tæp
þúsund tonn af aflaheimildum Hrað-
frystihússins-Gunnvarar hf. yrðu
teknar af fyrirtækinu og afhentar
öðrum útgerðum á sama svæði.“
Reyndar er þetta í samræmi við
Línuveiðar og línuívilnun
– ómerkilegur áróður
stórútgerðarinnar
Guðmundur Halldórsson
skrifar um línuívilnun ’Því meira svigrúm ogþví meiri tími sem þar
gefst, þeim mun lengra
inn í löndin er hægt að
selja fiskinn og stækka
þar með markaðina.‘
Guðmundur
Halldórsson
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til leigu, samtals ca 1.600 fm.
706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur.
264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur.
602 fm verslun og lager innréttað sem apótek.
Mögulegt að leigja í smærri einingum
ÁLFTAMÝRI/TIL LEIGU
Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma.
Næg bílastæði. Hagstæð leiga.
Glæsilegt og einstaklega vel staðsett rúmlega 400 fm einbýlishús með inn-
byggðum tvöföldum 39 fm bílskúr. Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni og stendur innst í botnlanga á um 1.000 fm lóð. Einstakt sjávarút-
sýni. Óbyggt er fyrir framan húsið og austan við það. Fullbúin 2ja-3ja herb.
íbúð er í húsinu (inni í heildarfm). Allar innréttingar eru teiknaðar af arkitekt
hússins. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar. 3950
BAKKAVÖR - SELTJARNARNESI
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Atvinnuhúsnæði
Auðbrekka 2 til sölu eða leigu
Gott 152 fm atvinnuhúsnæði á götu-
hæð með góðri aðkomu og bílastæð-
um. Allt nýlega endurnýjað. Rúmgóð
móttaka. 5-6 skrifstofuherb. Parket á
gólfum. Hentar undir léttan iðnað,
skrifstofur, heildverslun o.fl. Húsnæðið
var nýlega endurnýjað. Hagstæð
langtímalán áhv. Laust stax.
Verð 14,9 millj.
Nánari uppl. 820 5767 og 864 8800
Hléskógar
Glæsilegt 267 fm einbýlishús
á tveimur hæðum með inn-
byggðum 65 fm bílskúr. Eign-
in skiptist m.a. í forstofu, flísa-
lagt gesta w.c., hol með mikilli
lofthæð, stórt eldhús m. góðri
borðaðstöðu og nýlegum
tækjum, samliggjandi stofur
með mikilli lofthæð og útg. á
stórar svalir í suðvestur, 3 svefnherbergi og baðherbergi auk
séríbúðar á neðri hæð. Ræktuð lóð með hlöðnu útigrilli. Hiti í
innkeyrslu og tröppum upp að húsi. Áhv. húsbr 4,0 millj. Verð
31,5 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
GARÐATORG - 3JA GARÐABÆ
Nýkomin í einkasölu á þessum góða
stað mjög falleg 103 fermetra íbúð á
þriðju hæð í góðu lyftuhúsi, vel stað-
sett í göngufæri við alla þjónustu sem
býðst við Garðatorg. Íbúðin er með
sérinngang, forstofu, baðherbergi,
tveimur góðum herbergjum, stofu,
borðstofu, eldhúsi, þvottahúsi og
geymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni. Suðaustursvalir. Stæði í bíla-
geymslu. Verð 17,9 millj.
NAUSTAHLEIN - GBÆ - RAÐH. - M. BÍLSK.
Eldri borgarar. Nýkomið í einkasölu
á þessum frábæra stað mjög gott rað-
hús á einni hæð ásamt góðum bílskúr
með geymslulofti samtals um 101 fm.
Húsið stendur á fallegum útsýnisstað
og skiptist í forstofu, þvottahús, hol,
eldhús, garðskála, stofur og svefnher-
bergi. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur gróinn garður, útsýni. Eignin er
laus strax.
ARNARSMÁRI - 4RA - KÓPAV. - M. BÍLSK.
LAUS STRAX. Nýakomin í einkasölu
á þessum frábæra útsýnisstað mjög
falleg 110,8 fermetra 4ra herbergja
íbúð á annarri hæð ásamt 28 fermetra
bílskúr samtals um 138,8 fermetrar.
Eignin er með sérinngang og skiptist í
forstofu, hol, hjónaherbergi, tvö
barnaherbergi, eldhús, baðherbergi,
þvottahús, stofu og borðstofu ásamt
geymslu í kjallara. Innréttingar og gólfefni eru öll hin glæsilegustu. Ákveðin
sala. Verð 18,9 millj.
HÓTEL Í STYKKISHÓLMI
Um er að ræða heila húseign (hótel
Breiðafjörður) 400 fm á þremur hæð-
um, vel staðsett miðsvæðis í bænum.
Gestarými fyrir 26 gesti í 14 herbergj-
um, húsið var áður læknisbústaður en
breytt í gistiheimili kringum 1990.
Miklir möguleikar í ört vaxandi ferða-
mannabæ. Áhv. hagstæð lán. Verð
16,8 millj.