Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 50
KIRKJUSTARF
50 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
1. Skýrsla stjórnar félagsins um liðið
starfsár.
2. Skýrsla forstjóra.
3. Endurskoðaðir reikningar ársins
2003 lagðir fram til samþykktar.
4. Tillaga um ráðstöfun hagnaðar.
5. Stjórnarkjör.
6. Kosning endurskoðunarfirma.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
8. Tillaga um heimild til stjórnar
félagsins til að hækka hlutafé
félagsins og að hluthafar falli frá
forkaupsrétti að aukningunni.
9. Tillaga um að félagið megi kaupa
allt að 10% hlutafjár í sjálfu sér.
10. Önnur mál.
Aðalfundur
Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2004
Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. verður haldinn
þriðjudaginn 16. mars 2004 í Ármúla 3, Reykjavík og hefst
kl. 16:30.
Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, Þjónustuver 560 5000, www.vis.is
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
F
í
t
o
n
F
I
0
0
8
9
3
5
Dagskrá fundarins, tillögur og
ársreikningur félagsins fyrir árið 2003
verður hluthöfum til sýnis í höfuð-
stöðvum Vátryggingafélags Íslands hf.
að Ármúla 3 í Reykjavík, frá og með 9.
mars nk. Þessi gögn verða einnig
aðgengileg á www.vis.is.
Atkvæðaseðlar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra á fundarstað, frá kl. 15:30 á
fundardegi, þriðjudaginn 16. mars nk.
Dagskrá
jöreign ehf
Sími 533 4040
www.kjoreign.is
Ármúla 21, Reykjavík
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali,
GISTIHÚS
Gistihús í fullum rekstri á svæði 105
í Reykjavík til sölu
Húsnæðið er 600 fm á annarri og þriðju hæð, fullinnréttað og að
mestu leyti ný tekið í gegn. Í húsnæðinu er 75 fm húsvarðaríbúð,
8 stúdíóíbúðir og 12 tveggja og þriggja manna herbergi, tveir
morgunverðarsalir sem geta tekið 45 manns í mat.
Öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi.
Upplýsingar gefur aðeins Dan Wiium
í síma Kjöreignar eða 896 4013.
Tómasar-
messa í Breið-
holtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fimmtu
messunnar á þessum vetri í Breið-
holtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnu-
daginn 29. febrúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið
mikla ánægju þeirra sem þátt hafa
tekið í henni og virðist hafa unnið
sér fastan sess í kirkjulífi borg-
arinnar, en slík messa hefur verið
haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd
síðasta sunnudag í mánuði, frá
hausti til vors, síðustu sex árin.
Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna.
Heiti Tómasarmessunnar er
dregið af postulanum Tómasi, sem
ekki vildi trúa upprisu drottins
nema hann fengi sjálfur að sjá
hann upprisinn og þreifa á sárum
hans. Markmið messunnar er öðru
fremur að leitast við að gera nú-
tímamanninum auðveldara að
skynja návist drottins, einkum í
máltíðinni sem hann stofnaði og í
bænaþjónustu og sálgæslu, en mik-
il áhersla er lögð á fyrirbænaþjón-
ustu.
Þá einkennist messan af fjöl-
breytilegum söng og tónlist og
sömuleiðis af virkri þátttöku leik-
manna.
Stór hópur fólks tekur jafnan
þátt í undirbúningi og framkvæmd
Tómasarmessunnar, bæði leik-
menn, djáknar og prestar.
Það er von okkar, sem að mess-
unni stöndum, að þær góðu mót-
tökur sem Tómasarmessan hefur
hlotið hingað til gefi tóninn um
framhaldið og að hún megi áfram
verða mörgum til blessunar og
starfi íslensku kirkjunnar til efl-
ingar.
Dómkirkjan –
skólamessa
VIÐ messu kl. 11 sunnudaginn 29.
febrúar syngur kór Menntaskólans
í Reykjavík undir stjórn söngstjóra
síns, Marteins H. Friðrikssonar
dómorganista. Sr. Hjálmar Jóns-
son predikar og fyrir altari þjónar
sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Nemendur og starfslið, eldri
sem yngri MR-ingar, verið hjart-
anlega velkomin ásamt fjöl-
skyldum ykkar til messu í Dóm-
kirkjunni.
Dómkirkjan.
Enn eru konur
konum bestar
MÁNUDAGINN 1. mars kl. 19
hefst á vegum Leikmannaskólans í
Grensáskirkju námskeiðið Konur
eru konum bestar II í umsjón sr.
Petrínar Mjallar Jóhannesdóttur.
Námskeiðið er sjálfstætt fram-
hald af námskeiðinu: Konur eru
konum bestar I sem haldið hefur
verið víða um land við miklar vin-
sældir.
Á námskeiðinu verður fjallað um
hvernig konur geta hlúð að sjálf-
um sér og eru helstu umfjöllunar-
efni líkamsímynd, sjálfsþekking,
samskipti við aðra og markmið-
asetning. Eins og á fyrra nám-
skeiðinu verða sögur Biblíunnar
notaðar til að varpa ljósi á það sem
tekið er fyrir.
Gott er að hafa lokið Konur eru
konum bestar I en þó er það ekki
skilyrði til þátttöku. Kennt er í tvö
skipti, 3 tíma í senn. Skráning fer
fram í síma 535 1500 eða á vef
Leikmannaskólans, www.kirkj-
an.is/leikmannskoli.
Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri
borgarar. Félagsvist á morgun í Setr-
inu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið
kl. 20–22 (fyrir 8.–10. bekk).
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og
vestra. Hádegisverðarfundur presta í
Bústaðakirkju mánudag kl. 12.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku-
lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi
í safnaðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum alla virka
daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og
10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æsku-
lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn
er í sal Álftanesskóla kl. 11. Umsjón
með sunnudagaskólanum hafa Krist-
jana og Ásgeir Páll. Allir velkomnir.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld,
sunnudag, kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601. Í dag er vitnisburðarsamkoma
kl. 14. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt
barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára
börn á samkomutíma. Kaffi og sam-
félag eftir samkomu. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.kefas.is.
Fíladelfía. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfs-
son. Gospelkór Fíladelfíu sér um lof-
gjörðina. Fyrirbæn í lok samkomu.
Barnakirkja á sama tíma. Miðvikudag-
inn 3. mars kl. 18–20 er fjölskyldu-
samvera með léttri máltíð. Allir vel-
komnir. Fimmtudaginn 4. mars kl. 15
er samvera eldri borgara. Allir vel-
komnir. Bænastundir alla virka
morgna kl. 6. www.gospel.is.
Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11.
Kennsla og efni fyrir alla aldurshópa.
Létt máltíð og samfélag að samkomu
lokinni. Allir velkomnir. Bænastund
kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20.
Eiður H. Einarsson prédikar, lofgjörð,
fyrirbænir og samfélag eftir samkomu
í kaffisalnum. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf