Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
I. Inngangur
Þann 1. mars 2004, tekur gildi samn-
ingur Evrópuráðsins um landslag eða
landslagssamningurinn (European
Landscape Convention). Samning-
urinn var samþykktur af aðild-
arríkjum ráðsins þann 20. október
2000 í Flórens á Ítalíu. Undirbún-
ingur samningsins tók um tíu ár og er
óhætt að segja að stórt skref sé stigið
í evrópskri náttúruvernd með ákvæð-
um samningsins en þau miða m.a. að
því að vernda bæði náttúrlegt og
manngert landslag. Þegar þetta er
ritað hafa 17 ríki skrifað undir samn-
inginn og 11 hafa fullgilt hann. Ísland
hefur hvorki skrifað undir samning-
inn né fullgilt, en hefur hins vegar á
vettvangi norrænu ráðherranefnd-
arinnar tekið þátt í gerð tillagna sem
eiga að útfæra helstu ákvæði samn-
ingsins á Norðurlöndum. Danmörk
og Noregur hafa hins vegar fullgilt
samninginn en Svíþjóð og Finnland
hafa einungis skrifað undir hann. Eft-
ir því sem næst verður komist er
ofangreindur samningur fyrsti al-
þjóðlegi samningurinn sem við-
urkennir nauðsyn þess að vernda
landslag, m.a. með það að augnamiði
að ná markmiðum sjálfbærrar þróun-
ar.
Hér á eftir verður á almennan hátt
fjallað um landslag og um ofan-
greindan samning, svo og landslags-
vernd í íslensku samhengi. Verður
m.a. stuttlega vikið að lagalegri vernd
landslags samkvæmt íslenskum rétti,
svo og að ákvarðanatöku sem áhrif
hefur á landslag.
II. Mikilvægi landslags
Ekki leikur nokkur vafi á því að
landslag er mikilvægt í daglegu lífi
fólks og er oft það fyrsta sem fólk
skynjar í umhverfi sínu. Jafnframt
mótar landslag lífskilyrði allra þeirra
sem jörðina byggja og samtímis hafa
íbúar hennar skilið eftir spor sín á og
í landslagi sem gefur því menning-
arlegt gildi í nútíð og framtíð. Ljóst
má þó vera að með vaxandi fólks-
fjölda og þörf á uppbyggingu, iðn-
væðingu og annars
konar þróun er nauð-
synlegt að vernda nátt-
úrlegt landslag og
landslagsheildir, a.m.k.
þarf að tryggja vand-
aða ákvarðanatöku svo
að röskun landslags
verði sem minnst, m.a.
til að tryggja sameig-
inlega arfleifð okkar og
hagsmuni komandi
kynslóða, svo og lífs-
skilyrði annarra íbúa
jarðarinnar.
III. Hvað er landslag?
Í gegnum aldirnar hafa forfeðurnir
verið misuppteknir af landslagi og
hefur tilvísun til þess haft nokkrar
merkingar eftir tímaskeiðum. Á mið-
öldum vísaði landslag til staðsetn-
ingar ákveðinna svæða og er sú merk-
ing hugtaksins enn sú algengasta í
dag. Á 16. öld tóku hins vegar hol-
lenskir landslagsmálarar að gefa
landslagi sérstakt gildi í verkum sín-
um og nálguðust það á fagurfræðileg-
um forsendum. Á 17. og 18. öld var
hugtakið aftur þrengt og yfirleitt litið
á landslag út frá eðlisrænum þáttum
umhverfisins og oft einungis sem af-
mörkuðu fyrirbæri. Á 20. öld fékk
hugtakið aftur meiri breidd og sam-
einaði huglæga (skynjun) og hlutlæga
þætti, sem er nauðsynlegt því ólíkt
flestum fyrirbærum í umhverfinu
byggir landslagshugtakið bæði á hinu
raunverulega í umhverfinu en ekki
síður upplifun einstaklinganna á því.
Hlutlægu fyrirbærin eru hin sýnilegu,
t.d. fjöll, vötn og hraun. Hvernig ein-
staklingurinn skynjar og upplifir
þessi fyrirbæri eru huglægir þættir.
