Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 47 Í JANÚAR las ég merka bók sem kom út árið 2003, Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar. Hin dulda félagsgerð borgarsam- félagsins. Markmið höfundar, Hörpu Njáls félagsfræðings, eru margþætt: að greina og lýsa stöðu fátækra á Íslandi og þar með að auka og dýpka þekkingu á fá- tækt í íslensku vel- ferðarsamfélagi. Segja má að það sé hlutverk fræðimanns- ins. En lokamarkmið verksins er pólitískt: Að bæta kjör hinna verst settu. Með það í huga leggur höfundur fram tillögur sem ætla megi að dragi úr fátækt og því sam- félagsböli sem henni fylgir og hefur látið reikna út hvað þær umbætur kosti. Á undanförnum árum hef ég fylgst með umræðu um fátækt í fjölmiðlum, um langar biðraðir hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir jól, orð biskups Íslands og ræður forseta Íslands, umræður um öryrkjadóm- inn svokallaða og mestu kjarabót til öryrkja sem kom til fram- kvæmda í byrjun þessa árs. Ég hef einnig heyrt menn afneita fá- tækt, segja að fólk sé að misnota hjálparstarfið, ná sér í læri fyrir jólin. Menn hafa séð ,,fátæk- lingana“ skjótast upp í jeppana sína hinum megin við hornið. En hver er sannleikurinn? Með lestri bókarinnar Fátækt á Íslandi fékk ég glögga heildarsýn yfir stöðuna og þróun velferð- arsamfélagsins. Ég hafði alls ekki gert mér grein fyrir því að myndin væri svo dökk, staðan svo skelfi- leg, vonlaus og niðurlægjandi. Áhrifamikil eru viðtöl við ein- staklinga sem búa við fátækt. Þetta er ósköp venjulegt fólk, ég leyfi mér að segja á mælikvarða allra, sem vegna heilsubrests þarf að lifa á bótum frá Trygg- ingastofnun og Félagsþjónustunni í Reykjavík. Sumir gætu unnið hlutastarf en vegna skerð- ingarákvæða borgar sig ekki fjár- hagslega að vinna. Þannig kemst Þorgerður (dulnefni) einstæð móð- ir með þrjú börn og öryrki á vinnumarkaði, í 50% starfi, að orði: ,,Þú sérð fram á að vera alla tíð á bótum eða fara á vinnumark- að og hafa ekkert upp úr því, staða þín batnar ekkert. Það er þetta sem drepur fólk niður, lífs- löngunina og sjálfsbjargarviðleitn- ina. Möguleikarnir eru engir … Staðan eiginlega versnaði, ég hef minna úr að spila eftir að ég fór að vinna.“ Hugmyndafræði Hvaða hugmyndafræði býr að baki lágum bótum? Er það svo að við trúum því að allir geti bjargað sér sem vilja, hinir eigi ekkert gott skilið og geti étið það sem úti frýs? Oft hef ég heyrt talað niðr- andi um velferðarkerfin á Norð- urlöndum sem geri fólk að aum- ingjum, lami sjálfsbjargarviðleitni þess. En hvað höfum við fyrir okk- ur í því? Eitt er víst að við Íslend- ingar verjum lægsta hlutfalli landsframleiðslu til velferðarmála á Norðurlöndum og reyndar er hlutfallið lægra en hjá öllum Evr- ópubandalagsþjóðunum að Írlandi undanskildu. Ef litið er til Norð- urlanda er örorkulífeyrir 58% hærri í Noregi en á Íslandi og 100% hærri í Danmörku. Í bókinni Fátækt á Íslandi er hægt að fá miklar upplýsingar um þróun almannatrygginga á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum og þá hugmyndafræði sem að baki býr. Þar hefur þróunin orðið til jafnaðar en hér svífur andi frjáls- hyggjunnar æ meira yfir vötn- unum sem boðar lága skatta og lít- il útgjöld til velferðarmála. Áhersla er frekar á góðgerð- arstarfsemi og ölmusu fyrir þá verst settu. Starfsmenn opinberra stofnana, bæði