Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ung/ur í anda og mikil einstaklingshyggjumann- eskja. Þú ert að hefja nýtt og spennandi upphaf í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft á meiri hvíld og ein- veru að halda. Reyndu að finna tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að tala við vini þína og kunn- ingja um framtíðardrauma þína. Þú getur lært eitthvað mikilvægt af viðbrögðum þeirra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hikaðu ekki við að taka á þig aukna ábyrgð í dag, jafnvel þótt það beini aukinni athygli að þér. Þú munt eiga mik- ilvægar samræður við for- eldra þína eða yfirmenn í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu það sem þú getur til að brjóta upp hversdagsleikann í dag. Farðu í aðrar búðir eða kaffihús en venjulega og aðra leið úr vinnunni. Láttu eins og þú sért ferðamaður á þín- um heimaslóðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þörf fyrir að bæta þig og reyna að ná betri ár- angri. Láttu endilega verða af því. Mundu að ekkert okk- ar á eftir að yngjast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustaðu vel á samræður þín- ar við maka þinn og nána vini. Þú getur lært eitthvað gagn- legt um sjálfa/n þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gefðu þér tíma til að taka til í kring um þig bæði á heimilinu og í vinnunni. Umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig og þér mun því líða betur þegar allt er í röð og reglu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er leikur í þér og því muntu njóta þess að leika þér við maka þinn, börn eða vini í dag. Farðu út og leiktu þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að einbeita þér að heimilinu og fjölskyldunni í dag. Best væri ef þú gætir varið deginum heima með fjölskyldunni. Ekki gleyma foreldrum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það hefur verið mikið að gera hjá þér að undanförnu og það verður það áfram næstu vik- urnar. Reyndu að laga þig að þeim hraða sem er í lífi þínu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Staðan í fjármálunum vekur hjá þér spurningar um það hvað skiptir þig raunverulegu máli í lífinu. Forðastu að sam- sama þig eigum þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sólin er í merkinu þínu og það gefur þér bjartsýni og kraft. Þetta gerir það að verkum að fólk laðast að þér. Gerðu sem mest úr þessu tækifæri til að koma ár þinni vel fyrir borð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 29. febrúar, er áttræður Hauk- ur Þ. Benediktsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Borgarspítalans, til heim- ilis að Hæðargarði 29, Reykjavík. ÞEGAR hittni kemur við sögu við spilaborðið er gæfa manna æði misjöfn. Lítum á spil frá tvímenningi Bridshátíðar þar sem hitt- ingur ræður för: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ÁD874 ♥D107 ♦93 ♣D54 Suður ♠G32 ♥Á6 ♦ÁK87 ♣Á982 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Víða varð suður sagnhafi í fjórum spöðum eftir gran- dopnun og yfirfærslu. Og al- gengt útspil var lítið hjarta. Fyrsti hittingur: tían eða drottningin? Vestur virðist eiga í vand- ræðum með útspil, hvort sem hann á kóng eða gosa. En eftir þessar sagnir er kannski heldur ósennilegt að vestur kjósi að spila frá kóng upp í grandopnun. Það er eina vísbendingin, en hún dugir, því tían kostar kóng. En hvað á að gera næst? Spaði á drottningu lítur vel út og hún heldur slag. Nú er snjöll áætlun að fara heim á hjartaás og læða út laufáttu, svona rétt til að kanna viðbrögðin. Norður ♠ÁD874 ♥D107 ♦93 ♣D54 Vestur Austur ♠K106 ♠95 ♥G954 ♥K832 ♦G542 ♦D106 ♣G6 ♣K1073 Suður ♠G32 ♥Á6 ♦ÁK87 ♣Á982 Ef vestur setur hiklaust lítið lauf er ekki líklegt að hann sé með kónginn og þá er vel í dæminu að setja smátt úr borði með þeirri áætlun að síðar drottning- unni og gleypa millispil ann- að í vestur. Sem sagt, spila upp á „intra“ svíningu. Þeir sem svona spiluðu uppskáru 650 og 120 stig af 132 mögulegum. Það gaf líka vel að fá tíu slagi, því ýmsir óhittnari spilarar fóru einn niður (gáfu slag á tromp, á hjarta og tvo á lauf). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. f4 d5 5. e5 f6 6. Rf3 Rh6 7. h3 0–0 8. Be3 fxe5 9. fxe5 Rf5 10. Bf2 Bh6 11. Bd3 Re3 12. Bxe3 Bxe3 13. De2 Bf4 14. 