Aðferðarfræði við mat á landslagi
byggir því ekki einvörðungu á hefð-
bundnum mælitækjum sem mæla hið
áþreifanlega í umhverfinu, heldur
verður að beita skynfærum mannsins
við matið.
Ekki er víst að spurningunni „Hvað
er landslag?“ hafi verið svarað með
ofangreindu. Eitt er þó víst að lands-
lag er samspil a.m.k. tveggja þátta,
annar er huglægur og hefur með
skynjun að gera, hinn er hlutlægur og
varðar áþreifanlega þætti í nátt-
úrunni.
Rétt er að geta þess að landslag er
ekki skilgreint í íslenskum lögum og
er það miður. Hins vegar má finna
nokkrar vísbendingar um merkingu
hugtaksins og verður komið að því
síðar.
IV. Landslagssamningurinn
Nú verður vikið nánar að landslags-
samningnum. Samningurinn byggir á
hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar,
einkum á þeim þætti sem varðar sam-
þættingu efnahagslegra og fé-
lagslegra þátta og umhverfisverndar.
Ákvæði samningsins miða einnig að
því að gæta sameiginlegra hugmynda
og arfleifðar aðildarríkja Evrópuráðs-
ins. Meðal annars er byggt á því að
landslag hafi mikilvægu hlutverki að
gegna í menningarlegu sem og í vist-
fræðilegu samhengi. Ákvæði samn-
ingsins eru m.a. svar við þeirri ósk al-
mennings að geta notið landslags að
tilteknum gæðum og jafnframt er við-
urkennt að almenningur eigi að hafa
hlutverki að gegna þegar breytingar á
landslagi eru fyrirhugaðar. Loks er
undirstrikað í samningnum að gæði og
fjölbreytileiki landslags í Evrópu séu
sameiginleg auðlind og að samvinna
sem lúti að vernd, stýringu og skipu-
lagi þess sé nauðsynleg.
Ákvæði landslagssamningsins
varða í stórum dráttum:
(1) skilgreiningu landslags og ýmis
hugtök tengd landslagi og landslags-
vernd, einkum í þeim tilgangi að gera
löggjöf og áætlanagerð markvissari;
(2) ýmis almenn verndarákvæði
sem samningsaðilar eiga að taka í
landslög; og loks
(3) er þátttökuréttindum almenn-
ings veitt sérstök athygli einkum við
undirbúning tiltekinna áætlana.
Landslagssamningurinn skilgreinir
landslag á eftirfarandi hátt:
Landslag merkir svæði sem skynj-
að er af fólki, þar sem einkenni svæð-
isins eru afleiðing víxlverkandi áhrifa
náttúrufarsþátta og menningar.
Gildissvið samningsins er víðtækt
og gilda verndarákvæðin um landslag
á landi (ár og vötn meðtalin) og einnig
á tilteknum hafsvæðum. Þau eiga við
um þéttbýli jafnt sem dreifbýli, byggð
jafnt sem óbyggð svæði.
Helstu skyldur samningsaðila eru
þessar: Samningsaðilar eiga að veita
landslagi ákveðinn sess í lögum og við-
urkenna mikilvægi þess í margvíslegu
samhengi, m.a. náttúrlegu og menn-
ingarlegu. Í annan stað ber samnings-
aðilum að koma á laggirnar og fram-
kvæma sérstakar landslagsáætlanir
sem miða að verndun landslags í víð-
tækri merkingu. Í þriðja lagi ber að
tryggja aðkomu almennings o.fl. aðila
þegar ofangreindar áætlanir eru und-
irbúnar. Loks ber að samþætta lands-
lagsvernd við efni annarra áætlana,
t.d. skipulagsáætlana, áætlana sem
varða landbúnað o.fl.
Því verður ekki haldið fram að
ákvæði landslagssamningsins séu
íþyngjandi fyrir samningsaðila hans.
Þvert á móti eru ákvæðin frekar al-
menns eðlis og veita aðilum samnings-
ins mikið svigrúm þegar þau eru út-
færð í lögum einstakra aðildarríkja.