Tryggingastofn- unar og Félagsþjónustunnar, vísa fólki á Mæðrastyrksnefnd, Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Samhjálp þegar engin úrræði er að fá og hefur svo verið um árabil. Segja má að í því endurspeglist ölm- usustefna stjórnvalda sem hafa engin úr- ræði til að leysa vanda fólks. ,,Velferð- arkerfið íslenska er komið langt frá því markmiði sem stefnu- mótun ríkisins kvað á um og setti sér um miðjan fimmta áratug 20. aldar. Að allsherj- arnet almannatrygg- inga tryggði þegnum skilyrði til lágmarks- lífsafkomu svo þeir gætu fram- fleytt sér og sínum.“ Þá ræðir höf- undur um félagsþjónustu sveitarfélaga sem sé orðinn örygg- isventill ríkisvaldsins vegna skerð- ingarákvæða laga og lágra bóta og dugi ekki til. ,,Þetta er sú umgjörð sem velferðarkerfið á Íslandi skapar fólki og börnum þess sem kippt er út af vinnumarkaði vegna veikinda, örorku, atvinnuleysis og lágra tekna, og hvað sárast er þessu fólki að horfa upp á börn sín sitja stöðugt hjá og koðna niður í depurð og vonleysi. Þannig sprett- ur fram hin dulda félagsgerð borg- arsamfélagsins.“ Þáttaskil Af lestri bókarinnar má ráða að þáttaskil hafi orðið í almanna- tryggingum árið 1993 með endur- skoðun laganna er þeim var skipt í tvo lagabálka, Lög um almanna- tryggingar og Lög um félagslega aðstoð sem eru heimildarlög. Með breytingum á lögum um almanna- tryggingar tekur við tekjutenging og þröng frítekjumörk sem leiða af sér mikinn niðurskurð á bótum ef fólk er með tekjur umfram þau lágu mörk sem sett eru. Þá var einnig tekið út það ákvæði að tryggja skuli fólki lág- marksframfærslu. Lög um fé- lagslega aðstoð hafa þær afleið- ingar að nokkur hluti lífeyrisþega hefur verið hnepptur í mjög erfiða stöðu bæði efnalega og félagslega vegna skerðingarákvæða og túlk- unar á lögunum. „Margt bendir til þess, þegar grannt er skoðað, að sú löggjöf hafi ekki fært starfs- aðferðir og leiðir til framþróunar heldur afturhvarfs til fyrri tíma, m.a. þarfagreiningar og lágtekju- viðmiða,“ skrifar höfundur verks- ins. Hér er ekki ráðrúm til að lýsa þróuninni en þess skal þó geta að árið 1997 var farið að skattleggja þá sem eiga að lifa af greiðslum frá Tryggingastofnun. Vegvísir til framtíðar Harpa Njáls hefur með verki sínu Fátækt á Íslandi ekki aðeins kort- lagt kjör hinna verst settu heldur setur hún einnig fram tillögur til úrbóta. Hún hefur unnið það afrek að reikna út lágmarksframfærslu- viðmið, eins og það er kallað, en ekkert slíkt viðmið er til innan stjórnsýslunnar og er það afar merkilegt. Samkvæmt því hefði einstaklingur þurft að hafa kr. 100.750 á mánuði árið 2000 en fékk kr. 63.593. Alla bótaþega óháð að- stæðum vantaði 40.000–50.000 krónur á mánuði til að ná lág- marksviðmiði. Í framhaldi af því leggur höfundur fram ákveðnar tillögur um breytingar sem fela í sér að tryggja afkomu lífeyrisþega þar sem greiðslur verði alfarið felldar undir lög um almanna- tryggingar. Þær fela einnig í sér að frítekjumörk verði hækkuð, bæði vegna lífeyris og barnabóta, og skerðingarhlutföll á tekjur ör- yrkja umfram frítekjumörk verði lækkuð. Margir stjórnmálamenn tóku bókinni Fátækt á Íslandi fagnandi þegar hún kom út. En brátt féll málið í þann farveg að stjórn- málamenn sökuðu hver annan um ástandið og umræðan lognaðist út af. Ljóst er af lestri bókarinnar að allir stjórnmálaflokkar eiga sök á ástandinu. Kannski