0–0 e6 15. Df2 Rd7 16. Re2 Bh6 17. Dg3 De8 18. Rh4 Hxf1+ 19. Hxf1 Rf8 20. Rf4 Bxf4 21. Hxf4 b6 22. Dg5 a5 23. Dh6 Ha7 24. Rf3 Hg7 25. Rh2 c5 26. Rg4 De7 27. c3 Bd7 28. h4 Be8 29. h5 cxd4 30. cxd4 gxh5 Staðan kom upp á Norðurlandamóti í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Sví- þjóð. Halldór B. Halldórsson (2.150) hafði hvítt gegn Ei- rik Norberg (2.177). 31. Rf6+ Kh8 32. Rxh7! Rxh7 33. Bxh7 Bf7 33. … Hxh7 gekk ekki upp vegna 34. Hf8+ og hvítur vinnur. 34. Bg6+ Kg8 35. Bxh5 Bxh5 36. Dxh5 b5 37. Hh4 og svartur gafst upp. Seinni keppnisdagurinn í minningarmóti Jón Þor- steinssonar hefst í dag í Menntaskólanum í Hamra- hlíð kl. 13.00. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hann? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum verður haldið í Brautarholti 4a, laugardaginn 6. mars frá kl. 13-17. Efni námskeiðsins er m.a: Eigi vil ek hornkerling vera BE- ástandið „Þóknast þér“ skeiðið Seinkunartæknin Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2003 Skráning í símum 588 2092 og 862 7916 Stuttir fyrirlestrar með léttu ívafi og meðlæti      Ágætu félagar og velunnarar Sunnudaginn 29. febrúar (hlaupársdag) opnar MS-félag Íslands nýuppfærða og glæsilega vefsíðu í húsnæði þess á Sléttuvegi 5 kl. 14:00-16:00. Einnig er okkur ánægja að tilkynna að við þetta tækifæri munum við bjóða Þuríði Sigurðardóttur velkomna til starfa á ný hjá Dag- vist félagsins. Skemmtiatriði og veitingar í boði félagsins. Við hlökkum til að sjá ykkur! Stjórnin www.msfelag.is Aðalfundur Aðalfundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn laugardaginn 13. mars 2004 kl. 18.00 á Hótel Borg, Reykjarvíkursofu. Venjuleg aðalfundarstörf. Árshátíð félagsins verður haldin að loknum aðalfundi. Stjórnin. Laugavegi 41 • sími 561 4465 • Opið mán.-fös. frá kl. 10-18. • lau. frá kl. 10-16. Við erum fluttar Við opnum á morgun glæsilega búð fulla af nýjum vörum á Laugavegi 41. Og bjóðum gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Hef flutt lækningastofu mína að Suðurlandsbraut 34, Orkuhúsinu. Tímapantanir hjá Össuri hf. í síma 515 2361 Baldur Tumi Baldursson dr. med. Sérfræðingur í húð og kynsjúkdómum. HÚÐSJÚKDÓMALÆKNIR HJÁ mér hefur legið of lengi góð ábending frá Baldri Ingólfssyni, fyrrv. menntaskólakennara, sem hefur áður sent mér ýmsar hugleiðingar um orð og málfar. Sendi hann úr- klippu úr blaði, þar sem segir frá því, að óvænt var hætt við lendingu flugvél- ar í Keflavík. Í blaðinu stóð: Farþegum var brugðið þegar hætt var við lendingu. Þessi notkun so. að bregða verður Baldri að umhugsunarefni. Hér á hann við, að ruglað er sam- an að bregða = verða hverft við og vera brugðið = láta mjög á sjá, vera með feigðarsvip. Segist hann hafa búið í fjölbýlis- húsi, þar sem var margt barna sem notuðu sögnina að bregða alltaf rétt: En hvað mér brá o.s.frv. So. að bregða er notað í margs konar merkingum og m.a. á þann veg sem Baldur getur um. Honum brá við þetta, þ.e. hann hrökk við, skipti litum, honum varð bilt við, eins og skýrt er í OM og OE. Ég hygg, að lesendur kannist vel við þessa merkingu sagnorðs- ins. Í áðurnefndum orða- bókum er svo orðasam- bandið að vera brugðið, honum er brugðið = hon- um hefur hrakað (t.d. orðið sjúklegri í útliti), hefur sýnilega orðið fyrir áfalli. Þarna getur raunar verið mjótt á munum um þessar merkingar, en þó hefði verið heppilegra að segja: „Farþegum brá, þegar hætt var við lendingu“, eins og Baldur bendir á. Samt vil ég ekki með öllu dæma hitt orðalagið úr leik samkv. máltilfinningu minni. Farþegum var vissulega brugðið, þ.e. þeim varð hverft við, varð bilt við, þegar hætt var við lendingu. Í sömu frétt var svo sagt, að aðskilnaður milli flugvéla hafi ekki ver- ið nægur í þetta skipti. Baldur spyr, hvort ekki hefði mátt segja: Of skammt milli flugvélanna. Ég er sammála honum, enda eru aðrar merkingar í no. aðskilnaður, svo sem kemur fram í áðurnefnd- um orðabókum. Hvað segja lesendur um þetta? Sími 557 4977 og tölvufang jaj@simnet.is - J.A.J. ORÐABÓKIN Að vera brugðið MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum að kostn- aðarlausu. Tilk. þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FOSSANIÐUR Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. – – – Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.