Hins vegar er skilgreiningin á lands-
lagi og viðurkenning á mikilvægi þess
sem menningarlegu og náttúrlegu fyr-
irbæri nauðsynleg í þeirri viðleitni að
vernda landslag fyrir komandi kyn-
slóðir og hvetur til vandaðri ákvarð-
anatöku sem áhrif getur haft á lands-
lag.
V. Vernd landslags samkvæmt
íslenskum rétti
Í íslenskum lögum eru vandfundin
skýr ákvæði sem lúta að vernd lands-
lags og enga einhlíta skýringu er að
finna á hugtakinu. Þó eru nokkur
ákvæði í gildi þar sem vikið er að
landslagi og verða hér nefnd til sög-
unnar lög nr. 44/1999 um nátt-
úruvernd. Sérstakur kafli laganna, V.
kafli, ber heitið Landslagsvernd og
inniheldur 12 greinar m.a. ákvæði
sem varða hönnun vega og fleiri
mannvirkja og skal gæta þess að þau
falli sem best að svipmóti lands. Svip-
að ákvæði gildir hvað varðar túnrækt,
skógrækt og uppgræðslu. Tilteknar
jarðmyndanir og vistkerfi að tiltek-
inni stærð njóta ennfremur sér-
stakrar verndar og skal forðast rösk-
un þeirra eins og kostur er. Þetta eru
m.a. eldvörp, gervigígar og eldhraun,
stöðuvötn og tjarnir, mýrar, flóar,
fossar, hverir og aðrar heitar upp-
sprettur, svo og hrúður og hrúð-
urbreiður, og loks, sjávarfitjar og leir-
ur o.fl. Þessi ákvæði verður að skýra í
samræmi við 1. gr. laganna en ljóst
má vera að sú grein laganna byggir á
því að ríkar ástæður liggi að baki
ákvörðunum sem heimila verulega
skeringu eða eyðileggingu landslags.
Einnig ber að nefna það úrræði að
friðlýsa tiltekin svæði og þ.m.t. lands-
lagið á viðkomandi svæði, eða ein-
staka þætti þess. Hafi svæði ekki ver-
ið lögformlega friðlýst gilda einungis
almennar reglur laga nr. 44/1999 um
náttúruvernd og annarra nátt-
úruverndarlaga sem vernda landslag.
VI. Ákvarðanir sem áhrif hafa á
landslag
Ýmsar ákvarðanir hafa áhrif á um-
hverfið, þ.m.t. á landslag. Við und-
irbúning slíkra ákvarðanna skiptir
efni náttúruverndarlaga (ekki ein-
ungis laga nr. 44/1999 um nátt-
úruvernd) miklu máli. Því betri sem
efnisreglurnar eru því virkari verður
náttúruverndin og réttaröryggið
einnig.
Í framhaldi af því sem komið var að
í V. er fróðlegt að velta því fyrir sér
hvaða vægi umræða um landslag hef-
ur haft í framkvæmd við undirbúning
tiltekinna ákvarðana, t.d. þegar deilt
hefur verið um verulega nátt-
úruverndarhagsmuni og fyrirsjáanleg
óafturkræf áhrif á landslag eða eyði-
leggingu þess. Slíka umfjöllum má
m.a. finna í nokkrum úrskurðum um
mat á umhverfisáhrifum, t.d. í úr-
skurði Skipulagsstofnunar um Kára-
hnjúkavirkjun. Eðli málsins sam-
kvæmt voru fáir þættir eins umdeildir
og sá sem laut að vernd landslags
svæðisins vegna þeirrar röskunar
sem fyrirsjáanleg var. Hins vegar
naut svæðið ekki formlegrar friðlýs-
ingar og ákvæði laga nr. 44/1999 sem
lúta að landslagsvernd fengu óveru-
lega umfjöllun við undirbúning máls-
ins. Í úrskurði umhverfisráðuneyt-
isins um sömu framkvæmd var
hugtakið „landslagsheild“ skilgreint
og greint hvaða landslagsheildir yrðu
helst fyrir áhrifum af völdum fram-
kvæmdarinnar. Ef til vill hefði nið-
urstaða þess máls orðið með öðrum
hætti ef ákvæði um landslagsvernd
hefðu verið fyllri í lögum, þótt ekki sé
mögulegt að fullyrða neitt um það.