ætluðu menn árið 1993 að gera gott en gerðu illt? Um það þýðir ekki að fást nú en það er í gegnum framkvæmda- og löggjafarvaldið sem breytingar verða. Höfundur bókarinnar hefur smíðað tillögur sem gætu lyft ís- lensku þjóðfélagi á hærra stig. Þær tillögur þarfnast umræðu: ,,Niðurstöður þessar gefa tilefni til að álykta að hækkanir vegna líf- eyrisgreiðslna og barnabóta, þ.e. aukin útgjöld velferðarkerfisins, sem voru 19,1% af landsfram- leiðslu árið 1999, yrðu nálægt 22,5% af landsframleiðslu. Þrátt fyrir þessar breytingar á velferð- arkerfinu yrðum við enn með lægst velferðarútgjöld af lands- framleiðslu á Norðurlöndum. Lífs- kjör lágtekjufólks og lífeyrisþega myndu stórbatna og fátækum fækka verulega. Ísland yrði í allra fremstu röð sem velferðarþjóð- félag.“ Fátækt á Íslandi Eftir Gerði Steinþórsdóttur ’Ljóst er af lestri bók-arinnar að allir stjórn- málaflokkar eiga sök á ástandinu.‘ Gerður Steinþórsdóttir Höfundur vinnur að málefnum fatlaðra. www.101skuggi.is Sími 588-9090Sími 530-1500 Glæsilegar fullbúnar íbúðir verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr. Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga- hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Gerið samanburð á gæðum og verði við aðrar eignir á svæðinu. 2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni Íbúðir til afhendingar í september 2004 Verðdæmi: 69 m2 2 herb. 14,6 m kr. 73 m2 2 herb. 17,2 m kr. 95 m2 3 herb. 19,9 m kr. 102 m2 3 herb. 21,7 m kr. 117 m2 3 herb. 24,5 m kr. 123 m2 3 herb. 24,6 m kr. Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, ELDRI BORGARAR BREIÐABLIK - EFSTALEITI (Penthouse) Endaíbúð á efstu hæð. Stærð 145 fm. Einstaklega glæsileg sameign. Íbúðin er með sérhönnuðum innréttingum og sérlega vönduð. Útsýni. Tvennar svalir. Stæði í bílskýli. Verð 34,9 millj. Nr. 6666 MIÐLEITI Falleg 2ja herb. íbúð á 4. hæð. Lyftuhús, Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni, góð staðsetning, vinsælt hús. Verð 15,9 millj. 2JA HERB. FOSSVOGUR Góð íbúð á jarðhæð. Húsið allt klætt að utan og sameign góð. Íbúðin er í góðu ástandi, parket og góðar innréttingar. Lagt fyrir þvottavél á baðinu. Góð geymsla. Húsbréf 5 milljónir. LAUS STRAX. Verð 9,550 millj. 3JA HERB. HJARÐARHAGI. Falleg 3ja herb. íbúð um 82,0 fm á 4. hæð. Glæsilegt útsýni. Stórar suðursvalir. Parket á gólfi. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Nýl. gler. Verð 12,9 millj. 4RA HERB BÁSBRYGGJA (Penthouse) Vorum að fá í sölu glæsilega íbúð á efstu hæð í þessu fallega húsi. Íbúðin er glæsilega innréttuð með góðum svölum. Hátt til lofts, falleg gólf. Stærð 126 fm. Verð 18,9 millj. Nr. 3820 SÉRHÆÐIR LAUGATEIGUR Neðri sérhæð um 111 fm. Sérinngangur og sérhiti. Tvö rúmgóð herbergi og góðar stofur. Stórar suðursvalir. Íbúðin er mikið endurnýjuð. FRÁBÆR STAÐSETNING. Verð 16,9 millj., áhv. 8,4 millj. húsbréf. ATVINNUHÚSNÆÐI TANGARHÖFÐI Mjög gott atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum með innkeyrsluhurð og tveimur gönguhurðum. Bjart og gott húsnæði. Stærð alls 594,5 fm. ATH. Laust strax. Verð 38,0 millj. Nr. 3810 SMIÐSHÖFÐI Sérlega vandað húsnæði á einni hæð með mikilli lofhæð og góðum innkeyrsludyrum. Girt lóð og góð malbikuð bílastæaði. Hús í mjög góðu ástandi. Stærð 1148 fm. Verð 75,0 millj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.