Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 60

Morgunblaðið - 29.02.2004, Page 60
DANS er bæði holl og skemmtileg hreyfing. Það vita krakkarnir sem tóku þátt í „Freestyle“-danskeppninni um síðustu helgi í Laugardalshöllinni. Keppt er í frjálsri aðferð og þátt taka krakkar á aldrinum 13–16 ára. Bæði er keppt í hóp- og einstaklingskeppni og leggja keppendur mikið upp úr því að vera í flottum búningum. Aðeins einn strákur tók þátt í keppninni að þessu sinni og náði þeim góða árangri að verða í þriðja sæti í Íslandsmeistarakeppni einstaklinga. Sigurvegari í einstaklingskeppninni var Inga Birna Friðjónsdóttir en í hópakeppninni fór Eldmóður með sigur af hólmi. Hópinn skipa sex stelpur úr Reykjavík, Hugrún, Hildur Jakobína, Eva Dögg, Heiða Björk, Ólöf og Nanna. Morgunblaðið/Eggert Þessi hópur var í skemmtilegum búningum í keppninni. Dansað dátt Freestyle-keppnin AUÐLESIÐ EFNI 60 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SJÖ til fimmtán þúsund fermetra verslunar-miðstöð mun rísa í miðborg Reykjavíkur ef hugmyndir, sem kynntar hafa verið fyrir borgarstjóra og menntamála-ráðherra, verða að veruleika. Húsið myndi tengjast tónlistar- og ráðstefnuhúsi, sem ætlunin er að byggja við höfnina. Hópur fjár-festa setti fram þessa hugmynd, en þeir hafa reynslu af byggingu Smára-lindar og Kringlunnar. Í húsinu gætu allt að 50 verslanir og veitinga-staðir starfað. Einnig verður bygging bílastæðakjallara, undir þessum húsum, könnuð. Pálmi Kristinsson verkfræðingur er í forsvari fyrir fjárfesta-hópinn. Hann segir að áætlaður kostnaður sé á bilinu 20-30 milljarðar króna. Telur hann framkvæmda-tíma vera um þrjú ár og að hægt væri að vinna verkið í einum áfanga. Telur hann að þetta verkefni gæti snúið við þeirri öfug-þróun sem orðið hafi í miðborginni síðustu ár. Verslunarmið- stöð rísi í miðbæ Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Á þessu svæði mun verslunar-miðstöðin rísa, verði hugmyndirnar að veruleika. MEISTARADEILD Evrópu í knattspyrnu hófst á nýjan leik í vikunni og var nú leikið í 16-liða úrslitum. Ensku liðin áttu misjöfnu gengi að fagna, Arsenal og Chelsea eru bæði í góðum málum eftir sigur á útivelli en Manchester United tapaði sínum leik, einnig á útivelli. United tapaði 2:1 fyrir Porto í Portúgal, og missti auk þess fyrirliða sinn Roy Keane út af með rautt spjald skömmu fyrir leikslok og verður hann því ekki með þegar síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum verða eftir rúma viku. Á sama tíma vann Chelsea lið Stuttgart í Þýskalandi, 1:0. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea, var tekinn út af eftir 70 mínútna leik og náði ekki að skora frekar en aðrir leikmenn Chelsea. Eina mark leiksins var sjálfsmark leikmanns Stuttgart. Arsenal lagði Celta Vigo, 3:2, á Spáni í fjörugum leik og er í mjög góðum málum þar sem liðið skoraði þrjú mörk á útivelli. Úrslit annara leikja urðu þau að Bayern München og Real Madrid gerðu 1:1 jafntefli þar sem Oliver Kahn, markvörður Bæjara, gerði hræðileg mistök þegar Madrídingar jöfnuðu. Spartak Prag og Evrópumeistarar AC Milan gerðu markalaust jafntefli. Lokomotiv Moskva vann Mónakó 2:1 í Moskvu, Lyon vann Real Sociedad 1:0 á Spáni og Deportivo lagði Juventus með sama markamun á heimavelli sínum. Reuters Ryan Giggs, leikmaður United, í kröppum dansi við Pedro Mandes og Jorge Costa, leikmenn Porto. Manchester United í erfiðleikum FORSETI Makedóníu fórst í flugslysi á fimmtudag. Makedónía er land í Suðaustur-Evrópu og var áður hluti af Júgóslavíu. Forsetinn hét Borís Trajkovskí. Hann var 47 ára gamall. Forsetinn var á leið frá Makedóníu til borgarinnar Mostar í Bosníu. Það er stutt flugleið. Alls voru níu manns í flugvélinni. Hún var af gerðinni Bechcraft. Sagt er að hún hafi verið gömul og úr sér gengin. Niðaþoka var í suðurhluta Bosníu þar sem flugvélin fórst. Hún flaug inn í fjallshlíð. Um borð voru alls níu manns. Enginn komst lífs af. Flakið fannst á föstudag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Makedóníu. Trajkovskí var kosinn forseti Makedóníu árið 1999. Hann var vinsæll stjórnmálamaður. Hann vildi koma á ýmsum umbótum í Makedóníu. Trajkovskí vildi líka að landið gengi í Evrópusambandið. Forseti Makedóníu ferst í flugslysi í Bosníu Reuters Forsíða dagblaðs í Makedóníu. Sagt er frá því að forseti landsins hafi farist í flugslysi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.