VII. Niðurlag
Tilefni greinarinnar er gildistaka
landslagssamnings sem er á morgun,
1. mars. Einnig var fjallað um nokkur
atriði sem lúta að vernd landslags í ís-
lensku samhengi, m.a. var bent á
landslag hefur ekki verið sérstaklega
skilgreint í íslenskum rétti.
Landslagssamningurinn er tví-
mælalaust til styrktar evrópskri
landslagsvernd þótt hann sé nokkuð
almenns eðlis og veiti aðildarríkj-
unum mikið svigrúm þegar reglur
hans eru útfærðar. Miklu máli skiptir
að með gildistöku samningsins fær
landslag og mikilvægi landslags al-
þjóðlega „löggildingu“ þá fyrstu í al-
þjóðlegum umhverfisrétti. Vonandi
verður Ísland aðili að þessum mik-
ilvæga samningi í náinni framtíð en
tryggari staða landslags og landslags-
verndar mun án nokkurs vafa auð-
velda ákvarðanatöku sem áhrif hefur
á landslag.
Landslagsvernd
Eftir Rut Kristinsdóttur og
Aðalheiði Jóhannsdóttur
’Eitt er þó víst aðlandslag er samspil
a.m.k. tveggja þátta,
annar er huglægur og
hefur með skynjun að
gera, hinn er hlutlægur
og varðar áþreifanlega
þætti í náttúrunni. ‘
Aðalheiður
Jóhannsdóttir
Ofangreind umfjöllun byggist m.a. á rit-
gerð Rutar líffræðings: Lagastoðir
landslags: Skoðun og greining á lands-
lagshugtakinu í alþjóðlegum sáttmálum
og innlendum lagaákvæðum. Ritgerðin
er hluti af meistaranámi Rutar í um-
hverfisfræði við HÍ. Meðhöfundur, Að-
alheiður er lögfræðingur og aðjúnkt við
lagadeild HÍ.
Rut
Kristinsdóttir
OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Sími
588 4477
Vallarás 2 - íbúð 201
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
Í einkasölu falleg 2ja-3ja herbergja
(með 2 svefnherb.) íbúð á 2. hæð
(inngangshæð) í þessu fallega frá-
bærlega vel staðsetta fjölbýli. Enda-
íbúð með góðum svölum og glæsi-
legu útsýni til suðvesturs. Gervi-
hnattamóttakari með fjölda stöðva.
Steniklætt hús. Áhvílandi hagstæð
lán ca 3,5 milllj. Verð 10,8 millj.
Íbúðin er laus 1 maí.
Helgi og Margrét taka á móti áhugasömum í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477.
Reyrengi 6 - íbúð 203
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
Frábærlega gott verð, aðeins 13,9
millj. Í einkasölu falleg 4ra herbergja
íbúð á 2. hæð í þessu fallega húsi á
mjög góðum stað í Engjahverfi í
Grafarvogi, ásamt stæði í opnu bíl-
skýli. Sérinngangur af svölum. Suð-
ursvalir. Gott útsýni. Rúmgóð íbúð.
Áhvílandi hagst. lán. Verð 13,9 millj.
Tekið verður á móti áhugasömum frá kl. 14-16 í dag, sunnudag.
Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477.
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Sími 533 4040 •
Fax 533 4041
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG,
FRÁ KL. 14-16 Í BLEIKJUKVÍSL 13,
REYKJAVÍK
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Ármúla 21 • Reykjavík
jöreign ehf
Glæsilegt og mikið hús á tveimur
hæðum, rúmgóð 6 herb. hæð uppi,
um 215 fm og 80 fm 3ja herb. íbúð
niðri. Bílskúrinn er innbyggður og um
65 fm. Fallegur garður, glæsilegt og
mikið útsýni. Hús vel staðsett í
hverfinu.
Verð 39 millj. nr 3740.
Ásgeir tekur á móti ykkur í dag milli
klukkan 14 og 16.
Til sölu
einn elsti veitingastaður landsins Kaffivagninn Grandagarði.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is,
merkt: „K — 15019“, fyrir 5. mars.