Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk UPP MEÐ HENDUR UTANBÆJAR- MAÐUR! HÉR ERTU EKKI VELKOMINN! EN... HANN LÍTUR EKKI Á MIG! ÞETTA ER ÞAÐ ALLRA VERSTA! KOMDU HINGAÐ TIL BAKA UTANBÆJARMAÐUR! ANNARS SET ÉG MERKI MITT Á ÞIG! MERKI ZOTTO! JÆJA ÞÁ, ÉG KEM! NÚ SKELFURÐU UTANBÆJARMAÐUR! ÞÚ HRÆÐIST HEFND MÍNA! HAFÐU ÞETTA! SVONA SVONA! STÓR OG STERK HETJA EINS OG ÞÚ GRÆTUR EKKI SVONA. ER ÞAÐ NOKKUR? FER ÞESSI LITUR MÉR EKKI VEL GRETTIR? SVO SANNARLEGA! EN HANN FER SKYRTUNNI ÞINNI ALVEG HÖRMULEGA! JÓN. ÉG HEF ÞÖRF FYRIR AÐ TJÁ MIG ÉG HEF MÁLAÐ NÝTT MEISTARAVERK! ÉG KALLA ÞAÐ HEIMSKINGI Í GRÆNU ÞETTA ER FYRIR ENSKUTÍMA... VIÐ EIGUM AÐ SKREYTA SETNINGU... ÞÚ MEINAR SKEYTA Æ Æ Æ Æ Æ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALVEG er það ótrúlegt að fylgjast með deilunni um heimahjúkrunina. Þessi þjónusta sem hefur gert það að verkum að ekki er algert neyðar- ástand á sjúkrahúsunum! Hvernig geta menn haldið því fram í alvöru að ekki skapist neyðarástand við að 60% starfsins leggist niður? Er þetta vegna þess að of margir hafa verið ráðnir til starfa? Þá er líka best að losa okkur skattborgarana við þessa óhæfu stjórnendur, sem safna bara starfsfólki sem ekkert hefur að gera! Ég lenti inn á spítala um jólin og var þar í þrjár vikur. Þegar ekkert meira var hægt að gera fyrir mig þar var ég sendur heim, en þó aðeins vegna þess að til staðar var þjónusta heimahjúkrunar, sem gat litið inn til mín daglega og skipt á umbúðum og haft faglegt eftirlit með gangi mála, síðan hef ég notið aðhlynningar heimahjúkrunarinnar. Trúlega er svo um fjölmarga. Í staðinn fyrir útúr- fulla spítala, með tilheyrandi biðlist- um, er hægt að senda fólk heim án þess að slaka á kröfum um rétta að- hlynningu og spara þannig milljónir. Sama gildir um takmarkaðan fjölda heimila fyrir aldraða, langveika og fatlaða. Trassaskapur á uppbyggingu þeirrar þjónustu eftir þörfum bjarg- ast aðeins fyrir störf heimahjúkrun- arinnar, þó það sé engin afsökun fyrir trassaskapnum. Stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir að vera ekki búin að leysa þessi mál fyrir löngu, því meðan heimahjúkrunin veitir þessa frábæru þjónustu hefur ekki skapast það neyðarástand í málum aldraðra og sjúkra sem allt stefnir annars í. Að skjóta fyrst og spyrja svo! Langfjölmennasti hópur þeirra sem sinna heimahjúkrun eru fyrir- vinnur sinna heimila og þá einstæðar mæður í meirihluta. Það hlýtur að vera öllum ljóst að þeim er nauðsyn að vera með bíl í þessu samfélagi einkabílsins og jafn lélegar almenn- ingssamgöngur og raun ber vitni. Af eðlilegum ástæðum hafa þær því talið það hluta af sínum launum að fá greidda aksturspeninga, þar sem það auðveldaði þeim að reka bíl sem ann- ars gæti verið þeim um megn. Hvernig stendur þá á því að þetta er komið í þennan rembihnút? Í stað þess að vinna með starfsmönnunum voru gerðir samningar við bílaumboð um svo og svo marga bíla, síðan ákveðið að breyta gerðum samning- um svo bílarnir standi ekki bara óhreyfðir niðri á hafnarbakka. Fyrir hverja er þetta? Áreiðanlega ekki fyrir okkur skattborgarana. Ef til vill gæðinga stjórnvalda, eða vini og kunningja stjórnenda? Fnykinn legg- ur langar leiðir! Ég er þess fullviss að ég mæli fyrir munn meirihluta landsmanna þegar ég geri þá kröfu til stjórnvalda að leysa þessi mál farsællega þegar í stað! GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík. Er þessum mönn- um ekki sjálfrátt? Frá Guðmundi Magnússyni: VIÐ lifum á alvörutímum, meiri al- vörutímum en margan grunar. Menn gleyma sér í anda efnis- hyggju, lífsgæðakapphlaups, svo ekki sé minnst á spíritismann og all- an sorann í öllum hugsanlegum myndum. En hvar erum við stödd? Guð er ekki búinn að gleyma þjóð- inni. Einhverra hluta vegna vill hann koma boðskap til þessarar þjóðar á undan öðrum þjóðum. Hann vill vekja þessa þjóð af blundi andvaraleysis og rangrar lífssýnar. Opinberunin hefur verið hulinn leyndardómur í 1900 ár en hana er að finna í Opinberunarbókinni 10. kafla. Margir hafa í gegnum tíðina viljað vita um leyndardóm hinna sjö þruma sem þar eru nefndar, en að- eins í fyllingu tímans opinberar Guð sinn leyndardóm. Eftir 4000 ár gamla testamentisins og 2000 ár nýja testamentisins. Allt af hans hendi er nákvæmt og á réttum tíma. Og þá komum við að útlistun op- inberunnarinnar sem finna má í 19. kafla 6. versi Opinberunarbókarinn- ar. Þrumurnar sjö segja okkur að það sé komið að brúðkaupi lambs- ins. Við erum komin í jaðarinn á 1000 ára ríkinu. Við erum komin í 19. kafla Opinberunarbókarinnar. Við erum rétt komin að bókarlokum í orðsins fyllstu merkingu. Það er kominn tími til að þjóðin vakni. Það er kominn tími til að kennimenn spyrji. Hvað orð Guðs segir má sjá í Jesaja, 45. kafla 23 versi. SÆVAR PÉTURSSON, Seljalandi 3, Reykjavík. Opinberun til íslensku þjóðarinnar Frá Sævari Péturssyni: Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.